Morgunblaðið - 08.11.1953, Page 8
8
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 8. nóv. 1953
mstMðfrifr
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
1 ÚR DAGLEGA LÍFINU \
mn
Sporin hræða
HINN FJARSTÝRÐI flokkur
kommúnista þreytist ekki á því
að þyrla upp moldviðri ósann-
inda og blekkinga í sambandi
við dvöl varnarliðsins hér, og
krefjast þess, að það verði þegar
á brott úr landinu. Þetta sjónar-
mið kommúnista er í sjálfu sér
eðlilegt, þegar þess er gætt, að
þessir ólánsmenn bera meir fyrir
brjósti hag erlendrar þjóðar en
málstað íslendinga.
Sem betur fer eru kommún-
istar hér einir um þetta sjónar-
mið, nema hvað þeim á síðustu
mánuðum hefur bætzt liðsauki
frá nokkrum lítilsigldum mönn-
um, er fylla hinn svonefnda
Þjóðvarnarflokk, sem frægur
hefur orðið fyrir þá kaldhæðoi,
að hann hefur það eitt á stefnu-
skrá sinni, að íslenzka þjóðin sé
látin varnarlaus með öllu.
Allir ábyrgir flokkar iíta
öðrum augum á þetta mikils-
verða mál. Þeim er það fylli-
lega Ijóst, að dvöl varnarliðs-
ins hér er nauðsynlegur þátt-
ur í varnarkeðju Atlantshafs-
bandalagsins, sem vér íslend-
ingar gerðumst aðilar að á
sínum tíma. Þeim er það ljóst,
að keðjan er aldrei sterkari
en veikasti hlekkur hennar
og ennfremur það, að þjóð-
inni getur aldrei stafað meiri
hætta af dvöl vamarliðsins
hér á Keflavíkurflugvelli eða
vestur á Miðnesheiði, en af
því, að landið sé látið opið
og varnarlaust gegn utanað-
komandi árásum á viðsjár-
verðum tímum. Þeir atburðir
hafa gerzt í alþjóðamálum á
undanförnum árum, eða frá
því síðari heimsstyrjöld lauk,
að vissulega er rík ástæða
fyrir íslenzku þjóðina að vera
á varðbergi gegn ásælni ann-
arra þjóða, og þá einkum
þeirra, sem berar hafa orðið
að yfirgangi og ofbeldi við
umkomulausar og varnarlitl-
ar þjóðir.
★
Vér þurfum ekki annað en að
renna augunum austur fyrir
járntjald til þess að sjá hver
orðið hafa örlög þeirra þjóða
eftir styrjöldina, er þjáðust af
innanmeini kommúnismans og
urðu því ásælni og ofbeldi Ráð-
stjórnarríkjanna að bráð. Sporin
hræða. Því er varnarliðið hér
fyrir tilmæli hinna ábyrgu lýð-
ræðisflokka allra. — í öllum
þeim löndum, sem Ráðstjórnar-
ríkin hafa gert að leppríkjum
sínum, sitja nú rússneskir em-
bættismenn í æðstu trúnaðarstöð-
um. Þannig er ríkjum þessum
beint eða óbeint stjórnað af
Rússum eða auðsveipum flugu-
mönnum þeirra, kommúnistum,
sem dvalizt hafa langdvölum í
Ráðstjórnarríkjunum og meðtek-
ið þar hinar nauðsynlegu vígslur
undir starfið.
I Póllandi er nú æðsti maður
hermálanna hinn kunni rúss-
neski marskálkur Rokossowski
og svo hundruðum skiptir af
undirmönnum hans og nánustu
samstarfsmönnum eru Rússar. —
Og til frekara öryggis, —til þess
að treysta enn betur þrælatökin
á hinni marghrjáðu pólsku þjóð,
er um 200 þúsund manna rúss-
neskur her í landinu.
Allur herstyrkur leppríkja
Ráðstjórnarríkjanna í Austur-
Evrópu, er nú algerlega á valdi
kommúnista. Alls staðar hafa
þeir notað sömu lævíslegu að-
ferðina til þess að ná þessu marki
sínu: Með því eftir styrjöldina að
stofna í þessum löndum til borg-
aralegrar og kommúnistiskrar
samsteypustjórnar innan lög-
reglu og hers. En síðar er komrn-
únistar hafa náð þar öruggri fót-
festu, hafa þeir varpað af sér
grímunni og hrifsað öll völdin í
sínar hendur. í Tékkóslóvakíu,
Póllandi, Ungverjalandi, Rú-
meníu, Búlgaríu og Albaníu hef-
ur iðjuverunum verið breytt
þannig, að þau geta, ef til kemur,
séð milljónaherjum þeim, sem
Rússar stjórna, fyrir nægilegum
hergögnum, og í öllum þessum
löndum hefur herþjónustan verið
hækkuð upp í þrjú ár. — Þessi
hafa þá verið hin friðsamlegu
störf Ráðstjórnarríkjanna á ár-
unum eftir síðustu styrjöld, sem
kommúnistar hér guma svo af!
Árangurinn hefur líka orðið eft-
ir því. Auk þess sem að ofan
greinir hafa Ráðstjórnarríkin
komið sér upp kafbátaflota, sem
er mun meiri en kafbátafloti
Englendinga og Bandaríkja-
manna til samans, — en á sama
tíma hefur hungurvofan farið
eyðandi hendi um Ráðstjórnar-
ríkin sjálf og leppríki þeirra. En
hinn langsoltni og mergsogni al-
múgi þessarar landa þorir ekki
að hreyfa neinum mótmælum,
því að þá eru þeim vísar þræla-
búðirnar —1 þessar eftirlætis-
stofnanir einræðisríkjanna, sem
sjá þeim fyrir svo ódýru vinnu-
afli! — Á sama tíma og þessu
hefur farið fram, hafa fulltrúar
Ráðstjórnarríkjanna setið á þingi
Sameinuðu þjóðanna og unnið
markvisst að því að spilla þar
friði og eyðileggja það starf sem
þar fer fram til þess að tryggja
varanlegan frið þjóða á milli og
byggja upp betri heim.
★
Þegar á þessar staðreyndir
er bent og sýnt fram á þær
! með óyggjandi rökum verða
kommúnistar hér ókvæða við
og hrópa hástöfum að hér sé
aðeins um „hugaróra aftur-
haldsblaðanna“ að ræða. En
allar þeirra friðardúfur, óll
þeirra friðarþing og heróp
gegn þessum staðreyndum
stoða þá ekki, því að hver
vitiborinn maður veit betur.
Eða er máske hinn stöðugi og
mikli straumur flóttamanna
austan frá járntjaldi til hinna
frjálsu landa í Vestur-Evrópu
og Bandaríkjanna, hugarór-
ar? Og eru það ef til vill
hugarórar sem gerðist í Aust-
ur-Þýzkalandi 17. júní í sum-
ar, er þýzkur verkalýður fór
með hógværð frám á lítils-
háttar kjarabætur, en var
svarað með því að þúsundir
verkamanna voru sumpart
malaðir undir rússneskum
skriðdrekum, sem vitanlega
voru þarna á næsta grösum,
eða varpað í pyndingaklefa
rússneskra leiguþjóna, þar
sem allir „meðganga" að lok-
um.
★
Nei, hinn fjarstýrði kommún-
istaflokkur má vita það, að þessi
áróður hans gegn dvöl varnar-
liðsins hér og fyrir friðarvilja
Ráðstjórnarrikjanna, sem eru
grá fyrir járnum, er unninn fyrir
gýg. íslenzk alþýða lætur ekki
ginnast af slíku hjali hinna föð-
urlandslausu flugumanna Rússa
hér. Til þess er hún of glögg-
skyggn. Hún sér úlfinn í sauðar-
gærunni gegnum blekkingarvef-
inn og hræsnina.
★ ÞAÐ er víst ekkert sérlega
kurteist að standa á hleri,
það veit ég að vísu, en ég gat
samt ekki setið á mér um dag-
inn. Nei, ég verð að viðurkenna
það, að mér fannst ég heldur
lítill karl, þegar ég stóð óséður
og hlustaði á tal þeirra Úllu og
Siggu, sem báðar eru 5 ára gaml-jbaki, sín ævintýri til að segja
ar, en höfðu þó sína reynslu að hvor annarri frá.
°9
i
unLrmmn,
'UeíuaLandi óhripar:
Kristin þjóð.
LEIKMAÐUR" hefir sent mér
eftirfarandi hugleiðingu, sem
ekki heyrir sunnudeginum illa
til:
j „Við íslendingar teljum okkur
kristna þjóð, en hvernig er lífi
og framkomu okkar háttað, þeg-
ar það er séð í ljósi biblíunnar,
sem á að vera okkar leiðarsteinn.
í bréfi Páls postula til Títusar
stendur: „En tala þú það, sem
sæmir hinni heilnæmu kenningu,
að aldraðir menn séu bindindis-
samir, siðprúðir, hóglátir, heil-
brigðir í trúnni, kærleikanum og
þolgæðinu. Svo eiga og aldraðar
konur að vera virðulegar í hátta-
lagi sínu, ekki rógberar og ekki
heldur í ánauð ofdrykkjunnar,
heldur kenni gott frá sér til þess,
að þær laði hinar ungu til að
elska menn sína, elska börn sín,
vera hóglátar, skírlífar, heimilis-
ræknar, góðlátar, eiginmönnum
mönnum sínum undirgefnar til
þess, að orði guðs verði ekki last-
mælt. Svo skalt þú áminna hina
yngri menn, að vera hóglátir, og
sýna þig sjálfan í öllum greinum,
sem fyrirmynd góðra verka, sýna
í kenningunni grandvarleik og
virðuleik, heilnæmt orð óákær-
anlegt, — til þess að andstæðing-
urinn fyrirverði sig, þegar hann
hefir ekkert illt um oss að segja“.
Þetta eru orð Páls, hins mikla
postula Krists. Prófi nú hver
sjálfan sig. Hugsið ykkur okkar
íslenzku þjóð, ef hver þegn
reyndi að lifa samkvæmt kenn-
ingu Krists. — Leikmaður".
Á OG HVAÐ haldið þið svo, að
þær hafi verið að gera? Jú,
þær voru að skipta reytum sín-
um í mesta bróðerni, auk þess,
sem þær brydduðu upp á alvar-
legum umræðuefnum í milli. Það
er einmitt eðli lítilla stúlkna á
aldrinúm 4—10 ára, að skipta á
góssinu sínu, a.m.k. svona upp á
grín og til gamans. Þessi leikur
er ákaflega vinsæll — og nú
skulum við hlusta.
o---□----o
K
Þankar „barnakerlingar“
ÆRI Velvakandi!
Ég á fimm krakka öll á
skólaaldri og hefi þessvegna all-
góðar aðstæður til að kynnast
skólastarfi og kennslu eins og
hún fer fram í dag. Ekki verður
því neitað, að ýmislegu hefi ég
komizt að, sem ég tei, að miður
fari í uppfræðslu unglinganna,
og mikið skelfilega held ég að
kennararnir séu misjafnir og
standi misjafnlega vel í stöðu
sinni. Sumir virðast ganga að
starfi sínu eins og hverju öðru
„skítverki", ef ég má taka svo
ljótt orð upp í mig og hugsa um
það helzt allra hluta að komast
sem fyrst frá því, segja skilið
við grislingana, sem þeir svo
kalla, eða öðrum álíka virðuleg-
um nöfnum — enda er stundum
engu líkara en að þeir líti á
nemendur sína, sem einhverjar
óæðri verur, óendanlega miklu
lægra setta en þeir sjálfir.
M
Of sparir á viðurkenn-
inguna?
EINING mín er annars alls
ekki sú, að fara að ráðast á
og úthúða kennarastéttinni sem
heild. Þar eins og annars staðar
-er misjafn sauður í mörgu fé og
margir kennarar eru sem betur
fer prýðis menn, sem rækja sitt
vandasama starf af árvekni og
samvizkusemi.
i En það er eitt atriði, sem ég,
sem reynd barnakerling, vildi
vekja á athygli allra þeirra, sem
við kennslustörf fást, og tala ég
hér af nokkurri reynslu út frá
. mínu uppeldisstarfi — en það er
það, hvort kennarar yfirleitt eru
ekki of sparir á viðurkenningu *
þess, sem vel er gert af nemend-
um? Ég á einn strák, sem hefir
alla tíð, eða þá þrjá vetur, sem
hann hefir verið í skóla, verið
blóðlatur við að læra. Ég var far-
in að halda, að hann ætlaði að
verða einn af þessum erki toss-
um og letingjum, sem aldrei
kæmist neitt áfram.
Svo brá við.
— IjANGAÐ til nú í vetur, að
ir strákur fór að lesa — og
standa sig. Ég fór að athuga
hverju þessi gleðilegu stakka-
skipti sættu og þykist hafa fund-
ið skýringuna: hann hefir fengið
nýjan kennara, sem virðist fara
allt öðru vísi að við kennsluna en
sá, sem hann hafði áður. „Hann
hælir mér alltaf, þegar ég kann
það, sem ég átti að hafa — segir
litli snáðinn — sá sem ég hafði
í fyrra gerði aldrei neitt, nema að
skamma mig, þegar ég kunni
ekki. Það var hundleiðinlegt að
læra hjá honum — núna finnst
mér gaman í skólanum“.
Hversvegna að gleyma.
VITANLEGA er oft ástæða til
að ávíta fyrir lélega frammi-
stöðu nemenda, en kennurum má
heldur ekki gleymast, að það
gildir ekki síður með börn og
unglinga en allar aðrar mann-
legar verur að viðurkenningin,
þó að ekki sé nema í smáatriðum
er til ótrúlega mikillar uppörv-
unar. „Þér er að fara fram“ —
er setning, sem getur borið undra
verðan árangur — og hversvegna
að gleyma að segja hana, sé hún
verðskulduð? — Fyrirgefðu raus
ið, Velvakandi minn. —Barna-
kerling“.
Þorgeirr og Þormóðr.
ORGEIRR ok Þormóðr óxu
upp í ísafirði, og var snemm-
endis vingan með þeim, því at
þeir váru í mörgu skapglíkir.
Snemmendis sagði þeim svá hugr
um, at þeir myndi vápnbitnir
verða, því at þeir váru ráðnir til
að láta sinn hlut hvergi eða und-
ir liggja, við hverja menn, sem
þeir ættu málum at skipta. Meir
hugðu þeir jafnan at fremð þessa
heims lífs en at dýrð annars
heims fagnaðar.
Því tóku þeir þat ráð með fast-
mælum, at sá þeirra skyldi hefna
annars, er lengr lifði. En þó at
þá væri menn kristnir kallaðir,
þá var þó í þann tíð ung kristni
ok mjök vanger, svá at margir
gneistar heiðninnar váru þó þá
eftir ok í óvenju lagðir. Hafði sú
siðvenja verið höfð frægra
manna, þeirra er þat lögmál settu
sín á milli, at sá skyldi annars
hefna er lengr lifði.
(Úr Fóstbrðra sögu).
Ritaðu mót-
gerðir á sand,
en velgerðir á
marmara.
★ „EF ÉG fæ dúkkuna þína“,
sagði Úlla, „þá skal ég gefa
þér litlu prinsessuna mína“. Og
hún hélt áfram, án þess að bíða
eftir svari, eins og henni fyndist
vanta meðmæli með litlu prins-
essunni sinni og sagði með
áherzlu barnsins, sem er mikið
niðri fyrir: „Þetta er Þyrnirósa
prinsessa. Mamma hefur sagt
mér allt um hana. Hún var í
stórri, já voðalega stórri höll og
það voru stór tré í kringum
hana, svo að enginn sá höllina.
Og Þyrnirósa litla svaf voða
lengi . . . Mamma kann miklu
fleiri sögur. Kann mamma þín
nokkrar sögur? „Já“, svaraði
Sigga litla, „og . . .“, en Úlla
greip fram í fyrir henni, svo var
ákafinn mikill: „Mamma kann
þúsund sögur og hún hefur sagt
mér þær allar. Pabbi kann líka
sögur, en ekki eins margar og
mamma. Og hans sögur eru
alvörusögur, sem standa ekki í
bókum. Sögurnar hans eru allar
um litla stúlku, sem heitir Úlla,
eins og ég“.
o----□-----o
★ ÞETTA var orðið ákaflega
skemmtilegt samtal og ég
hlustaði á það af áhuga. Hér var
ekki verið að tala um stríð,
morð eða rán, heldur litlu, fal-
legu sögurnar, sem mamma
kenndi okkur öllum einhver-
tíma.
o----□----o
★ OG NÚ var komið að Siggu
litlu. Hún lét sig sannarlega
ekki muna um það, þótt lítil
væri, því að hún byrjaði á að
tala um himininn og guð. Og til-
efnið var lítill engill í lítilli, fal-
legri bók, sem hún hélt á. „Er
hann ekki fallegur litli, hvíti
engillinn, sem mamma gaf mér á
afmælinu? Svona englar eru
líka í himninum, já, mamma seg-
ir það. Það er fullt af þeim þar.
Og veiztu það, að afi er í himn-
inum hjá guði. Hann er líka eng-
ill. Afi þinn er ekki engill“.
Eg sá, að Úlla gerði sig á eng-
an hátt ánægða með síðustu
athugasemd Siggu og ætlaði að
malda eitthvað í móinn, en Sigga
þaggaði fljótlega niður í henni
og sagði með áherzlu og eldmóði
barnsins: „Og ég á líka lítinn
fugl, sém er í himninum, Pabbi
gaf mér hann. Og í sumar flaug
hann einu sinni frá mér beint
upp í himininn til guðs og nú
bíður hann þar eftir ömmu — og
öllum. Og afi passar hann“.
o--------------□----o
★ ÞEGAR hér var komið, þurfti
ég að skreppa frá og lét því
litlu stúlkurnar einar um hinar
alvarlegu, barnslegu viðræður
sínar. Ég vonaði það eitt, að þær
héldu sem lengst í barnatrú sína
og gleymdu aldrei litla fugl-
inum, sem flaug til afa upp í
himininn — og bíður „eftir
ömmu — og öllum".
o— NEISTAR —o
Framkv.stjórinn: — Hvers
vegna varstu svona vingjarnleg-
ur við þennan mann? Hann hef-
ur haft af mér 5000 krónur.
Skrifstofum.: — Jú, sjáðu til,
maður hlýtur að bera virðingu
fyrir þeim manni, sem getur
haft 5000 krónur út úr frara-
kvæmdastjóranum.