Morgunblaðið - 05.11.1953, Síða 6

Morgunblaðið - 05.11.1953, Síða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. nóvember 1953 Kristián Eaqertsson frá Dalsmynni Theodér Haonússon sexlíi|i3r í KRISTJÁN Eggertsson frá Dals- mynni andaðist hér í bænum 30. f. m. og útfarardagur hans er í dag. Með honum er til moldar genginn einn af elztu Hnapp- dælingum þessa bæjar og jafn- framt er þar göfugmenni á bak að sjá. Kristján fæddist 10. marz 1872 að Syðri-Skógum í Koolbeins- staðahreppi og voru foreldrar hans, Eggert Eggertsson bóndi, orðlagður gæðamaður, og kona hans, Þorbjörg Kjartansdóttir, bæði af góðum bændaættum vestur þar. Börn þeirra voru alls 10, þar af dóu 4 í bernsku en hin náðu öll háum aldri og var Krist- ján þeirra yngstur Er nú aðeins eitt þeirra systkina á lífi, Guð- mundur Tómas, fyrrum bóndi í Tröð í Kolbeinsstsðahreppi, nú á Freyjugötu 10 hér í bæ, og skortir fáa daga til þess að verða níræður. Kristján ólst upp í foreldra- húsum, fyrst -í Syðri-Skógum og síðar í Miðgörðum í sama hreppi. Uppfræðslu mun he.nn hafa feng- ið í betra lagi, eftir því, sem þá tíðkaðist meðal alþýðufólks, til undirbúning fermingu, en skóla- menntun fékk hann enga. Með námfýsi sínu og öðrum góðum hæfileikum náði hann samt hag- nýtri sjálffræðslu þegar á æsku- árum og við þann forða jók hann jafnan síðan. Sýnir það áhuga hans í þeim efnum, að þegar hann var kominn yfir þrítugt og orðinn bóndi fyrir löngu, sótti hann kennslustundir vikum saman hjá heimiliskennara, ' sem haldinn var á næsta bæ og fékk þar til- sögn í skrift, reikningi o. fl. Vorið 1896 hóf K-istján búskap á hálfri jörðinni Mýrdal í Kol- beinsstaðahreppi og þangað fór til bús með honum heitmey hans, Guðný Guðnadótti: fædd 1868. Þau voru gefin saman 15. sept. um haustið og lifir hún mann sinn. Guðný var af fátækum komin og hafði fóstrast frá eins árs aldri og fengið gott uppeldi í Tröð í Kolbeinsstaðahreppi hjá þeim Sigurði hreppsjjóra Brands- syni og Valgerði ljósmóður Páls- ■ dóttur frá Hörgsdal. Faðir Guð- nýjar, Guðni Árnason, fór til Vest urheims, en móðir hennar, Guð- björg Magnúsdóttir var í vistum,1 en fluttist til dóttur sinnar og tengdasonar, þegar þau fóru að búa og dvaldist hjá þeim til ævi- , loka 1930, þá á tíræðisaldri. Kristján bjó í Mýrdal til 1899, en fluttist þá að Dalsmynni í Eyjahreppi og bjó þar síðan alla stund, unz hann fluttist til Reykjavíkur árið 1923 og við Dalsmynni var hann kenndur j jafnan síðan. Búskaparárin þeirra hjóna fram yfir aldamótin reyndust þeim næsta erfið. Bar það til, að bráða-, fár herjaði svo freklega í fénaði j þeirra í Mýrdal, að þau máttu heita sauðlaus eftir, en byrjað höfðu þau með góðan bústofn. Og fyrsta og annað árið þeirra í Dalsmynni bilaðist Kristján svo mjög á heilsu, að hann gat lítið sem ekkert unnið. Hinn litli bú- stofri þeirra þá, var að mestu leyti lánsfé og því útilokað að greiða vinnufólki kaup. Þá var það að Guðný húsfreyja sýndi í fullu ljósi hvað með henni bjó og hvers mátti af henni vænta. Hún gekk til allra karlmanns- verka á búinu vetur og sumar og fékk með bví borgið heim- dlinu unz Kristján öðlaðist heilsu sína á ný. Orð Kristjáns sjálfs eru fyrir því, að heilsubót hans hafi gerst með undursamlegum hætti, en að öðru leyti verður sú saga ekki rakin hér. Kristján var konu sinni mjög þakklátur fyrir þetta afrek hennar, sem og ótal mörg önnur. Sagði hann æfinlega ef á slílkt var minnst, að næst Guði ætti hann konu sinni mest að þakka. Dalsmynni er fríð jörð og gagn- væn og hæfði hið bezta hinum — Minnkjarorð | unga og bjarsýna bónda. Bærinn stendur hátt við ’hlíðarrætur og I þaðan er útsýn um hérað, víð og I fögur. Hér bjó Kristján flest • sinna beztu manndómsára, hús- j aði bæ sinn vel að hætti þess I tíma, girti tún sitt og bætti á ann- ( an hátt. Jafnframt kom það eins og af sjálfu sér, að hann var kvaddur til forustu í flestum mál- efnum hreppsins og hélzt svo jafnan meðan hann var þar, m. a. var hann lengst af oddviti hreppsnefndar. i Að liðnum fyrsta áratug ald- arinnar var högum þeirra Dals- j mynnishjóna þann'ag háttað, að búsakpur þeirra og efnahagur stóð í blóma og jörðina höfðu þau keypt. Börn sín fjögur höfðu j þau þá eignast, eitt þeirra dó í bernsku, en hin öll eru á lífi, gift og búandi í Reykjavík. Þau eru: Eggert stórkaupmaður, Val- geir klæðskeri og Lóa, gift Frið- steini Jónssyni veitingamanni. j Verzlunarárferðið á árunum [ eftir heimsstyrjöldina fýrri gerði bændum landsins þungar búsifj- ar, sem kunnugt er þá var það, að Kristján sá sér þann kost vænstan að selja jörð sína og bú og flytjast til Reykjavíkur. Synir hans báðir voru seztir þar að, og þar átti hann vísa atvinnu. Hann kéypti þá húsið Grettisgötu 56 A, settist þar að haustið 1923 og bjó þar síðan til æfiioka. Atvinnu hafði hann við heildsöluverlzun Eggerts sonar síns, þar til fyrir nærfellt áratug, að hann varð að hætta vegna sjóndepru svo al- varlegs eðlis, að eigi fékkst bót á ráðin. Kona hans hafði við sams konar veikleika að stríða. Og síð- ustu árin hefur svo mátt kalla, að hvorugtþeirrahafigetaðgreint öllu meira en skil dags og nætur. Aldrei féll þeim æðruorð af vör- um yfir kringumstæðum sínum og hið innra með þeim var æfin- lega skínandi bjart • Þau voru umvafin ástúð og umhyggju barna sinna, tengdabarna og barnabarna auk fjölmargra ann- ara vina, og öllum þótti gott til þeirra að koma og hjá þeim að dvelja. Væri ég um það spurður, hvað mér hafi þótt einkpm sérkenna Kristján Eggertsson. þá mundi ég nefna bjartsýní hans og lífs- rautn, gleði hans yfir því, að hafa verið vakinn til lífsins, fá að vera til og starfa frjálshuga og taka þátt í öllum hreyfingum þjóðlífsins, þeim, er hann áleit að mætti horfa ti.1 heilla. Skap- gerð hans og háttvísi var slík, að hann mælti aldrei stóryrði, hvernig sem atvik lágu. Hann var unnandi tónlistar, einkum andlegra söngva, og mundi áreið- anlega hafa gengið í hennar þjón- ustu meira en raur. var á, hefði hann átt þess kost. Snemma á ár- um sínum í Dalsrrynni keypti hann sér orgel, sem var fullkom- in nýlunda þar í sveit. Akvegur var þá enginn nærri, svo það kostaði ærna fyrirhöfn að flytja hljóðfærið á sinn stað. Hann hef- ur samið fjölda sönglaga, og kirkjusöngva gaf hann út í sér- stakri bók. Eftir að honum brást sjónin samdi hann bæði ljóð og lög. Hann Var eindreginn fylgj- andi bindindisstarfsins í landinu og var um skeið leiðtogi stúku, sem starfaði í Eyiahreppi, með góðum árangri. Á fertugsaldri gerðist hann meðlimur ungmenna félags í héraði sínu og starfaði þar af lifi og sál Jafnskjótt og Félag Snæfellinga og Hnappdæla var stofnað í Reykiavík, gerðist hann þar æfifélagi, ásamt konu sinni og sótti þar fundi og sam- komur flestum öðrum betur. í opinmberum störfum naut Kristján fyllstu virðingar og trausts, alveg eins þó á milli bæri, sem oft getur hent. Á þeim vett- vangi hafnaði hann með öllu þeirri leikreglu, að láta hart mæta hörðu, en beitti þess í stað dómgreind sinni og lipurð, til þess að jafna ágreining og setja niður deilur. Með því náði hann oft æskilegri árangri en náðst mundi hafa með öðrum hætti. Það talar ljóslega sínu máli, um mannkosti Kristjáns og hugsun- bón, sem hann hafði á valdi sínu að uppfylla. Kristindóms og safnaðarmál var Kristjáns dýrmætasta hugð- arefni. Hann var einlægur trú- maður og dró enga dul á, að Guðstrúnni og Drottins náð ætti hann að þakka alla sína gæfu í lífinu. Til marks um þessa af- stöu Kristjáns var hans dæmafáa kirkjurækni fyrr og síðar. Hér skal frá því sagt, að hinn 15. sept. 1946 var hann ásamt konu sinni staddur á kirkjustaðnum Kol- beinsstöðum, þar sem þau höfðu verið gefin saman fyrir réttum 50 árum. í minningu þess dags gáfu þá hjónin kirkjunni væna fjárupphæð til sjóðsstofnunar með því markmiði að raflýsa kirkjuna og fegra umhverfi henn ar. Það var Kristjáni heilagt gleðiefni að lifa þá stund að raf- lýsingin kom til framkvæmdar og fullra nota. Kristján var vissulega giftu studdur í öllum greinum, en stærstur gæfumaður mun hann þó hafa verið í hjúskapar og heimilislífinu. Hann átti af- bragðs konu, sem studdi hann ríkulega til manr.dómsverka í hverri grein. Og sambúð hjón- anna var að allra dómi með þeim ágætum, sem fremst verður til jafnað, eða einn samfelldur vor- dagur, bjartur og hlýr, sem ang- aði af gróðurmagni kærleiks og samhygðar jafnt síðast sém fyrst. Og svo kom að lokum hin áhrifa- ríka stund, þegar brúðguminn í friðsælli elli fékk að kveðja hina dýrmætu gjöf skaparans, jarðlíf- ið, umvafinn örmum ástríkrar brúður eftir samfylgd, sem hafði varað í nærfellt sex tugi ára. Ég vil trúa því, að orðalaus ósk beggja hjónanna hafi verið sú, að óumflýjanlega skilnaðarstund- in þeirra mætti verða einmitt með þesum hætti og að þau hafi öðlast bænheyrzlu. Kristján var í hærra lagi að vexti, svaraði sér vel og var léttur í hreyfingum, karlmann- lega fríður sýnum, bjartur yfir- litum og fyrirmannlegur í fram- komu. Ágætlega viti borinn, at- hugull og fróður um margt. Brennandi áhugamaður að hverju sem hann gekk og mikil- virkur. Ég, sem þessar línur rita, tel mig meðal hinna mörgu, sem nú sakna mjög þessa góða samferða- manns og vinar. Fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar þakka ég allt hið liðna. Votta ástvinum hans og vandamönnum dýpstu samúð og óska þeim allrar bless- unar. Guðlaugur Jónsson. THEODÓR MAGNÚSSON, fvrr- um bakarameistari, er sextugur í dag. Hann er borinn og barn- fæddur Reykvíkingur, enda möi-gum kunnur hér í bæ. Ungur að aldri nam hann bak- araiðn í Kaupmannahöfn og setti síðan á stofn eigið brauð og kökugerðarhús að Frakkastíg 14 hér í bæ. Fyrir nokkrum árum varð hann þó að hætta þessari iðn sinni vegna vanheilsu og tók þá fyrir ýmiskonar störf. — Síðastl. 5 ára skeið hefur hann starfað sem eftirlitsmaður hjá borgarlækni. Theodór er vinfastur og vin- margur. Hann er félagslyndur og hefur verið í stjórn fjölda félagssamtaka. Hver sá, sem kynnist honum til hlítar verður brátt var glöggskygni hans, ein- urðar og skapfestu. Hann er hag- sýnn svo að af ber og hefur í ríkum mæli þann góða eigin- leika að kynna sér öll mál, sem bezt áður en hann tekur ákvarð- anir, en fer þá sínar eigin götur og er ekki gjarnt að breyta um skoðun. Kvæntur er Theodór Málfríði Jónsdóttur, hinni ágætustu konu. Hefur þeim hjónum orðið 7 efni- legra barna auðið. Eru fimm þeirra á lífi. Heimili þeirra hjóna er alþekkt fyrir óvenjulega gestrisni og myndarskap í hví- vetna. Sá er þetta ritar færir þeim hjónum beztu hamingjuóskir í tilefni þessa merkisdags. Munu það óskir allra þeirra, er til þekkja, að þeim endist sem lengst líf og heilsa svo þjóðfé- lagið fái sem bezt notið hinna ágætu starfskrafta þeirra. Sig. Sigurðsson. í DAG verður gerð útför Krist- jáns Eggertssonar frá Dalsmynni. Hann lézt að heimili sínu síðast- liðinn föstudag á 82. ári ævi sinn- ar. Ég átti því láni að fagna að kynnast Kristjáni og eftirlifandi konu hans, Guðnýju Guðnadótt- ur, en aðeins á efri árum þeirra beggja. Kynni þau urðu svo sér- stök og áhrifamikil, að varla mun ég sliku geta kynnzt síðar á æv- inni. Eitt hið bezta og göfugasta í ævi manna er sambúð þeirra við hvern annan. Traust og um- hyggja einhvers fyrir velferð hins er örugglega sá mesti stuðn- ingur, sem nokkur getur fengið i leit sinni að betra og göfugra lífi, ekki aðeins sér til handa, Dæmdur fyrir fjárdrátt 1 CAIRO. — Fyrrverandi einka- bílstjóri Farouks hins burtrekna Egyptakonungs hefur verið dæmdúr frá eignum og æru fyrir að hafa verið meðsekur konunginum í að draga sér á ólöglegan hátt fjárupphæð, sem nemur 200 þús. dollurum. Styrkur til Indlands. NÝJU DELHI. — Bandaríska fjármálaráðuneytið hefur til- kynnt, að stjórn Bandaríkjanna hafi ákveðið að vhita 5 milljónir dala til að styrkja gagnkvæmt menningarlegt samband milli landanna. Mikiff ffóð í Ögðum arhátt, að hann gat staðið á milli | heldur einnig niðjum sínum og harðsnúinna deiluaðila, hlustað á j þjóðfélaginu í heild. Hvernig báða og talað máli beggja og haldið beggja trausti og virðingu eftir sem áður. í gegnum slíka meðalgöngu var svo friður sam- inn að lokum. Enginn var við- bragðsfljótari en Kristján til hjálpar, þegar í nauðir rak, hver sem átti í hlut, og aldrei mun hann hafa neitað nokkrurri þeirri þessari leit lýkur fer mikið eftir hugdirfð og festu hvers einstak- lings og þeim stuðningi, sem hann nýtur frá meðbræðrum sín- um. Kristján Eggertsson hóf þessa leit ungur. Og frá því fyrsta mark ^aði hann þá stefnu, sem hann Framh. 6 bls. ia. OSLO 3. nóv. — Mikið flóð hefur komið í fljót í Austur-Ögðum. Stafar það af úrhellisrigningum undanfarna daga. Bændur hafa orðið að yfirgefa býli sín og sem dæmi um vatnavexti má gefa þess að fljót eitt, sem venjulega flyt- ur fram 55 rúmmetra vatns á sekúndu flytur nú um 1300 rúm- metra. — NTB

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.