Morgunblaðið - 03.11.1953, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.11.1953, Blaðsíða 5
IÞriðjudagur 3 nó .ember 1953 MORGUNBLAÐIÐ Nýjasta gerð af Bell & Howell Kvikmyndavel með þremur linsum, alger- lega ónotuð ásamt ljósmæli, til sýnis í Bækur og rit- föng, Austurstræti 1. Stúlka tekur að sér Heimilisslörf eða aðra vinnu. Sími 7141. STIiLKA með barn á fyrsta ári óskar eftir ráðskonustöðu eða vist hjá eldri hjónum. 'Gppl. í síma 82C49 milli kl. 3 og 5, miðvikud., 4 þ.m., 1953. IVjjasrðvík 4 stofur, 3 á einni hæð, til leigu í Innri-Njarðvík. Eitt eldunarpláss getur komið til mála. Lysthafendur leggi nöfn sín á afgr. Mbl, merkt „L — 874“. Bílstjéras* 9. sept. s.l. gleymdist grár vetrarfrakki í fólksbíl, frá Mjólkurstöðinni til Landspít alans. Finnandi vinsaml. láti vita í sima 80379 eða Hjallaveg 24. STULKA óskast til heimilisstarfa i góðu húsi nálægt Miðbæn um. Sérherbergi, hitaveita, gott kaup. Upplýsingar í síma 81617. — HERBERGI Herbergi hentugt fyrir skrif stofu, óskast sem næst Mið- bænum. Tilboð merkt: — „Skrifstofa — 871“, óskast send blaðinu fyrir föstudags kvöld. — Tvær konur óska eftir ein- hverri Léttri vmnu t.d. að annast börn eða sjúkl inga nokkra tíma af sólar- hring, tvisvar í viku. Sími 6243 kl. 1—5. Kristmann Guðmundsson skrifar um BÓKIVIEIMNTIR Vinna óskast Duglega stúlku vantar góða atvinnu. Tilboð óskast sent afgr. blaðsins fyrir kl. 6 á miðvikudag, merkt: „Vinna — 872“. — Ungan mann langar að Kynnast stúllcu á aldrinum 16—19 ára. Til- boð sendist afgr. MbL, — merkt: „F — 870“, fyrir laugardagskvöld. Sjöl 2 vetrarsjöl sem ný. Amer- ískur utanyfir galli á 6 ára. Saumavél, lítið nötuð, til sölu á Freyjugötu 34, — kjallara. — UNDIR STJORNUM OG SÓL Eítir Sigurð Einarsson. Rangæingaútgáfan. SIGURÐUR EINARSSON gerir nú allskammt stórra högga á milli. í fyrrahaust kom út eftir hann ljóðabókin „Yndi unaðs- j stunda“, sem vakti athygli al- i þjóðar. Nú er komið út nýtt ' safn kvæða, er nefnist „Undir ’ stjörnum og sól“ og er spá mín, að vinsældir þess verði síst minni. Ef Sigurður heldur svona áfarm enn í nokkur ár, mætti jafnvel svo fara að úthlutunar- nefnd listamannastyrksins heyrði hans getið. Það er meðal annars einkenni- legt við Sigurð, sem þó er kom- inn vel á fullorðinsár, að Ijóð hans eiga sér mikinn æskuþokka. Þau eru fersk í máli og háttum og jafnvel sorg þeirra og minn- ing ber æskukeim. Stundum bregður fyrir hljómum úr hörpu „eldri“ skálda, svo sem Einars Benediktssonar og Tómasar, — já, svo ungur er Sigurður enn! — Þó á hann sinn eigin tón, er situr svip á bókina og verður lesandanum einkar kær. Og það leynir sér ekki, að þessi æsku- maður hefur drjúga lífsreynslu að baki, — reynslu, sem hann hefur borið gæfu til að hagnýta sér til þroska og öðlast af mann- vit mikið. „Til Hönnu“ heitir fyrsta kvæð ið, fallegt ástarljóð til eiginkon- unnar: „Og blik þinna hvarma er í ætt við þann eld, sem innan frá nýjast og hvorki á sér fölskva né feigð- arkveld, en funar þá hlýjast, er kuldi og sorg höggva klakaspor í kalinn og særðan hug, þá tendra mér augun þin vonir og vor og vekja mér nýjan dug.“ „Æskuvinir“ er helguð stúd- entunum frá 1922. Hressandi kvæði og margt í því vel sagt, t. d.: „En þó að um hádegi æfinnar víða vegu oss velki um bláa dröfn, er styttir dag, taka stofnar að horfa saman, vér stýrum í sömu höfn.“ Gott er einnig: „Bjóð þú fram allt þitt — og bíð þú góðs“, — þótt lesandanum detti í hug að minnast Einars Benediktssonar. Þar eru þessar línur: „Oft lögðu þeir drýgst fram til dáða og ljóðs sem drukku sér vizku i harmsins líki.“ „Lífstregans gáta“ er gull- fallegt kvæði. Fyrsta erindi þess var í „Yndi unaðsstunda" en hér er bætt við tveimur. Þá er „Stjörnu-Oddi“ vel orkt og vit- urlegt kvæði, sem vel þarf að lesa, sVo ekkert missist, því það leynir á sér. heiðríkja vordagsins ilmþung af lyngi og smára geislaði um þig í dimmbrúnum dularljóma af daglangri vinnu í sól. Öll skynjan hins fagra ber ívaf angurs og trega Hin æðsta fegurð lýstur oss snögg eins og harmur. Þjóðverjar undirbúa að r taka 5 Islandskvikmvndir a í Germaniu á sunsudag IÉLAGIÐ Germania hafði kvikmyndasýnihgu á sutinudag í Nýja Bíói. Voru þar sýndar fimm fræðslukvikmyndir frá Roto kvik- Og stund vorrar gleði og stærstu ' rnyndafélaginu í Hamborg. Þýzkur maður Bodo Ulrich, kvikmynda- fagnaðar reynslu tökustjóri, sem dvalizt hefur hér á landi undanfarið til undirbún- á stuttan og svipulan dag. ir.gs kvikmyndatöku hélt fyrirlestur á fundinum. Sigurður Einarsson. Á löngum árum lærði ég Múladís. síðar þá list, sem er torveldust mannsins veika hjarta: Að þakka lífinu glaður af heilum huga þá hamingju, sem öðrum er látin í té.“ Hér er reyndar hvert ljóðið öðru fegurra: „Er ilminn af dag- FIMM FRÆÐSLUKVIKMYNDSR SÝNDAR ( Af fræðslukvikmyndunum voru tvær teknar neðansjávar og sýna dýralíf á sjávarbotni. — Gáfu myndirnar glögga hugmynd um lifnaðarháttu ýmissa kynjadýra sjávarins. Ein myndin sýndi brúðuleikhús og hvernig brúð- urnar verða til. Var það litmynd. Þá var ein mynd, sem sýndi mjólkurframleiðslu og ostagerð og loks var sýnd mynd um land- þurrkun og áveitur. Allar voru þessar kvikmyndir mjög vel gerðar og fróðlegar. í fjarveru formanns Germania, Jóns Vestdals, bauð Davíð Ól- afsson fiskimálastjóri gesti vel- komna og skýrði stuttlega frá því markmiði félagsskaparins að auka menningarleg samskipti milli íslands og Þýzkalands. FYRIRLESTUR BODO ULRICHS Um þessar mundir er staddur hér á landi Bodo Ulrich, kvik- myndatökustjóri þýzka kvik- myndafélagsins Roto. Hefur hann rannsakað aðstæður til mynda- töku hér á landi. Hélt hann stutt- an fyrirlestur á fundinum. Bodo Ulrich skýrði m. a. frá því Roto-kvikmyndafélagið hefði anna starfi“, „Ilma Laitakari“,, notið fjárhagslegrar aðstoð „Guðný G. Hagalín“, „Geturðu ar menntamálaráðuneytisins í „Hún gildir lítið, draumsins dáð á dægurkvarðans naumu vog. — En þú fannst heimi stað og stund við stjörnudýrð og hnattalog. Og þó að hagar hendur byggi sér hallir skrauts með glæstum línum, það stendur oftast öldum lengur, sem yrkja menn í draumum sínum". — „Múladís" er eitt af fegurstu kvæðum bókarinnar og jafn- framt sérkennilegt fyrir skáldið, — æska þess og áranna þroski ná þar einna ljúfastri samstill- ingu. Nokkrar hendingar úr því skulu tilfærðar: „Angan af heyi hirtu í ágúst- rökkri, sofið um sumarnætur“, „Hey“ „Geir nú garmur“ o. fl. En nokkur bera af. „í áfanga um kvöld“ er eitt af þeim; ann- að: „Kom innar og heim“, sem er hreinasta perla og mun lengi geyma nafn höfundar síns: „Kom innar og heim: — í áranna þys ber oss ólgandi röst af hjartans vegi. Þau hlokkna í höndum vor heilögu blys, vort hásumar verður skuggi af degi. Á vorgróður hugans leggst ^ hvesdagsins fönn í heillandi glaumi í lamandi önn. En innst í hjarta býr einmana tregi, sem ómar með klökkum hreim: —Kom innar og heim!“ „Þórdís todda“ er söguleg kviða og sýnir nýtt viðhorf í skáldgáfu höf. Fer hann þar á jöfnum kostum; byggingin er ágæt, þungi stígandans hæfileg- ur, úrlausn góð, þrjár glöggar mannlýsingar, mál og kveðandi vel samhæft efninu. — Af slíku væri gott að fá meira! — Síðasta kvæðið í bókinni er samnefnt henni og ein af feg- urstu perlum hennar, ljóð, sem lesa þarf oft og með athygii, því þar er margt fólgið í stuttu máli. Eitt er víst, að með því hef- ur Sigurður Einarsson kveðið sér sæti í fremstu röð íslenzkra Ijóðskálda á vorri tíð. — Nordrhein- Westfalen til töku þeirra fimm mynda, sem þarna voru sýndar. 5 ÍSLANDSKVIKMYNDIR FYRIRHUGAÐAR Með kvikmyndatöku sinni á Is- landi og í Færeyjum hyggst kvik myndafélagið fara nýjar leiðir í töku fræðslukvikmynda. Kvaðst Ulrich hafa ferðazt um ísland og notaði tækifærið til að þakka öllum, sem greitt hafa götu hans. Kvaðst hann hafa komizt að raun um að ógerningur væri að taka tillit til alls er vert væri í hin- um fyrirhuguðu kvikmyndum. En hann kvaðst nú þegar vera byrjaður að útbúa texta og skýr- ingar fyrir 5 kvikmyndir. Efni einnar myndarinnar kvað hann vera hverina og notkun þeirra og yfirleitt um jarðelda og jarðhita á íslandi. Þar verður sýnt t. d. Hekla, Námaskarð, Krýsuvík, Geysir, Hveragerði, Árhver og hita- veitan í Reykjavík. ■fa Hann benti og á það, að áhrifamikið svið fyrir fræðslu kvikmynd um stærsta jökul Skdkeinvígi Mbl.: Akranes-Keflavík KEFLAVÍK Evrópu og hæsta fjall Islands væri að finna í Öræfum og umhverfi Vatnajökuls. Ar Skemmtilegt svið fyrir þriðjtt myndina mætti finna í hesta- rétt í Skagafirði og yrði ís- lenzka hestinum reistur minn- isvarði með þeirri mynd. Vé í fjórðu mynd mætti sýna sveitaveru þriggja drengja í sumarfríinu. Aðalatriði þeirr- ar myndar yrði f járrekstur og smölun og réttardagur í Fljótstungu-rétt. Einnig yrði Surtshellir sýndur og síðast en ekki sízt Mývatn með hinii fjölskrúðuga fuglalífi, Laxá o. s. frv. ★ í fimmtu myndinni er svor ætlað að sýna Vestmannaeyj- ar, en þar verða fiskveiðarn- ar aðalefnið og einnig yrði þar sýnd Strandakirkja og" Hornbjargsviti. SÝNDAR UM GERVALLT ÞÝZKALAND Þessar tillögur kvaðst Bodo Ulrich myndi leggja fyrir stjóm. kvikmyndatökufélagsins og eC þær yrðu samþykktar þá hæfist myndataka strax á næsta sumri. Munu allmargir kvikmyndasér- fræðingar vinna við töku mynd- anna og síðan mun þúsundum kvikmyndahúsgesta í ÞýzkalandL og víðar gefast tækifæri á aðt kynnast íslandi af kvikmyndum. .þessum. Fékk tundurdufl SvíðkomjRgur fi! Lundúna LUNDÚNUM 30. okt. — Gustaf Svíakonungur kemur til Lund- úna næstkomandi þriðjudag í einkaerindum. Mun hann dvelja í Lundúnum til 21. nóvember. Louise, Svíadrottning, sem er systir Mountbatten jarls og frænka hertogans af Edinborg hefur verið í Englandi um hrið. — NTB-Reuter. I A ik'M 4|i m i ;■> * ip ^gp i n (H áj ’h \xW>& áll ■... 8§ Jm I M ■ ■'Má AKRANES 6. leikur Akraness: Biskup fl—d3 I FYRRADAG kom togarinn. Egill Skallagrímsson til hafnar á. ísafirði. Togarinn hafði fengif? tundurdufl í vörpuna er hann var á veiðum út af ísafirði nóttina áður. Vissu skipverjar ekki fyrr til en duflið var komið inn á þil— far ásamt fiski þeim sem í pok- anum var. Guðfinnur Sigmundsson, sem er tundurduflasérfræðingur strandgæzlunnar fór þegar út I togarann til að gera tundurdufl- ið óvirkt. Hér var um enskt dufl að ræða. — Hafði það sokkið ojj var að mestu óvirkt. Þó var eng- inn sjór í kvellhettunni eða £ sprengiefnaforðanum. Að sögn erlendra tundurdufla. sérfræðinga munu duflin þola aff vera í sjó án þess að verða óvirk í allt að 10 ár. Duflið sem kom í vörpu Egils var brezkt takka- dufl, er springur við högg sem Alþtagi breyHr !ög- um um síl í GÆR afgreiddi efri deild sem lög frá Alþingi lagafrumvarp um breytingu á lögum um mat á matjessíld og skozkverkaðri síld. Er þar um að ræða staðfestingu á bráðabirgðalögum frá í sumar. Abalbreytingin er í því fólgin að matsgjald fyrir hverja tunnu verður 1 króna i stað 25 aura samkvæmt síldarmatslögunum frá 1938. pófctinn jéháÁcn 0 tOGGILTUR SK)AlA»'tÐANO< OG OOMTOlRU* I IN»RU Q KIRKJUHVOLI - SÍMI 61655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.