Morgunblaðið - 27.11.1953, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.11.1953, Blaðsíða 8
8 MORGZJNBLAÐIÐ Föstudagur 27. nóv. 1953 mstMðfrife Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stiórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. $ Á morgni Iðnaldar IÐNAÐARMÁLASTOFNUN ís- lands hefur nú tekið til starfa. í ýtarlegri ræðu, sem Páll S. Pálsson, framkvæmdarstjóri Fé- lags íslenzkra iðnrekenda, flutti við opnun stofnunarinnar, sagði hann að hlutverk Iðnaðarmála- stofnunar mætti binda í þremur einkunnarorðum, sem eru: vöru- vöndun — verknýting — aukin afköst. Þetta eru ekki mörg orð, en þau innihalda geysimikið. Og þessi orð þurfa að vera einkunnarorð ekki aðeins Iðn- aðarmálastofnunarinnar, heid- ur bókstaflega allrar þjóðar- innar, og sérstaklega þeirra er að framleiðslustörf- um vinna. Það hvort þjóðinni tekst að tileinka sér þessi orð ræður úrslitum um það, hver lífskjör þjóðarinnar verða. í ræðu, sem Sverrir Júlíusson . flutti fyrir nokkru á aðalfundi Landssambands íslenzkra útvegs- manna, komst hann að orði á þessa leið: — Það er höfuðnauð- syn að allir, er að fiskframleiðslu vinna, hafi það hugfast, að þeir eru að handleika matvöru, sem hægt er að skemma. Allir verða að temja sér, við hvaða þátt framleiðslunnar, sem þeir starfa, að ítrustu nákvæmni og vand- virkni sé gætt. Þetta var sagt um fiskiðnað- inn, en gildir jafnt um allan iðn- að og er það eitt meginhlutverk Iðnaðarmálastofnunarinnar að vinna að þessu bæði með vís- indalegum rannsóknum á fram- leiðsluháttum, með menntun iðn- verkamanna og með því að halda uppi almennu gæðamati. Hér eins og víða annarsstað- ar er geysilegum verðmætum kastað á glæ árlega vegna þess að starfið er ekki unnið af nógu mikilli natni og vandvirkni, nýt- ing hráefnis, aðbúð iðnverka- manna, fyrirkomulag fram- leiðslutækja látið ráðast af handahófi og markað af skamm- sýni. Það verður hlutverk hinn- ar nýju Iðnaðarmálastofnunar að berjast við þessi mein. Og nú þegar sést fyrsti árangurinn af störfum henn- ar. Það var eitt af undirbún- ingsstörfum Iðnaðarmála- stofnunarinnar að ungur iðn- aðarverkfræðingur, Sveinn Björnsson, athugaði starfs- skilyrði ullarprjónlesiðnaðar- ins í landinu. Er þar um að ræða athyglisverða skýrslu, sem bendir vægðarlaust, en algerlega án allrar hlutdrægni á f jölmargt, sem ábótavant er í þessari iðngrein. Það kann að vera að ýmsar breytingarn- ar virðist kostnaðarsamar, en þó kemur í ljós að sá kostn- aður er aðeins smáræði gegn þeirri sóun, sem röng starfs- skilyrðí hafa í för með sér. En að sjálfsögðu hefði verið bezt að geta notið hinnar tæknilegu tilsagnar fyrir- fram. Það hlýtur að verða þýðingar- mesta verkefni Iðnaðarmálastofn unarinnar að veita upprennandi iðnfyrirtækjum slíka tæknilega tilsögn fyrirfram og í upphafi atvinnureksturs. Iðnaðarmála- stofnunin á að halda kyndlinum á lofti fram á veg og sýna nýjar brautir fyrir íslenzkan iðnað. Við stöndum á morgni ís- .lenzkrar iðnaldar. Þegar áburð- arverksmiðjan í Gufunesi byrjar starfsemi sina verða merkileg þáttaskil. Þar er upphaf stór- kostlegs verksmiðjuiðnaðar. Það ^ UR DAGLEGA LIFINU hefur verið talað um það að framleiðsla áburðarverksmiðj- unnar spari okkur milljónaupp- hæðir erlends gjaldeyris. Hitt er þó engu þýðingarminna, að I hún mun venja okkur við og kenna okkur efnaiðnaðinn. Frá : henni munu fáanleg ýmis önnur hráefni en áburður sem verð- ur aftur grundvöllur fyrir miklu víðtækari iðnaði öðrum. Yfir allri þróun þessara mála þarf Iðnaðarmálastofn- unin að vaka. Hún verður að hafa frumkvæðið, þar sem þess er þörf og annarsstaðar verður hún stöðugt að hafa á reiðum höndum tæknilegar leiðbeiningar. í sumum til- fellum er hægt að afla þeirra leiðbeininga innanlands, en í öðrum getur verið nauðsyn- legt að leita til annarra þjóða um fræðslu. Við þurfum ekk- ert að fyrirverða okkur fyrir það, því að sjálfsögðu eru aðrar þjóðir komnar miklu lengra okkur í iðnþróun. En það verður einmitt einn veigamikill þáttur í starfi Iðn- aðarmálastofnunar að eiga samstarf við aðrar þjóðir og fá hingað til lands tækni- menntaða sérfræðinga á ýms- um sviðum til að kenna fs- lendingum handbrögðin. Hún fer að vís.u ekki stórt af stað, fyrstu fjárveitingar til stofn unarinnar eru ekki háar að krónutölu. Þrátt fyrir það er j víst óhætt um það, að Iðnaðar- | málastofnunin verður ekkert stundarfyrirbrigði. Hún er kom- in á stofn og óskandi að hún eigi eftir að starfa að mörgu þjóð- þrifamáli. Skólavikan BÖRNIN eru hverju þjóðfélagi dýrmætasta eignin. Foreldrar leggja allt á sig til þess að búa sem bezt í haginn fyrir börnin og hið opinbera, ríki og bæjar- félög leggja og fram sinn skerf á mísmunandi hátt eftir efnum og ástæðum. Hér í Reykjavík er árlega varið milljónum króna til barnaskólahalds, fyrir rúmlega 6000 skólabörn sem daglega koma til náms og starfa í barnaskólum bæjarins. Hið andlega vald skólanna yfir börnunum er mikið. Stundum er jafnvel talið að skólarnir séu að togast á við heimilin um börnin, svo ætti þó ekki að vera, heldur er það eðlilegt að samstarf skól- anna og heimilanna sé náið, því var það að skólavikunni við barnaskólána var komið á. — Það er öllum foreldrum og forráða- mönnum skólabarnanna nauð- synlegt að kynnast hinu marg- þætta skólastarfi af eigin raun. Slíkt er til gagns fyrir báða aðila og af þeirri reynslu, sem fæst nú má vænta þess að áframhald verði á og hér verði um fastan lið að ræða á hverju skólaári. En svo að árangur megi nást og bæta megi úr ýmsum þeim ágöllum í skólastarfinu og rökstuddir verða, hefur^ verið á það bent að stofnun foreldrafélaga í hinum ein- stöku skólahverfum muni heppilegasta leiðin til þess að skapa samstarf milli heimil- anna og skólanna, sem byggt sé á skilningi og gagnkvæm- um skilningi á kröfum heim- ilanna til skólanna og kröfum skólanna til foreldra. i ★ Duttlungafullar drottn- ingar — Katrín önnur, keisara- inna í Rúss- landi hafði það fyrir sið að láta eina af þjónustustúlk- um sínum kitla iljar sínar þegar hún vildi hvílast reglulega vel. — Anna Boleyn, önnur drottn- ing Hinriks VIII. Bretakonungs gekk alltaf með hanzka, til þess að leyna því, að hún hafði sex fingur á annari hendi. — Þannig komst það í tízku, að konur þeirra tíma bæru hanzka einnig innanhúss. ^JÍrinaek, — Gómsætasti réttur sem Cleopatra Egyptalandsdrottning borðaði var melóna. Melónuna kryddaði hún með lauk. ★ Að drekka undir saftina Starfsfélagar gengu saman eft- ir Austurstræti að afloknu starfi um kvöld. Umræðuefnið var ekk- ert sérstakt, heldur öllu frekar ! allt og ekki neitt. Flöskusafnari með alla vasa fulla af flöskum gekk framhjá og þá sagði einn starfsfélaganna: 1 — Ég hef lengi talið það eina VdvaL ancli dnfc K Um styttu Jóns Sigurðssonar. ÆRI VELVAKANDI! Viltu gjöra svo vel að koma þessari orðsendingu á framfæri fyrir mig: Á miðjum Austurvelli stendur stytta Jóns Sigurðssonar á háum stalli og horfir móti dyr- um Alþingishússins. Höfðingleg- ur og svipmikill stendur hinn ástsæli forseti þarna steyptur í málm, og öllum þykir mikið til myndarinnar koma og fagna fögrum umbúnaði hennar þarna í hjarta bæjarins. En mér finnst ekki nógu vel fylgzt með ástandi myndarinnar sjálfrar, því að nú er hún svo illa á sig komin af spanskgrænu, að hörmung er á að líta, og er það sérstaklega áber- andi þegar hún er upplýst á kvöldin. Auðvelt úr að bæta. EG TEL víst, að þeir, sem þarna eiga hlut að máli um eftirlit og umhirðu standmyndarinnar hafi ekki hugsað út í þetta. En auðvelt er úr þessu að bæta með því að láta þvo myndina úr salt- a ar: smekkleysið hefur einnig komizt inn í málið um orðið skjalaþýð- andi, þar sem hin rétta mynd orðsins er skjalaþýðari. Loks orð- ið lesandi í stað hinnar fornu myndar lesari. íslendingar viljum vér allir vera og ynnuð þér þarft verk, með því að ljá þessu máli lið“. sýru og skola hana strax á eftir með rennandi vatni. Annars má vel vera, að nú sé til eitthvert betra efni til þessara hluta. Verður hér vonandi hafizt handa um aðgerðir mjög bráð- lega, eftir að á þetta hefur verið bent, því að ólíklegt er, að nokk- ur vilji hafa myndina í því á- standi, sem hún nú er í. — Og að lokum vil ég spyrja um það, sem oft hefur verið spurt um áður: — hvers vegna er ekki nafn forsetans sett á fótstall styttunnar? — Kj. Ó.“ Osmekklegar orðmyndir. M SKRIFAR eftirfar- „Nú er tækifæri til að útrýma miður smekklegri orðmynd úr íslenzku máli. Á Alþingi er til meðferðar frumvarp til laga um svokallaða löggilta endurskoð- endur. Orðið endurskoðandi hef- ur tvær áherzlur: end og and, en skoð, sem í rauninni er aðalatrið- ið, verður áherzlulaust. — Rétt mynd þessa orðs er endurskoðari með áherzlu á end og skoð. Þá losnaði maður um leið við hina bjánalegu orðmynd, endurskoð- endi, sem oft heyrist. Sama Málvenjan helgar notkunina. ÞETTA sagði bréfritari minn, M. Th. Ég hef leitað álits hjá einum hæfum málfræðingi og er hann M. Th. sammála um fæst. Áherzlurnar, eins og bréfritari vill hafa þær, eru mjög hæpnar, segir hann og gagnstætt því sem gerist í venjulegu talmáli. Að því er varðar seinni orðhlutann, -skoðari, virðist hann engin frekari rétt eiga á sér en -skoð- andi, nema síður sé. Nafnorðs- endingin -ari er upphaflega að- eins til í tökuorðum, mynduðum af nafnorðum, svo sem fiðlari, af fiðla, og sögnum, sem enda á -aði í þátíð, t.d. kallari, af kalla. Orðið náttúruskoðari virðist vera þ.að eina, þar sem orðmyndin -skoðari hefur orðið -skoðandi yfirsterkari. Hinsvegar er orðmyndin -þýð- ari, hæpin þ. e. hún er mynduð af sögninni að þýða — í þátíðinni: þýddi. Það er rangt, að orðmyndin lesari sé fornari en lesandi. Sú fyrrnefnda er ekki gefin í fornu máli — og á það einnig við um skoðari. Það virðist því alger ó- þarfi af M- Th. að amast við orð- myndunum -skoðandi, -þýðandi, lesandi o. s. frv. enda hefur hér einnig málvenjan helgað notkun þessara orða. Þorgrímr flytr sei®. 3| ÞAT er næst tn tiouiua, at Börkr kaupir at Þorgrími nef at hann seiddi seið, at þeim manni yrði ekki at björg, er Þor- grímr hefði vegit, þó at menn vildi duga honum. Oxi níu vetra gamall var honum gefinn til þess. Nú flytr Þorgrímr fram seiðinn ok veitir sér umbúð eftir venju sinni ok gerir sér hjall, ok fremr hann þetta fjölkynngilega með allri ergi ok skemilskap. Varð ok sá hlutr einn, er nýnæm- um þótti gagna, at aldri festi snæ útan ok sunnan á haugi Þorgríms ok eigi fraus, ok gátu menn þess til, at hann mundi Frey svá ávarðr fyrir blótin, at hann myndi eigi vilja, at fröri á milli þeirra. — (Úr Gísla sögu Súrs- sonar). Ánægður mað- ur er aldrei fá- tækur, — ó- ánægður mað- ur er aldrei ríkur. af höfuðskyldum eiginmannsins að drekka nægilega mikið til þess að konan ætti flöskur undir saft- ina. Hlátur meðal hinna. Og síðan bætti annar við: — Og taka nægilega mikið í nefið til þess að konan eigi gler- glös undir sultuna. ★ Fuglasöngur í lofti Eftir því, sem við kynnumst söngfuglunum betur og fáum auk in tækifæri til þess að athuga hvers þeir eru megnugir, þeim mun meiri verður undrun okkar yfir getu þessara smáu dýra. Nokrir Bandaríkjamenn hafa ný- lega notað mjög nákvæmt hljóð- ritunartæki til þess að „rita nið- ur“ söngraddir fuglanna. Á þann hátt hafa þeir komizt að raun um, að fuglarnir syngja miklu meira og söngur þeirra er miklu fullkomnari en menn hafa til þessa rennt grun í. Það er langt frá því að mannseyrað heyri all- ar „söngtrillur“ þeirra. — Svo ef að við staðnæmumst til þess að hlusta á fugl syngja sitt „ein- falda“ lag, getum við verið viss um, að fuglinn er að syngja lítið kórverk, þrí- eða jafnvel fjór- raddað í senn. En við heyrum að- eins lítinn hluta tónanna. Hljóð- ritunartækið hefur sannað, að margir fuglar geta sungið í 4 tón- hæðum samtímis. Hvernig fugl- arnir fara að þessu, er mönnum enn hulin ráðgáta. ★ Lengi g'etur vont versnað Tileinkað vélritunarstúlkum á því herrans ári 1953: Tveir deild- arstjórar sama stórfyrirtækis sátu saman við matborð í mat- stofu fyrirtæk- isins. Þeir báru öll merki sem einkenna Þá er samvizku- samlega hafa unnið um áratugi, aldrei hlíft sjálfum sér, en eru ýmsu vanir, hvað það snertir, hjá öðrum. „Það tekur mjög á taugar mín- ar“, sagði annar, „þegar vélrit- unarstúlkurnar á skrifstofu minni blístra allan liðlangan dag- inn „meðan þær vinna“. — „Þér ætti nú ekki að leiðast það“ svaraði hinn. „Stúlkurnar á minni skrifstofu láta sér nægja að blístra“. ★ Leggist niður — og stækkið Mannlíkaminn er styttri þegar maðurinn stendur uppréttur en þegar hann liggur. Orsök þess er að finna í því að vatn sem er í smáæðum milli hryggjaliðanna þrýstist út þegar maðurinn stend ur upp. Breytist þannig líkams- lengdin jafnvel um nokkra senti- metra. ★ Fljótfærni í Hyderabad í Indlandi fögn- uðu blöðin því ákaft að í fyrsta skipti hefði járnbrautarlest kom- ið á réttum tíma á ákvörðunar- stað. — Daginn eftir kom það í ljós, að lestin hafði verið ná- kvæmlega 24 stundum á eftir áætlun. i Afli Akranesbála AKRANESI, 26. nóv.: — Þrír líniibátdr voru á sjó frá Akranesi í dag, Keilir fékk 5 xk tonn, Reyn- ir 5 og Fylkir 4. Fiskilagið vaT svipað hjá öllum bátunum. Helm- ingur aflans var þorskur og hinn helmingurinn ýsa. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.