Morgunblaðið - 07.10.1953, Page 16
VeðurúJIif í dag:
AHhvass vestan. Skúrir, en bjart
á milli.
Lyndúnahréf
á hlaðsíðu 9.
227. tbl. — Miðvikudagur 7. október 1953.
Dráttarbraut verði bvggð á ísafirði
Hauðsynjamái úígerðarinnar á Vestfjörðum
KJARTAN J. Jóhannsson og Sigurður Bjarnason lögðu í gær fram
á Alþingi tillögu til þingsályktunar um heimild fyrir ríkisstjórn-
ina til þess að ábyrgjast lán til byggingar dráttarbrautar á ísafirði.
Br hún svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að ábyrgjast
allt að 5 millj. kr. lán til byggingar dráttarbrautar á ísafirði,
sem fullnægi þörfum útgerðarinnar á Vestfjörðum.“
ADKALLANDI NAUÐSYN
f greinargerð sem fylgir tillög-
unni, segir svo:
Það háir mjög útgerð, skipa-
byggingum og viðgerðum á Vest-
fjörðum, að. þar hefur engin
dráttarbraut verið til nægilega
stór til þess að geta tekið upp
þau skip, sem eru nú gerð það-
an út. Enn fremur er mikill fjöldi
innlendra og erlendra skipa á
veiðum þar úti fyrir mikinn hluta
ársins, sem oft þurfa á viðgerð-
um að halda. Hefur oft þurft að
framkvæma á þeim bráðabirgða-
viðgerðir vestra með frumstæð-
um hætti. Úr þessu er óhjákvæmi
legt að bæta. Á ísafirði er ný
vélsmiðja með góðum tækjum og
fullkomin skipasmíðastöð. Þessi
iðnfyrirtæki njóta sín ekki fyrr
en aðstaða er fyrir hendi til þess
að taka þar á land skip á stærð
við togara. Þess vegna er þessi
tillaga flutt. Með henni er lagt
til, að ríkið veiti Vestfjörðum
hliðstæða aðstoð og öðrum lands-
hlutum hefur þegar verið veitt,
Er hér um að ræða þýðingar-
mikið atvinnu- og efnahagsmál
jEyrir ísafjörð og önnur útgerð-
arbyggðarlög á Vestfjörðum.
ÁKJÓSANLEG SKILYRÐI
Þess má að lokum geta, að sam
kvæmt ýtarlegri athugun,' sem
fram hefur farið, eru ákjósanleg
skilyrði fyrir slíkt mannvirki á
Isafirði. Ríkir mikill áhugi meðal
almennings í bænum, einkum þó
iðnaðarmanna, fyrir þessari fram
kvæmd.
Eiiíi leitað
árangorslaust
að trillubátnum
ENN var leitað í gærdag að litla
trillubátnum, sem týndist um
helgina liér í Faxaflóa með
tveim bræðrum á. Leitin bar
ekki árangur. Hinni skipulegu
leit verður nú hætt, en Slysa-
varnafélagið hefur látið halda
uppi mjög gaumgæfilegri leit
allt frá því á sunnudagsmorgun.
í gær gengu samstarfsmenn
Eyjólfs hjá Strætisvögnunum á
fjörur vestur á Mýrum.
I frásögn blaðsins í gær af
þeim bræðrum, Ólafi og Eyjólfi,
brenglaðist í frásögninni er sagt
var að Ólafur hefði verið fjöl-
skyldumaður. Það var Eyjólfur,
sem lætur eftir sig konu og þrjú
börn. Hann var bifvélavirki hjá
Strætisvögnunum, en Ólafur,
bróðir hans, bílstjóri hjá Olíufé-
laginu Esso.
Tv
o miim
Si’ys
í GÆRDAG meídííikd *saður í
lest Lagarfoss er TteriðS var að
setja tunnur í lest .dkjr>»»s. Varð
maðurinn, sem hoifir ííuðgeir
Pétursson, á mílli fenmzsa með
fótinn. Marðist hann scs&kuð og
var fluttur í sjúkrahrís-:. —
Þá meiddist drengur á Snorra-
braut. Stakkst hann á .höfuðið í
götuna, er hann hafði hangið
aftan í palli vörubíls. Drengur-
inn var fluttur í sjúkrahús og
gert þar að sárum hans.
01:
kJ
>1
sson
ráðiun vfirlæknir
Nýtt blað liefur
göngu sína á
Keflavíkur-
ílugvelli
SUÐUR á Keflavíkurflugvelli
Tcom á mánud. út nýtt blað, Flug-
vallarblaðið, en hér er um viku-
légt fréttablað að ræða, sem
fyrst og fremst hyggst „flytja
sannar fregnir af atburðum
þeim, sem gerast á flugvellin-
um“. Einnig ræða þau mál, sem
efst eru á baugi hverju sinni. —
Blugvallarblaðið er 4 síður. — í
ritnefnd blaðsins eru Bogi Þor-
sieinsson, Þorgrímur Halldórs-
son, Haukur Helgason og Ólafur
Olafsson. Blaðið á að koma út á
luverjum mánudegi.
Opnar Iðnaðar-
bankinn útibú á
Keflavíkur-
flugvelli?
f HINU nýja blaði starfsmanna á
Keflavíkurflugvelli, Flugvallar-
blaðinu, er hóf göngu sína í gær,
cr frá því skýrt, að Iðnaðarbank-
inn muni setja upp bankaútibú
þar á vellinum og mun sérstakt
hús verða fyrir bankann þar. Tel-
■ur blaðið bankastarfsemi þessa
rnjög tímabært fyrirtæki fyrir
starfsmennina, sem fái laun sín
greidd í bankaávísunum og þurfi
þeir að gera sér f^rð til Reykja-
víkur til að hefja ávísunina.
Sæmdir
Félkaorðunni
FORSETI íslands hefur nýlega,
að tillögu orðunefndar, sæmt
þessa menn fálkaorðunni sem
hér segir:
Hinn 29. maí sept. s. 1.:
Sigurjón Á. Ólafsson, fyrrv.
alþingismann, Reykjavík, stjörnu
stórriddara,
Þórarinn Olgeirsson, vararæð-
ismann íslands í Grimsby stór-
riddarakrossi,
Kjartan Ásmundsson, gullsmið,
Reykjavík, riddarakrossi.
Hinn 2. okt. s. 1.:
Egil Sandholt, skrifstofustjóra,
Reykjavík,
Magnús Jochumsson, póst-
meistara, Reykjavík, og
Ólaf T. Sveinsson, skipaskoð-
unarstjóra, alla riddarakrossi.
I sumar er leið fór fram allítarleg viðgerð á einum Akureyrartog-
aranna. Var þá jafnframt gerð sú breyting á skipinu, að aftur-
mastrið var tekið burt, aðeins lítill stubbur eftir til að halda loft-
netinu. Hafa komið fram skoðanir um að slíkt myndi hafa í föi?
með sér að sjóhæfni skipsins myndi aukast, siður velta eins mikið.
— Fréttaritari Mbl. á Akureyri, Vignir Guðmundsson, tók þessa
mynd af togaranum skömmu eftir að hann kom úr „klössuninni“.
Verða erlendir
vélbátaflotanum i vetnr
sjómenn á
AKUREYRI, 6. sept. — Á fundi
sjúkrahússnefndar hins veglega
spítala Norðlendinga, sem vænt-
anlega tekur til starfa um ára-
mótin, og haldinn var í gær, var
samþykkt að ráða Ólaf Sigurðs-
son yfirlækni við lyfjadeild
sjúkrahússins. Guðmundur Karl
Pétursson verður yfirlæknir
handlækningadeildarinnar. Sér-
stök fæðingadeild verður einnig
í sjúkrahúsinu.
Ólafur Sigurðsson hefur verið
læknir hér á Akureyri um
nokkurra ára skeið og hefur
hann getið sér hins bezta orðs.
Lyflækningar eru sérgrein hans,
en þá grein nam Ólafur læknir í
Lundúnum.
Ólafur ér sonur Sigurðar Guð-
mundssonar, skólameistara og
frú Halldóru Ólafsdóttur.
— Vignir.
Ófgerðarmemi í Reykjavík ræða ýmis má!
Á FUNDI í Útvegsmannafélagi Reykjavíkur síðastl. föstudagskvöld
voru rædd ýmis hagsmunamál og rætt um vertíðarhorfur. — Kom
fram í umræðum, að brýna nauðsyn bæri til að hefja þegar í staði
undirbúning að ráðningu erlendra manna á bátaflotann, þar eði
fyrirsjáanlegt væri, að ekki myndi takast að fá menn á öll skipin.
Til þess þarf að fá leyfi yfirvaldanna. Meðal mála, sem rædd voru,
var bílainnflutningur, en útvegsmenn telja sig vera órétti beittir. —•
Á vertíð í fyrra var ekki hægt
að gera allmarga báta út vegría
bátana. Vinna í landi, einkum á
bátana. Vinna í landi, einkum
Keflavíkurflugvelli, telja útvegs-
menn að dregið hafi vinnuaflið
um of til sín. Varðandi þetta mál,
var svohljóðandi ályktun gerð:
UTLENDINGAR
Á FISKISKIPIN
„Vegna þeirra erfiðleika, sem
nú eru að fá menn til starfa á
fiskiflotann, samþykkir fundur í
Útvegsmannafélagi Reykjavíkur
að skora á stjóm Landssambands
ísl. útvegsmanna að fara nú þeg-
ar að vinna ákveðið að því, að
leyfi fáist til þess að flytja inn
útlendinga til þess að vinna á
fiskiflotanum á komandi vetrar-
vertíð".
Varðandi órétt þann, sem út-
gerðarmenn telja sig vera beittir
í sambandi við bílainnflutning-
Knrtöfluppskera
er í hættu vegnu
Þykkvbæingu
kurtöflumyglu
AUSTUR í Þykkvabæ, sem er
mesta kartöfluræktarhérað lands
ins, hefur kartöflumygla gert all-
mikið vart við sig í uppskerunni.
Eru bændur þar mjög áhyggju-
fullir út af þessu, enda er upp-
skera þeirra í veði. í gærkvöldi
voru kartöfluframleiðendur á
fundi til að ræða möguleika á
því að bindast samtökum um að
koma upp kartöflugeymslu nú
þegar fyrir 5000—10000 tunnur.
Það er ekki vitað hve útbreidd
myglan er, en sú hætta vofir yf-
ir, að útbreiðslan verði ör, þar eð
kartöflugeymslur þar eystra geta
ekki tekið nema lítið magn af
hinni gífurlegu uppskeru, sem
þar er, eða aðeins um 80000 tunn-
ur. —
GEYMSLA FYRIR
5—10 ÞÚS. TUNNUR
Á fundinum í gærkvöldi var
um það rætt að byggja í snatri
góða kartöflugeymslu, sem búin
væri kæliútbúnaði og tekið gæti
5000-—10000 tunnur. Því í góð-
um, köldum geymslum má tefja
mjög fyrir útbreiðslu myglunn-
ar. Nokkrir fulltrúar Þykkvbæ-
inga hafa verið hér í Reykjavík
og leitað styrks og stuðnings ým-
issa aðila.
I
EITT JARÐIIÚSANNA
I Þá hefur eitt hinna ágætu
Jarðhúsa við Elliðaár verið tekið
til geymslu fyrir kartöflur Þykkv
bæinga, en í þessu húsi geta rúm
’ast um 2000 tunnur. Næstu daga
verður byrjað að flytja kartöfl-
urnar að austan.
20 ÞÚS. TUNNUR
Með því geymslurúmi, sem hér
hefur verið nefnt, mun verða
hægt að taka til geymslu 15—
17000 tunnur, en Þykkvabæjar-
bændur telja, að uppskeran muni
vera um 20,000 tunnur.
í þessu mesta kartöfluhéraði
landsins byggja mörg heimili af-
komu sína algerlega á kartöflu-
rækt.
Kartöflumygla er landlæg á
Suðurlandsundirlendi. — Telja
menn orsökina til myglunnar í
Þykkvabænum vera hina óvenju
miklu hita í sumar.
inn, var svohljóðandi ályktuni
gerð:
f
1
BÍLAINNFLUTNINGUR
„Fundur í Útvegsmannafélag!
Reykjavíkur vítir það skilnings-
leysi fjárhagsráðs, sem fram kom
‘í sambandi við Veitingu innflutn-
ingsleyfa á vörubílum s.l. vetur
og sumar. Eftir harðvítuga bar-
áttu og vegna brýnnar þarfaf
margra útvegsmanna fekkst loks
á s.l. vetri samkomulag við rík-
isstjórnina um að útvegsmenrj
fengju aS flytja inn 55 vörubíla
á bátagjaldeyrislistann. En nú
fyrir skömmu veitti fjárhagsráð
ýmsum öðrum þjóðfélagsþegnum
leyfi til þess að flytja inn 118
eða 120 vörubíla á leyfi án báta-
gjaldeyrisálags. Þetta er eitt af
mörgum dæmum sem sýnir
glöggt hversu hagur aðalatvinnu-
vegar þjóðarinnar, sjávarútveg-
urinn, er hömulega fyrir borð
borinn af stjórnarvöldunum, sem
stafar fyrst og fremst af því,
hve harla fáa málsvara hann á á
Alþingi".
AUKIN ÚTGERÐ HÉÐAN
Þá var rætt um leiðir til aS
auka bátaútgerð héðan frá
Reykjavík, en það töldu útgerðar
menn mikið hagsmunamál fyrir
bæjarfélagið í hei’d. Var kjörin
fimm manna nefnd til að ræða
þessi mál við bæjarstjórn Reykja
víkur og önnur vandamál vél-
bátaútgerðarinnar hér í bænum.
Vélst?óri brennist
í GÆRKVÖLDI vildi það slys til
í vélarúrni vélbátsins Sísí ÁR —•
187, að vélstjórinn, Gunnar Guð-
mundsson, brenndist á höndum
og í andliti, er kviknaði í olíu,
sem vélin hafði ausið yfir raf-
kveikjuna. —- Var Gunnar að
snúa véíinni í gang er þetta vildi
til. Ekki komst eldur í föt hans.
Hann var fluttur í Landspítalann
og mun verða í sjúkrahúsinu þar
til á hnorgun, — Brunasár voru
grunn.