Morgunblaðið - 27.11.1953, Blaðsíða 2
2
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 27. nóv. 1953 J
Læknlsráð vikunnar:
Slysfarir á heimilum
i
FYRIR nokkru ræddi ég um slys-
farir innan vébanda heimilanna,
en þá komst ég aðeins til að
tala um eiturslöngur bæjarfélag-
anna, gaspípurnar, sem sitja um
okkur og hafa eiturgas fyrir 35
aura teningsmetrann. En marg-
ar aðrar hættur eru til í dæm-
inu á friðsömum heimilum okk-
ar.
Flestar slysfarir á heimilun-
um stafa af því að menn detta,
hrasa eða falla fram yfir sig eða
hvað það heitir allt saman. Menn
geta dottið á gólfið í stofunni
sinni eða dottið niður af ein-
hverju, sem maður hefur prílað
upp á eða dottið niður stiga.
Einkum eru það börnin og gamla
fólkið, er geta orðið fyrir veru-
legum slysum á þennan hátt.
Margar af þessum slysförum
eiga rót sína að rekja til þess,
sem maður kallar venjulega
slysni, en aðrar stafa af því að
menn haga sér ógætilega eða fara
beinlínis þannig að ráði sínu að
tmast má við meiðslum.
Þetta á sér t. d. stað, er menn
þurfa að príla eitthvað t. d. til
þess að reka nagla í þil eða ná
upp á háan skáp til að þyrla upp
ryki, sem lá þar í friði og spekt,
,,þurrka af“, sem kallað er, og
til þess hafa menn sett stól upp
á borð og kassa upp á stólinn,
en príla svo upp á þetta hrófa-
tildur. Þá eru menn 'beinlínis að
undirbúa hættulegt fall, er get-
ur valdið beinbroti eða heila-
hristingi.
En því ekki að nota stiga. Al-
mennilegur stigi þarf að vera til
á hverju almennilegu heimili.
Húsameistarinn þarf að sjá um
að nægilegt sé rúm fyrir stiga,
og ef maður þarf að príla, þá
sækir maður stigann og gerir
sér það ómak að koma honum
almennilega fyrir þó þurfi
að færa eitt eða annað úr stað
og koma hlutunum aftur í samt
lag.
Börn detta út úr gluggum. Kem
ur það fyrir hvað eftir annað.
Menn verða að vara sig að setja
ungbörn upp í gluggakistuna eða
á eldhúsborðið, því þau geta
dottið, annaðhvort inn í stofuna,
scm er þó ekki eins hættulegt,
eða þau detta út um gluggann
og bíða bana. Gluggarnir verða
að vera öruggir, þannig að börn-
in géti ekki opnað hespurnar og
varnargrindur þurfa að vera fyr-
ir þeim svo börn geta ekki dott-
ið gegnum rúðurnar.
Börn detta út úr háarúmum,
þar sem nauðsynlegt er að hafa
háarúm og því miður eru víða
húsakynnin svo þröng að til þess
þarf að grípa. Þá verða yngri
börnin að vera í neðra rúminu,
þau stálþaðri í því efra. En háa-
rúm eru hættuleg. Nýlega kom
það fyrir, að stúlkubarn er lá í
ueðra rúmi kafnaði. Hún hafði
eyrnabólgu og hafði fengið bindi
tim höfuðið, en með einhverju
móti festist höfuðbindið í fjöðr-
unum, sem voru undir efra rúm-
inu, þegar hún reis upp í rúmi
sínu. Hún kafnaði eða blátt
áfram hengdist áður en að var
gáð.
Margir detta, er þeim skrikar
fótur á hálum votum eða bón-
uðum gólfum. Það er furðulegt,
hve margir slasast með því að
xenna til á bónuðum gólíum.
Börn handleggsbrotna eða fót-
brotna, aldrað fólk brýtur á sér
lærleggshálsinn eða „skúfslitn-
ar“, og svo renna menn til á
teppum, sem eru laus, einkum
vegna þess að ekki er gummí-
fóður undír teppunum á gljá-
fægðu gólfi.
Margir slasa sig á því að detta
niður stiga eða tröppur. Einkum
eru það konur, er slasast á tröpp-
unum, sennilega vegna þess, að
húsmæðurnar eru oftast þar á
ferð og hlaupa upp og niður
tröppurnar og svo getur skýr-
ingin legið í því að það eru
húsmæðurnar, sem rogast með
vörurnar upp tröppurnar og hafa
þá ef til vill með sér einn eða
tvo krakkasnáða. Þá getur kon-
an ekki alltaf séð fram fyrir
fætur sér og komið höndum fyr-
ir sig ef hún hrasar.
Vilji menn vera illgjarnir,
kunna menn að geta kennt háu
hælunum um sum tröppuslysin,
en mörg þeirra stafa vafalaust
af því að stigaþrepin eru slitin
og lvsingin slæm.
En úr því við erum að íala um
tröppur: Mörg börn meiðast á
því að klemma fingurna í þung-
um sjálfvirkum útihurðum. Marg
ar af þessum hurðum eru auk
þess með stórum glerrúðum, sem
eru brothættar, svo menn geta
þar orðið fyrir alvarlegum
meiðslum.
Mörg börn meiða sig í húsa-
görðum og á víðavangi. Oftar
drengir en stúlkur eins og vera
ber.
Mörg önnur slys vofa yfir inn-
an heimilanna en að menn detti
eða verði fyrir gaseitrun. Menn
brenna sig á loga eða heitu vatni.
Börn sem detta á heita ofna eða
velta kaffikönnunni eða pottum
mcð sjóðandi vatni niður yfir sig
Ætti ekki ofn heimilisins að vera
varinn með grind, eins og oft
er í leikstofum barnaheimila.
Og skyldu ekki víða vera allt of
mörg húsgögn og' allskonar dót
svo lítið svigrúm verður fyrir
heimilisfólkið, einkum börnin,
svo þau geti hreyft sig án þess
að detta um eitt og annað eða
reka sig á. Margar slysfarir koma
fyrir á heimilunum er ég hef
ekki enn minnzt á, en vera má
að ég hafi tækifæri til að ræða
nánar um þær síðar.
(Eftirprentun bönnuð),
Þýzfcir vísindamenn
í haidi ? Rússlandi
BERLÍN 20. nóv. — Rannsókn-
arnefnd frjálsra lögfræðinga
skýrir frá því að rúmlega 1000
vísindamenn og aðrir hámennt,-
aðir sérfræðingar dveljist nú í
Rússlandi og sé flestum þeirra
haldið nauðugum.
Kunnastur þessara vísinda-
manna er Nóbelsverðlaunahafinn
í eðlisfræði prófessor Gustav
Hertz.
Píanótónleilisr
ÞÝZKI píanóleikarinn Willy Piel
hélt tónleika í Austurbæjarbíói
fyrir styrktarfélaga Tónlistarféi-
lagsins s. 1. fimmtudag og íöstui-
dag. A efnisskránni var sónata
í C-dúr, op. 2 nr. 3, eftir Beet-
hoven, Kinderszenen (Úr heimi
barnanna), op. 15, eftir Schu-
mann og loks sónata í B-dúr, op.
posth., eftir Schubert.
Báðar sónöturnar voru vel
túlkaðar. þótt þær séu mjög hver
með sínum hætti. Ljóðræn mýkt
og viðkvæmni sónötunnar eftir
Schubert naut sín einkum rn.jög
vel, og var meðferð píanóleik-
arans á henni innileg og sann-
færandi. Sónata1 Beethovens
krefst meiri tilþrifa og karl-
mannlegri átaka. Hún var einn-
ig glæsilega leikin, en herzlu-
mun vantaði á að túlkunin væri
fyllilega hrífandi. í lagaflokki
Schumanns fengu hinir sömu
góðu eiginleikar listamannsins að
njóta sín eins og í sónötum
Schuberts, en þetta verk er í
rauninni ,,stofutónlist“ í bókstaf-
legri merkingu og á varla heima
á efnisskrá tónleika, sem ætlaðir
eru fullorðnu fólki. Til þess er
það of langdregið og tilþrifa-
lítið, og af ásettu ráði „barna-
legt“ frá hendi höfundarins.
Tónleikarnir voru. fjölsóttir og
listamanninum ágætlega fagnað.
J. Þ.
kind íarist úr garnaveiki
Ræ!4 við Jónas Péiursson, lilraunasljóra,
irni búskaparhorfur á Héraði og fleira.
JÓNAS Pctursson tilraunastjóri
að Skriðuklaustri er staddur hér
í bænum. Hefir blaðið haft tal
af honum og spurt hann m. a. um
búskaparhorfur austur á Héraði,
uppskeru og :Teira.
— Segja má að bjartara sé
nú yfir en verið hefir á undan-
förnum arum, sagði Jónas. Er
jiað bæði vegna hins góða sum-
ars og því mun meiri heyja en
undanfarin haust, og svo vegna
j þess, að bændur trúa því al-
| mennt að sigur sé að vinnast á
garnaveikinni með bólusetningu
[ lambanna og hafa öðlast þá trú
af reynzlu þeirra, sem fyrst
fengu bólusett lömb sín. Þeir
telja almennt að til undantekn-
inga heyri að bólusett kind farist
úr garnaveiki. Öll lömb verða
bólusett í haust, sem sett eru á
vetur.
— Hvernig hefir tiÖarfarið ver
ið þar eystra í haust?
ber. En hafrarnir um mánaðar-
J mátin sept. og okt. Báðum teg-
I undum var sáð 18. maí og var
fræið frá Sámsstöðum. Reynd-
ist sáningin hafa verið nægilega
snemma fyrir byggið en í seinna
lagi fyrir hafrana.
— Er víðar á Héraði korn-
rækt?
— Nei, ekki svo ég viti, en»
æskilegt væri að reyna hana þar,
sem skjóls nýtur af skógi eins
og t. d. á Hallormsstað. Tel ég
að þar gæti kornræktin orðið ár-
viss, en skjólið myndi tryggja
að kornið spilltist ekki í storm-
Togarakomur og
aflabrögð
á Patreksfirði
PATREKSFJÖRÐUR 26. nóv.: —
Botnvörpungurinn Gylfi kom s.l.
sunnudag af veiðum á Grænlands
miðum með fullfermi af karfa,
ca. 330 tonn. Þar af hafði hann
þegar landað um 150 tonnum á
Akranesi en afganginn lagði hann
hár upp til vinnslu í báðum
frystihúsunum. Síðastliðna nótt
fór hann aftur á veiðar. Togarinn
Ólafur Jóhannesson er að veið-
um á Grænlandsmiðum.
Brezki togarinn Alafoss frá
Grimsby kom hingað og fær hér
viðgerð á biluðum stýrisrennum
og þýzki togarinn Saarland frá
Cuxhaven Hochseafischerei kom
hingað í dag með tvo veika
menn.
Vélbáturinn Sigurfari fékk um
daginn sæmilegan afla i Breiðu-
bugt eða á sjötta tonn af vænum
þorski á ca. 40 bölum. Þykir það
spá góðu um aflabrögð á kom-
andi vertíð. Rækjan er aftur far-
in að berest hingað frá Bíldudal.
Atvinna er næg á staðnum.
Opnið munninn! Hérna er lýsið! — Myndin er tekin í Austurbæjar-
skólanum. í öllum barnaskólunum er gengið mjög ríkt eftir því, að
öll börn, sem á annað borð þola lýsi, fái sinn ákveðna skammt dag
hvern. (Ljósm. S. Vignir).
í BARNASKÓLUM bæjarins er um að þau fái lýsi heima hjá
mjög ríkt gengið eftir því, að sér daglega. Lýsisgjafirnar eru
börnin taki lýsi. í sumum þeirra mjög mikilsvprðar fyrir heilsu
fá yfir 95% barnanna lýsi í skól- ungviðisihs. -i-Á árinu 1952 nam
unum. Sum börn, sem læknar það lýsismagn sem skólarnir
telja að þoli ekki lýsi, neyta þess gáfu bqrnunum um 8,500l, lítrum,
auðvitað ekki. Önnur skólabörn' sé miðað við þorskalýái.
framvísa vottorði foreldra sinna
Jónas Pétursson
— Fvrsta mánuð vetrarins var
það með stirðara móti. Sérstak-
lega miklar úrkomur í Fljótsdal
og óstillt tíð. Sauðfé var yfir-
leitt tekið til hýsingar um 10.
nóvember og er það óvenju
snemma. Bændur á efri Jökul-
dal telja haustið með þeim
verstu er þeir muna.
— Og hvað er að frétta af til-
raunabúinu. Er margt fé sett á
vetur hjá þér?
— Búið hefir nú rösklega 450
fjár, en auk þess er fóðrafé starfs
manna, svo að á fóðrum verða
560—570 fjár. Er sauðfé enn að
heimtast og er oftast sett á vet-
ur það sem svo seint kemur.
FRÆBLÖNDURNAR GÁFU
ÁGÆTA UPPSKERU
— Hverjar eru aðailtilraunirn-
ar, sem þú hefir með höndum?
— Aðallega eru það áburðar-
tilraunir í grasrækt og garðrækt
og tilraunir með grasfræ, bæði
mismunandi blöndur og einstak-
ar tegundir. Fræblöndurnar, sem
sáð var 1952 gáfu allar ágæta
uppskeru, ofurlítið mismunandi
þó. Þar, sem bezt var, komst upp-
skeran miðað við ha. upp í um
100 hesta af mjög vel þurrkuðu
heyi (inniþurrkuðu á löngum
tíma). Nefna vil ég það að smári
I var í tveimur þessum blöndum
og kom vel upp í fyrra, en í
sumar sást ekki smári í reitun-
um. Sáð var í vor fjölda ein-
stakra grastegunda frá Atvinnu-
deild Háskólans, sem litu vel út
í haust og verða reyndar næstu
árin.
IÍORNRÆKT
— Hefur þú átt við kornrækt?
— Já, sáð var bæði byggi og
höfrum í dálitlar skákir. Þrosk-
aðist byggið prýðilega og var
fullþroskað um miðjan septem-
SKOGRÆKT
— Hefir nokkuð verið unniS
að skógrækt á Skriðuklaustri?
— Þar var til afgirtur skógar-
reitur er ég kom þar. En þah
var grasvöxtur óhemju. fnikill Og
virðist mér að hinar smáu plönt-
ur hafi blátt áfram kafnað I
grasi. En hugmyndin er að
skrýða skógi brekkurnar fyrir.
neðan bæinn, því þar má telja
ágæt skilyrði, en þó hygg ég aS
gróðursetja þurfi allstórar plönt-
ur, svo að tryggt sé að þær kafni
ekki í grasi. En í framtíðinni á'
skógurinn að verða bæði skjól Og
prýði við íslenzka sveitabæi.
STERKJUMAGN KARTAFLN-
ANNA TVÖFALDAÐIST
— Hvernig var kartöfluupp-
skeran í haust?
— Hún var ágæt, bæði að
vexti og magni. Alls nam hán
um 160 tunnum en settar voru
niður 8 tunnur. Er hún því um
20 föld. Útsæðið var að vísa
mjög smátt, vegna þess hve illa
spratt 1952. En hollur er heima-
fenginn baggi og ég vildi ekki
kaupa útsæði að s. 1. vor, þótt
unnt hefði verið að fá það. —•
Þess vil ég og geta að sterkju-
magn kartaflnanna reyndist nær
tvöföld við það sem var í upp-
skeru frá sumrinu 1952. Reynd-
ist það í haust 14—16%, —
nokkuð mismunandi eftir tegund!
um, áburði og jarðvegi. Mér virð
ist að það ætti að taka nokkurt
tillit til sterkjumagns við mat á
kartöflum, því að við sterkju-
innihaldið er aðalnæring kartöfl-
unnar bundin.
VERKLEGAR
FRAMKVÆMDIR
— Hverjar eru helztu verk-
legar framkvæmdir á Héraði i
ár?
— Þar má nefna jarðvinnslu,
skurðgröft og vegagerð, síma-
lagningar o. s. frv. Lokið var að
brúa vatnsföllin í Fljótsdal og
talsvert unnið að vegarlagningu
frá Jökulsárbrúnni undan Hlíð-
arhúsum og út að austan. Er nú
búið að undirbyggja veg út und-
ir Hrafnkelsstaðatún, en eftir að
mölbera hann. Enn er því ógreið-
fært úr Fljótsdal og út að Hall-
ormsstað og ekki fært nema
jeppum og traustum bílum. Á
þeirri leið er Gilsáin, sem skipt-
ir Norður- og Suður-Múlasýslu,
oft versti farartálminn, en hún
er óbrúuð. En nauðsynlegt er að
gera þessa leið fullkomlega bíl-
færa sem fyrst.
ar
SIGLUFIRÐI, 26. nóv.: — Hið
nýja §kip Eimskipafélagsins er
væntanlegt hingað á morgun frá
Noregi með efni til Tunnuverk-
smiðju ríkisins. Þá er Reykjdfoss
væntanlegur, svo og togajrinn
Hafði með farm til hins hýja
frystihúss. — Stefán. 1 _,