Morgunblaðið - 23.10.1953, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.10.1953, Blaðsíða 6
6 MORGUNBL A~Ð4 Ð Föstudagur 23. okt. 1953 Frá BeEgrad Víkkun íslenzku landhelg- innar til að forða rányrkiu m/ «1 Mikilsmelinn brezkur togaramaður tekur málsfað fslendinga Mikil ókyrrð er um þessar mundir í Júgóslavíu vegna ákvarðana Vesturveldanna um framtíð Tríest. — Hér á myndinni sjást nokkrir Júgóslavar á götum Belgrad mótmæla ákvörðunum Vestur- veldanna. Þorsteinn Jónsson, Úlfsstöðuim: Líissamhandið milli sljarnanna ÞÓ AÐ ég hefði kosið, að grein Björns Þorkelssonar, sem nýlega birtist í „Tímanum" undir fyrir- sögninni „íslenzk stefna“, hefði verið með nokkuð öðrum hætti, þá vil ég nota það tækifæri, sem hún gefur til umræðu. Og þá er þess fyrst að geta, að lífsamband- ið á milli stjarnanna er mér jafn sjálfsagt og óhjákvæmilegt og það þykir nú sjálfsagt og óhjá- kvæmilegt, að hreyfing jarðar- innar á braut sinni sé ekki án sambands við sól og enn aðrar stjörnur. Eg get að vísu hugsað mér, að einhverjum hafi þótt Kopernikus forðum gera lítið úr jörðinni með því að láta sér skilj- ast, að hún væri ekki þungamiðja sólhverfisins. Ég get að vísu hugsað mér, að einhverjum hafi þótt Newton gera lítið úr jörð- inni með því að láta sér skiljast þetta, sem ég vék að, að hún sé sjálfri sér ekki nóg á göngu sinni. En hvað sem einum eða öðrum kann að hafa fundizt um þetta og annað, sem miðaði til aukins skilnings á tilverunni, þá er þess nú að engu getið. Því síður sem menn bundu hugsun sína innan þröngra takmarka, því fremur reyndust þeir ævinlega vera á leiðinni til að skilja. Aukinn skilningur var ævinlega falinn í nýjum fundi sambanda. Og þó að í þetta sinn hafi slíkur fundur fyrst verið gerður á íslandi og af íslendingi, þá mun reynast svo cnn sem jafnan áður um fundi nýrra sambanda, að þar hafi ver- ið stigið spor til aukinnar þekk- ingar og skilnings. SVEFN OG DltAUMAR Svo sem kunnugt mun þeim, scm lesið hafa rit dr. Helga Béturss, þá byggðust ályktanir hans um lífsambandið á milli stjarnanna fyrst og fremst á at- hugunum hans á eðli svefns og orauma, og sé ég ekki á hvern hátt það hafi verið að hafa ekki „fast undir fótum“ að rannsaka s'íkt. Það, að menn þurfa að sofa, og þá dreymir, þegar þeir sofa, er engu síður staðreynd eða veru- ( leiki en jörðin, sem þeir standa á. j Og það að gera sér ljóst, að draumarnir eru annað og meira en einar saman hugsanir dreym- I andans, var fyrstí áfanginn á leið dr. Helga til skilnings á þessu efni. Hann gerði sér ljóst, að draumur er fyrst og fremst sýnir, og atburðir, en ekki eins og þeg- ' ar hugsað er um sýnir og atburði, I og mun honum þá hafa farið að | þykja undarlegt, ef maður skyldi fremur geta skapað sér slíkt í svefni en vöku. Og þegar hann svo fór að veita athygli, ekki einungis því, að draumar eru þetta, sem vakandi maður getur alls ekki látið bera fyrir sig með hugsun sinni einni saman, heldur einnig, að það sem ber fyrir dreymandann, er jafnan nokkuð sem hann aldrei hafði séð né heyrt, þá fóru örðugleikarnir að verða miklir á að hugsa sér, að dreymandinn geti með öllu ver- ið höfundur drauma sinna. Nú munu að vísu margir vilja segja, að það, sem ber fyrir þá í svefni, sé jafnan aðeins það, sem þeim sé kunnugt úr vöku. Munu þeir vilja halda því fram, að þegar þá dreymir, dreymi þá jafnan kunn- ingja sína, húsið sitt eða staði heima hjá sér. En það sem dr. Helgi gerði sér ljóst, var hið gagnstæða. Hann gerði sér ljóst, að það, sem honum í draumi þótti vera heima hjá sér, kunningjar' sínir eða eitt og annað kunnugt sér úr vöku, var nálega ævinlega meira og minna frábrugðið því. Dreymdi hann t. d. húsið sitt eða eitthvað í sambandi við það, þá var hið draumséða hús jafnan öðruvísi en hans eigið. Og þetta var nú ein ástæðan til þess, sem hann síðar hélt fram, að draumur eins sé ævinlega að undirrót vökulífs annars. Þegar t. d. ein- hver þykist í draumi virða fyrir sér húsið sitt, þá er það ekki hans eigið hús» sem hann er að virða fyrir sér, heldur annað hús og sem annar maður er raunveru- lega að virða fyrir sér. Og þegar svo dr. Helgi enn gerir sér ljóst að margar af draumsýnum hans voru slíkar, að þær gat ekki hafa borið fyrir neinn af íbúum þess- arar jarðar, eins og t. d. þegar maður þykist í draumi sjá fleiri en eina sól á himni eða fleiri en eitt tungl, þá var komið að þess- ari ályktun hans, að draumgjaf- inn hljóti, að minnsta kosti stund um, að vera íbúi annarrar stjörnu. HVAÐ ER SVEFNINN? Þetta var nú, í fáum orðum sagt það, sem dr. Helgi Péturss komst að um draumana, og ætti hver að geta séð, að þar ræðir aðeins um ályktanir af staðreynd um en ekki trú. Og þegar íhugað er um svefninn, þá verður það, sem beinast liggur fyrir að álykta um hann, í mjög góðu samræmi við þetta um draumana. Menn hafa nú að vísu lengst af látið sér nægja þá reynd, að svefninn er hvíld og endurnæring, og ekki gert sér grein fyrir, í hverju sú endurnæring var falin. Var þann- ig lengi áður um þörfina til að anda, að menn gerðu sér ekki grein fyrir henni, eða orsakar- innar til hennar. En sé íhugað, þá ætti í raunini að liggja ljóst fyr- ir, að svefnhvíldin hlýtur að vera, eins og öndunin, einhvers- konar næringartaka, einhver uppbót og endurnýjun á þeirri lífsorku, sem eyðist við vöku og starf, og ætti þá að vera skiljan- legt, að sú uppbót og endurnýjun lífskraftarins verður ekki án þess, að hún komi einhversstaðar að. Og nú, þegar tekizt hafði að átta sig á því, hvernig draum- arnir eru tilkomnir, þá lá þetta svo ljómandi Ijóst fyrir: í svefni fer fram hleðsla eða magnan fyrir tilgeislan lífskraftar frá líf- heimum annarra hnatta, og það var þessi magnan eða tilgeislan, sem tendraði fyrst lífið hér á jörðu og hefir æ síðan haldið því við og knúið fram þróun þess. HVAÐ ER HIÐ RÉTTA? Það væri varla ofsagt, að um flest annað hafi hér verið rætt og ritað en kenningar dr. Helga Péturss, sem hann bar fram í Nýalsritum sínum. Tel ég ávinn- ing, ef á þessu færi að verða ein- hver breyting. Væri þá fyrst, ef umræður yrðu um þetta efni til sóknar og varnar, að taka fyrir undirstöðuna, sem hér var vikið að, eðli svefnsins og draumanna, og skyldu andmælendur sýna fram á, að draumar geti ekki verið til orðnir fyrir samband né svefnhvíldin. Geri ég auðvitað ráð fyrir, að ekki þurfi að benda á, að til þess þurfi annaðhvort eða hvorttveggja, að hafa lesið rækilega allt það, sem dr. Helgi hefir um þetta ritað, o'g að hafa gert sér ljósa grein fyrir, hvað draumarnir og svefninn 1 raun- inni eru. Það getur í rauninni enginn sýnt fram á, að eitthvað sé rangt án þess að vita þar hið rétta. — Einnig mætti andmæl- andi minn gjarnan taka til með- ferðar það,.sem ég hefi um þetta skrifað, og er það einkum í bók Framhald á næsta dálki. í FORYSTUGREIN enska blaðs- ins „Yorkshire Post“ h. 25. f.m. voru höfð eftir einum elzta tog- araútgerðarmanni Breta, J. Mc Cann, sem íslenzkum lesendum er þegar kunnur orðinn fyrir skrif hans um landhelgisdeiluna þessi ummæli: „íslenzka stjórnin var fullkomlega í rétti sínum, er hún lokaði vissu hafsvæði um- hverfis strendur landsins fyrir öllum togurum til þess að koma með því í veg fyrir rányrkju og eyðileggingu fiskimiðanna". Sem svar við grein þessari hef- ir McCann, í bréfi til ritstjóra „Yorkshire Post“ skrifað eftir- farandi: | „Þetta eru vissulega mín orð og ég sannaði þau ennfremur með tölum og rökum, sem hafa verið hrakin af hvorugum hinna tveggja aðila, sem hér eru ann- ars vegar. VERKSVIÐ RÍKISSTJÓRNANNA Ég vildi ennfremur benda á, að þegar um slík alþjóðleg tak- mörk er að ræða, þá heyrir það undir verkahring ríkisstjórna hinna viðkomandi landa að jafna allan ágreining þeirra þjóða, sem við deiluna eru riðnar. Fiskveiði takmörkum íslands var breytt og þau ákvörðuð af ríkisstjórn Islands á réttan, löglegan hátt, ekki af togaraeigendum og skip- stjórum á íslenzku togurunum. ÓFAGURT FORDÆMI Hinir brezku togaraeigendur og skipstjórar hafa hinsvegar farið sinna eigin ferða og tekið sér herravaldið í hendur (ófagurt fordæmi af hálfu atvinnurek- enda), og á þann hátt hindrað alla löndun á Islands-fiski í Eng- landi síðan í maí 1952. AFSTAÐA ÍSLENZKU STJÓRNARINNAR SKILJANLEG Það er á allan hátt skiljanlegt, að íslenzka ríkisstjórnin skuli ! ekki fús til að ganga til samn- inga á meðan þessi alþjóðlega deila er af hálfu Englendinga i höndum togaraeigenda — og minni „Samtöl um íslenzka heim- speki“ og annarri, sem koma mun út bráðlega. Bendi ég á þessar bækur vegna þess, að drenglynd- um andmælanda kynni að þykja skemmtilegra að veitast þannig fremur að lifandi manni en látn- um. Mun ég svo, þegar þetta efni, svefninn og draumarnir, hefir verið rætt að gagni, vera fús til að ræða um það, hvort engin ástæða sé til að tala um hitt, hve mikils megi af fram- helstefnu hér á jörðu og þá eins tíðinni vænta ef snúið er að þeirri stefnu til sannra framfara. Mun við þær umræður geta komið í ljós, hvaða vit eða óvit það muni vera að tala um byggingu stjörnu sambandsstöðvar eða vilja og þörf hinna framliðnu og lengra komnu íbúa stjarnanna til að koma hér við hjálp sinni. En ástæða þykir mér til að geta þess, að árangurs umræðna um þetta efni er því aðeins að vænta, að fremur sé leitast við að skilja en misskilja, og gildir það jafnt fyr- ir þann, sem leitast við að af- sanna eitthvað, og hinn, sem er að halda einhverju fram og styðja það. Án sannleiksviðleitni og nokkurrar góðvildar vinnur enginn neitt til ágætis sér. Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum. skipstjóra. Né heldur er hægt að búast við því, að þeir geti fallizt á (eins og stungið var upp á af Togaraeigendafélaginu) að hverfa aftur til gömlu landhelgislínunn- ar og ónýta með því þann góða árangur, sem þegar hefir náðst af 16 mánaða friðun á fiskimið- um þeirra. Ef til þeirrar ráðstöf- unar kæmi, myndu Hull- og Grimsbytogarar skrapa þau upp aftur á einum mánuði. AÐGERÐARLEYSI BREZKU STJÓRNARINNAR Það er augljóst af aðgerðar- leysi brezku stjórnarinnar í þessu máli, að henni er lítt gefið um að leggja deiluna í gerð Al- þjóðadómstólsins í Haag og greiða offjár yfir að fá til lykta leitt, samskonar mál og afgreitt var aðeins fyrir skömmu síðan af sama dómstóli í deilunni milli Noregs og Englands, með úr- skurði, sem sýnir greinilega, að Islendingar voru í fullum rétti sínum, er þeir færðu út land- helgi sína. IIÖFUÐORSÖK DEILUNNAR Þér segið einnig í grein yðar (18. sept.): „Allar líkur benda til, að fiskverð mundi falla, ef lönd- un á íslenzkum fiski væri leyfð á ný“. I þessum orðum felst ein- mitt höfuðorsök hinnar þrálátu deilu. Víkkun íslenzku landhelg- innar var ástæðan, sem gefin var fyrir verkfallshótun Hull- og Grimsby skipstjóra (annað ófag- urt fordæmi fyrir skipshafnir þeirra) og hótunum togaraeig- enda um að neita um notkun löndunartækja. Að áliti margra þeirra, sem við fiskveiðar og útgerð eru riðnir var landhelgisvíkkunin aðeins kærkomin átylla, þar sem hins- vegar fiskverðið var hin raun- verulega ástæða. RANGT OG ÓAFSAKANLEGT Hvort heldur sem rétt er þá er það algerlega rangt og óafsakan- legt gagnvart vinsamlegri smá- þjóð, sem ótt hefir veruleg við- skipti. við England, selt þangað fisk sinn og keypt þaðan drjúgt magn af vörum um hálfrar aldar skeið, að svipta hana einum helzta markaði hennar og baka henni mikið fjárhagslegt tjón. ÞVÍ LENGRA ÞEIM MUN ERFIÐARA ' Því lengur, sem bannið helzt, þeim mun erfiðara verður að leysa deiluna og það mundi vafa- j laust stórfeflld auglýsing fyrir brezka útveginn — auglýsing, sem yrði honum til lítils gagns ■ að ekki sé meira sagt. Þjngsti vetur- gamli hrúturiim vóg 101 kíló VALDASTAÐIR í Kjós, 21. okt.: — Bændur hér í Kjósinni eru mjög ánægðir yfir því hve vel hafa heppnast fjárskiptin. Hinn nýi stofn ætlar að reynast hinn bezti í hvívetna. Nýlega var haldin hrútasýning á veturgömlum hrútum, en fjár- j stofninn er vestan frá Djúpi, og j voru þar sýndir 50 hrútar. Af þeim hlutu 16 fyrstu verðlaun og 15 önnur, en hinir flestir voru í 3. flokki, en fáir lentu í úrkasti. Vænleiki hrútanna var óvenju góður og þyngsti hrúturinn vóg 101 kg og átti hann Sigurjón Ingvarsson í Sogni. — Steini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.