Morgunblaðið - 07.10.1953, Side 14

Morgunblaðið - 07.10.1953, Side 14
14 MORGb <S BLABJB Miðvikudagur 7. okt. 1953 SDÐURRÍKJAFÓLKIÐ SKÁLDSAGA EFTIR EDNU LEE i „rxxr: Framhaldssagan 52 áhrif og slæm á starf mitt. En ég vil ekki láta ótíndan bófa múta mér með einu eða neinu“. Syl hafði ekki átt von á þessu og nú urðu kinnar hans eldrauð- ar. Eins og Wes hafði sagt, þá kvæntist hann Cissu til þess að komast í virðingarstöðu í þjóð- íélaginu. „Ég hef varað yður við“ sagði Syl, „og ég er ekki að gera að gamni mínu, hr. Carr. „Mér finndist ótrúlegt að þér væruð að því, ég er heldur ekki að gera að gamni mínu“, sagði Carr og sneri sér við og bjóst til að fara. Ég sá að andlit Syls var orðið náfölt af hatri. „Það gæti verið að þetta myndi stöðva yður“,1 sagði hann og orðin voru eins og , stingandi hnífur í þögninni. Nú sá ég að það glampaði á eitt hvað blátt í hendi Syls, og það kvað við skothvellur. Algernon Carr sneri sér að honum, og undrunarsvipur var á andliti hans. Um leið og hann snéri sér við skaut Syl fimm skotum beint á Carr, þar sem hann stóð stoltur ’ ag beið eftir því sem koma skyldi. 1 Syl hafði miðað beint í hjarta- 1 stað og það var enginn efi á að Carr var látinn. Syl þreif frakkann sinn af stól, íór í hann, setti upp hatt og tók glófa sína og augnabliki síðar var hann horfinn. Clytie og Pet Bellau flýttu sér i eins og þær mest máttu að bak- dyrunum. Ég heyrði að Lára Lee sagði skjálfandi röddu, „nú l>arftu ekki að fara með mig heim til þín, Jess. Nú get ég farið heim“. Ég lagði bílnum fyrir framan íallegt hús Carr fjölskyldunnar. l»að var langt síðan ég hafði kom ið þangað, ekki síðan Algernon Carr hafði staðið fyrir framan mig og sagt með fyrirlitningu: „Þú ert mjög kæn ung stúlka“. Ég hélt utan um Láru Lee með annarri hendinni og með hinni knúði ég á dyrnar. Svo sem mínútu síðar var hurðinni lokið upp af negra- stúlku, og er hún sá hver kominn var gætti hún þess vel að opna hana ekki of vel. „Við verðum að hitta frú Carr, svo opnið hurðina fyrir okkur“, sagði ég. „Hann hefur sagt mér að ef hún kæmi nokkru sinni hingað þá .... “ hún hopaði nokkur skref til baka. Ég greip fram í fyrir henni. „Þér skulið ekki hafa áhyggjur út af því sem hr. Carr hefur sagt við yður. Hann er látinn. Hjálpið mér heldur, því ungfrú Carr er veik.“ Hún tók utan um Láru og hjálp aði henni inn og leiddi hana eftir mjóum ganginum. Þegar við komum að stiganum við enda gangsins sagðist ég ætla að fara á undan og undirbúa frú Carr fyrir komu okkar. Þjónustu- stúlkan sagði mér hvar ég gæti fundið frúna og ég flýtti mér upp stigann. Ég fann frú Carr, þar sem hún sat fyrir framan arininn í herbergi sínu, og grátt hár hennar glampaði í bjarman- um frá eldinum. Ég kom hljóðlega inn. Hún sneri sér við og þegar hún sá mig stóð hún upp og kom á móti mér. Mér fannst svipurinn á andliti hennar gefa mér til kynna að hún vissi með hvern ég hafði komið. Hún kom til mín með útbreid- an faðminn. „Jess“, sagði. hún, „loksins ertu komin. En hvað það gleður mig að sjá þig.“ Ég hélt um hendur hennar og sagði: „Frú Carr. Ég er ekki ein“. Ég fann að hendur hennar skulfu lítið eitt, og andlit hennar varð náfölt. „Er það Lára Lee?“ spurði hún. Augu hennar litu af andliti mínu og fram að dyrunum, þar sem negrastúlkan kom nú í ljós ásamt Láru Lee. Frú Carr stóð andartak sem steingerfingur og starði á dótt- ur sína, sem var föl og grönn, eins og hún tryði ekki sínum eig- in augum. Þá leit Lára Lee upp og sagði: „Ég er komin heim, mamma.“ Frú Carr andvarpaði og fór til Láru og faðmaði hana að sér. Skömmu síðar hjálpuðu þær frú Carr og þjónustustúlkan Láru í rúmið, — í hennar eigin rúm í gamla herberginu hennar, sem hafði alltaf verið reiðubúið fyrir hana. „Á hverju kvöldi hef ég tekið rúmábreiðuna af rúminu þínu“, sagði frú Carr við Láru Lee, „og ég hugsaði um þig, hvar þú vær- ir — og hvernig þér liði.“ Lára horfði á móður sína með dökkum augum, sem voru þögul eins og gröfin. Ég vissi að hún hefði getað skýrt frá mörgu, — en hún myndi aldrei gera það. Ef einhver spyrði hana myndi hún einungis hlæja, — og láta sem þessi ár væru aðeins skemmti leg reynsla, sem hún hefði öðlast, en aldrei myndi hún segja frá þeim. „Mamma", sagði hún allt í einu kæruleysislega. „Mér finnst að þú ættir að fá að vita að pabbi er dáinn.“ Það var ekki hægt að merkja neina svipbreyiSmgai æ aitdííti frú Carr, þegar húm apoarSL „Dáinn. Hvernig getur þaS Mt sér stað að hann sé dáinn“ „Það var mator sem skaut hann, og þegar œg vtssi að Jiann var dáinn vissí ég að mér var óhætt að koma heim. Jess kom þangað sem ég var og sótti mig“, sagði Lára. „Hvers vegna skaut hann föð- ur þinn?“ spurði frú Carr með hljómlausri röddu. „Ég hugsa að pabbí hafi verið að reyna að refsa honum, refsa honum eins og hann vildi refsa öllum, sem ekki vildu lifa sama lífi og hann sjálfur.“ „Það var eins og það væri hon- um nauðsynlegt að vera alltaf að refsa einhverjum“, sagði móðir hennar hæglega, en rödd hennar skalf lítið eitt, og hún spurði, „hvar er hann faðir þinn?“ Lára sagði að hún vissi það ekki. Þær yrðu að bíða rólegar ! þangað til þeim yrði tilkynnt um það. „Og þangað til verðum við að láta eins og okkur sé ókunn- ugt um dauða hans. Ef við gerð- um það ekki gætum við e. t. v. komið einhverjum saklausum í klípu.“ Lára svaraði hiklaust. „Er ég ekki komin heim, mamma mín? Það hefði ég ekki gert, ef ég hefði ekki verið fullviss.“ Mér fannst eins og þær vildu gjarnan fá að vera í einrúmi, j sagði ég að nú yrði ég að fara, og bauð Láru góða nótt. En frú Carr leit á mig yfir öxl sína og sagði, „Viltu bíða mín j niðri í setustofunni, Jess. Ég þarf að tala við þig“. Dppreisnin á Pintu Eftir Tojo 29 Jökull sló einnig mörg og þung högg. — Allt í einu hrasaði James og skall á dekkið. Ætlaði Jökull þá að sparka í höfuð ( honum, en um leið gripu margar hendur í hann. Hásetarnir j voru allir komnir aftur á og höfðu fylgzt með bardaganum. J Allt féll nú í dúnalogn. James og hásetarnir höfðu náð skipinu á sitt vald. Var nú hafizt handa um að þrífa til og gera að sárum þeirra, sem særzt höfðu. Skipstjórinn hafði særzt lítillega á hendinni og var bundið um hana. Því næst var hann og Jökull bátsmaður lokaðir inni í herbergi annars stýrimanns. James kallaði nú á Philip stýrimann og spurði hvort hann vildi gerast þeirra maður, ella hlyti hann sömu örlög og íélagar hans. Ég veit ósköp vel, að þið voruð órétti beittir. Og framkoma yfirmannanna var illmannleg í ykkar garð. Hins vegar gerir þú þér líklegast grein fyrir, hvaða sekt þeirra bíður, sem gera uppreisn á móti skipstjóranum?" „Við gerðum ekki uppreisn. Þetta var allt skipstjóranum að kenna. Annars var ég ekki að spyrja þig álits á gerðum okkar, heldur hvort þú vildir verða okkar maður. Við höfð- um alltaf borið virðingu fyrir þér, og þess vegna gef ég þér kost á þessu. Eins og þú veizt. kunnum við ekkert í siglinga- fræði og þurfum því á leiðsögumanni að halda. — Ef þú gefur ekki samþykki þitt með góðu, þá getur verið, að ég geti ekki verndað þig frá sömu örlögum og skipstjórans og Jökuls bíða. „Ég gerist ekki ykkar maður að öðru leyti en því, að ég skal hjálpa ykkur að komast að einhverju landi. Eða hafið þið ekki hugsað ykkur að sigla til einhvers ákveðins staðar?“j „Ég skal láta þig vita innan lítillar stundar hvert við ósk- um eftir að sigla. Þangað til er þér frjálst að ganga um skipið,“ mælti James og gekk í burtu frá Philip fyrsta stýri- manni. — ★ — HÉR endar fyrri hluti sögunnar um Uppreisnina á Pintu. Éyrst um sinn verður ekki birt meira af sögunni. En nú langar mig til að biðja ykkur um að skrifa mér nokkrar línur, og segja mér hvernig ykkur líkar sagan, og hvort þið óskið eftir framhaldinu. — Þýð. — Utanáskriftin er: Bamásaga Morgunblaðsins, Reykjavík. Allir, sem undanfarin ár hafa gefið gaum litlum »; bílum, kannast við Standard 8 hestafla bílinn, sem j var nokkurs konar Davíð í heimi Golíat-bíla. 5 Nú er á ferðinni alveg spánnýr Standard 8 hestafla 3 bíll, 4 dyra, ódýr og þægilegur, sparneytinn og J fallegur, sem hentar mæta vel öllum þeim, sem á ;j annað borð vilja lítinn bíl. En lítill bíll gerir oft 3 nákvæmlega sama gagn og' stór bíll, en kostar að » eins brot úr verði stóra bílsins, og er mjög ódýr ; í rekstri. 3 Allar nánari upplýsingar um 3 STANDARD 8 hjá umboðsmönnum verksmiðjunnar: S; CJlajóóon' ÉjT* (Uemliöjk j REYKJAVÍK ALVEG SPANNYSt Standard 8 hestafla ■ ■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■vmaH ii a ii ■ ■■■■ ■■■iiaiaiai IM ý kom ið Hattar Hanzkar Slæður Nýjasta tízka (Beint á móti Gamla Bió)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.