Morgunblaðið - 08.10.1953, Qupperneq 9
Fimmtudagur 8. okt. 1953
MORGUNBLADIÐ
9
EmSS Magnússoii, verzlunarstjóri:
Grafarnes í Grundarfirði
INN í Snæfellsnes norðanvert
skerst lítill og fallegur fjörður,
sem Grundarfjörður heitir. Við
fjörð þennan hefir á síðustu 10
árum myndazt þorp, sem kennt
er við nes það, sem það stendur
á og Grafarnes heitir. Þorpið til-
heyrir annars Eyrarsveit, en hún
hefir frá öndverðu veríð rómuð
fyrir fegurð og mikla búsæld.
Hún var ennfremur vel kunn að
því á tímum áraskípanna, að
þaðan komu hinir mestu vask-
leikamenn til allrar sjósóknar og
er svo enn í dag. Sá kunni sjó-
garpur og fiskimaður, Björn
Jónsson frá Ánanaustum í
Reykjavík, hafði um árabil mik-
ið af mönnum héðan úr Eyrar-
sveit á sínum skipum og er grein-
arhöfundi kunnugt um, að hann
rómaði mjög dugnað þeirra og
harðfylgi. Og ef farið er lengra
aftur í tímann, þá var svo sem
kunnugt er úr Eyrarsveit, hér
í sveit bústaður þess manns, sem
einna hæst ber í fornum sögum,
sem sé Steinþórs á Eyri, en um
hann er sagt, að hann hafi verið
mikill maður og sterkur, allra
manna vopnfimastur, spakur að
viti og allur hinn mesti atgervis-
maður.
VAXANDI KAUPTÚN
Enda þótt íbúar Grafarness
hafi ekki af að státa vopnfimi
Steinþórs á Eyri, dylst engum,
sem til þeirra þekkir, að þeir eru
miklir vaskleiga menn og ótrauð-
ár að leggja til atlögu við Ægi
konung, til þess að afla sér og
sínum lífsviðurværis. Það er sem
sagt höfuðatvinnuvegur íbúanna
hér, sem eru orðnir hátt á þriðja
hundrað að tölu, að stunda sjó og
mýta þann afla, sem á land berst.
•— Eins og nú standa sakir, eiga
heima hér og eru gerðir út héðan
Æjórir vélbátar af stærðinni 37
til 53 smálesta. Það er á þessum
í'jórum fleytum og áhöfnum
Jþeirra, sem allt veltur um fram
tíð þessa unga en vaxandi þorps.
Ég segi vaxandi vegna þess með-
al annars, að á þessu áui eru hér
sex íbúðarhús í smíðum og mið-
ar öllum vel áfram. Ekki ber á
jþví, að ungt fólk vilji fara á brott
héðan, en hins vegar er mér
kunnugt um það, að einn af efni-
legri yngri skipstjóranna á báta-
ílotanum á íslandi og héðan er
.ættaður ,hefir neitað eða ekki
viljað taka að sér skipstjórn skipa
■annarsstaðar, enda þótt þau skip
væru bæði stór og vel út gerð,
af þeirri einföldu ástæðu, áð
hann vill helzt hvergi vera með
3bát annarsstaðar en frá sinni
heimabyggð og helga henni
Jkrafta sína. Slíkur hugsunar-
háttur og ræktarsemi við heim-
kynni sín, mætti vera öðrum ung-
wm mönnum nokkur fyrirmynd.
«ÁTABRYGGJAN LENGD
Það fer ekki hjá því, að þorp
3 örum vexti svo sem Grafarnes,
verði vart nokkurra vaxtarverkja
«og er því líkt farið og bráðþroska
aingling, að móðir hans hefur
•ekki undan að sníða honum nýja
hlæðnaði, svo ört vex hann.
Þrátt fyrir góðan vilja sveitar-
stjórnar, sem hefir að oddamanni
Perluveiðar við Astralíu
Með víkkaðri Sandhelgi eru Japanir hrakfir brcff
í BYRJUN september víkk-'Japana að mestu leyti til starf-
uðu Ástralíumenn landhelgi ans.
sína, svo að hún nær nú yfir j
allt landgrunnið, þ. e. sums- ’Á MIKLU DÝPI
staðar meir en 200 mílur út | Skeljarnar liggja sumsstaðar
frá ströndinni. Þetta gerðu eins og í klösum, innan um þang
Grafarnes. Kirkjufell er í baksýn
sínum sómamanninn Bárð Þor-
steinsson í Gröf, skortir nokkuð
á, að skilyrði nútíma menning-
arlífs séu fyrir hendi og er þar
ekki við neinn að sakast og stend
ur allt til bóta. Á nýliðnu sumri
var bátabryggjan hér lengd um
15 metra og er sú framkvæmd til
mikils hagræðis fyrir heimabáta
svo og allar strandsiglingar. Verk
þetta var framkvæmt á vegum
Vitamálaskrifstofunnar, en verk-
stjóri var Guðmundur Lárusson
frá Skagaströnd, og er það allra
manna mál, að hann hafi leyst
sitt verkefni svo sem bezt var á
kosið, enda drengur góður og
vandaður í hvívetna.
ÝMSAR FRAMKVÆMDIR
Skólahús, eða hluti af því er
risið hér af grunni og tekið til
notkunar og er það kvikmynda-
og samkomuhús um leið. Þar
hlýtur þó að koma, að byggja
verður sérstakt samkomuhús, þar
sem skólahald og skemmtanir
un báta, a. m. k. á vertíðinni, er
öll bin bágbornasta svo ekki sé
meira sagt, en það er eitt af höf-
uðskilyrðum góðrar og ötullar
sjósóknar, að vel sé séð fyrir hlut
þeirra, sem inna af höndum störf
sín í landi. Þá ber þess og að
gæta, að nú eru veiðarfæri báta
orðin svo margþætt og viðarmik-
il, að þau krefjast mikilla og
góðra húsa til að geyma þau,
þegar þau eru ekki í notkun, en
margt netið og línuspottinn hef-
ir einmitt farið forgörðum fyrir
aldur fram, sakir ónógs og ó-
héppilegs húsnæðis.
ENGIN KIRKJA
Eins og segir í hinni helgu bók,
lifir maðurinn ekki á brauði einu
saman, — ekki heldur við í
Grafarnesi, en „kirkja fyrirfinnst
hér engin“. Skammt hér frá eða
hinumegin (austan) fjarðarins er
prestsetrið Setberg og þar situr
prófasturin í Snæfellsnesprófasts
dæmi, síra Jósep Jónsson, en
geta ekki svo vel sé, farið fram hans kona er frú Hólmfríður Hall
í sama húsnæði. Vatnsleiðsla er dórsdóttir, sem leikur sálmalög
komin í þorpið og skólpveita að fegurst á orgel, allra þeirra
nokkru, en rafmagn fáum við frá kvenna er ég hefi heyrt til. Er
díselraf'stöð, sem rekin er í sam- m®r kunnugt um það álit pró-
bandi við Hraðfrystihús Grund- I fastsins, að koma beri upp kirkju
arfjarðar h.f., en það fyrirtæki f Grafarnesi í náinni framtíð,
j enda þótt Setberg verði prest-
setur eftir sem áður. Hníga sterk
Astralíumenn til þess að
vernda perluveiffar og bægja
Japönum frá þeim. Hér fer á
eftir stutt lýsing O. M. Green
fréttaritara Observers af
perluveiffum viff Ástralíu.
Fyrir 60 til 70 árum heyrðist
oft talað um stórkostlegan gróða
af perluveiðum á landgrunninu
við Ástralíu og þar norður af. Nú
hefur atvinnugreinin misst svip
gullgraftar. Verðið féll fyrir
stríð, vegna samkeppni frá Jap-
önum, sem tóku að rækta perlu-
skeljar og einnig vegna breyti-
legrar tízku, þar sem ein tegund
skartgripa er notuð í dag, önnur
á morgun.
MIÐIN EYDDUST
FYRIR STRÍÐ
Samt hafa perluveiðar verið
áfram atvinnuvegur, sem borgar
sig og árið fyrir stríð var þess
m. a. getið að sést hefðu á einum
miðum undan Ástralíu 100 jap-
önsk og 20 áströlsk perluveiði-
skip. Með slíkri rányrkjuveiði
minnkaði aflinn ískyggilega mik
ið. En þá brauzt styrjöldin út,
hún verkaði eins og friðun á mið-
unum, svo að í stríðslok hafði
perlutekjan náð sér. Rétt um
sama leyti varð mikil verðhækk-
un á perlum ;* heimsmarkaðnum
og hafa Ástralíumenn hagnast
mikið á perluveiðunum, selt þær
til Ameríku fýrir beinharða doll
ara.
JAPANIR SKARA FRAM
ÚR HVÍTUM
Japanir eru yfirleitt miklu
snjallari kafarar en hvítir menn.
Þótt mjög hátt kaup sé í boði
freistar það fárra hvítra manna.
Áströlsku útgerðarfélögin ráða
og þara. Perlukafararnir fara
niður með litlum akkerum, hanga
á þeim og láta draga sig eftir
botninum. Þegar komið er á góð-
ar skeljaslóðir, gefa þeir merki
með því að kippa í línu. Það er
numið staðar, en kafarinn hleyp -
ur um botninn og safnar skeij-
unum upp í stórt net.
j Góðir kafarar geta úhnið í ailt
að 120 feta dýpi, en þess eru
dæmi, að sumir Japanir hafi far-
ið allt niður á 270 feta dýpi en
þar er þrýstingurinn orðinn 127
pund á hverja fertommu.
MARGAR HÆTTUR
Kafararnir eru hugdjarfir
menn, því að hætturnar eru marg
ar og margvíslegar. Ef hann kaf
ar of hratt getur skyndilegur og
aukinn þrýstingur haft í för með
sér lömun og dauða. Hákarlar,
áttarma kolkrabbar og risasköt-
ur eru á sveimi í kring eða svo-
getur farið að kafarinn festist I
hinni risavöxnu Kyrrahafsskel,
en þegar hún lokast getur enginn
máttur á jarðríki losað um þau
tök. Þessvegna eru eyjarnar við
N.-Ástralíu legstaðir margra
perlukafara.
ÞAÐ SEM FREISTAR
En inn á milli heyrum við frá-
sagnir af því að kafari kom upp
á yfirborðið með samvaxinni röff
af sjö perlum. Þær voru kallað-
ar „Suðurkrossinn“ og var þá 10
þúsund sterlingspund að verð-
mæti. Og 1917 kom kafari upp
með „Stjörnu vestursins", það er
stærStu perlu, sem nokkurntíma
hefur fundizt.
í voninni um slíkan ávinning
hætta menn lífi og limum.
(Observer — Öll réttindi áskilin)
samanstendur m. a. af hrepps-
félaginu, bátunum og allmörg-
um einstaklingum. Ennfremur til
heyrir Hraðfrystihúsinu beina-
mjölsverksmiðja, sem mikið hag-
ræði er af og undanfarin tvö
sumur hefir verið söltuð síld á
vegum Hraðfrystihússins i sam-
einingu við útgerðarmenn bát-
anna.
rök að þessu áliti prófastsins, sem
vera mun samhljóða áliti kirkju-
yfirvaldanna. Þegar er til nokk-
ur vísir að kirkjubyggingarsjóði
og er hann meðal annars síðan
þorp var að Kvíabryggju og hef-
ir smá aukizt frá ári til árs. Er
þess að vænta, að mikill og al-
mennur áhugi rísi upp fyrir því
. að koma upp kirkju hér*í þorp-
BYGGING VERBÚÐA j jnUj þv£ ag þag er staðreynd, sem
Nú stendur fyrir dyrum bygg- ^jjj verður fram hjá gengið, að
ing verbúða og hefir farið fram sterjtj; 0g heilbrigt trúarlíf er
nokkur undirbúningur ^ að því gj^j sízti grundvöllurinn undir
undanfarna daga. Hafa útgerðar- [ þjómlegt og þróttmikið athafna-
menn og skipstjórar haft for-
göngu um þessa byggingu eða
undirbúning hennar og notið til
þess aðstoðar alþingismanns Sig-
urðar Ágústssonar og Vitamála-
skrifstofunnar eða satrfsmanna
hennar, einkum Þorláks Helga-
sonar verkfræðings.
Er það knýjandi nauðsyn að
hefja þessar framkvæmdir, þar
eð aðstaða til allra athafna í
landi, svo ekki sé talað um fjölg-
líf.
VINSÆLL OG VIRTUR 1
ÞINGMAÐUR
Því hefir stundum verið haldið
fram og það með réttu, að Snæ-
fellingar hafi á undanförnum
Barnamúsikskólinn
að hefgo vetrarstari sitt
M. a. kennt á hljóðfæri, sem ekki hefir
þekkst hér á landi áður
BARNAMÚSIKSKÓLINN, sem er undir stjórn dr. Hans Edelsteinsy
er nú að hefja annað starfsár sitt, en skólanum var mjög vel tekið
í fyrra, er hann var stofnsettur. Voru þá innritaðir 120 nemendur
á aldrinum 8—11 ára og um 100 stunduðu nám við skólann allan
veturinn. Um 70 þeirra náðu góðum árangri og verður nú gefinn
kostur á að stunda nám í framhaldsdeild.
ALÞÝÐUMÚSIKIÐKUN
Markmið skólans er að kenna
undirstöðuatriði tónlistar, sagði
dr. Edelstein í samtali við blaða-
menn í gær. Kenndur verður
áratugum átt á að skipa góðum jeikuj- og söngur, þjálfun tónvísi
Einn af Grundarf jarðarbátunum
og glæsilegum þingmönnum og
hefir meðal annars verið á það
bent, að einn þeirra Thor Thors,
hafi verið falið það hlutverk, að
fara með virðulegasta embætti,
sem íslendingur gegnir utan
landssteinanna og annar Gunnar
Thoroddsen, gegni einu umsvifa-
og vandasamasta embætti á Is-
landi, það er borgarstjóri í
Reykjavík. Enginn mun með
nokkurri sanngirni bera brigð" á
hæfileika þessara mætu og merku
manna, en hafi Snæfellingar áð-
ur þótzt 1‘eggja til ekki lakari full
trúa á Alþifigi en almennt geng-
ur og gerizt og nokkru betur þó,
þá mun þeim finnast nú, sem
máiefnum sínum sé bezt borgið
í- höndum þess, sem nú fer með
þau á Alþingi og ber þar ýmis-
Framh. á bls. 11.
og nótnalesturs. Er þetta nokk-
urs konar vísir að alþýðumúsik-
iðkun. Hljóðfærið, sem kennt var
á voru blokkflauta og slaghljóð-
færi.
NÝTT HLJÓÐFÆRI
Byrjandakennslunni verður
eins háttað og s.l. vetur, en auk
tveggja tíma vikulega gefst frarm
haldsnemendum kostur á einum
tíma í viku þar sem þeir geta.
valið um kennslu í píanóleik,
leik á blokkflautu (ýmsar stærð-
ir) eða leik á nýtt strengjahljóð-
færi, gýgju, sem ekki hefur
þekkzt hér á landi fyrr. Er það
fimm strengja hljóðfæri, byggt í
tveim stærðum og er áttund á
milli stærða. Auðvelt er að læra
á það, og er það góð undirstöðu-
menntun, ef nemandinn hyggst
t. d. læra að leika á önnur strok-
hljóðfæri síðar, svo sem fiðlu.
Róbert A. Ottósson kennir á
píanó, en dr. Edelstein annast
aðra kennslu í skólanum. Skól-
inn verður til húsa í húsi Jóns-
Loftssonar við Hringbraut, en
tekið er á móti umsóknum í haim
í Tónlistarskólanum kl. 5—7 síð-
degis.
Skólaráð Músikskólans skipa:
Dr. Páll ísólfsson, Ragnar Jóns-
son, Róbert A. Ottósson og Ing-
ólfur Guðbrandsson.
Skyndiverkfell
LIVERPOOL, 5. okt. — 6 þús.
hafnarverkamenn í Liverpool og
Birkenhead gerðu verkfall í dag.
Hefur hafnárvinna stöðvast við
47 skip. Ofsök verkfallsins er að
verkamanni einum var sagt upp
starfi. Hann hafði neitað að færa
sig um vinnustað að öðru skipi.
—Reuter-NTB.