Morgunblaðið - 15.09.1953, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 15. sept. 1953
iinar Benedikfsson - mínnsng
Fæddur 21. júlí 1900.
Dáinn 3. september 1953.
GÓÐUR vinur er horfinn bak við
hið mikla tjald eilífðarinnar, —
horfinn okkur öllum, en þó að-
eins um stundarsakir. Hann
varð ferðbúinn á undan okkur,
og fékk því eigi að bíða lengur,
heldur var kallaður í skyndi, yf-
ir á land eilífðarinnar — á land-
ið þar sem sólin aldrei gengur til
viðar og þar sem varir eilíft sum-
ar, en þar biðu hans æðri störf.
Við mannanabörn, erum aldrei
viðbúin því, sem við vitum þó
vel að koma muni, og verðum
þess daglega vör að þannig er
lífsins saga. Því setur mann
hljóðann þá er maður verður
þess var, að góðir vinir og sam-
ferðamenn eru í skyndi kvaddir
burtu til æðri staría, á landið
þar sem ríkir eilífur friður. Svo
fór fyrir mér nú, er ég fyrir
nokkrum dögum heyrði andláts-
fregn vinar míns, Einars Bene-
diktssonar, loftskeytamanns, en
hann lézt á sjúkrahúsi í Kaup-
mannahöfn hinn 3. þ. m.
Einar var sonur hjónanna Ásu
Halldórsdóttur og Benedikts Ár-
mannssonar. Hann var yngstur
af 11. systkinum sínum, fæddur
hér í Reykjavík 21. júlí 1900 og
varð því 53 ára. Strax um ferm-
ingu varð hann starfsmaður hjá
h.f. Kveldúlfi, en árið 1921 nam
hann loftskeytafræði á fyrsta
loftskeytaskólanum sem hér var.
Hann var því í hópi þeirra fyrstu
loftskeytamanna, sem hér luku
námi í þessari námsgrein. Strax
að námi loknu réðist hann til
h.f. Kveldúlfs sem loftskeyta-
maður og starfaði hjá því ágæta
félagi til 1930, en þá réðist hann
til Eimskipafélags íslands, sem
hann starfaði síðan hjá til dauða-
dags. Lengst af var hann á e.s.
Lagarfossi, en síðan á nýja Lag-
arfossi og Tröllafossi.
Hann var einn af þessum trú-
verðugu og dyggu starfsmönnum,
sem vann verk sitt með mikilli
prýði í kyrþey, og einskis óskaði
frekar en að leysa starf sitt af
hendi með sem mestri prýði til
gagns fyrir húsbændur sína og
sóma fyrir stétt sína. Einar var
sérstakt prúðmenni, svo af bar og
fremur hlédrægur, þó starfaði
íiann all-mikið að félagsmálum
fyrir stétt sína, enda var hann
einn af stofnendum Félags ís-
lenzkra loftskeytamanna. Mann-
kostir hans og prúðmennska sat
þar í öndvegi, sem í öllu starfi
hans. Hann var hagur vel og gerði
ýmsa smekklega smíðamuni í
tómstundum sínum. Einnig var
hann söngelskur mjög og hafði
mikla ánægju af allri hljómlist,
þótt ekki gæti hann verið beinn
þátttakandi þar í, vegna starfs
síns.
Einar kvæntist Þórunni Þor-
steinsdóttur frá Upsum í Svarf-
aðardal, hinn 20. október 1933 og
lifir hún mann sinn. Heimili
þeirra var fyrstu sex árin í Kaup-
mannahöfn. og var þá oft gest-
kvæmt af „löndum“ á þeirra ynd
islega heimili, sem þau voru svo
samhent í að fegra og prýða.
Fluttust þau síðan hingað til
Reykiavíkur og bjuggu hér æ sið
an. Barna varð þeim eigi auðið,
en kjördóttur eigr.uðust þau sem
nú er um íermingaraldur. Er sár
harmur kveðinn, af hans ágætu
konu og dóttur, sem trega sinn
elskulega maka og föður, sem var
þeim alit, — já allt það bezta sem
þessi vex-öld hefur upp á að bjóða.
Sjómannsheimilin hljóta að fara '
Þérður Hjörleihson
verkstjóri 59 ára
á mis við margt, þar sem heimilis
föðurinn er oft langdvölum fjarri
sínum kærkomnustu ástvinum,
og oft er__kvatt með klökkum
huga, en sem betur fer, er þó
oft svo, að:
„Þá líður nóttin Ijúfum draum-
um í
svo Ijúft, að kuldagust þú finnur
eigi,
og fvrr en veiztu, röðull rís á ný,
og roðinn lýsir yfir nýjum degi“.
Eg víit, að hjartkær kona hans,
dóttir og aðrir ástvinir, trúa því,
að fyrr en varir eigi þau eftir að
hittast á sólgiltri strönd, í landi
ódauðleikans þar sem ekkert fær
þau aftur skilið, en hann nú dvel-
ur í elskulegum móðurfaðmi í
hópi þeirra ástvina sinna sem á
undan honum voru farnir.
Með þakklátum huga og hjart-
kæru þakklæti, kveð ég þig vin-
ur, um leið og ég minnist ávallt
drengskapar þíns og vináttu, sem
hjá mér er skráð með gullnu
letri, sem áldrei verður afmáð.
1 Jafnframt drýp ég höfði í þög-
ulli bæn, og bið Hann sem öllu
ræður, að styðja og styrkja þína
; elskulegu konu og dóttur, en ég
! veit, að þær vitdu segja:
| „Ég vildi ég gæti fléttað þér
fagran minniskrans,
en fyrir augun skyggja heitu
tárin“.
Minningin Iifir.
M. H.
SOLUM ADtiR
Ungur áhugasamur maður með nokkra reynslu, óskar
eftir starfi, sem sölumaður, nú þegar eða sem fyrst,
merkt: ,-,Áhugasamur — 516“.
Vil kaupa nýja
luick Mirgii
eða aðra álíka góða ameriska bifreið. — Tilboð sendist
afgr. Mbl. fyrir n. k. miðvikudagskvöld, merkt: „Einka-
bifreið — 97“.
— Morgunblaðið með morgunkaífinu -
MÁNUDAGINN 14. sept. átti
einn heiðursmaður í sjómanna-
stétt vorri fimmtugs afmæli. —
Maður þessi er Þórður Georg
Hjörleifsson, skipstjóri. Það þarf
ekki að kynna mann þennaji
frekar fyrir Reykvíkingum eða
sjómönnum yfirleitt, því hann
er nafnkunnur maður hér, enda
borinn og barnfæddur hér í bæ,
og sjómennsku hefur hann stund-
að frá barnæsku.
Þórður er kominn af traustu
og dugmiklu fólki í báðar ættir,
sem ég ekki rek nánar hér, enda
skiptir það minnstu máli, heldur
hitt, hvernig lifir maðurinn lif-
inu í samfélagi við meðbræður
sína, en það er aðalatriðið hvern-
ig það tekst. Ég held að enginn
sem kynnzt hefur Þórði, geti bor-
ið annað en að honum hafi tek-
izt það með ágætum.
Snemma beindist hugur hans
að sjónum, og hafði hann varla
slitið barnsskónum er hann réð-
ist á sjóinn, enda var þá æðsta
takmark karlmennskunnar að
þreyta fangbrögð við Ægi. Flug-
tæknin var ekki komin hingað
til landsins þá, en hún virðist
grípa hugi ungu mannanna nú
til dags. Má vera að Þórður hefði
orðið flugkapteinn, ef hann hefði
verið ungur og upprennandi nú.
Eins og eg gat um hér að fram-
an hóf Þórður sjómennsku á
unga aldri, og tvítugur eða nán-
ar til tekið 1923 lauk hann far-
mannaprófi frá Stýrimannaskói-
anum í Reykjavík með ágætis
einkunn.
Það má segja um Þórð eins og
Suðurnesjamennina, að fast hann
sótti sjóinn og sækir hann enn,
og þeir sem til þekkja vita
hversu lánlega honum hefur
farizt skipstjórnin. Menn, sem
gera sjómennsku að ævistarfi
sinu, ganga ekki að því gruíl-
andi að það sé ekkert sældar-
brauð að glíma við höfuðskepn-
urnar, og ránardætur klappa
manni ekki venjulega með silki-
hönzkum, en sjómennirnir eru
fljótir að gleyma erfiðleikum,
þegar í land er komið eftir erfiða
útivist.
Þórður er hlédrægur maður,
og lítið gefinn fyrir að láta bera
á sér, eða halda sjálfum sér á
lofti, og sjálfsagt er honum ekk-
ert gefið um að aðrir geri það;
þess vegna þori ég ekki að setja
nafn mitt undir þessar fálæklegu
línur, sem eiga aðeins að vera
þakklætis- og virðingarvottur
fyrir samleið á sjó og landi.
Vinfastur og traustur er Þórð-
ur, og áreiðanlega mun hann
aldrei gera neitt nema það sem
hann veit að er sannast og rétt-
ast, og slíkum mönnum er hollt
að kynnast og vera með, enda
hefur honum haldizt vel á mönn-
um í sinni skipstjórnartíð.
Þórður er kvæntur frú Lovísu
Halldórsdóttur; hún er sömuleið-
is borin og barnfædd í Reykja-
vík og hefur búið manni sínum
yndislegt heimili á Bergstaða-
stíg 71 hér í bæ. Þau hafa getið
saman 5 mannvænleg börn og
hafa búið saman í nær 25 ár. —
Sjómannskonan á líka sína sögu,
sem ekki verður skráð hér, en
oft hvílir mikil ábyrgð á henni,
og oft verður hún að vera skjót
í ákvörðunum sínum, því oft
steðja vandamálin að og þá verð-
ur hún að gerat ein sínar ráðstaf-
anir á eigin spýtur, en þeir sem
til þekkja vita, hversu frú Lovisu
Framh. á bls 12.
iggert Magnússosi guHsmiður
í «DAG verður jarðsettur að
Kirkjuhvoli í Saurbæ Eggert
Magnússon, gullsmiður í Tjalda-
.hann erfði að nokkrum hluta
eLii' Ben.edjkt. hr.eppstjóra, bróð-
ur sinn. Bjó þar um áratug með
bústýru. Hafði hún fyrir nokkr-
um árum brugðið búskap en
dvaldist þar í húsmennsku til
dauðadags. Ein dóttir hans, Hild-
nesi, en hann andaðist á heimili ur ag nafni, er á lífi, en hann
sínu miðvikudaginn 2. þ. m. — átti iiana með Sigurlínu Guð-
Eggert heitinn var fæddur að | jónsdóttur, bústýru sinni. — Hún
Fagradal 18. ágúst 1866 og var
því kominn á áttunda ár hins ní-
unda tugar, er hann lézt.
Eggert var sonur Magnúsar,
hreppstjóra í Tjaldanesi, Jóns-
sonar í Króksfjarðarnesi, Orms-
sonar. Var sá ættbogi breið-
firzkur og er mjög fjölmennur.
ólst upp með föður sínum og á
nú heima í Tjaldanesi.
Eggert v'ar þegar í æsku dýra-
vinur mikill og vildi líkna
skepnum eftir mætti. Hann var
nærfærinn við húsdýr og oft
sóttur eða leitað ráða til hans,
þegar þeim varð meint, og heppn
Þeir voru bræðrasynir Snæbjörn, aðist veii en ekki þóttist hann
hreppstjóri í Hergilsey og Eggert.
Móðir Eggerts, kona Magnúsar,
var Ólöf Guðlaugsdóttir frá
Syðri Rauðamel Sigurðssonar
prests þar Þorbjarnarsonar hins
ríka á Lundum Ólafssonar. —
Magnús í Tjaldanesi var vel að
sér um margt, og þeir bræður
hans. Einkum er hann kunnur
sem mikilvirkur og ágætur hand-
ritaskrifari. Hefur afskrifað
fjölda bóka, og allt með snilld-
arbragði. Mikið af handritum
hans fórst í húsbrúna í Tjalda-
nesi, en meginhlutinn er í Lands-
bókasafninu og nokkur handrit
hjá einstaklingum.
nægilega vel að sér í þeirri
grein og fór því til Reykjavíkur
og var þar vetrartíma til að
kynna sér dýralækningar hjá
Magnúsi Einarssyni, dýralækni.
Þegar heim kom, tók hann fyrir
alvöru að stunda dýralækningar
í nágrenni sínu. Hann gerði
einnig oft að meinum manna,
batt um beinbrot, kippti í lið o.
fl. og þótti í flestu vel fara, enda
framúrskarandi samvizkusam-
ur. Á síðustu árum fékk hann
styrk nokkurn til dýralækninga.
Aldrei mun Eggert hafa tekið
borgun fyrir læknishjálp.
Eggert var greindur vel, og í-
Eggert heitinn ólst upp með ,hugaði hvert mál vendiiega' en
foreldrum sínum og hlaut.þotti ekki ávallt fljótur til úr-
fræðslu góða miðað við það, sem | skurðar. Hann hélt fast við skoð-
þá var venja. Gullsmíði nam un þa, er hann hafði skapað sér
hann hjá snilldarsmiðnum Ein- a hverju máli og þótti enginn
ari Skúlasyni á Tannastaðabakka veifiskati. Hann var maður vin-
í Hrútafirði, enda prýðis hand
bragð á öllu smíði hans og vand
aður allur frágangur. Hlaut hann
heiðursskjal fyrir gullsmíði frá
landssýningunni 1911. Smíða-
störf gín stundaði Eggert þó í
hjáverktim yfirleitt. Nú fram
eftir sumri vann hann að smíði
sem ungur væri, og báru smíðis-
gripirnir engin merki um hrörn-
un. Hann hélt heilsu góðri til
sæll, þótt hann léti ekki hlut
sinn. Trygglyndur var hann og
vinfastur svo af bar, reglumaður
um hvern hlut og vildi í engu
vamm sitt vita. Góðtemplari
gjörðist hann um skeið og stóð
að stúkustofnun en hvarf siðar
frá því ráði. Hann gengdi ýmsum
opinberum störfum, var t.d.
lengi hreppsnefndarmaður og
einn af helztu stofnendum Kaup-
síðustu daga, en hafði lengi verið félags Saurbæinga. Annars var
þungheyrður og sjón nokkuð , hann frekar óhlutdeilinn um
farin að förlast.
Nær þrítugur kvæntist Eggert
frændkonu sinni, Hildi Eggerts-
dóttur frá Kleifum. Þau voru
bræðrabörn. Hófu þau búskap á
Gilsfjarðarbrekku vorið 1895. —
Hildur andaðist 1907. Þau hjón
hreppsmál og sneiddi hjá deilum
manna en kom jafnan fram sem
mannasættir, enda sáttanefndar-
maður til dauðadags.
Eggert var vel meðalmaður á
hæð, karlmannlegur á velli og
vel á sig kominn, stilltur og fum-
eignuðust tvær dætur er upp , iaus j fasi. Þótti hann á yngri
komust, sem báðar eru dánar. I árum framarlega í flokki bænda
Eftir lát Hildar fluttist Eggert að að háttprýði og yfirbragði og
Gautsdal og kvæntist í annað Hélt þeim þokka sínum til ævi-
sinn 1910. Var síðari kona hans ]oka.
Ólöf, dóttir Jóns Sveinbjarnar-
sonar bónda þar. Ólöfu missti
Er með Eggerti heitnum horf-
inn merkur og grandvar maður,
hann eftir átta ára sambúð. Voru en eftir jjfrr minning mæt, þótt
þau barnlaus. Var Eggeit þá um; maðurinn deyi.
skeið húsmaður á Saurhóli og i
fluttist síðan að Tjaldanesi, er Þorst. Þorsteinsson.
Framtíðaratvinna
Vanur skrifstofumaður með tungumálaþekkingu óskast
nú þegar. — Umsókn ásamt upplýsingum um fyrri störf
og meðmælum, ef fyrir hendi eru, óskast send afgr. Mbl.
fyrir 20. þ. m. merkt: „Framtíð — 93“.
Nýlegur amerískur
stof uf lygil?
til sölu. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 18. þ. m.,
merkt: „Flygill — 92“.
Glæsileg
4—6 herbercfja íirúð
með húsgögnum til leigu. — Tilboð merkt: „Sólrík —
91“, sendist afgr. fyrir 18. þ. m.