Morgunblaðið - 28.07.1953, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.07.1953, Blaðsíða 4
4 MORGVNBLAÐIÐ í>riðjudagur 28. júlí 1953. 209. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 7.40. Síðdegisflæði kl. 20.00. Næturlæknir er í læknavarðstof unni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki, sími 1330. Rafmagnsskömmtunin: í dag, þriðjudag, er skömmtun í 4. hverfi frá kl. 9.30 til 11, í 5. hvenfi frá kl. 10,45 til 12,15, í 1. hverfi frá kl. 11 til 12.30, í 2. hverfi frá kl. 12,30 til 14 30 og í 3. hverfi frá kl. 14,30 til 16,30. RMR — Fimmtud. 30. 7. 20. — VS — Hf. — Htb. □-----------------□ • Veðrið • 1 gær var norðaustan go'a og léttskýjað á Suður og Vest- urlandi, en norðanlands og austan skýjað og þokusúld austan til. — 1 Reykjavík var hiti kl. 15,00, 17 stig, 10 stig á Akureyri, 12 stig í Boiung- arvík og 11 stig á Dalatonga. Mestur hiti hér á landi í gær kl. 15,00, mældist á Kirkju- bæjarklaustri og Eyrarbakka, 19 stig, en minnstur hiti 9 stig í Möðrudal og Raufar- höfn. — í London var hiti 14 stig, 22 stig í Höfn og 19 stig í París. □--------------------------□ • Brúðkaup • iS.l. laugardag voru gefín sam- an í hjónaband af séra Jóni Þor- varðssyni ungfrú Ragnhildur Rósa Eðvaldsdóttir og Gísli Benja , mínsson, sarfsmaður hjá Ljóma. Heimili þeirra er í Meðal'holti 19. • Gengisskráning • • Hjónaefni • ;S.l. laugardag opinberuðu trú- lofun sína í Osló ungfrú Sólveig Runólfsdóttir, Höfðaborg 58 og Guðmundur örn Árnason, Bjarna stíg 9, Akureyri. Nýlega hafa opimberað trúlofun sína ungfrú Ósk Jónsdóttir og Valtýr Jónsson Stórholti 28. Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Unnur Baldvinsdóttir, stud. phil., Vegamótum, Seltjarn- arnesi og Guðjón Sigurkarlsson, stud. med, Barónsstig 24. ( Sölugengi): 1 bandarískur dollar .. kr. 16.32 1 kanadiskur dollar .. kr. 16.46 1 enskt pund kr. 45.70 100 danskar kr kr. 236.30 100 sænskar kr kr. 315.50 100 norskar kr. kr. 228.50 [ 100 belsk. frankar .. kr. 32.67 100 finnsk mörk .... kr. 7.09 1000 franskir fr kr. 46.63 [ 100 svissn. frankar .. kr. 373.70 1000 lírur kr. 26.1f 100 þýzk mörk kr. 388.60 100 gyllini kr. 429.9 Sólheimadrengurinn • Afmæli Afh. Mbl.: — Frá sóknarbörn- um í Keflavik krónur 200,00. I B IJ Ð Tvö herbergi og eldhús í vesturbænum til sölu. Nánari upplýsingar gefur Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðl. Þorlákssónar og Guðmundar Péturssonar, Austurstræti 7 ATVINNA Ábyggilegur maður vanur afgreiðslustörfum, óskast í matvöruverzlun. — Þarf að hafa bílpróf. Umsóknir er tilgreini aldur og fyrr störf, sendist afgr. blaðsins fyrir föstudagskvöld merkt: „Framtíð“—498. Algreiðslnstólka Röska stúlku, vana afgreiðslu, vantar nú þegar í mat- vörubúð. — Umsókn, er greini aldur, menntun, meðmæli, ef til eru, og fyrri störf, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir mikvikudagskvöld, merkt: „Stundvísi"—424. Vantar vélvirkja og rennismið. Góðar tekjur. Tíu tíma vinna a. m. k. — Upplýsingar gefur Jón Valdi- marsson, Ytri Njarðvík. Sími á vinnustað 250. Heimasími 452. TIL SÖLU er netagerðarstöðin á Grænagarði við ísafjörð, eign Pét- urs Njarðvík, sem er: járnklætt þurrkhús, er tekur sex herpinætur í einu, stór geymsluskúr, netaverkstæði, sem er tveggja hæða steinsteypuhús með kjallara, íbúðarhús, með afgirtum matjurta- og blómagarði. Stórt eignarland, ásamt uppfyllingu og steinsteyptum bryggjubúkkum fylgir eigninni. Auk þessa eru til sölu mikilar birgðir af nótum og nótaefni. Nánari upplýsingar gefur Útibú Útvegsbanka íslands h.f. á Isafirði og undirritaður. ísafirði, 22. júlí 1953. Jón Grímsson. Frú Ingibjörg Sigríður Andrés dóttir, Meðalholti 19, varð sextug 25. júlí s.l. Maður hennar Eðvald Stefánsson, skipasm., varð 65 ára 6. júlí. • Skipafréttir • Eimskipafélag íslands h.f.: | Brúarfoss er í Hamborg. Detti- foss fer frá Akureyri í kvöld til Seyðisfjarðar og Reyðarfjarðar. , Goðafoss fer frá Hull 29. þ.m. til Reykjavíkur. Gullfoss fór frá • Leith í gærdag til Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá Reykjavík 19. þ. m. til New York. Reykjafoss fór frá Hafnarfirði í gærkveldi til Reykjavíkur. Selfoss fór frá Reykjavík 22. þ.m. til Gautaborg ar. Tröllafoss fór frá Reykjavík í gærkveldi til New York. I Ríkisskip: j Hekla er væntanleg til Reykja- víkur árdegis í dag frá Glasgow. . Esja fer frá Reykjavík kl. 20,00 í kvöld austur um land í hringferð | Herðubreið er í Reykjavík og fer þaðan á fimmtudaginn austur um land til Bakkafjarðar. Skjaldbreið er í Reykjavík og fer þaðan á ■ föstudaginn vestur um land til ! Akureyrar. Þyrill fer frá Reykja . vík í dag vestur og norður. Skaft fellingur fer frá Reykjavík í kvöld til Vestmannaeyja. Baldur fór frá Reykjavík í gærkveldi til ^Búðardals og Hjallaness. Skipadeild SÍS: I Hvassafell er væntanlegt til Stettin í dag. Arnarfell er í Stett i in. Jökulfell fór frá New York 24. þ.m. áleiðis til Reykjavíkur. Dísarfell fór frá Antwerpen í gær áleiðis til Hamborgar. I Eimskipafélag Rvíkur h.f.: | M.s. Katla er á leið frá Portú- fal til Finnlands. • Flugferðir • •’luaífélafr fslands h.f.: Innanlandsflug: — í dag er ráð rert að fljúga til Akureyrar (2), /estmannaeyia, Bíldudals, Blöndu ss, Egilsstaða, Fáskrúðsfjarðar, i'lateyjar, Neskaupstaðar og Þing iyrar. — Á morgun eru áætlað- ir flugferðir til Akureyrar (2), /est.mannaeyia, Hólmavíkur, ísa- iarðar, Sands, Sauðárkróks og jiglutfjarðar. — Millilandáflug: lullfaxi fór til London í morgun ig er væntanlegur aftur til Rvík- ir kl. 22,45 í kvöld. Flugvélin fer ^ il Kaunmannahafnar kl. 8,00 í | fyrramálið. (jvrínnine’arsriöf til Kálfatiarnarkjrkiu Nýlega hafa hiónin Erlendsína Helgadóttir og Magnús .Tónsson frá Sjónarhól gefið Kálfatjarnar kirkiu kr. 1.500.00 til minningar um briú börn sín, sem dóin eru. Fyrir þessa miklu og góðu gjöf færum við fvrir hönd k'»-kiu og safnaðar innilegasta bakklæti okk ar. — Sóknarnefnd Kálfatjarnar- kirkju. Veika telpan Afh. Mbl.: — M. G. kr. 50,00. • ÍJtvarp • Þriðjudagur, 28. júlí: 8.00—9.00 Morgunútvarp. — 10.10 Veðurfregnir. 12j10—13.15 Hádeg isútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veður- fregnir. 19.30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýmsum löndum (plötur). — 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir 20.30 Erindi: Stórveldisöld Svía, síðara erindi (Baldur Bjarnason magister). 20.55 Tónleikam Verk eftir Gershwin (plötur). 21.20 Á víðavangi: Krossnéfurínn — (Þorstéinn Einarsson íþróttafull- trúi). 21.30 Tónleikar: Peter Dawson syngur (plötur). 21.45 Iþróttaþáttur (Sigurður Sigurðs- son). 22.00 Fréttir og veðurfregn ir. 22.10 Kammertónleikar: Kvartett I f-moll op. 95, eftir Beet höven (plötur). 22.25 Dagskrár- lok. — Erlendar stöðvar: Danmörk: Stuttbylgjuútvarpið er á 49.50 metrum á tímanum 17.40—21.15. — Fastir liðir: 17,45 Fréttir; 18.00 Akuelt kvarter; 21.00 Fréttir. Á sunnudögum kl. 17.45 fylgja Iþróttafréttir á eftir almennum fréttum. 1 dag: Leikrit vikunnar: Ævin- týrið eftir Caillavet, de Flers og Etienne Rey. Noregur: Stuttbylgjuútvarp er á 19 — 25 — 31 — 41 og 48 m. Dagskrá á virkum dögum að mestu óslitið frá 5.45 til 22.00. S+illið að morgni á 19 og 25 metra, um miðj- an dag á 25 og 31 metra og á 41 og 48 m. þegar kemur fram á kvöld. — Fastir liðir: 12.00 Frétt- ir með fiskifréttum; 18.00 Fréttir með fréttaaukum. 21.10 Fréttir. SvíþjóS: Útvarpar á helztu stutt bylgjuböndunum. Stillið t.d. á 25 m. fyrri hluta dags en á 49 m. að kvöldi. — Fastir liðir: 11.00 klukknahringing í ráðhústumi og kvæði dagsins síðan koma sænskir söngkraftar fram með lótt lög; 11.30 fréttir; 16.10 barna- og ungl ingatími; 18.00 fréttir og frétta- auki; 21.15 Fréttir. í dag: 11.45 Erindi um ljós- myndun áhugamanna og atvinnu manna. 12,00 Uppsprettan, smá- saga eftir Anna Söderlund-Ham- mar; 16,35 Sænsk orgelverk eftir Wikander, Lindberg, Runbeck o. fl.; 19,20 Framhaldssakamálaleik ritið „Fallet Gregory", 6. kafli; 19,50 Else Jena syngur norræn lög; 20,15 Úr lífi alþýðunnar. England: General Overseas Ser- vice útvarpar á öllum helzcu stutt bylgjuböndum. Heyrast útsending- ar með mismunandi styrkleika hér á landi, allt eftir því hvert ótvarps stöðin „beinir“ sendingum sínum. Að jafnaði mun bezt að hlusta á 25 og 31 m. bylgjulengd. Fyrri h'luta dags eru 19 m. góðir en þeg ar fer að kvölda er ágætt að skipta yfir á 41 eða 49 m. Rúss- neskar útvarpstruflanir eru oft til leiðinda í nánd við brezkar útvarps stöðvar. — Fastir liðir: 9.30 úr forustugreinum blaðanna; 11.00 fréttir og fréttaumsagnir; 11.15 íþróttaþáttur; 13.00 fréttii; 14.00 klukknahringing Big Ben og fréttaaukar; 16.00 fréttir og fréttaumsagnir; 17.15 fréttaauk- ar; 18.00 fréttir; 18.15 íþrótta- fréttir; 20.00 fréttir; 23 fréttir. Morgtmblaðið er stærsta og f jölbreyttasta blaS landsins. rncrrgurJiaffinu, Vill verða tilraunadýr Maður einn í Bandaríkjunum, sem dæmdur hefur verið til þess að láta lífið í gasklefa, hefur boðið vísindamanni, sem vinnur að rannsóknum á lífgunartilraunum á hinum ýmsu dýrum, að gera til- raunir til þess að lífga sig við eft ir að hann sé búinn að láta lífið í gasklefanum, þ. e. a. s., ef stjórn arvöldin gefa sitt leyfi til þess. Ef tilraunin tekst, þá mun mað- urinn samt ekki verða frjáls, held ur verður hann settur aftur í fangelsi. ★ Eyjan Arango Örabde andan Guineströnd ber með réttu nafnið „Kvennaeyjan“. Hún er stærst af hinum 30 eyjum, þar sem Bijo ættbálkurinn býr. Þar biðja konurnar sér sjálfar manns, með því að láta hrísgrjóna skál fyrir utan húsdymar, og ef maðurinn borðar hrísgrjónin úr skálinni, hefur hann tekið bón- orðinu. Ef konan verður svo leið á manninum, þá þarf hún ekki að gera annað en að henda öllum eignum hans út úr kofanum. Hon- um er þá nauðugur einn kostur að flýja heim til sín aftur, og get ur hann þá lifað í þeirri voninni að einhver önnur komi og beiti fyrir hann hrís'grjónaagninu. Hvað skyldu vestrænar konur segja um þetta fyrirkomulag? ★ — Hérna eru 10 krónur sem ég skulda þér. — Þú skuldar mér ekki neinar 10 krónur. — Jú, ef þú lánar mér 20 krón- ur, þá skulda ég þér bara 10. ★ < — Nei, nei, ungi maður, það voru bara tvíburar, sem konan yðar fæddi. Ljósmóðirin sagði Ifjögur, vegna þess að henni heyrð i ist þér vera að spyrja um hvað klukkan væri. — Þér megið ekki fara með hundinn inn í kvikmyndasalinn. | — Það getur varla verið skað- legt fyrir hundspottið að sjá þessa mynd, hún er ekki einu ! sinni bönnuð fyrir börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.