Morgunblaðið - 15.09.1953, Blaðsíða 14
14
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 15. sept. 1953
Útvegum frá
CENTROTEX LTD., TÉKKÓSLÓVAKÍU
alls konar sokka og nærföt
Kelvinator kæliskápar |
væntanlegir seinni hluta mánaðarins.
Verð á 7 cub.feta kæliskápum er
kr. 6.350.00 og 7.190.00.
Kelvinator skáparnir hafa verið í notkun hér á landi í
fjölda mörg ár og reynst mjög vel, enda er Kelvinator
elztu framleiðendur í heiminum.
Fimm ára ábyrgð á frystikerfinu.
Hagkvæmir greiðsluskiimálar.
HEKLA H.F.
Austurstræti 14 — Simi 1687»
CCrisljdn Cj. Cjíííason CjT* Co. h.fi. \
SUÐURRÍKJAFÓLKIÐ
SKÁLDSAGA EFTIR EDNU LEE
Framhaldssagan 33
áíðan samband ykkar var rofið“.
„Ef þetta er satt, þá veizt þú
líklegast bezt af öllum hverjum
t*að var að kenna“.
Cissa var þögul eitt augnablik
•og sagði svo eða öllu heldur
livæsti eins og köttur: „Já, ég
veit það. Og það var allt gott
•og blessað“.
„Það er alveg rétt“, svaraði
Wes.
Ég hugsaði með sjálfri mér að
«ú væri allt komið í sama horfið .
-aftur, eintómt rifrildi og nag. j
Það koma alltaf fyrir tímabil!
í ævi hvers einasta manns að
liann-stendur hjá hjálparvana og
iær ekkert að gert. Næstu vikur [
-og mánuði voru þessi tímabil í
tninni ævi. I fyrsta skipti, sem
Wes kom syngjandi og drukkinn
beim, hlóum við Mitty að honum
þegar hann greip okkur báðar
á loft og sveiflaði okkur í kring-
tim sig. — Þarna kynntumst við
tiýj um Wes og okkur fannst
liann vera skemmtilegur.
1 annað skiptið var það ekki
■eins skemmtilegt, því þá kom
Wes heim með vínbirgðir sínar.
Hann fór niður í kjallara og út-
tojó þar handa sér „vínkjallara"
á tómum skáp. Þarna gat hann
Utiað eins og barn sem fær nýtt
leikfang og ef ég sýndi mig hóf
feann mig á loft og sneri mér
í ótalhringi og ef ég bað hann
að hætta og láta mig niður, sneri
faann mér enn hraðar.
Á milli komu dagar þegar
Wes var í bindindi og þá smakk-
aði hann aldrei dropa af áfengi.
toá fannst mér hann vera kátur
og fyllilega ánægður.
En svo byrjaði hann fyrirvara-
laust að drekka aftur og þá kom
hann stundum seint heim og það
kom líka fyrir að hann kæmi alls
ckki. Fyrstu nóttina sem hann
kom ekki heim var ég viti mínu
íjær af hræðslu. Ég var komin
á ról eftir andvökunótt eld-
snernma um morguninn.
Þegar klukkan var orðin 10
gat ég ekki haldið lengur út að
toíða, svo að ég fór í kápuna og
toatt klút um höfuðið. „Ég ætla
•að fara niður í verksmiðju",
sagði ég við Mitty, “ég verð að
komast í síma og reyna að fá að
vita eitthvað. Ég verð annars vit-
laus“.
Þegar ég kom út var Colonel
þar fyrir og mændi á mig löng-
unarfullum augum. „Jæja, grey-
ið, komdu þá með“, sagði ég við
hann og við lögðum af stað nið-
ur hæðina.
Ég vonaðist til þess að hitta
fyrir litla manninn sem mér
hafði líkað svo vel við, hann
Darty Land, en ekki leiðinlega
•og ókurteisa karlinn hann herra
Wangle. Þegar ég kom inn í
skrifstofuna var þar enginn
nema ungfrú Camilla, sem sat
við skrifborð hr. Wangles og
blaðaði þar í blaðabunka.
Hún leit upp þegar ég kom inn
og auðséð var að hún varð mjög
undrandi. „Ne-i, Jess!“ hrópaði
hún. „Komdu inn elskan mín. Er
Wes með þér?“ spurði hún.
Ég hristi höfuðið. „Ég kom að-
eins til þess að fá að nota sím-
ann“, sagði ég, en gat ekki sagt
meira vegna þess að mér var
skapi næst að fara að gráta.
Hún stóð snögglega upp og
gekk til mín, lét annan hand-
legginn utan um mig og leiddi
mig að stólnum við hliðina á
hennar stól. Er við vorum seztar
sagði hún: „Svona, segðu mér nú
allt að létta“.
Hún hlustaði með athygli á
allt sem ég sagði henni. Og þegar
ég þagnaði sagði hún tómlátlega:
„Og óþokkinn sá að tarna“. —
Síðan stóð hún upp og gekk að
símanum á veggnum og bað um
eitthvert númer.
Ég beið og horfði á hana á
meðan hún talaði í símann. Hún
sneri sér við og sagði: „Wes var
hjá Jim í nótt. Jim sagði mér að
þeir hefðu spilað póker fram
undir morgun“. Hún settist aftur.
„Heyrðu Jess, hvað eigum við
að gera við Wes?“
Löngun mín til þess að trúa
henni fyrir leyndarmálum mín-
um var svo sterk, að ég
ætlaði varla að geta staðið á móti
henni. En ég vissi að Wes félli
það illa ef ég væri að klaga hann
fyrir. ungfrú Camillu.
„Allt í lagi“, sagði hún.
„Gleymdu bara að ég spurði þig.
Ég skal svo sem tala. í raun og
veru hef ég aldrei haft áhyggj-
ur út af Wes fyrr. Að vísu vissi
ég að hann var óráðsýjumaður,
en flestir ungir menn, sem komu
frá efnuðum fjölskyldum hér í
Atlanta voru þannig. Þeir tóku
lífinu með ró og skemmtu sér
eins og þeir gátu, en þeir fengu
fljótt leið á því og gerðust góðir
og nýtir borgarar, að minnsta
kosti flestir þeirra. Vissulega
voru þar nokkrar undantekning-
ar. Ég gat bara ekki fengið mig
til þess að trúa að Wes tilheyrði
þessum fáu undantekningum“.
Nú lamdi hún hnefanum í borðið
orðum sínum til frekari árétting-
ar. „En einhvern veginn þá get
ég ekki haft nein áhrif á hann,
komizt að honum meina ég. —
Hann hlustar svo sem á það sem
ég segi, hann hlær og stundum
verður hann meira að segja reið-
ur, já, öskureiður. En allt kemur
fyrir ekki. Það er eins og að
berja í stein að tala við hann“.
Hún leit hörkulega á mig. —
„Hann hefur slegist í félagsskap,
sem hann fyrirleit. Drykkju-
mennina, var hann vanur að
kalla þá“.
Nú fór ég, og Cononel var
nokkrum tröppum á undan mér
niður stigann. Er niður kom var
hann horfinn og ég leit yfir
mannlausa verksmiðjulóðina. —
Allt í einu kom ég auga á hann
þar sem hann mændi á lítinn
dreng, sem sat upp við einn verk-
smiðjuvegginn og borðaði brauð
sneið um leið og hann las í blaði.
Ég gekk hljóðlega í áttina til
þeirra. Drengurinn veitti því
enga athygli, því að hann var
svo upptekinn af bókinni sinni
og Colonel var upptekinn af mat-
arböggli drengsins og hann
fvlgdist af áhuga með hverjum
bitanum, sem hvarf upp í dreng-
inn.
Eg hélt áfram í áttina til þeirra
og hugðist taka Colonel með
mér, en nam staðar vegna þess
að ég sá að drengurinn, sem hafði
litið upp og tekið eftir Colonel,
rétti út hendina og lyfti upp
höfði hundsins og gældi við það.
Colonel leit ekki af drengnum
og sleikti hendi hans, og reyndi
að taka frá honum kjötbitann. I
„Ertu svangur, greyið?“ Dreng
urinn var fullur meðaumkunar j
með hundinum, beigði sig niður
og tók upp brauðbita og gaf hon-
um. Colonel var ekki augnablik
að renna bitanum niður og beið
auðsýnilega eftir því að fá fleiri
bita.
„Þú skalt ekki gefa honum allt
brauðið þitt“, sagði ég við dreng-
inn og var nú komin alveg til
þeirra. „Hann lætur þig bara
halda að hann sé svangur, þegar
hann er það alls ekki“.
Dökk augu drengsins litu
skyndilega á mig, og svo aftur
á hundinn, sem hann grandskoð-
aði og sagði síðan: „Þetta er tals-
vert stór hundur“.
Uppreisnin á
Eftir Tojo
Pintu
Rétt fyrir klukkan tólf kom skipstjórinn, Sir John, um
borð og skipaði þegar svo fyrir, að leysa skyldi landfestar.
— Nú var komið ágætt leiði, og skreið Pinta því mjög létt
út úr höfninni. Hásetar voru önnum kafnir upp á ránum
til að leysa böndin, sem héldu seglunum.
Alla nóttina og næsta dag var siglt drjúgum, en þegar
fór að líða á kvöldið fór að heyrast hvin mikið í reiðanum.
Það var nefnilega farið að hvessa og vindur fór vaxandi.
— Skipstjóri lét kalla alla á dekk til að bjarga seglum, því
að nú var komið stórviðri. Hásetarnir urðu að fara út á
rárnar til að festa seglunum og var það mjög hættulegt
verk.
Þegar leið á kvöldið var komið slíkt stórviðri, að ekki
var vrð neitt ráðið. Klukkan tvö um nóttina brotnaði járn-
greip, sem hélt rá á framsiglunni. Hávaðinn og lætin urðu
svo mikil, að það var engu líkara en skipið væri að brotna
í spón.
Skipstjórinn grenjaði skipanir sínar. Jökull bátsmaður
hamaðist eins og bandóður væri með hóp manna í keðjum
og köðlum. Sumir þeirra voru uppi á ránum, aðrir voru
niðri á dekki og festu þar böndum.
Yfirmennirnir sýndu mikinn dugnað og áræði í þessu stór-
viðri og dáðust hásetarnir að þeim, þó að þeir hötuðu þá
að mörgu leyti. Hásetarnir stóðu sig sömuleiðis með mik-
illi prýði. Enda hafði skipshöfnin ávallt fengið orð á sig
fyrir áræði og dugnað í hvívetna. Þetta voru karlar, sem
ekki létu sér allt fyrir brjósti brenna.
Þegar fór að líða á nóttina, fór heldur að draga úr veðr-
inu og breytti skipstjórinn þá um stefnu og stefndi nú að
landi, því að hann ætlaði að láta gera við það, sem brotn-
að hafði áður en hann legði í hina löngu ferð. Það var ekki'
mjög langt til hafnar, því að þeir höfðu siglt í áttina til
írlands, og ætlaði hann nú að taka þar land.
Pinta skreið vel og þokaðist í áttina til lands.