Morgunblaðið - 22.10.1953, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.10.1953, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. okt. 1953 Sigurgeir Siguiðsson biskup — Minningurorð Lífið heíir verið leikur í 00 úr ÉG varð þess aldrei var, hjá hinum látna biskupi, herra Sig- urgeir Sigurðssyni, að hann vissi, hver hann var. Þess kenndi hvorki í framkomu hans, orðum eða látbragði. Hann var eins við alla, virðingamenn þjóð- arinnar og hina umkomulitlu eða umkomulausu vesalinga. Hann hafði áreiðanlega enga tilhneig- ingu til að láta kenna aflsmunar eða á því valdi, sem hann sem æðsti maður hinnar íslenzku kirkju og prestastéttar hafði yfir að ráða. Hann var ætíð ljúfur og elskulegur og vildi úr hvers manns vanda leysa og tókst það yfirleitt með ljúfmennsku sinni og karlmannlegri festu og djörf- ung og skynsamlegri rökvísi í senn, ávallt éins og bezt gegndi. Það var hvort tveggja, sem hann hafði lært: að gleðjast með hin- um glöðu og hryggjast með hin- um hryggu og sýndi hvort tveggja áþreifanlega, þegar svo bar undir. Mér skilst, að þannig eigi bisk- up að vera og raunar hver mað- ur, svo hann geti auðgað sam- tíð sína og unnið að heillum komandi kynslóða um' leið. Menn eru margsinnis að leggja menn á metaskálai nar, er um ræðir gáfur og andlegt atgervi. Hann fór ekki varhluta af því, hinn látni biskup. Mér er sagt, að hann hafi fengið 2. einkunn við embættispróf. Ég nenni ekki að standa upp til að gá að því, þótt ég hafi gögnin við hendina. Mér finnst það svo óendanlega litlu máli skipta. Hann stóðst prófið, það var út af fyrir sig nóg. En í sínum biskupsdómi var hann hvern dag að ljúka prófi frá morgni til kvölds, og ég fæ ekki betur séð, en að það próf hafi hann ekki aðeins staðizt, heldur einnig með hinni lofsam- legustu prýði, að dómi samtíðar- innar, allra, er satt vildu segja og kynntust honum. Hann hlífði sér aldrei, ef hann vissi, og skildi hvar var köllun hans og heilög skylda. Hann gegndi skyldu sinni allt til andláts og lagði á sig mikið erfiði, hvergi nærri heill heilsu, en varð sem aðrir að lúta því lögmáli, að öllu má of- bjóða, líka heilsunni. Hann háði lokaprófið með miklum heiðri og sóma. Og mér er spurn: Erum við ekki öll að taka svipað próf í sviftingum milli heilagrar skyldu og þess, sem okkur þykir þægilegast? Og mér er aftur spurn: Hverju máli skiptir, hvort við hvílum okkur í dag eða á morgun? Er ekki eilífðin nógu löng? Mun þá ekki ljúft, að við hvílum í Drottins ástarörmum, ef við höfum reynt eftir megni að gegna skyldum okkar og reynt að miðla öðrum af því, sem okkur var gefið, meðan við lifðum hér? Samtíðin kallar á okkur öll. Hún er kröfuhörð eins og lífið sjálft. Og hún á að vera kröfuhöfð, það er ein mesta blessun lífsins, þótt kröfurnar kosti margfalt erfiði, þreytu og andvökunætur, ef svo við horfir. Hann var fríður maður sýnum, hinn látni biskup, höfðinglegur á velli og karlmannlegur, og mátti hver maður sjá, að þar sem hann fór, var enginn meðalmaður. — Hann var djarfur maður í fram- komu, og kunni vel að túlka sinn málstað í heyranda hljóði, hver sem á hlýddi, og kom miklum hlutum til vegar í sínum bisk- uppsdómi, kristni og kirkju þessa lands, samtíð sinni og framtíð hinnar islenzku þjóðar til bless- | unar og meir en ætla má, að sé mönnum ljóst að svo stöddu. Hann var sigursæll höfðingi, en beitti að vopni eigi aðeins far- sa?lli og ágætri, öfgalausri greind, heldur allra helzt, eins og honum' var eðlilegt og sjálfsagt var, ljúf-1 mennsku og hjartagæzku. Með hvort tveggja að vopni, hrynja! margir múrveggir. Til að koma mestu hlutum til leiðar, ótal- mörgum til blessunar, megna 1 ekki kjarnorkusprengjur. Her- tygi ljóssins eru ætíð sigursælust. I Ég kynntist brátt hinum látna biskupi, einkum í hans biskups- 1 dómi, og kynntist honum vel. Hann reyndist hollur leiðtogi, . bróðir og ástvinur í senn. Er mér j fannst ég vera í einhverjum j vanda staddur, leitaði ég á hans fund. Af hans fundi fór ég jafn- an vitrari og hughraustari og varð mér persónulega fullkomin harmafregn, er ég, óviðbúinn heyrði fregnina um skyndilegt andlát hans. Hann átti því láni að fagna, að eiga að lífsförunaut fallega og ástúðlega eiginkonu og fríð og yndisleg börn, og fallegt heimili, þar sem sátt og friður átti heima, og öllum var ljúfmannalega tek- ' ið, er þangað sóttu erindi. | Ég sá hann kvöldið, sem hann lézt. Yfir honum hvíldi friður og | ró. Ég held ég hafi aldrei séð hann jafn fríðan og þá. Mér , virtist það vottur þess, að prófinu hefði hann lokið með sæmd kristins manns. Ég-'tel fráfall biskupsins þess ' eðlis, að fáum sé ljóst, að svo stöddu, hve mikils hefur í misst íslenzk kristni og kirkja og al- þjóð öll á okkar landi. En þess vildi ég óska, að hið nýja biskups- kjör eigi mætti valda fávíslegum deilum eða reipdrætti, heldur yrði með friði og spekt. Ég leyfi mér að tjá öllum ást- vinum hins látna biskups hug- heila samhryggð og hinni ís- lenzku kirkju og kristni um leið. Guð gefi ástvinum hans og öll- um, er harmar þjá, styrk og huggun. Hann fór, að minni vitund, eftir orðum postulans, er ég nefndi: „í iðninni ólatir, í andanum brennandi, Drottni þjónandi.“ Eftir þeirri reglu verðum við öll að fara, svo sigurinn verði vís. Halldór Jónsson, frá Reynivöllum. Nýtt frv. um sóttvarnarlög í NEÐRI deild var í gær lagt fram frumvarp til sóttvarnar- laga. Lög þessi eru í 45 greinum og hefur landlæknir samið það og í greinargerð hans fyrir því segir m. a.: Nauðsynlegt er að gera sér ljóst, að alþjóðlegir sóttvarnar- samningar eru ekki fyrst og fremst helgaðir því að girða fyrir alla sótthættu af samgöngum landa á milli, heldur miklu frem ur hinu, að tryggja samgöngurn- ar gegn óhóflegri íhlutun sótt- Varnaryfirvalda. Af öllum milli- landasamgöngum stafar að sjálf- sögðu meiri eða minni sótthætta, sem engin leið er að girða með öllu fyrir nema með svo róttæk- um samgönguhömlum, að leiða mundi til fullkominnar ringul- reiðar á ' samskiptum þjóðanna. Nokkur sótthætta er sá skattur, sem vér hljótum að greiða af þessum lífsnauðsynlegu samskipt um. Hins vegar hafa nú allar þjóðir, a. m. k. þær, sem eru á alþjóðlegum samgönguleiðum, hver hjá sér á þann hemil á næm um sóttum, sem á annað borð eru með nokkru móti viðráðanlegar, að millilandasamgöngur mega nú yfirleitt heita stórhætulitlar, að viðhafðri hæfilegri gát sam- kvæmt ákvæðum hins alþjóðlega sóttvarnarsamnings. Horfir nú og svo fyrir samræmdar aðgerðir allra þjóða, að með hverju ári, sem líður, verði þessi hætta minni og minni, enda líta menn nú öruggir til þeirrar framtíðar, að alþjóðlegum samgöngum verði haldið uppi án nokkurra teljandi sóttvarnarráðstafana gegn þeim. Frv. er flutt af ríkisstjórninni. j VIÐ, SEM ræðum um það þessa dagana hvað aflið frá írafossi muni endast lengi, svo að full- nóg sé, og hvenær von sé til að hafizt verði handa um frekari raforkuframkvæmdir, eigum erf- itt með að átta okkur á því, að mitt á meðal okkar skuli vera menn, sem muna lýsiskolurnar, hafa lesið við slíkt ljós og lifað það undur, að sjá í fyrsta sinn kveikt á olíulampa, í stað kol- unnar. Og þegar við horfum á átökin, er jarðýtur ryðja land til rækt- unar og vegi til samgöngubóta, trúum við því vart, að maður sem enn tekur þátt í störfum á búi, þar sem vélum er beitt í miklum mæli, skuli hafa á sín- um búskaparárum sléttað tún- þýfi, á þann hátt að rista ofan af þúfunum með torfljá, af því að þá var ekki völ á svo mikil- virkum verkfærakosti, að næmi I venjulegum undirristuspaða. En svona er það nú samt og við höfum gott af því að átta okk- ur á því hve nýlega þeir áfang- ar eru að baki lagðir, er gerðu þjóðinni fært að hætta að ganga með tvær hendur tómar að verki. I þess stað gafst henni kostur að beita verkfærum með viti og hyggindum, svo að á fleira reyndi en vöðvana eina, já, þó að það væri ekki merkilegri verkfæri en undirristuspaði. j Á sunnudaginn var skrapp ég upp að Blikastöðum til þess að hafa tal af einum slíkum bónda, sem í raun og veru hefir lifað aldir, í framþróun búskapar, á sinni starfsævi. Ég vissi sem var, að óvíst yrði, að ná í Pál Þor- steinsson bónda, frá Tungu í Fá- skrúðsfirði, sem í dag er níræður að aldri, innan veggja á virkum degi, sennilegra að hann væri úti í flagi þessa dagana að taka upp rófur, eða eitthvað þess háttar. ÁHUGINN LEYFIR ENGAR SÍSETUR I Mbl. leyfir ekki rúm fyrir allar viðræður okkar, að þessu sinni, eða endranær. Ég verð að láta mér nægja að skyggnast um : gáttir, án þess að ganga í sal minninganna með Páli. Nú situr hann í húsum sonar síns, stórbóndans á Blikastöðum, þar sem vítt er til veggja á all- an hátt, les og skrifar gleraugna- laust ef því er að skipta, gengur keikur og fótviss um gólf, því að áhuginn leyfir ekki neinar sísetur, og ber í viðræðum, jöfnum höndum niður á því, sem nú er að gerast í atvinnumálum og stjórnmálum og því sem gerð- ist fyrir 80 árum. Páll er fæddur í Víðivallagerði í Fljótsdal 22. október 1863, son- ur Þorsteins Jónssonar bónda þar og konu hans Sigurbjargar Hinriksdóttur. Var Þorsteir.n ættaður af Jökuldal, en Sigur- björg úr Vopnafirði. Páll dvaldi heima hjá foreldrum sinum til 23 ára aldurs, síðasta árið gift- ur Elinborgu Stefánsdóttur af Bólstaðahlíðarætt í Húnaþingi, er var fósturdóttir séra Halldórs á Hofi í Vopnafirði. Vorið 1887 fara ungu hjónin að búa siálf- stæðann búskap að Víðilæk í Skriðdal. Flytja þangað með 1 kú og kvígu, 2 hross og eitt tryppi, 36 ær og 12 gemlinga, 1 stól, 1 koffort o. s. frv. Páll átti þá kost á að fá Þorgrímsstaði í Breiðdal til ábúðar, en þar var svo „vel“ hýst, að hann varð að kaupa jarðarhús fyrir 200 krón- nr, til að komast að jörðinni. Slíkt var ekki kleift. Á Víðilæk var minna um efni um þá hluti, húsakosturinn nægilega lítilfjör- legur, því varð að velja þá jörð. í fjögra ára búskap á Víðílæk græddu ungu hjónin „á tá og fingri“ eins og Páll orðar það. En þá var breytt um og þau fluttu að prestssetrinu Þingmúla, fyrsta árið í tvíbýli á móti présti, en fengu svo jörðina alla er séra Magnús flutti í Vallanes. í Múlanum voru þau í 7 ár, Ræft við Pá! Þorsteinsson frá Timgu en flytjast 1898 að Tungu í Fá- skrúðsfirði. Fyrst í leiguábúð, s ðar eignaðist Páll hálflenduna og loks Tunguna alla, og hefir síðan verið við hana kenndur. í Tungu hefst svo aldarþriðj- ungs önn, unz Gunnar sonur þeirra hjóna tekur að fullu við I búinu 1930. Þar er Páll í for- ■ göngu um að stofna Búnaðarfé- lag Fáskrúðsfjarðar (síðar Fá- l skrúðsfjarðar og Búðahrepps) 1901, og er gerður að heiðursfé- laga þess 1941. Hann er hrepp- stjóri í 30 ár o. s- frv., svo sem gerist um gegna menn, er bera hátt herðar í sínu sveitarfélagi. cg búi upp í um 300 fjár, 4 kýr og 7 hross. Þetta hljóðar allt ofur einfald- ! lega, og slétt og felt. Aðeins 1 einu þarf við að bæta, og það 'gæti orðið löng saga, en verður að vera stutt. Þau hjónin eign- uðust 14 börn, 2 dóu ung, en hin eru öll á lífi, og er barna- og barnabarna-hópurinn nú orð- inn 85. En þetta var ekki nóg, 14 fósturbörnum var bætt við i Tungu. Þannig var lengi vel nær | 20 manns í heimili hjá Páli og Elinborgu. Páll er ómeiddur af því, er hann byrjar 10. tuginn, þótt þess sé minnst, að hann bjó ekki einn í Tungu né áður í Skriðdal, húsfreyjan átti þar sinn þátt og hann eigi ómerkari. Hún lézt 1951. I.ÝSISKOLAN LÖGÐ Á HILLUNA Nú spyr ég Pál: — Hvað hefir þér nú þótt mest á móti blása í búskapnum? — Á móti blása? I rauninni hefur þetta allt verið leikur og tilhugalíf. Það var gaman þegar | pabbi kom með olíulampann heim í Víðivallagerði og lýsis- kolan var lögð á hylluna, og 10 potta brúsa af steinolíu, sem ent-, ist allan veturinn. Það var líka gaman að fá undirristuspaða til1 að skera ofan og þurfa eltki að basla við að gera það með torf- ljá. Það var í Tungu upp úr alda- ! mótunum, um það leyti er elzti sonur minn Halldór var við nám j í Ólafsdal hjá Torfa. Já, það var margt sem gekk vel hjá okkur Elinborgu. í rauninni gekk allt vel í Tungu. Það var gleðistarf £ ð ala upp góð börn og koma upp gagnsömu"búi, áður en karakúl- vísindunum var steypt yfir okk- ur. — Það var dálítið erfitt í Þingmúla fannahaustið 1896. Þá gerði fjögra sólarhringa stórhríð sunnudaginn 4. okt., daginn áður en smala átti Múlann. Þá misst- um við hálfan fjárstofninn, en vorum búin að koma upp allgóðu búi eða um 240 fjár. — Já, það var dálítið erfitt og ýtti undir mig að fara frá Þingmúla. -— Hvað veldur, Páll, hvernig Austurland er orðið illa komið eða illa sett að mörgu leyti. Get- u.- þú svarað því? — O, það eru ráðunauta-fjár- pestirnar og hörðu árin siðustu. — En ber ekki fleira til, þó að karakúlmisindin hafi kórónað erfiðleikana? ( — Ef til vill. Það er erfitt að stunda bæði sjó og land svo að vel fari. Það gat gengið á meðan j nóg var fólkið en við fámennis- búskap lánast það ekki, og svo hvarf fiskurinn úr fjörðunum. — Sendir þú ekki drengina þína til sjós til að bæta þér í búi? — Nei, mér þótti betra að skera ofan af með torfljá, en það var alltaf hægí að fá fisk á Fáskrúðs- firði, í skiptum fyrir landmat. — í Skriðdal sáum við aldrei fisk, nema haröfisk. ÉG Á ALLSSTAÐAR VINI Nú dveíur þessi ungi öldungur löngum á Blikastöðum, í skjóli mæts og mikilvirks sonar og góðs venzlafölks. Samt er Páll ekki við eina fjöl feldur um búsetuna. Stundum bregður hann sér aust- ur að Bræðratungu, að heilsa upp á húsfreyjuna þar, dóttur sína. Hann staldrar ef til vill við á Selfossi hjá Jóni dýralækni syni sínum. Svo á hann erindi til nýja þingmannsins í Hafnarfirði, þar er ein dóttirin húsfreyja, og son á hann einnig í Firðinum. En aðalhópurinn, barna- og barna- barna og fósturbarna er í Reýkja vík. Á Austurlandi er ekkert barnanna eftir nema Gunnar bóndi í Tungu, sem nú gerir þítr garðinn frægan. Núverandi bú- seta hópsins stóra er ólst upp i Tungu, er ef til vill glögg smá- mynd af því sem er að gerast í málefnum Austfjarða og Austur- lands og margra annarra útnesja ‘ og fjarða á landi hér. Aflið frá Irafossi er sterkt, það getur dreg- ið til sín, en sem betur fer er líka hægt að dreifa því, og svo eru víðar fossar en í Soginu. | Á meðan slíkir stofnar sem stofninn frá Tungu, skjóta grein- um, skal engu kvíða um framtíð þessarar þjóðar eða neins lands- hluta. Sjálfstæðir menn, eins og Páll í Tungu munu valda verk- efnum framtíðarinnar, þó að skugga kunni að bera á í bili. i — Ég á engan óvin, en alls staðar vini, segir Páll. Þess vegna vex engum horn úr enni er til hans hugsar í dag. Þess mun hann njóta, og það vel endast að . leiðarlokum. Árni G. Eylands. „Ekki frekari þjóðnýtiRgu44 ÓSLÓ, 14. okt. — Torp, leiðtogi norskra jafnaðar- manna, sagði í dag, að flokk- ur hans hefði ekki beðið þjóð- ina um stuðning við ný þjóð- nýtingaráform, enda hefði hann ekki í huga að fram- kværna frekari þjóðnýtingu í Noregi. Var frá því skýrt í fréttum í gær, að Torp hefði sagt eftir að kosningaiírslit voru kunn, að norska þjóðin hefði veitt flokki hans full- tingi til að gera landið að sósíalistísku ríki. Þetta er ekki rétt, því að ummæli hans voru misskilin. Þvert á nióti ætlar Verkamannaflokkurinn ekki að fara út í frekari þjóð- nýtingarævintýri, enda sló hann mjög á þá strengi í kosn- ingabaráttunni. Nú þykir sýnt, að Ilægri flokkurinn fái 27 (23) þing- menn. en ekki 25, eins og áður var haltíið og kommúnistar aðeins 3, en ekki 4 eins og fréttir hermdu í gær. BERLÍN — Nýlega haia Rússar framleitt kvikmynd, sem fjallar um það að rússneski ílotaforirjg- inn Usjákov hafi verið mesta stríðshetjan í Napóleonsstyrjöld- inni og sé það honum að þakka að Napóleon tapaði. Á Napóleons tímunum vissi enginn að þessi Usjakov væri til, allra síst Napoleon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.