Morgunblaðið - 05.11.1953, Síða 10

Morgunblaðið - 05.11.1953, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagm 5. nóvcn.'ber .1953 8Jr dagbók sendiherra Framh. af bls. 9. heita að þeir einir væru sendir þjóðhöfðingja móttökulandsins og mættu við hann skipta. Nú hafa t. d. Costa Rica, Guatemala, og Nepal ambassadors í Washington. en Sviss, Luxembourg og Finn- land, auk Islands ministers. Þeg- ar verið er að spyrja mig af !hverju ísland hafi ekki ambassa- •dor hér svara ég, í gamni, að það sé fínna og virðulegra að vera minister, aðeins fáir útvald- ir séu það, en allir hinir séu ambassadors. En í alvöru talað, er þetta ekki alveg þýðingarlaust einkum vegna þess, að stórveld- in senda frekar áhrifamenn sem ambassadors, en ekki hefir þetta komið að sök við val amerískra sendiherra á Islandi, sem allir hafa verið úrvalsmenn. En þetta • var nú eiginlega útúrdúr, hugs- aður á hinni löngu leið eftir dans- salnum í Hvíta húsinu á meðan !59 sendiherrahjón voru að heilsa jEisenhower forseta og frú. Loks- |ins kom röðin að okkur. Við göngum fljótlega framhjá og tók- um í hendur forsetahjónanna. Það hæfir ekki að hefja neinar umræður. Tíminn er nákvæm- lega takmarkaður, og enn eru mokkrir í röðinni á eftir okkur og veitingar bíða í næsta sal. Ég ^get þó sagt við Eisennower for- seta, að hann sé fyrsti forseti Bandaríkjanna, sem hafi heim- sótt Island. Hann segir það rétt vera, og hafi hann haft ánægju af að heimsækja ísland. Frú Eisenhower heilsar okkur að vanda hlýlega. Hlýlegt viðmót er einkenni þeirra beggja. Erfitt ,hlýtur að vera að gæta þess ætíð *í vandasömustu og víðfeðmustu stöðu veraidarinnar. I móttökuröðinni með forseta- hjónunum standa næst og heilsa okkur R. Nixon, varaforseti Bandaríkjanna og frú hans, og síðan John Foster Dulles, utan- ríkisráðherra og frú. Nixon höfð- um við nýlega hitt í miklum mannfjölda á fagnaðarhátíð útaf embættistöku Eisenhower. Þar voru mættir sendiherrar allra ríkja. Nixon lét þá í ljósi hrifn- ingu sína yfir íslenzka skaut- búningnum, sem kona mín bar við það tækifæri. Er við ræddum við Nixon síðar yfir veitingunum, sagðist hann tvisvar hafa, sem snöggvast, staðnæmst á íslandi. Auðvitað á flugvellinum í Kefla- vík. Við reyndum að skýra að ísland ætti fegurra landslag að sýna en hraunin á Reykjanesi, og kvaðst hann vita það, allir segðu sér, að Island væri mjög tilkomumikið land („Very im- pressive country“). Sagðist vara- /orsetinn vilja koma aftur til ís- lands, en ég tjáði honum að sJíkt væri auðvelt, hvenær sem hann óskaði. Yfir veitingunum, sem voru kaffi og kökur og allskonar áfengir og óáfengir drykkir, ræddum við við ýmsa kunningja okkar úr hópi sendiherranna, úr öllum áttum heims. Það fylgir sendiherrastarfinu, að umgang- ast fólk allsstaðar að úr heimin- um, ef til vill meira en þegna starfslandsins. Slík viðkynning fer aðallega fram í fámennum kvöldverðum sendiherranna. En þarna var dvalið um aðeins hálfa klukkustund, en þó urðu þeir Eisenhower forseti og Dulles ut- anríkisrá^herra að hverfa á brott til starfa. Er við kvöddum frú Eisenhower ræddi hún við okk- ur stundarkorn og Jét þess getið, að við værum búin að vera lengi hér í Washington. Alls hafði at- þöfnin í Hvíta húsinu tekið um eina og hálfa klukkustund. ¥ f Þegar komið er aftur á skrif- stofuna er tími til að skrifa und- ir póstinn, sem á að fara út. Þar á meðal er bréf til C. A. C Brun, fyrrverandi sendiherra Dana á íslandi. Hann var okkur kunnug- ur að heiman, meðan við dvöld- umst þar samtímis, fyrir stríðið síðasta, en síðan var hann hér í Washington sem ráðunautur við danska sendiráðið á styrjaldarár- unum. Hann er mikill Islands- vinur og drengur góður. Nýlega hafði hann skrifað djarfa og ákveðna grein í dönsk blöð um handritin íslenzku, og algjörlega tekið okkar málstað. Fannst mér ég verða að þakka honum víð- sýni hans og drengskap. Þá er tími til að fara yfir reikn- inga sendiráðsins fyrir árið 1952, sem nú liggja tilbúnir. Allt í lagi. Útgjöld 900 dollurum undir áætl- un. Enn er tími til að lesa blöðin. Síðan verður að skipta um föt. Kl. 8,00 eigum við að vera komin í kvöldklæðnaði, smoking, til ambassadors Rússa, Georgi N. Zaroubin. Á boðskortinu hafði staðið, að okkur væri boðið kl. 8,00 að kvöldi „í cocktails og til að sjá Sovét litmyndina Concert af Masters of Arts“. Ýmsir sendi- herrar voru þarna, m. a. frá Sviss, Svíþjóð, Póllandi, Tékkóslóvakíu, Argentínu. Boðið var í sendi- herrahöll Sovétríkjanna, sem er ein af stærstu og íburðarmestu sendiherrabústöðunum í Wash- ington. Þar blasa við stór mál- verk af Lenin og Stalin og bar- dögum frá byltingunni 1917. Rússnesku sendiherrahjónin tóku okkur og dóttur okkar Margréti mjög alúðlega. Það er fljótlega gengið inn í kvikmyndasal og hin fagra litmynd færir okkur tóna operu og söngs, mjúkan hrífandi ballet, og sýnir ýmis hinna miklu mannvirkja, sem Sovétstjórnin hefir látið reisa. Fyrst leikur hljómsveit Leningrad heillandi symfóníu eftir Tchaikovsky, síð- an koma kaflar úr rússnesku óper unni Ivan Susanin eftir Glinka. Þá svífur dansmærin Galina Ulanova eftir tónum Chopins valsanna. Síðasti hluti myndar- innar er úr oratoríu Dmitri Shostakovitch, Skógasöngurinn, op. 81. Þetta verk er helgað „hinni friðsömu nýsköpun Sovétþjóðar- innar, sem er að breyta og um- mynda útliti náttúrunnar", að því er sagði í skýringunum, sem fylgdu myndinni. Myndin er falleg túlkun þess bezta og háleitasta, sem Sovét-! ríkin hafa að bjóða á sviði list- anna. Þjóðlegt stolt og hrifning þess, sem gjört hefir verið og gjöra skal í veldi og heimi Sovét- | ríkjanna, var hið þunga undirlag tóna og mynda. Að lokinni myndasýningunni voru boðnar ríkulegar veitingar af rússneskrar gestrisni. Vodka og kaviar fylla borðin, en ekki! fólkið, enda vill svo illa til að flestir þurfa að flýta sér úr þessu vingjarnlega hófi. Frú Zaroubin leiðir okkur að borðum, og biður okkur að njóta góðgjörðanna. Starfsmenn sendiráðsins ganga um og bjóða gestunum ríkuJega. Ambassador Zaroubin er alls- staðar náJægur. Þetta kvöld eru allir frjálsir að bjóða góðan þokka, gestrisni og alúð. En því miður verðum við að fara fljót- lega, því að kl. 10,00 eigum við að vera mætt í viðhafnarbúningi „kjóli og hvítu“ hjá ambassador Filippseyja, General Carlos P. Romulo og frú. Þetta boð höfð- um við þegið áður en rússneska boðið barst okkur. Þar sem það var hið fyrsta boð, sem haldið var í Washington til heiðurs hin- um nýja utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Foster Dríiles, þykir hlýða að allir sendi lierrar mæti. ★ Við skunduðum heim og skipt- um um föt og gengum síðan fyrir Romulo, frú og gesti þeirra, után- i íkisráðherrahjónin. Dulles segir nokkur gletnisyrði við mig, en við erum kunnugir frá þingum Sameinuðu þjóðanna, þar sem Dulles hefir í mörg ár verið einn af aðalmálsvörum Bandaríkjanna undir stjórn Trumans og fyrir- rennara Dulles í stöðu utanríkis- ráðherra, Dean Acheson. Sýnir þetta traust það, sem Dulles nýt- ur hér í landi. Boð þetta átti sér annars einkennilega sögu. Við forsetakosningairnar, sem fram fóru í Bandaríkjunum haustið 1948, voru Dulles og Romulo báðir staddir í París sem full- trúar landa sinna á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna, sem þar var háð. Þá var almennt bú- ist við því, að Dewey mundi sigra Truman, og að Dewey mundi velja Dulles sem utanríkisráð- herra sinn. General Romulo er hrifgjarn og ör og bauð Dulles nokkru fyrir kosningarnar í há- tíðlega veizlu sem utanríkisráð- herra Bandaríkjanna og skyldi veizlan háð að kosningum lokn- um. En kjósendur í öllum lönd- um eru skrítið fólk og óútreikn- anlegt. Þeir kusu Truman en ekki Dewey. Romulo varð því að láta hátíðina fyrir Dulles falla niður 1948, og bíða í 4 ár. Það varð Eisenhower en ekki Dewey, sem gjörði Dulles að utanríkisráð- lrerra. Hinsvegar átti Dulles drjúgan þátt í að gjöra Eisen- hower að forseta. Þyngdarlögmál stjórnmálanna er ráðgáta allra óvitlausra manna. Boðið í hinu fallega sendiráði Filippseyja var með svipuðum hætti og önnur Washingtonboð. Matur og drykkur ríkulega fram borið handa fólki, sem einskis eða sem minnst vildi neyta. Hávaði vegna viðræðna mörg hundruð manna. Glæsilegar kon- ur í skrautlegum klæðum. Vel búnir menn, margir skartlegum orðum settir. Iðandi fjöldi fólks úr öllum löndum í veizluskapi. Vingjarnlegt viðmót. En allir að flýta sér. Allir fara um kl. 11,00 eftir aðeins klukkustundar dvöl. Heim er ekið. Á morgun bíða mörg verkefni, sem betur fer. Þær dömur sem óska eftir að fá sniðna eða saumaða kjóla hjá okk- ur fyrir jól, tali við okkur sem fyrst. Einnig era nokk ur pláss laus á saumanám- skeið, sem byrjar í næstu viku. — Saumastofun, Austurstr. 3 Starfsmaður amerísku utanríkisþjónustunnar óskar eftir a<5 taka á leigu 5—6 herbergja íbúðarfms án húsgagna, í eða við Reykjavík, fyrir sig og fjölskyldu sína. — Uppl. í síma 1440 eða 5960. Frönsk og Þýzk SÍÐINEGftSKJÓLAEFIMi nýjasta tízka I MARKAÐURINN ■ * : Hafnarstræti 11 ■ Snyrtivörur I MARKAÐURINN ■ ■ Hafnarstræti 11 BAZAEt Kvenfclag Laugarnessóknar heldur b a z a r sunnu- daginn 8. nóv. kl. 3,15 í Samkomusal félagsins (kjallara Laugarneskirkju). Tekið á móti bazar-munum á föstudag kl. 4—7 e. h. Félagskonur vinsamlegast beðnar að mæta til afgreiðslu á sunnudag. NEFNDIN Austlirðingafélagið í Reykjavík Aðalfundur verður haldinn mánudaginn 9. nóv. kl. 8,30 í Aðalstræti 12. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN Til sölu nýuppgerð 8 cyl. Ford-vél og Chrysler-vél (streep). Uppl. í Fiskhöllinni, sími 1243. ■ Byrjendanámskeið í rússnesku i ' r . ■ hefst á vegum MIR í kvöld kl. 9. — Innritun í skrifstof- 2 ■ unni, Þingholtsstræti 27, kl. 5—7. Hvcslfjarðarsiót Til sölu er nú Hvalfjarðarnót af beztu gerð. Uppl. í síma 1886. Siudebaker-vél og frambretti á Studebaker vörubíi model 1946 höfum vér til sölu. ' 1 Síldar & Fiskimjölíiverksmiðian h.f. Kletti við Kleppsveg. 2—3 herbergKÍa íbúð j óskast til leigu nú þegar, eða sem fyrst. iil 14. maí. ■ ... : Há leiga og fyrirframgreiðsla. — Þrennt í heimili. í Uppl. í síma 81066 eða 7816.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.