Morgunblaðið - 03.11.1953, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.11.1953, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. nóvember 1953 LJÓNMÐ OC LRMBIÐ EFTIR E. PHILLIPS OPP NHEIM n Framhaldssagan 19 mér ekki allskostar trúlegur — Það hlýtur að hafa varað marg- ar klukkustundir, og þú ert hræðslugjarn maður“. Dick Ebben yppti öxlurn. „Nú, ég komst þó undan, og það skiptir mestu“, sagði hann ólundarlega. „Ég get ekki sagt ykkur annað, en það, sem ég hef þegar sagt. Við þurfum að semja ráðagerðir, er eki svo? Er eki toezt að byrja á því? Þú sagðir »«ér að koma með Fred hérna og það hef ég gert. Hann er svo sem ekki mikill fyrir mann að sjá, ef til vill, en hann er maðurinn, sem þig vantar til þessa verks. Hann er reiðubúinn að taka það að sér. Taláðu sjálfur við hann, Tottie". Gamli maðurinn gaut augunum yfir borðið, svolgraði úr giasinu sínu og setti það tómt frá sér. Hann benti með óhreinum vísi- fingri á úrkynjaðan unglinginn, sem sat andspænis honum. „Hlustaðu á mig“, másaði hann. „Þú ert ekki hræddur? Þú ert ekki hræddur við að stinga mann með kutanum, kála honum, og eiga á hættu að dúsa í dauðs- mannsklefanum, bíða þangað til þú heyrir höggin tap, tap, tap, urrr morguninn þegar þeir reisa gálgann? Þú ert ekki hræddur, he?“ Unglingurinn vætti varirnar. Það var eins og hann nyti þess að hlusta á hina óhugnanlegu lýs ingu Tottie Green. „Ég er hvergi klökkur", sagði I hann hreykinn. „Ég hef notað kutann ofurlítið, eins og Dick og Lem geta sagt þér, en ég hef aldrei fengið tækifæri til að gera alvöru úr því .... Ég skal taka það að mér. Hvað fæ ég, ef mér tekst að sleppa? Þeir ná mér ef | til vill seinna, en ég vil hafa1 viku til að eyða dálitum pening- um þar, sem þægilega fer um mann, nóg whisky og góður mat- ur. Aðeins nokkur kvöld. Hvað fæ ég fyrir?“ I „Þú færð hundrað pund“, sagði Tottie Green hægt. „Ttutt- ugu áður en þú ferð héðan út, ef þú sverð að gera þetta, og , áttatíu eftir á.“ „Þú þarft ekki að hafa neinar j áhyggjur", sagði Colton. „Við fylgjum þér til hans. Hann er einn af þessum fínu spjátrungum sem trúa ekki á hættur. Hann áttar sig ekki fyrr en þú ferð að kitla hann milli rifbeinanna." „Ég geri það fyrir hundrað", sagði ungi maðurinn rámur. „Hver á að koma mér á sporið?“ „Ég skal gera það“, sagði Reuben. ,,Ef mér verður falið það, fer ég með þér strax í kvöld. Að öðrum kosti þefum við hann uppi á morgun. Stúlkan velti sér við á púðun- um, fleygði frá sér vindlings- stubb og settist upp. „Þið eruð asnar og afglapar“, sagði hún fyrirlitlega. „Ég sé I ekki betur en þið séuð allir orðn- ! ir snarvitlausir. Hvað er unnið við það að drepa David New- berry?“ Tottie Green leit á hana gremju lega. „Þessi blessaður David þinn hefur svikist aftan að okkur“, urraði hann, „og honum skal blæða. Ef þú vilt bjarga lífi hans þá náðu frá honum Meyjartár- inu, eða okkar hlut í því. Þú þarft ekki að halda að við sitjum að- gerðarlausir og horfum á hann fara slíku fram!“ „Nú, því leyfið þið mér þá ekki að reyna?“ spurði hún. „Hvaða vit er í því að leigja slík- an eiturorm til að kála honum? Leyfið mér að reyna, eða komið xneð hann á hjúkrunarhælið.“ Fallbyssukúlu-Lem hálffyllti glasið sitt af whisky og blandaði með sódavatni. Hann var orðinn drukkinn. „Hvað er Belle alltaf að sletta sér fram í þetta?“ tautaði hann. „ií hvert sinn er við ákveðum að láta hann fá það, sem hann á skilið, þá þarf hún að skipta sér af því. Hvað villt þú með Dave, Bell? Hvers virði er hann þér?“ Hann staulaðist á fætur — tæp sex fet af illa leiknum, en þó ennþá kraftalegum vöðvum. Hún hallaði sér fram og studdi hönd- unum á mjaðmirnar. Maður sá fyrir sér hina ofsafengnu, frönsku byltingarkonu, sem hrækti í and lit höfðingjanna, er þeir gengu framhjá. „Þú kálhöfuðið þitt“, hrópaði hún. „Þú, Lem og allir þið. Þið eruð allir æfir af því hann er ykkur fremri og stednur ykkur ofar. Þið getið auðvitað gert út af við hann, þó enginn ykkar sé nógu mikill maður til að mæta honum augliti til auglitis, eins og heiðarlegur maður. Og þegar þið hafið drepið hann, hvað verð ur þá um gimsteininn? Mér hefur leikið hugur á að fá minn hluta af honum.“ „Öldungis eðlileg tillaga", heyrðist sagt rólegri röddu bak við forhengið innan við dyrnar. „Það er eitthvað ólistrænt, að maður ekki segi fullkomlega ill- girnislegt við allar þessar tilraun ir til að losna við mig.“ Þau störðu dolfallin þangað, er röddin lét til sín heyra. Með staf- inn á handleggnum, rós í hnappa gatonu á frakkanum, gekk David Newberry léttum skrefum inn í stofuna. Hann tók ofan hattinn og dró glófana af höndum sér hinn rólegasti. „Ég bið yður afsökunar, ung- frú Belle, að ég skyldi grípa fram í fyrir yður. Mér skilst, að af hag kvæmum ástæðum, hafið þér and mælt því, að einhver þessara ágætu heiðursmanna myrtu mig fyrir tímann. Mínar beztu þakk- ir. Ef til vill leyfist mér að taka þátt í umræðunum". XIII. KAFLI Það var Belle, sem fyrst rauf þögnina. Hún hallaði sér fram, og það var meira en glampi af að- dáun í augnaráði hennar. „Jæja, þér hafið taugar!“ sagði hún. Reuben færði sig ofurlítið, svo hann sat og neri vasa sína löng- unarfullur og horfði græðgislega á. Tottie Green. Hann beið eftir merki. „Þarf ekki miklar taugar", svar aði David glaðlega. „Ég hef ekki verið Lamb fyrir ekki neitt. Ég veit að það er ekki til staður í London þar, sem óvinir þeirra eru öllu öruggari en einmitt í þessari stofu. Guð má viat hvers- vegna gamli fóstri hefur slíkt dálæti á þessum stað“, hélt David áfram með vanþóknun. „Eins og ég hef minnst á áður, er þetta ein hver sú óþrifalegasta hola, sem ég hef komið inn í, en ég veit að hér eru engar óspektir leyfð- ar, einkum þar sem ég hef gert venjulegar ráðstafanir til þss að ég geti farið héðan óhultur." Fred hvíslaði að Lem. „Get- urðu séð um að ég sleppi burt, Lem? Ég skal láta hann hafa það, sem hann þarf. Ég læt sem ég ætli út og ræðst á hann allt í einu“. Lem andvarpaði innilega dap- urlega. „Sá gamli vill það ekki, Fred. Hann eyðileggur okkur alveg einn góðan veðurdag með því að hanga alltaf hér.“ En nú leit svo út sem Lem hefði rangt fyrir sér, og David hefði reiknað skakkt. Með hvísl- andi, hásri röddu af illsku, og blóðhlaupnum augum, lét Tottie Green til sín heyra. Hann benti óhreinum fingri til Freds, og braut nú tuttugu ára venju. „Við skulum sjá um þig, pilt- ur minn“, urraði hann. „Fjand- inn hirði bílstjórann og lögregl- una! Þú skallt ekki komast und- an. Láttu hann fá það, sem hann þarf“. David var bíræfinn, en hann gætti þess, að láta ekkert koma -sér að óvörum. Um leið og hann stökk aftur á bak til dyranna, greip hann Reuben og kastaði honum flötum. Það heyrðist þyt- ur, og hnífur stakkst í dyraspjald ið, fáeinum þumlungum ofan við lippreisnin á Pintu eftir Tojo 3. verið dauðskelkaður — enda huglaus með öllu — bauðst til að ganga í lið með hásetunum. Það var þegið með þökkum, því að enginn hásetanna kunni hið minnsta til matargerðar. Nú var slegið upp mikilli veizlu um borð í Pintu. — Mikið var etið og drukkið, og var skeggrætt “um ýmislegt meðan á veizlunni stóð. Einn hinna þriggja skrifstofumanna, stóð nú upp1 og hélt þrumandi ræðu. „Nú dugar ekki að láta vaða á síðum. Við verðum að skipta störfum, og það núna strax í kvöld. Ég legg til, að það verði gert án tafar, áður en menn gerast ölvaðir. Og ég sting upp á James sem skipstjóra, og ....“ Maðurinn varð að gera hlé á ræðu sinni, því að ná kvað við geysilegur fagnaðarkliður meðal skipverja. í einu hljóði var James ráðinn skipstjóri á Pintu, en auðvitað varð Philip fyrsti stýrimaður að aðstoða hann við staðarútreikning. Því næst var einn skrifstofumannanna skipaður stýri- maður, en sá hinn sami, sem hét Charles, hafði reynzt mjög duglegur sjómaður, það sem a fvar leiðinni. Hafði hann num- ið allt, sem með þurfti til að stjórna á dekkinu. — Þá var kiörinn annar stýrimaður, og varð fyrir valinu stór og stæðilegur háseti, sem hét Jack. Hann var sá hásetanna, sem lengst hafði verið á Pintu. Fleiri yfirmenn þurfti ekki, i tímarit um listir, bókmenntir og menningarmál, er nú aftur byrjað að koma reglulega út. Koma á : þessu ári 4 hefti. Fyrsta og annað hefti kom út í vor, : þriðja hefti er nú komið í allar bókaverzlanir og síð- j asta hefti ársins kemur 1. desember. * Þetta hefti er mjög fjölbreýtt að efni. Auk ritgerða ■ um Pál ísólfsson eftir Jón Þórarinsson, Jónas Þor- : bergsson og Alexander Jóhannesson og ritgerða um : Stephan G. Stephansson eftir dr. Þorkel Jóhannesson ; og Kristján Albertson, eru í ritinu eftarfarandi grein- ; ar, bref og kvæði: S Að lifa, ljóð eftir Andrés Björnsson, Úr vísnabók ; Stíganda, lausavísur. Bæjarleikhús eftír Lárus Sigur- ; björnsson. Hefir þetta ekki allt gerzt, eftir Helga : Sæmundsson, Þá er löng og ítarleg ritgerð um bóka- ■ útgáfu og menningarstarf samvinnufélaganna alla leið ■ frá Benedikt á Auðnum og „Ófeigs í Skörðum“ til ; Bennaútgáfu Norðra. Séra Eiríkur J. Eiríksson á : langa ritgerð, hvatningarorð til æskunnar er hann : nefnir: „Enn er vígljóst, sveinar,“ Tópaz í 75. sinn, ■ Hvað um Skálholt, eftir Björn Th. Björnsson, Bréf ; frá Andbanningi, er hann nefnir „Fótglaðir hugsjóna- : menn“ og Beinakerlingin á Arnarstapa eftir B. T. í þáttunum á förnum vegi eru eftirtaldar greinar: : Verk gjalda höfunda sinna, Reimleikum af létt, ■ Kvartett B. Ó., Heimsókn erlendra listamanna, „La ■ Traviata", Bach-kynning í útvarpinu, Víðfrægt Ball- ; ettfólk í Þjóðleikhúsinu, Stjörnur úr austri, Palazzo s Medice eignast afkvæmi í Flóanum, Hljómleikar I j september, Sovétlistamenn á vegum MÍR, Gúmmi- ; málningin flæðir yfir landið. Listaverkabók Gerðar, ; Óþrifnaður á opinberum stöðum, Bókmenntakynning : hjá „bókmenntaþjóð“, „Ég einn“, Fold og sjórinn tóku Z dans, Saga góðtemplarareglunnar. ■ í ritinu eru 20 teikningar, aðallega karikatúrar, allir ; gerðir sérstaklega fyrir ritið og birtar með einkarétt. : ■ ■ ■ Helgafell er rit sem öll menningarheimili verða að ■ lesa og eiga. ; Fastir ásrifendur fá ritin afhent á áskriftarverði á : ■ eftirtöldum stöðum, sem einnig geta útvegað nokkra : eldri árganga frá byrjun: ; Helgafell, Laugavegi 100, Njálsg. 64, Bækur og ; ritföng, Austurstræti 1 og Laugavegi 39, Bókaverzl. ; m Sigfúsar Eymundsen, Braga Brynjólfssonar, Lárusar : Blöndal, ísafoldarprentsmiðju, Mál og menningu og ■ KRON. j ■ VAKI Tímarit um menningarmál. * ■ VAKI er tímarit unga fólksins. Ritstjórar eru fjórir ■ ungir listamenn og menntamenn og eru þrír þeirra ; nú búsettir í París. : m Rit þetta kom fyrst út í fyrra og vakti mikla at- : hygli, sérstaklega unga fólksins. Efni þessa heftis er: ■ Reiner Maria Rilke: Fyrsta Dúínó-elegia; Wolfgang : Edelstein: Samtal við Svavar Guðnason; Sigfús Daða- : son: Útlendingar í borginni; Henri Focillon: Form- ; heimur; Úr dagbók Eugene Delaeroix; Jón Óskar: ; Hermenn í landi mínu; Alexander M. Cain: Leitar- i stefið í fornnorrænum sögnum; Hörður Ágústsson: : Listsýningar veturinn 1952—53; Paul Eluard: Kvæði; ; Jón Óskar: Paul Eluard — Post mortem; Frank ; Jaeger: Kvæði. — Að lokum eru Krossgötur: Sveinn ; Bergsveinsson og nútíma ljóðlist. Spurningar og svör : um Hallgrímskirkju, svör frá arkitektunum Gunn- : laugi Halldórssyni, Hannesi Davíðssyni, Sigvalda ; Thordarson, Skarphéðni Jóhannessyni. Loks eru frétt- ; ir úr myndlistarheiminum, íslenzk tónlistaræska, : ■ Ritdómar. : m Athugið að hvort þessara rita kostar eins og ein : lítilfjörleg máltíð á veitingahúsi eða einn leikhúsmiðí. : — Hafið þér ráð á að láta þau vanta á heimilið. Tímaritin Helgafell og Vaki eru gefin út af Helga- ; felli. — Aðalafgreiðsla Veghúsastíg 7. (Sími 6837) og ; fást hjá öllum bóksölum og afgreidd frá þeim um : ■ allt land, eða beint frá forlaginu. : ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.