Morgunblaðið - 03.11.1953, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.11.1953, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 3. nóvember 1953 MORGUNBLAÐIÐ ( Wyszinski, erkibiskup Póllunds, fjórði kuþólski kirkju- höfðinginn sem „hverfur“ uustun jnrntjuldsins „DAGLEGA berast oss fregnir af þvi að heiðarlegir og guðræknir menn eru stimplaðir sem glæpa- menn. Mannkynssagan á morgun mun tala um „glæpsamlega dýrlinga“. En hið innra með manninum er fólginn sannleilcs- kjarni, sem ekkert ytra afl megn- ar að ná til“. 25. SEPTEMBER Það var í Sainte-Anne kirkj- unni í Varsjá, • sem hinn æðsti erkibiskup Póllands, Wyszynski kardináli, mælti þessi orð í stól- ræðu sinni — síðustu orðin, sem hann talaði í opinberri áheyrn. Það var hinn 25. september s.l., tæpum þremur dögum eftir að málaferlunum gegn Kaczmarek biskupi lauk með fordæmingu hans. Morguninn eftir, á þeim tíma, sem Wyszinski var vanur að syngja árdegismessu sína, var prédikunarstóllinn auður. — Er söfnuður hans kom til aftansöngs hinn sama dag, fékk hann fregn- ina: Erkibiskup Póllands hafði verið tekinn fastur daginn áður. ALLT MEÐ SAMA HÆTTI Það hafði allt farið fram með sama hætti og áður undir sömu kringum stæðum. Kl. var um það bil 7 síðdegis, kvöldhúmið var í þann veginn að færast yfir, þeg- ar hinar svarttjölduðu bifreiðir öryggislögreglunnar mjökuðust frá úthverfum Kraká-borgar til miðborgarinnar og staðnæmdust fyrir framan stóra en einbrotna byggingu: Erkibiskupshöllina. — Umkringdir af einkennisklædd- tam lögreglumönnum, ruddust þessir leyniþjónar, klæddir gab- ardine-frökkum og með linan hatt á höfðinu, inn í bygginguna og í næstu andrá voru allir glugg ar hennar upplýstir. MEÐ UPPRÉTTAR HENDUR Yfirheyrslur erkibiskupsins stóðu yfir klukkustundum sam- an. Allt hið kirkjulega embættis- lið hafði verið kvatt saman í anddyri hallarinnar og sneri sér í röðum upp að veggjunum með uppréttar hendur undir opnum byssukjöftum lögreglumann- anna. Wyszinski erkibiskup beið gabardine-mannanna í geysistóru herbergi, tómu og skrautlausu — hans eigin herbergi. Hann er 52 ára að aldri, grann- vaxinn og ljós yfirlitnm. IJinir fingerðu og mildu andlitsdrættir hans bera engan veginn vott um að hér sé bardagamaður á ferð. VEITTI ENGA MÓTSPVRNl! Hann hafði þegar í langan tíma séð fyrir örlög sín og veitti enga mótspyrnu, er handtaka hans kom. Það var farið með hann til lög- reglustöðvarinnar, nýtízku bygg- ingarbákns við Kiszykova-stræti, þar sem hann var yfirheyrður alla nóttina af lögreglumönnum, sem skiptust á vöktum. Þetta er það síðasta, sem vitað er um örlög hans. Aður en dagur rann, var ekið á brott í vagni til óþekkts ákvörðunarstaðar, með síðasta frjálsa kardinálann hand- an járntjaldsiris. KLÆKIABFERÐIR KOMMÚNISTA Það er athyglisvert hvaða að- ferðum kommúnistar hafá jafn- an beitt í ofsóknum sínum gegn kirkjunni. Til þess að valda upp- lausn og örvæntingu meðal fjöldans innan kirkjunnar, hafa þeir ráðizt fyrst að forvígismönn- um hennar og leiðtogum. Hinn fyrsti, sem handtekinn var, var Stepinac, æðsti erkibiskup Kró- atíu, dæmdur árið 1946 í 16 ára stofuvarðhald. Annar var Minds- Síðam 1949 hafa 2990 kirkf&annar þjónar í Póllandi verið sviptir frelsi Stepinac erkibiskup Króata, of- sóttur 1946. zenty kardínáli, erkibiskup Ungr verjalands, dæmdur hinn 7. febr. 1949, í ævinlangt fangelsi. Hinn þriðji, Beran, erkibiskup í Prag, settur hinn 19. júní 1949, i gæzlu- varðhald. Wyszinski, erkibiskup er hinn fjórði háttsetti kirkjunn- ar maður, sem horfið hefir fyrir hcndi valdhafanna frá Moskvu. ÓFSÓKNIRNAR OPINBERAST Og hann gat ekki verið í nein- um vafa um örlög sín. „Hingað til — sagði hann dag einn í stól- ræðu — heíir pólska þjóðin gold- ið hollustu sína við lcristna trú tárum, en það getur verið, að sá dagur komi, er hún verði að gjalda hana blóði sínu.“. — Sá dagur er nú þegar fyrir nokkru upprunninn. Tímabili hinna dul- búnu ofsokna er lokið — þær eru nú opinberar og á allra vitorði. AFDRIF PÓLSKU KIRKJUNNAR Síðan árið 1947 hafa 2247 pólskir prestar, 724 munkar og 9 erkibiskupar verið teknir af lífi, fangelsaðir eða fluttir í útlegð. Helmingi klaustra og annarra trúarstofnana hefur verið lokað. 80% af eignum póisku kirkjunn- ar hafa verið gerðar upptækar og sjóði allrar góðgerðarstarf- semi eins og þeir leggja sig, hafa kommúnistar sölsað undir sig. ÞEIM HEFUR SAMT MISTEKIZT Kommúnistar hafa réttilega séð út að tilraun þeirra til að af- nema kirkjuna algerlega myndi fyrirfram dæmd til að mistakast. Þeir hafa því beitt allri orku sinni að því að kúga hana til Mindzcnty kardináli, erkibiskup Ungverja, ofsóttur 1949. VARKÁRNI WYSZINSKYS Wyszinski var langt frá því að vera heigull, en hann hefur samt, frekar en nokkur annar kirkjunn ar maður austan járntjaldsins gætt hins ýtrasta pólitísks hlut- leysis í starfi sínu. Og hann hef- ur jafnvel haft .vakandi auga með öllum prestum í hinum tveimur biskupsdæmum sínum, að þeir gerðu slíkt hið sama. — T.d. hafði hann að sið að lesa yfir allar stólræður presta sinna áður en þær voru fluttar opin- berlega til að fyrirbyggja að í þeim fælust nokkrar pólitískar dyigjur, sem valdið gætu vand- ræðum. Um öll atriði, sem ekki snertu trú og kirkju, gerði hann Wyszinski, erkibiskup Póllands, ofsóttur 1953. þátt i þeim. Daginn áður höfðu vopnaðir ,,seilu“-þjónar gengið hús úr húsi og boðið æskufólki Kraká-borgar ókeypis járnbraut- arfarmiða í þeirri von að hægt mundi að fá það til að yfirgefa borgina morguninn eftir. „GLÆPIJRINN" LÁ í LOFTINU En þegar í dögurr daginn eftir flæddu fylkingar pílagríma yfir götur borgarinnar, syngjandi trú hlýðni við hið nýja stjórnarfar — gera hana sér leiðitama. En hér einnig hefur þeim mistekizt. Þrátt fyrir handtökur hinna 2247 prestá, hefur aðeins tæpur fimmti hluti klerkastéttarinnar pólsku látið tilleiðast til að ganga í félagsskap hinna svokölluðu „þjóðvinapresta". Hingað til hafa aðeins 8 Pólverjar viljað gerast eftirmenn presta þeirra og biskupa, sem handteknir hafa verið -— eða, sett fram á einfald- ari hátt — einar 8 sálir hafa reynzt veikari fyrir en þær, sem fallið hafa í valinn fyrir ógnar- öld kommúnista. Frá réttarhöldunum yfir Kaczmarek biskup þar sem viðnám hans var brotið og hann flutti 7 daga „játningu" á hvers konar afbrotum. sér far um að hafa sem fullkomn asta samvinnu við stjórn lands- ins. I rauninni var það einmitt þessi brosandi en ákveðna mót- staða Wyszinkis, sem erti kommúnistana hvað mest. ÓBROTINN BÓNDASONUR Þessi óbrotni bóndasonur var smám saman orðinn að ímynd hinnar pólsku kaþólsku þjóðar, bóndasonurinn, sem ekki hafði þurft að bíða komu Rússa til að setja á stofn verkalýðsháskóla í landi sínu. Þetta sýndi þjóðin greinilega hinn 7. maí s.l í Kraká, svo greinilega og svo ein- læglega, að þjónar kommúnista- stjórnarinnar gátu ekki lengur verið í neinum vafa um hugar- þel hennar. Þannig varð í raun- inni allt Pólland, óviljandi, til þess að skrifa undir dóm Wysz- inskis. TRÚARHÁTÍÐ PÓLVERJA Það var sjö alda minning hins heilaga Stanislas, verndardýrl- ings Póllands. Hin kommúnisku yfirvöld höfðu ekkert látið ó- gert til þess að gera að engu þessa hefðbundnu trúarhátíð Pólverja. í öllum nærsveitum Kraká höfuð þau skipulagt ýmis konar hátíðahöld og kúgað verka menn og stúdenta til að takc arsöngva, og þegar vagn erki- biskupsins Wyszinkis birtist var hann í eldmóði þeim og ákafa, sem gripið hafði fjöldann, hafinn á loft og borinn þannig eftir strætum borgarinnar til að hylla á þann hátt hinn ástsæla kirkju- höfðingja. „Giæpur“ Wiszinskis lá í loftinu. En órói sá og reiði, sem dómur ungverksa kardinálans Mindsz- entys hafði vakið meðal ka- þólskra manna í Póllandi hindr- Beran, erkibiskup Tékka, ofsótt- ur 1949. aði kommúnista í að ráðast beinfc framan að erkibiskupi Pólverja. Þá var aðeins skammt að minn- ast málsóknarinnar gegn Kacz- marek, biskups í Kulce, sem 421 ára gamall hafði gerzt yngsti, biskup Póllands. Ekki minna en 32 mánaða undirbúningur í. Guépéou-fangelsi kommúnista. hafði reynzt nauðsynlegur til að brjóta viðnám hans. En þar kom að lokum, að hann „játaði“ í sjö daga samfleytt alla þá glæpi,. sem hann var ásakaður um: njósnir, drottinssvik, áVarta- markaðsbrask. ÍIIN „ANDLEGA FRELSUN“! Pólskir áhorfendur, sem við- staddir voru yfirheyrslur hans- létu svo um mælt, að óttatitring- ur hafi farið um hann í hvert skipti, sem hann mætti augna- tilliti böðulsins Zarakowskis, málafærslumanns kommúnista £ yfirheyrslunum. Hinn 22. september gerði hann. þessa hinztu játningu: „Síðan ég var færður i þetta fangelsi, hefi ég hlotið sanna andlega frelsun". Þessa sömu „frelsun“ veitti Wyszinki erkibiskup þremur dög um síðar til handa böðlum Kacz- mareks með orðum þeim, er hann mælti fram í prédikunarstóli St. Anne kirkjunnar og skipaði sér þar með sjálfur í fylkingar hinna „glæpsamlega dýrlinga“ í píslar- vættasögu nútimans. ALLUR HINN KAÞÓLSKI HEIMUR MÓTMÆLIR En síðasta hróp hins pólska. erkibiskups áður en endanlega. væri þaggað niður í honum hef- ur verið heyrt. Páfinn, höfuð kaþólsku kirkjunnar, hefur heit- ið á allan hinn kaþólska heim, að hefja upp brennandi andmæli gegn því hróplega ranglæti, sem. framið hefur verið með 'hand- töku hans. Þau andmæli munu óma sem bergmál hinna hinztu orða, sem mælt voru í opinberri áheyrn af hinum fjórða kaþólska kirkjuhöfðingja, sem kommúnist ar hafa vígt til kirkju hinnar eilífu þagnar. Óþægir skæruliðar í Buræa NEW YORK, 3Í. okt.: — Fulltrúi Burma hjá Sameinuðu þjóðunum kvartaði yfir því í dag að stjórn. kínverskra Þjóðernissinna neit- aði að taka ábyrgð á kínverskum skæruliðum. Þjóðernissinnar sömdu nýlega við Burma-stjóru um brotflutning á 2000 skærulið- um, en kveðast enga ábyrgð taka á þeim skæruliðum, sem neita að hyerfa á brott. — Reuter. Sveiíakeppni Tafl- og bridgeklúbbsins lokið NÝLOKIÐ er sveitarkeppni hjá T.B.R. í fyrsta flokki og öðlast tvær efstu sveitirnar rétt til þátt- töku í meistaraílokki klúbbsins. Keppnina vann: 1. Sveit Hjalta Eliássonar 7 stig. 2. *sveit Þorvaldar Matthíassonar 6 stig. 3. sveit Stefár.s Ttrausta- sonar 5 stig. 4. sveit Ásmundar ísfeld 2 stig. 5. sveit Björns Bene- diktssonar 0 stig.. Annan fimmtudag hefst svo einmenningskeppni og er keppt um silfurbikar sem vinnst til eignar. Dregið verður annan mánudag í Edduhúsinu. Æfingar eru alltaf á mánudögum og fimmtudögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.