Morgunblaðið - 08.10.1953, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 8. okt. 1953 1
281. dagur ársins.
• 25. vika suinars.
Árdegisflæði kl. 6,15.
SíSdegisflæSi kl. 18,30.
Næturksknir er í læknavarðstof-
Unni, sími 5030.
Næturvörður er í Beykjavíkur
'Apóteki, sími 1760.
Rafmagnsskömmtunin:
1 dag er álagstakmörkun 1 2.
ihverfi frá kl. 10,45 til 12,30 og á
morgun, föstudag, í 3. hverfi, á
sama tíma.
E Helgafell 59531097 — IV—V
.. —2.
I.O.O.F. 5 = 13510881/2 = Sp.kv.
Dagbók
Hjónaefni
Nýlega hafa opinberað trúlofun
tdna ungfrú Guðbjörg Katrin
Viggósdóttir, Grettisgötu 56 og
Magnús Karlsson, Norðurstíg 17,
Hafnarfirði.
' 2. október s.l. opinberuðu trú-
^lofun sína ungfrú Berta Valdi-
•Tnarsdóttir, Vestmannaeyjum og
j:Skjöldur Stefánsson, sjómaður,
Akureyri.
1. október opinberuðu trúlofun
sína ungfrú Rannveig Magnús-
■dóttir, hárgreiðsludama, Efsta-
sundi 7 og Jack Brenck, starfs-
i maður á Keflavíkurflugvelli.
1 Nýlega hafa opinberað trúlof-
* un sína ungfrú Helga Ólafsdóttir,
1 Bræðraborgarstíg 4, Rvík og
■'Harold Barnett frá Tennessee.
• Skipafréttir •
t“ Eimskipafókig Islands Ii.f.:
s Brúarfoss fór frá Reykjavík í
I gærdag til Antwerpen og Rotter-
1 dam. Dettifoss fór frá Hamborg
í 6. þ.m. til Hull og Reykjavíkur.
- Goðafoss fór frá Rotterdam 6. þ.
;í m. til Leningrad. Gullfoss fór frá
Leith 6. þ.m. til Reykjavíkur. —
Lagarfoss fór frá Reykjavík 6.
þ.m. til New York. Reykjafoss
kom til Reykjavíkur 2. þ.m. frá
Keflavík. Selfoss fór frá Flat-
- eyri um hádegi í gærdag til Rvík-
ur. Tröllafoss kom til Reykjavík-
/ ur 5. þ.m. frá Nevv York. Dranga-
jökull kom til Reykjavíkur í gær-
2; morgun frá Hamborg.
3 Ríkis.skip:
4 Hekla er í Reykjavík. Esja er
J á Austfjörðum á suðurleið. Herðu
breið er á leið til Austfjarða. —
Skjaldbreið var Væntanleg til
Reykjavíkur í nótt að vestan og
norðan. Skaftfellingur fer frá
Reykjavík á morgun til Vest-
mannaeyja.
Skipadcild SÍS:
Hvassafell fer væntanlega frá
Stettin í dag áleiðis til Gauta-
borgar. Arnarfell fer frá Akureyri
í dag áleiðis til Norðfjprðar. Jök-
ulfell á að koma til ísafjarðar-
djúps í dag. Dísarfell fer vænt-
anlega frá Leith í dag áleiðis til
Islands. Bláfell fór frá Raufar-
höfn 6. þ.m. áleiðis til Heising-
fors.
H.f. JÖKLAR:
Vatnajökull kom til Vismar að-
faranótt 7. þ.m. frá Svínemunde.
Drangajökull kom til Revkjavíkur
í gærmorgun frá Hamborg og
Grimsby.
fjármálaráðherra um innheimtu
Af mæli
75 ára er í tíag Margrét Alberts
dóttir frá Viðvík, nú til heimilis
að Skipasundi 60.
Alþingi í dag • íþróttamaðurinn
• Söfnin •
Þjóðminjasafnið er opið á sunnu
dögum frá kl. 1—4 e.h., á þriðju-
dögum, fimmtudögum og laugar-
dögum kl. 1—3 e. h.
Vaxmyndasafnið og Listasafn
ríkisins eru opin á sama tíma og
Þjóðminjasafnið.
Landsbókasafnið er opið alla
daga frá kl. 10—12 f.h., 1—7 og
8—10 e.h.
Þjóðskjalasafnið er opið alla
virka daga kl. 10—12 árdegis og
kl. 2—7 síðdegis, nema á laugar-
dögum, sumarmánuðina. Þá er
safnið aðeins opið kl. 10—12 árd.
Náttúrugripasafnið er opið á
þriðjudögum og fimmtudögum kl.
2—3 e.h.
Listasafn ríkisins: Opið þriðju-
daga, fimmtudaga og laugardaga
kl. 1—3 og sunnudaga kl. 1—4.
Listasafn Einars Jónssonar er
opið sunnudaga kl. 1.30 til 3.30.
'Ö'tvarp
Sameinað þing: Fyrirspurn til
og greiðslu stóreignaskatts.
Efri deild: Vegalagabreyting,
frv. 1. umr.
Neðri deild: Firmu og prókúru-
umboð, frv. 1. umr. Hlutaf.élög,
frv. 1. umr. Rithöfundaréttur og
prentréttur, frv. 1. umr. Síldarmat
frv. 1. umr. Greiðslur vegna skertr
ar starfshæfni, frv. 1. umr. Orlof,
frv. 1. umr. Oj'Iof, frv. 1. umr.
Húsaleiga, frv. 1. umr.
Kirkjukvöld í
Hallgrímskirkju
I kvöld kl. 8,30 verður samkoma
í Hallgrímskirkju. Svarað verður
spurningum um andleg mál. Hail-
grímskórinn syngur. — Allir vel-
komnir. Séra Jakob Jónsson.
Sólheimadrengurinn
Afh. Mbl.: Gamalt áheit kr.
35,00. B S 200,00. B S 50,00. Guð-
rún, Keflavík 25,00. L P 50,00.
Fríða 200,00.
Afh. Mbl.: — M S krónur 100,00
I
Fólkið, sem brann hjá
| Afh. Mbl.: V K 50,00. Tryggva
100,00. I S B 25,00,
Kvenfélag Bústaðasóknar
j heldur fund á morgun, föstu-
dag, 9. þ.m. í Aðalstræti 12, uppi,
kl. 8,30. — Mætið stundvíslega.
Frá Háskólanum
Kennsla í sænsku.fyrir almenn-
ing í Háskólanum verður fram-
vegis mánudaga, kl. 8—10 e.h. og
fimmtudaga kl. 8—10 e.h. Byrj-
endur komi á morgun kl. 8,15 í
II. kennslustofu Háskólans.
Skrifstofuhúsgögn
Höfum fyrirliggjandi
Skjalaskápa 2,3 og 4 skúffu.
Ritvélaborð.
A. J. BERTELSEN & CO. h.f.
Hafnarstræti 11. Sími 3834
M!R
Mm
BALLETT 00 TBHLEIRAH
Ballett og tónleikar listamanna frá Sovétríkjunum á
vegum MÍR, verða í Þjóðleikhúsinu, sunnudaginn 11. okt.
klukkan 3,30 e. h.
1. Einleikur á fiðlu: Rafael Sobolevski.
2. Einsöngur: Firsova, einsöngvari við Stóra
leikhúsið í Moskva.
3. Ballett: Israeléva og Kutnetzov, sólódansarar
við Leningrad-ballettinn.
Undirleik annast Alcxander Jerokín.
Tólusettir aðgöngumiðar verða seldir frá kl. 1 í dag í
bókabúðum Lárusar Blöndal, Sigfúsar Eymundssonar og
KRON og í skrifstofu MÍR kl. 5—7.
Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að aðgöngumiðar
eru aðeins seldir á fyrrnefndum stöðum og þýðingarlaust
er að biðja stjórnarmeðlimi MÍR um útvegun miða.
Happdrætti
Háskóla íslands
Dregið verður í 10. flokki happ-
drættisins á laugardag. Vinningar
eru 850 og 2 aukavinningar; sam-
tals eru vinningarnir 414300 kr.
I dag er næst síðasti söludagur.
• Blöð og tímarit •
Tíinaritið Satt, októberheftið,
er nýkomið út. Efni er m. a. Þetta
skal koma þér í koll — Hadry
ofursti — Ofbeldi — Leyndardóm
ur hanabjálkaloftsins — Elskhugi
drottningarinnar — Hirðhneyksli
konungsættarinnar dönsku o. fl.
Spilakvöld Sjálfstæðisfél. í
Hafnarfirði
verður n. k. föstudagskvöld kl.
8,30. Spiluð verður féiagsvist og
verðlaun veitt.
Haustmarkaður Sjálfstæðis-
félaganna í Hafnarfirði
verður n.k. sunnudag. Þeir, sem
vilja styðja hann með gjöfum,
komi þeim i Sjálfstæðishúsið fyr-
ir laugardagskvöld.
Kvenfélag Háteigssóknar
j hefur kaffisölu í Sjálfstæðis-
I húsinu næstkomandi sunnu-
{dag. — Er það vinsamleg til-
mæli að safnaðarkonur gefi kökur.
Þær, sem gætu orðið við þeim til-
mælum, hringi í síma 1834 eða
3767. eða komi kökunum í Sjálf-
stæðishúsið kl. 10 f.h. á sunnudag.
Málfundafélagið Öðinn
Gjaldkeri félagíins tekur við
ársgjöldum félagsmanna í skrif-
stofu félagsins á föstudagskvöld-
um frá kl. 8—10 e.h.
Málfundaíélagið Óðinn
Skrifstofa félagsins er opin á
föstudagskvöldum frá kl. 8—10
e.h. Sími 7103, Gjaldkeri félagsins
tekur þar við ársgjöldum félags-
.rnanna.
Fimmtudagur 8. október:
8.00—9,00 Morgunútvarp. — 10,10
Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádeg
isútvarp. 15,30 Miðdegisútvarp.
16,30 Veðurfregnir. 19,25 Veður-
fregnir. 19,30 Þingfréttir. 19,30
Lesin dagskrá næstu viku. 19,45
Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,20
Islenzk tónlist: Lög eftir Sigfús
Einarsson (plötur). 20,40 Erindi:
Meðal ungmennafélaga á Norður-
löndum (Ingólfur Guðmundsson
stúdent). 21,05 Tónleikar (plötur).
21,20 Upplestur: Friðjón Stefáns-
’ son rithöfundur les smásögu, „Á
darisleik", úr nýrri bók sinni. —
21,35 Tónleikar, (plötur). 21,45
Frá útlöndum (Jón Magnússon
fréttastjóri) 22,00 Fréttir og veð-
! urfregnir. 22,10 Sinfónískir tón-
. leikar (plötur). 23,05 Dagskrárlok.
Erlendar stöðvar:
Danmörk: Stuttbylgjuútvarpit
er á 49.50 metrum á tímanum
17.40—21.15. — Fastir liðir: 17,45
Fréttir; 18,00 Akuelt kvarter;
.21,00 Fréttir. Á sunnudögum kl
17,45 fylgja íþróttafréttir á eftij
I almennum fréttum.
Noregur: Stuttbylgjuútvarp ei
á 19 — 25 — 31 — 41 og 48 m,
Dagskrá á virkum dögum að mestn
óslitið frá 5.45 til 22,00. Stillið a0
morgni á 19 og 25 metra, um mi®|
an dag á 25 og 31 metra og á 41
og 48 m., þegar kemur fram fi
kvöld. — Fastir liðir: 12,00 FrétX
ir með fiskifréttum; 18,00 Fréttis
með fréttaaukum. 21,10 Fréttir.
SvíþjóS: Útvarpar á helztu stutS
bylgjuböndunum. Stillið t.d. á 2§
m. fyrri hluta dags en á 49 m. að
kveldi. —■ Fastir liðir: 11,0(5
klukknahringing í ráðhústurni og
kvæði dagsins, síðan koma sænskir
söngkraftar fram með létt lög|
11,30 fréttir; 16,10 barna- og ungi
ingatími; 18,00 fréttir og frétta«
auki; 21,15 Fréttir.
England: General Overseas Ser*
vice útvarpar á öllum helztu stutí
bylgjuböndum. Heyrast útsending.
ar með mismunandi styrkleika héí
á landi, allt eftir því hvert útvarpa
stöðin „beinir“ sendingum sínum.
Að jafnaði mun bezt. að hlusta fi
25 og 31 m. bylgjulengd. — Fyrrf
hluta dags eru 19 m. góðir en þeg
ar fer að kvölda er ágætt asj
skipta yfir á 41 eða 49 m. Fasti?
liðir: 9,30 úr forustugreinum blað
anna; 11,00 fréttir og fréttaum.
sagnir; 11,15 íþróttaþáttur; 13,0(5
fréttir; 14,00 klukknahringing Big
Ben og fréttaaukar; 16,00 fréttij
og fréttaumsagnir; 17,15 frétta.
aukar; 18,00 fréttir; 18,15 íþróttai
fréttir; 20,00 fréttir; 23,00 fréttir.
rnm^junkajfjUÁj
Ópemgagnrýnandinn og helju-
tenórinn!
★
Unga konan 'hafði komið með
járnbrautarlestinni alla leið til
Basel frá Kaupmannahöfn, og hún
gat ekki komizt hjá þyí að taka
eftir unga nianninum, sem sat í
sama klefa og hún. Ungi maður-
inn reykti vindiinga stanzlaust
alla leiðina, — hann meira að
segja keðjureykti. — Unga konan
| gat þá ekki stillt ^ig um að ?pyrja
j hann, er lestin var rétt komin á
leiðarenda:
| — Hvernig í ósköpunum getið
þér reykt svona mikið?
— Það þarf ekkert nema stej'k-
an vilja, frú mín, — ekkert nema
jái-nsterkan vilja, frú min, svar-
aði ungi maðurinn og brnsti.
★
Þeir stóðu við ,,barinn“ í kránni,
en ekki veit ég hvað möi-g glös af
víni þeir voru búnir að drekka.
Allt í einu sagði annar þeirra:
— Já, hik, ég held að ég megí
til með að fara heim, því vinnu.
konan fór út í kvöld og konan mírí
er ein heima.
— Já, alveg rétt, sagði hinn, —<
það minnir mig á að konan: mía
fór út í kvöid og vinnukonán ec
ein heima.
★
Italski eiginhandarundii-skrift.
arsafnarinn, Carlo Piancastello a
undirskriftasafn, með um 40 þús.
undirskriftum, og er safnið verð'-
lagt fyrir 3 milljónir dollara.
Kennir þar margra grasa, t.d.
eru þar eiginhandarundirskriftir
29 kristilegra munka, 40 páfa, lg
konunga, 100 he”shöfðingja og
einvalda, 300 stjórnmálamanna,
1000 listamanna og 4000 skálda.
En það sem þykir einna merkileg-
ast vjð safnið, er Napóleons-und-
irskriftirnir, — því í safninu erui
undirskriftir Napóleons allt frfi
því hann var ungur liðsforingi og
þar til hann var orðinn keisari.
★
Kona nokkur kom til lögfræð-
ings í London til þess að leita ráða
hjá honum.
— Fyrir átta árum, sagði hún,
— fót maðurinn minn fyrir mig
út í búð til þess að kaupa eina dós
af spínati, —■ og hann er ókominm
enn þann dag í dag. Hvað á ég
að gera?
— Getið þér ekki fullt ein^ vel
notað eina dós af grænum baun-
um, frú? spurði lögfræðinguíinn.