Morgunblaðið - 03.11.1953, Síða 2

Morgunblaðið - 03.11.1953, Síða 2
2 MORGTJNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. nóvember 1953 — Tapa á eitt ár — hagnast þeim! Ij^ 1 menns hafa stundað mun meira seirnia ,segir Dawson 1 |f^jn | j_g: iipívatiisskóla i ú. Z5 ár Framh. af bls. 1. slitnar samtalið sífellt í sundur, vegna þess að sendiboðar hans eru stöðugt á ferðinni. Með slík- um aðferðum hefur hann alltaf mýjustu og beztu upplýsingar og svo mikið er víst, að þegar ís- lenzka fiskinum var landað í Grimsby, voru hans upplýsingar betri en hinna. Á MAKGA ANDSTÆÐINGA EN VEIT AF ÞVÍ Er ég átti nýlega stutt samtal við Dawson, sagði hann: — Ég veit, að ég á volduga andstæðinga, en ég geri mér það fyllilega Ijóst og haga mér í samræmi við það, segir hann og bros fer um kringluleitt andlit hans og kesknissvipur kemur í brún augu hans. — Ég veit að þeir munu gera mér alií til óleiks og þessvegna get ég ekki látið neitt vera undir tilviljun komið. En ég véit það líka, að ég hef almenning með mér. — Allar framkvæmdir mín- ar verða að vera þrauthugsað- ar og fyrirfram skipulagðar, því ef einn tiðurinn brestur, get ég átt það á hættu að allt mistakist. HIN MÖRGU BOLABRÖGÐ TOGARAEIGENDA — Eitt dæmi upp á þetta er t. d. fisklöndunin í Grimsby. Hinir öflugu togaraeigendur, -þ. e. hið svonefnda Ross-togarafélag hafði einsett sér að knésetja mig . — Fyrst reyndu þeir að loka höfninni fyrir mér. Þessvegna var það nauðsynlegt, að halda sem mestri leynd yfir komu fyrsta togarans til Grimsby, til þess að togaramenn gætu ekki fylit allt bryggjupláss, KÚGUÐU FISKKAUPMENN Þegar þetta tókst ekki, reyndu þeir með betra árangri að þvinga fiskikaupmenn til að kaupa ekki fisk af mér. Það var aðeins einn kaupmaður, sem vogaði að brjóta gegn þessu einræðisbanni. En ég var líka undir það búinn. Ég hafði keypt fiskvinnslustöðina í Pyewipe, skammt fyrir utan Grimsby. Ég hef þegar aukið hana mikið og endurbætt svo að hún er orðin stærsta og fullkomn ■asta fiskafgreiðslustöð í Englandi þar er fiskur flakaður, reyktur og saltaður og geymdur í frystiklef- Tim, Þangað gat ég flutt fiskinn, þegar fiskikaupmennirnir þorðu ekki að kaupa hann og síðan selt hann þaðan beint til kaupend- anna inni í landi. VERTU VIÐBÚINN HINU VERSTA Næsta bragð þeirra var að neita mér um ís. Ég gat keypt klumpa-ís annarsstaðar í Eng- landi, en ekki hinn svonefnda plötuís, sem er ómissandi. Þess vegna varð ég að kaupa ísfram- leiðsluvélar í Bandaríkjunum og Danmörku. Svo var mér neitað um leigu á fiskkössum. Ég varð þá að kaupa heila kassaverksmiðju. Enn var mér neitað um rafmagn til starfseminnar, svo að ég varð ■að taka til minna ráða og setja upp rafstöð með heilu rafkerfi. Ég var jafnvel undir það búinn að verða neitað um vatn og bor- aði þessvegna eigin brunna. En vatn var hérumbil eina björgin sem mér var ekki bönnuð. Og það tókst heldur ekki að æsa verkmenn og bílstjóra upp á móti mér. Þeir hafa verið mér tryggir vinir og nú verða 140 manns starfandi hjá mér í Pyewípe, auk þess sem heil sveit vörubifreiða og bílstjóra er jafnan til taks. HEF MEIRA BOLMAGN EN ÞEIR TIL Aí) TAPA Það sem átti að gera út af \ við mig, var þegar togaraeig- endur tilkynntu mér að þeir myndu undirbjóða fiskverð mitt og valda mér svo miklu fjárhagstjóni, að ég yrði neyddur til að gefast upp. En þessi ráðagerð þeirra fer líka út um þúfur. Ráðagerð togaramanna um að undirbjóða fiskvcrð mitt var þeirra versta heimsku- w. bragð. í fyrsta lagi þoli ég betur en togaraei.gendur að tapa fé. Þar hef ég meira bol- magn en þeir. HÓTUNIN HITTIR ÞÁ SJÁLFA Svo er hitt að þegar togara- menn framíylgja hótun sinni um að undirbjóða fiskverð mitt, þá hefur það þegar í för mcð sér mikla verðlækkun á fiski og það þykir öllum al- menningi vænt um. Síðan þakkar fólkið mér fyrir verð- lækkunina. Þann'g var þetta þegar fyrsti bílfarmurinn af íslenzkum fiski kom tll Lundúna. Þá lækkaði fiskverð ið um þriðjung og varð afleið- ingin sú, að allur almenning- ur leit á mig sem bezta vin. Þannig snerust vopnin alger- lega í höndum andstæðínga minna. Bragð þeirra varð lík- ast ástralska kastvopninu Boomeran.g, sem hæfir þann í höfuðið, sem því kastaði. VERÐI FISKURINN BETRI EYKST NEYZLAN Annað mikilvægt atriði í sam- bandi við fyrstu löndunina var, að ég sannaði mönnum svo áþreif anlega, að ekki varð um villzt, að ég get flutt þann fisk sem landað er að nóttu til allra stærstu borg- landsins næsta morgun. Af þessu leiðir vitanlega, að fólk fær fisk- inn beint úr togurunum, en ekki gamlan, eins og hingað til hefur tíðkazt. Þetta er því í fyrsta sinni sem enskar húsmæður kynnast nýjum og góðum fiski og verður það að minni hyggju til þess, að hægt verður að stórauka fisk- neyzluna í Bretlandi. — Á þetta ekki einungis við um íslenzka fiskinn, heldur líka þann brezka. Ég hlakka til þess tíma, þeg ar fólk sér það svart á hvítu, að fiskurinn er ekki ofmikill á brezkum markaði, cins og nú er (vegna þess hversu hann er dýr og lélegur) heldur of lítill, því að ólíklegt er, að fiskmagnið hér hrökkvi til, þegar fiskurinn er orðinn ó- dýrari og mun betri. VÖRUBÍLAFLUTNINGAR ÓDÝRARI — Andstæðingar mínir hafa haldið því fram, að ég tapi stór- fé á að flytja fiskinn með bifreið- um, en ég gæti auðveldlega af- sannað þær fullyrðingar. Járnbrautarfélögin taka 150 shillinga fyrir að flytja tonn af fiski frá Grimsby til Lundúna, en ég get flutt tonnið fyrir 40 shill- inga með flutningabílum mínum. Fiskflutningsfyrirkomulag og skipulag eru atriði, sem ég held ég hafi nokkuð góða þekkingu á fram yfir aðra. FULLKOMIÐ DREIFINGAR- KEUFI í báðum aðalstöðvum mínum í Lundúnum og Grimsby hef ég látið setja upp 35 símalínur svo að viðskiptavinir mínir geta kom izt hæglega í beint samband við afgreiðslu mína og panta fisk sem þeir geta fengið heimsendan næsta dag í mínum eigin bílum. — Með þessu móti get ég tekið á móti 3 togaraförmum á viku, auk þess sem ég get selt fisk- kaupmönnum mikið magn, ef þeir vilja og láta togaraeigendur ekki kúga sig í framtíðinni. — Vona ég, að íslendingar birgi mig upp að fiski og láti ekki standa á fiskflutningi til mín, svo að ég geti fullnægt eftirspurninni. Einnig get ég sagt frá því hér, að fiskútflvtjendur í Dan mörku hafa beðið mig að selja ’ þeirra fisk hér í Bretlandi.' I Vinir mínir á íslandi hafa ekkert á móti þvi og er það mál nú í athugun hjá mér. — j Síðan hcldur Dawson áfram að lýsa framtíðarfyrirætlunum sínum cg kemst að orði á þessa lcið: — Um þessar mundir er ég að hef jast handa um smíði minnar eigin lönd- unarbryggju í Grimsby, segir hann. — Hún mun kosta um 10 þús. sterlingspund og á henni eru vélræn löndunar- belti sem flytja fiskinn beint úr lestum togaranna og upp á vörubíla. Þetta kemur í stað- inn fyrir eldri aðferðina, — að handlanga körfu eftir körfu, sem tók líka óratíma. I Svo er ég að koma mér upp birgðaskcmmum við Billingsgate markaðinn í Lundúnum, en þrátt fyrir meiri vélanotkun mun ég ( greiða veikamönnunum sömu laun og áður til þess að fá þá ekki á móti mér. VERÐMÆTI GEYMD EN EKKI SÓAÐ Eftir því sem tækni og aðrar aðstæður leyfa mun ég auka fiskvinnslustöðina í Pyewipe, svo ég geti meðhöndlað og geymt all an fisk, sem af gengur. Mér hefur oft sárnað það að sjá, hvernig farið er með auðævi hafsins, þeg- ar aðflutningur er of mikill, eða fiskneyzlan minnkar um stund- arsakir af einhverjum ásætðum. Ef þessi fiskur, sem framyfir verður er réttilega meðhöndlað- ur og nógu fljótt, má varðveita hann til síðari tíma og jafnvel selja hann til annarra landa. Ég er að gera samninga við mörg lönd um fisksölu þangað. Til dæmis hef ég eins og kunnugt er nýlega undirritað samning við ísrael um milljón sterlingspunda fisksölu þangað og nú er ég að semja við indversku stjórnina um enn stærri sölu þangað. I sam- bandi við fiskvinnslustöðina mun starfa fiskimjölsverksmiðja, sem nýtir hverskonar úrgang fisksins en markaður fyrir fiskimjöl er ótakmarkaður. MÉR ER FULL ALVARA Já, segir Dawson að loknm. — Nú er ég kominn inn í fiskverzl- unina og þaðan mun ég ekki hvika um eitt fótmál. Ég er kom inn hingað til þess að græða pen inga á að bæta úreltar aðferðir og notfæra mér verðmæti, sem áður hafa farið til spillis. Ef einhver heldur að ég sé að- eins að leika mér eða gera að gamni mínu stutta stund, þá ráð- legg ég honum að athuga málin gaumgæfilegar. Ég er fyllilega undir það búinn að verða að leggja fram mikið fjármagn og tapa peningum á fyrsta ári. — Slíkt cr ekki nema eðlilegt, því að sjálfsögðu þarf alltaf stofn- kostnað til að koma verzlun á fót. En svo líka, þegar allt er komið í gang, þá mun ég fá meiri hagnað, en hefur nokkru sinni áður þekkzt í fiskiverzlun. Balslcv Jörgensen. Skélinn miniitisí afmælisins á sunnudag SELFOSSI, 2. nóv. — Á sunnudaginn minntist Laugarvatnsskóli 25 ára afmælis síns. Var þar mikið fjölmenni saman komið og skólanum færðar góðar gjafir. Á þessum aldarfjórðungi hafa um 2500 ncmendur verið við nám í skólanum. MARGAR RÆÐURFLUTTAR Afmælishátíðin fór fram í samkomusal Menntaskólans með því að skólakór Laugarvatnsskól- ans söng, en því næst flulti Bjarni Bjarnason skólastjóri ræðu. Þá tók til máls Bjarni Benediktsson menntamálaráð- herra, en aðrir ræðumenn voru: Jónas Jónsson fyrrum ráðherra, Guðmundur Ólafsson, kennari, en hann hefur verið kennari við skólann frá upphafi, en séra Jakob Lárusson var fyrsti skóla- stjóri skólans. Þá talaði Böðvar Magnússon bóndi, Sveinn Þórð- arson skólameistari er færði skólanum gjöf frá kennurum Menntaskólans að Laugarvatni. Einnig hélt ræðu Helgi Élíasson, fræðslumálastjóri, Aðalsteinn Eiríksson námsstjóri, Helgi l Hjörvar rithöfundur, séra Krist* inn Stefánsson, Guðmundur Daníelsson rithöf. og Sigurður Greipson skólastjóri. I , l FIMM SKOLAR AÐ LAUGARVATNI Er athöfninni í samkomusaln* um var lokið, en þar munu urn 300 manns hafa verið, bauð Laug arvatnsskólinn til kaffidrykkju, sem um 160 manns sat. Voru þar nokkrar ræður fluttar. Gamlir nemendur skólans töluðu. Nú eru fimm skólar á Laugar- vatni: Menntaskólinn, Héraðs- skólinn, íþróttakennaraskólinn, Húsmæðraskóli Suðurlands og loks barnaskóli. í öllum þessum skólum eru milli 240—250 nem- endur, þar af 20—30 í barna- skólanum. limgmennafélagsskapur í Langholtssókn stofnaður Markmið féSagsigis er að e!!a háftvÉii, siðgæði og frúrækni S. L. MIÐVIKUDAGSKVÖLD var stofnað í Góðtemplarahúsinu nokkurs konar ungmennastúka, með fermingarbörnum þessa árs bjá séra Árelíusi Níelssyni í Langholtsprestakalli. Hlaut félags- skapur þessi nafnið Hálogaland. Ædar a? úffcreiða íslenika iónlis! HINGAÐ er kominn Bandarikja- maður, David Hall, frá Ameri- can Scandinavian Foundation, á vegum STEFs og Tónskáldafé- lags íslands. Hann er forstjóri stofnunar, sem einkum annast útbreiðslu norrænnar tónlistar í Bandaríkj- unum, en hingað er hann kominn til þess að stafna slíku efni. EFLIR HÁTTVÍSI, SIÐGÆÐI OG TRÚRÆKNI Félagið mun vinna að eflingu hvers konar menningarmála í prestakallinu, eða eins og seg- ir í lögum félagsins, tilgangur þess er að efla háttvísi, siðgæði og trúrækni fólksins í sókninni og sömuleiðis að gefa ungu fólki kost á að koma opinberlega fram og neyta krafta sinna og gáfna á sem flestum stöðum. Að tilgangi sínum ætlar fé- lagið að vinna með fundum og samkomum, þar sem fram fara ræður, söngur, upplestur, kvik- myndasýningar, leiksýningar og dans. MIÐAÐUR VID FÓLK FRÁ FERMINGARALDRI TIL 25 ÁRA Félagsskapur þessi er miðaður við fólk á aldrinum frá ferm- ingu til 25 ára aldurs. Gert er ráð fyrir algjöru bindindi bæði áfengis og tóbaks á fundum og samkomum félagsins, sem fyrst - Þýikaland Framh. af bls. 1. Hinn góðkunni borgarstjóri Jafn- aðarmanna, Max Brauer, mun láta af störfum. 2/3 MEIRI HLUTI I EFRI DEILD Hin afleiðingin kemur til af því að Hamborg, sem er eitt ríkið í sambandsríki Vestur-Þýzkalands, kýr fulltrúa í efri deild þýzka þingsinsj Nú verður meirihluti Hamborgarfulltrúanna fylgismenn stjórnar Adenauers og verður af- leiðingin sú, að héðan í fi'á mun stjórn bans hafa fylgi 2/3 hluta efri deildarinnar. En með því at- kvæðamagni getur Adenauer feng- ið stjórnarskránni breytt, ef nauð- synlegt þykir til að samþykkja þátttöku Þýzkalands í Evrópu- hernum. — um sinn verða tvisvar í mánuðl og hefur sóknarpresturinn séra Árelíus Níelsson tekið að sér að sjá um samkomurnar ásamt stjórn félagsins, en hana skipa: formaður Þórir Óskarsson, vara- formaður Björgúlfur Lúðvíks- son, gjaldkeri Kristinn Helga- son og ritari Haraldúr Sigurðs- son. —■ Sóknarnefnd Laugarneskirkju og stúkan Einingin lána hús- næði til fundahalda og verður annar fundurinn á mánuði hverj- um í Laugarneskirkju en hinrsi í Góðtemplarahúsinu. 1707 kr. fyrr 10 réttð VEGNA óvæntra úrslita á laug- ardag var ekki mikið um réttar; lausnir í getraun síðustu viku* Aðeins einum þátttakanda tóks# að gizka á 10 rétt úrslit og nem- ur vinningur hans 1707 kr. Þegar úrslit verða óvænt, ein$ og í leikjum síðasta seðils, gefstl útfylling fastra raða mjög vel, ogl var rúmlega þriðjungur af vinn- ingsseðlum fastir. Vinningar skiptust þannig: 1. vinningur kr. 1149 fyrir 1Q rétta (1), 2. vinningur kr. 67 fyr- ir 9 rétta (17), 3. vinningur kr, 13 fyrir 8 rétta (88). Fórmeðnótog ! báta út í Gnmdari fíörð | STYKKISHÓLMI, 2. nóv.: —. Skipstjórinn á vélbátnum Arn- finni telur sig hafa orðið varara við raikla síld úti í Grundarfirði, Skipstjórinn, Markús Þórðarson* var í dag að láta búa skip sitt úí með snurpu og báta. Hann geriú sér vonir um að geta hreinlegaí snurpað síldina á firðinura, þvi svo mikil virtist hún vera á dýpt- armæli skipsins. — Árni. j

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.