Morgunblaðið - 15.09.1953, Side 16
Veðurúflif í dag:
Austan gola dálítil rigning.
SfarfsíþréfSamót
Sjá bls. 9.
208. tbl. — Þriðjudagur 15. september 1953
Undirbúningur aS byggingu
fiugvallar í Flafey á Skjálfanda
Mikill áhugi meðal eyjaskeggja. Sennilegt,
að framkvæmdir hefjist þegar í haust
AKUREYRI, 14. sept. — Tveir Akureyringar fóru fyrir skömmu út
í Flatey á Skjálfanda til að athuga um möguleika á byggingu flug-
•wallar í eynni. Fundu þeir stað, sem sérstaklega væri heppilegur
i þessum tilgangi og hafa Flateyingar brugðið við skjótt til fram-
kvæmda. Er feikna mikill áhugi meðal þeirra á þessari hugmynd,
enda mundi ílugvöllur í eynni ómetanleg bót í samgöngum eyja-
skeggja, sem hafa löngum verið hið erfiðasta vandamál þeirra.
UNDIRBUNINGUR HAFINN
S.l. miðvikudag fóru þeir Árni
Bjarnason og Gísli Ólafsson lög-
fegluþjónn héðan frá Akureyri
til Flateyjar á Skjálfanda. Var
•ferðin farin í þeim tilgangi að
athuga, hver skilyrði væru þar
til lendingar flugvéla og hvort
-Jbenta. mundi að byggja þar flug-
völl.
Þeir félagar eru miklir áhuga-
menn um flugmál og vinna þeir
að þessum málum í frístundum
sínum og þessa ferð til Flateyjar
íóru þeir algerlega á eigin spýtur.
.Fóru þeir um alla eyna og grand-
skoðuðu hana.
EINN STAÐUR SÉRSTAKLEGA
HEPPILEGUR
Þeim félögum kom saman um,
að einn staður á eynni bæri sér-
• staklega af öðrum sem heppileg-
ur fyrir flugvöll. Er hann á svo-
nefndum Kirkjubökkum vestast
á eynni, frá bænum Grund að
Þórðarsteinshorni og mundi flug-
brautin þá liggja því sem næst
frá norðri til suðurs og gæti hún
verið 950 m. löng og svo breið
sem þörf krefur. Víðar á eynni
cru möguleikar til flugvallar-
gcrðar og geta brautir snúið í
ýmsar áttir.
•AHKILL ÁHUGI
EYJASKEGGJA
Á Kirkjubökkum eru harðir og
möl. Gera þeir félagar ráð fyrir,
hallalausir móar og grunnt á
að fremur auðvelt muni að koma
þarna upp fyrsta flokks grasvelli
og muni kostnaður verða álíka
mikill og ræktun túns af sömu
stærð og flugbrautin. Feikna
xnikill áhugi er ríkjandi |neðal
eyjaskeggja á þessu máli og þeg-
ar á fimmtudagskvöldið héldu
þeir almennan borgarafund til
að' ræða það nánar.
JKOSIÐ í FRAMKVÆMDA-
íNEFND
Kjörin var þriggja manna fram
Jtvæmdanefnd og eiga sæti í
Jhenni þeir Emil Guðmundsson,
odcfviti, Gunnar Guðmundsson
■og Ragnar Hermannsson.
Á fundinum buðust menn til
að lána fé til framkvæmda og
söfnuðust loforð, sem svarar 50
þús. krónum. Einnig söfnuðust
■loforð fyrir 100 gjafadagsverk-
um. — Þeir félagar, Árni og Gísli
munu láta flugráði í té allar at-
huganir sínar, og Búnaðarsam-
band Þingeyinga mun vera fáan-
legt .til þess að lána jarðýtu til
að slétta með flugbrautina. Er
ekki ósennilegt, að framkvæmdir
hefjist þegar á þessu hausti, ef
vel viðrar, annars á næsta vori.
ERFIÐASTA VANDAMÁL
FLATYINGA
Flateyingar hafa lagt í margar
fjárfrekar framkvæmdir þar úti
í eyjunni og er þar nú blómleg
byggð. Samgöngur hafa alltaf
verið þeirra erfiðasta vandamál
og er því ekki að undra, þótt þeir
tækju vel hugmyndinni um flug-
yöll þar úti. ,
Bæjakeppni í knaflspyrnu
104 TALSINS
íbúar eyjarinnar eru 104 tals-
ins. Lifa þeir á kvikfjárrækt og
flytja fé sitt upp á Flateyjardal
til beitar á sumrin, en dalurinn
og eyjan eru einn og sami hrepp-
urinn. Auk þess er allmikil út-
gerð stunduð í eynni. Höfn er
þar sæmileg og það stór, að minni
strandferðaskip geta lagzt þar að
bryggju.
Að lokum má geta þess, að þeir
Árni Bjarnason og Gísli Ólafs-
son voru þeir fyrstu, sem athug-
uðu möguleikana á flugvallar-
gerð í Grímsey, en þar er nú,
sem kunnugt er, verið að ljúka
við byggingu flugvallar.
— Vignir.
Tveir báfar
misslii nefin
Raufarhöfn 14. sept.
S.L. laugardagsnótt missti M.s.
Áslaug frá Reykjavík og Val-
þór frá Seyðisfirði öll net sín,
þar sem þau voru að veiðum
austur í hafi. Hvítá missti
einnig nokkuð af netum sín-
um. Slitnðu trossurnar í norð-
an hvassviðri og haugasjó.
Áslaug kom hingað til Rauf-
arhafnar á vesturleið. Kváðu
skipverjar veiði á djúpmiðum
heldur trega. Var aflinn um
hálf tunna í net. —Einar.
Landlega Akranes-
báta um helgina
AKRANESI 14. sept.: — Rek-
netjabátarnir hér og komu síðast
af sjó á föstudag. Síðan hefir ver
ið landlega, en í dag hafa flestir
bátar héðan farið út á veiðar.
Hvassafell kom hingað í gær
með sement til Kaupfélagsins og
Brúarfoss verður hér á morgun
og lestar 225 tonn af hvalkjöti.
— Oddur.
Á sunnudaginn fór fram bæjarkeppni í knattspyrnu milli Reykjavíkur og Akraness. Jafntefli varð
2 mörk gegn 2. Leikurinn var sérlega skemmtilegur, hraður og tvísýnt um úrslit til síðuslu
mínútu. Ríkharður Jónsson skoraði fyrir Akraness í fyrri hálfleilt með stórglæsilegu skoti. í byrjun
síðari hálfleik skoraði Pétur Georgsson annað mark Akraness. Þá tóku Reykvíkingar við — Bjarnl
Guðnason skoraði með skalla og skömmu síðar jafnaði Gunnar Gunnarsson fyrir Reykjavík. — Á|
myndinni sjást Reykvíkingarnir í aftari röð en Akurnesingarnir í fremri röð. Á myndina vantat
Halldór Sigurbjörnsson, Akranesi, sem yfirgaf völl i.-.n í síðari hálfleik vegna meiðsla.
■ ■
Olvaður maður með
byssu handíekinn
Á SUNNUDAGINN var ungur
maður handtekinn á þjóðveg-
inum skammt fyrir sunnan
Straum sunnan Hafnarfjarðar.
Var maðurinn þar með byssu
og fór gáleysislega með hana,
enda var hann undir áhrifum
áfengis.
Sú saga gekk hér i bænum í
gær, að maðurinn hefði skotið
á eftir bifreið sem um þjóð-
veginn fór. Ekkert bað hef-
ur komið fram við rannsókn
málsins, sem benti til að svo
sé.
Maðurinn var-þarna í bifreið
með tveimur félögum sínum.
Kvaðst hann hafa verið á leið
til fuglaveiða, en hafa stanz-
að þarna til þess að prófa
haglabyssu sína.
w?-------------------------------:------
Lax- og silumgsveiði
með lakara móti í ár
Titaosr gerðar með álaveiði •, j
í DAG er síðasti dagurinn sem lax- pg göngusilungsveiði í ám
og vötnum er heimil lögum samkvæmt. Laxveiðitímabilið er frá
20. maí til 15. sept., en göngusilungsveiði er heimil frá 1. apríl til
15. sept. Silungsveiði í vötnum er hins vegar heimil til 27. sept.
Sást síðast aðfara-
nótt þriðjudags
UM helgina auglýsti rannsókn-
arlögreglan eftir leígubílstjóra 1
héðan úr bænum, Flórentínusi
Jensen, Háteigsvegi 17. Maðurinn
var enn ófundinn í gærkvöldi.
Við rannsókn málsins hefur það
komið fram, að hinn horfni mað-
ur var við annan mann gestkom-
andi í Múlabúðum við Suður-
landsbraut, aðfaranótt þriðju-
dags. Munu þeir hafa farið það-
an um kl. 4 um nóttina, eftir að
hafa setið þar að drykkju.
Það er ekki vitað, hver sá mað-
ur var, sem var þessa nótt í fylgd
með Flórentínusi og er það ein-
dregin tilmæli rannsóknarlög-
reglunnar til manns þessa, að
hann komi til viðtals hið bráð-
asta.
Leitin að þýzka stúd-
entinum hefst í dag
SNEMMA dags í dag hugðist
leitarflokkur leggja upp frá
Seljalandi og Ieita þýzka stúd-
entsins sem saknað er á Síðu-
jökli í Vatnajökli.
Leitarflokkur undir stjórn
Jóns Oddgeirs fór áleiðis aust
ur á sunnudag, en bifreið
þeirra bilaði svo að þann dag
komust þeir ekki nema að
Hellu. Héldu þeir áfram í gær
og komu við á Kirkjubæjar-
klaustri og héldu þegar til
Seljalands. Veður þar eystra
er afleitt, svartaþoka og rign-
ing. Samt er ákveðið að hefja
leitina í dag með aðstoð kunn-
ugra manna úr byggðinni.
Björgunarflugvél frá Kefla-
víkurflugvelli er reiðubúin til
þátttöku í leitinni, en með
öllu er ófært flugveður. Mun
vélin fara austur til leitar ef
birtir og þá munu fara með
henni menn úr flugbjörgunar-
sveitinni.
IIELDUR LELEG VEIÐI
Morgunblaðið átti í gær tal við
Þór Guðjónsson veiðimálastjóra.
Kvað hann laxveiðina á þessu
sumri víðast hvar vera með lak-
ara móti, en ennþá liggja þó ekki
fyrir fullnaðarskýrslur um veið-
ina. p
Stangaveiðin var nokkuð fyrir
neðan meðallag víðast, en náði
meðaltali í einstökum ám, t. d.
Laxá í Þingeyjarsýslu. Veiðin
var heldur betri norðan lands en
sunnan. í samanburði við veiðina
í fyrra var veiðin núna mjög
lítil, enda var laxveiðin á s.l. ári
langt yfir meðallag.
Laxveiði í net var í ár nálægt
meðallagi, en netjaveiðar eru
nær eingöngu stundaðar á Suð-
vesturlandi mest í Borgarfirði.
HÁTT LAXVERÐ
Fjögur tonn af laxi voru
flutt út í ár, — til Frakklands
og Englands. Er útflutningur- DENVER — Tilkynnt hefur ver-
inn í ár helmingi minni en í ið, að Eisenhower forseti sé nú
fyrra. kom.inn úr sumarleyfi. Varð
Laxverðið innanlands var (leyfið mun skemmra en forset-
með hæsta móti í sumar. Var, inn hafði gert ráð fyrir.
kg. selt á 28—30 kr. í heilum
löxum en 34—36 kr. í sneið-
um.
1
SILUNGUR
Göngusilungsveiði var víða
lítil í ár. Verðið sem fyrir hann
fékkst var gott. •
Eins og áður segir er siglungs-
veiði í vötnum heimil til 27. sept.
en frá þeim tíma eru vötnin frið-
uð til 31. janúar. Silungsveiðin
virðist hafa orðið lakari nú en £
fyrra, nema í Mývatni, þar sem
mikið veiddist.
ÁLL VEIDDUR HÉR Á LANDI
Lítið eitt af ál kom á mark-
aðinn á þessu sumri og er það
ný fisktegund á ísl. markaði.
Eru hafnar skipulagðar til-
raunir með álaveiði. Er állinn
veiddur í gildrur í nærsveit-
um Reykjavíkur.
r
Anægjulegl héraðsmól Ijálf-
slæðismanna í Skagalirði
Mófið sólli alis m 400 manns
S. L. SUNNUDAG héldu Sjálfstæðismenn héraðsmót í samkomu-
húsinu Bifröst á Sauðárkróki. — Aðsóknin að mótinu var ágæt5
en þar komu alls um 400 manns.
Mótið hófst kl. 5 síðdegis með
því að form. ungra Sjálfstæðis-
manna í Skagafirði, Haraldur
Árnason, Sjávarborg, flutti ávarp
og stjórnaði siðan mótinu.
Þá flutti Gísli Jónsson alþing-
ismaður ræðu. Talaði hann aðal-
lega um stjórnmálaviðhorfið í
dag og myndun hinnar nýju rík-
isstjórnar. Kom alþingismaður-'
inn viða við og var ræðu hans
mjög vel tekið. -
Þeir Ketill Jensson óperu-
söngvari og Karl Guðmundssois
skemmtu með söng, upplestruna
og gamanþáttum. Undirleik ann-
aðist Dr. Urbaneic.
★
Um kvöldið var stiginn dans.
Mótið sótti fólk úr öllum
hreppum Skagafjarðarsýslu og
fór það í alla staði mjög vel
fram.
-J