Morgunblaðið - 27.11.1953, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIB
Föstudagur 27. nóv. 1953 j
LJÓNSÐ OC LJÍMBMÐ
EFTIR E. PHILLIPS OPPENHEIM
Framhaldssagan 40
hvæsi — „ef nokkur lifandi mað-
ui lyftir einum fingri gegn henni,
af hvaða ástæðu sem er, þá skal
hann til helvítis, eða þið allir.
Svo sannarlega, sem ég heiti
Tottie Green“.
Það varð óheillavænleg þögn.
Reuben þurrkaði sér um ennið.
Hann dró andann órólega um
stund. Svo fleygði hann sér í stól
og kveikti sér í vindling.
„Þú þarft ekkert að óttast,
Tottie“, sagði hann. „Enginn okk-
ar skerðir hár á höfði hennar".
Reuben þagnaði og virti fyrir
sér tóbaksreykinn.
„Hvað sem líður Meyjartárinu,
þá ættum við að gera útaf við
Ðavid í kvöld“, tilkynnti hann,
„og þar sem við verðum fjórir
u<n hann, hefur hann ekki
s^ugga af líkum til að sleppa.
Hann er sama sem úr sögunni.
En þú verður að sætta þig viff,
að Meyjartárið er okkur tapað.
Við ættum ekki að eiga nein
kaup við David. Hann verður að
drepast, hvað sem öðru líður“.
|„Ég þoli ekki að heyra þetta“,
uíraði Tottie Green. „Ég get sagt
þér, að Grimes vill óður fá stein-
itín. Belle hefur hann út úr
David. Gefið henni sinn tíma, og
h&n fær hann“.
„Hvað segir Grimes?“ spurði
Reuben.
„Hundrað og fjörutíu þúsund
I>und“, sagði Tottie hægt. „Hugs-
aðu um það, Reuben. „Og hann
veit hvar steinninn er, bölvað
svínið!“
„Við höfum ekki reynt hjúkr-
unarheimilið“, sagði Reuben.
Tottie sagði ekkert, en hann
andaði þungt og horfði ákaft á
undirmann sinn.
„Það er enginn, sem ég vildi
heldur kála en David“, hélt Reu-
bén áfram. „Ég skyldi með glöðu
géði sparka úr honum líftórunni.
En hvað er unnið við að sálga
hfmum áður en við erum búnir
að fá út úr honum það, sem við
viljum, þegar við getum gert það
strax á eftir? Meðan hann er
lifandi, er von um að ná í Meyj-
artárið, Tottie. Því ekki stúta
honum eftir að við höfum náð í
í>að?“
„Hlustaðu nú á mig, Reuben“,
sagði Tottie. „Við skulum bíða
jtieð að taka ákvörðun um David
rétt í bráð. En hvað áttu við með
því, að þú treystir ekki Belle?“
„Ég held hún sé veik fyrir
Ðavid“, sagði Reuben hörkulega.
„Ég sá hana í gærkvöldi, upp-
dubbaða eins og prinsessu í dans-
salnum í Milan. Dave var þar,
og hún mændi á hann. Ég heyrði
hana hvisla, að hún þyrfti að tala
við hann. Hún dansaði við hann
eins og þau væru í Buckingham-
höllinni. Þau töluðu ekki margt
saman, ég horfði á varir hennar.
Þegar hún kom að borðinu, vissi
ég að hún hafði það í huga. Hún
ætlaði að ljóstra upp um fyrir-
ætlun okkar — til að bjarga
Ðavid".
„Þú ert bölvaður lygari“, sagði
Tottie. „Það myndi Belle aldrei
gera“.
„Ásftangin kona gerir hvað
sem er“, fullyrti Reuben.
„Og þú situr hér og gerir ekk-
ert við því?“ sagði Tottie.
„Ég hef gert það, sem ég get“,
svaraði Reuben. „En David læt-
ur ekki leika á sig nú orðið. Ég
laumaði einni lítilli töflu frá
Nadol í glasið hennar — láttu
þér ekki verða svona bilt við.
Tottie. Það gerir henni ekkert
til, en hefði hún drukkið allt úr
því, hefði hún ekki rankað við >
%ér fyrr en á sunnudag. Dave sá •
það. Munaði minnstu að þarna
yrði hneyksli. Hann þreif glasið
og lét ná í lækni. En sem betur
fer kæra þeir sig ekki um að láta
bera á svona atburðum á fínum
stöðum, og meðan verið var að
þagga þetta niður, laumaðist ég
burt. Ég sendi Nadol og hjúkr-
unarkonuna okkar þangað, en ég
er hræddur um að gistihúslæknir
inn verði þeim til óþæginda. En
hún er að minnsta kosti örugg til
kvölds. Þess vegna kom ég til að
tala við þig“.
Tottie Green dró upp hreinan
vasaklút og leit.á hann með við-
bjóði. En hann neyddist til að
þurrka af sér svitann með hon-
um.
„Reube“, sagði hann, „þetta er
erfitt mál, en reyndu ekki að
telja mér trú um að Belle svíki
okkur“.
„Það má vera að hún ljósti
ekki upp um okkur“, viður-
kenndi Reuben, „en ég trúi hún
hefði reynt að forða David frá
okkur í kvöld, hefði hún getað.
En hér eftir getur hún ekkert að-
hafst“.
Tottie Green klóraði sér á hök-
unni. Hann horfði rauðum, refs-
legum augum á unga manninn.
„Ég held þú sért óður af af-
brýði, Reuben", sagði hann. „Ég
er með því að David sé hafður í
viku á Hjúkrunarheimilinu. Við
höfum ekki enn haft með þann
mann að gera, sem ekki hefur
opnað munninn þar. Þið megið
gera við hann hvað sem þið vilj-
ið, en fyrst verðum við að fá
Meyjartárið“.
□—O—□
Það varð allt í einu hljótt í
löngu, auðu stofunni — leynileg-
asta fundarstað Lambanna. Það
var þögn óttans — þögn, þar sem
menn halda niðri í sér andanum
og telja sekúndurnar. Fundar-
menn sneru sér allir að dyrun-
um. Flestir fóru með höndina inn
á sig eftir földum hlut. Tim þorsk
ur stóð á fætur með illilega
skammbyssu í hendinni. Reuben
var sá eini, sem talaði, eða
reyndi að gera eitthvað. Hann
hvíslaði skipunum sínum lágum
rómi.
„Númer eitt, sæktu kassann.
Kastaðu ekki fyr en ég segi til.
Númer sjö, stattu hjá kjallara-
dyrunum.
Einn mannanna dró fram kassa
úr leynihólfi undir gólfdúknum.
Annar stappaði á rbálmplötu,
sem einnig var falin undir gólf-
dúknum úti í horni, en þá opn-
uðust leynidyr á veggnum. Allir
hlustuðu í ofvæni. Þungt fótatak !
heyrðist í leynistiganum, ein- j
hver, sem þegar hafði orðið að
fara gegnum þrílæstar dyr. Fóta- j
takið lýsti ekki þeirri varúð, sem
ætla mátti af þeim, sem væri á
leið til leynifundarstaðar misk-
unnarlausra glæpamanna. Það
var drepið á dyr, sem voru gerð-
ar til að þola dynamitsprengjur,
og lykli heyrðist stungið í skrána
að utan. Um leið kviknaði á
sterku rafljósi yfir dyrunum, en
önnur ljós í stofunni dofnuðu,
svo að gesturinn var baðaður í
ljósi um leið og hann opnaði dyrn
ar. Það var Tottie Green.
„Jæja, piltar“, sagði hann rám-
ur og hallaði sér fram á tvo stafi.
„Mér fannst rétt að líta inn til
ykkar áður en þið færuð í þennan
leiðangur. Þarf líka að segja við
ykkur nokkur orð“.
Hann ýtti Reuben til hliðar og
settist í stólinn við borðsendann,
og horfði á undrandi andlit
manna sinni.
„Þú hefðir getað látið okkur
vita, að þú ætlaðir að koma“,
nöldraði Reuben.
„Ákvað það ekki fyrr en rétt
áðan“, svaraði Tottie Green og
hélt áfram að virða fyrir sér liðs-
mennina. „Ég vildi bara minna
ykkur á hver stjórnar þessum
hóp. Nú orðið er ég ekki liðtæk-
ur við verk, eins og þið eigið
fyrir höndum í kvöld, en ég er
jafn handfljótur og hver ykkar
og gæti ennþá boðið þeim bezta
ykkar út“.
IJppreisnin á Pintu
eftir Tojo
22
Mennirnir voru nú orðnir mjög aðþrengdir. Þegar komið
var undir kvöld lézt Philip stýrimaður, og þá höfðu þeir
félagar ekki lengur neinn, sem gat leiðbeint þeim um hvert
halda skyldí. Reyndar gátu þeir ekki róið bátnum lengur
sökum þess, hversu aðþrengdir þeir voru.
Nóttin leið og enn sást ekkert land. Nú var úthlutað síð-
asta vatnsskammtinum, en vatnið hafði síðasta sólarhring-
inn ekki naégt til að fullnægja sárasta þorstanum. í birtingu
um morguninn glaðnaði heldur en ekki yfir bátsfélögun-
um. Það var þegar einn hásetinn stóð allt í einu upp í bátn-
um og benti út fyrir borðstokkinn á stjórnborða, og sagðist
sjá land.
Þeir, sem voru ekki með öllu orðnir þreklausir, stóðu
einnig upp og góndu út á sjóinn. Jú, þarna langt í burtu
virtist vera einhver þúst. — Það var eins og þrek færðist í
mennina, þegar þeir komu auga á þessa þúst. Þeir gripu til
áranna og tóku til að róa, en hægt miðaði þó áfram.
Þústin, sem þeir höfðu komið auga á, smáskýrðist, og
undir kvöld hafði þá mjakast það áfram, að þeir voru
búnir að ganga úr skugga um, að hér var um eyland að
ræða.
Þeir héldu róðrinum áfram eftir því, sem kraftar þeirra
leyfðu. Þó þurftu þeir að hvíla sig oft, en báturinn smá-
mjakaðist í áttina til eyjarinnar.
Um nóttina gáfust tveir menn upp og féllu örendir niður
á botn bátsins. Þá voru þeir ekki orðnir nema 5 eftir af
skipverjum Pintu, en það var James, karlmennið mikla,
Charles, sem reynst hafði afbragðsvel í raunum skipverja,
og þrír hásetar, sem allir voru karlmenni að burðum.
Daginn eftir skriðu tveir menn upp í volgan sandinn á
Samkvæmis-
kjdlar
síðir og stuttir,
fyrir 1. desember
dansleikina.
qjtfo*
^4&alátrcetL
JÓLA
ÁVEXTIRNIR
koma til landsins með Arnarfellinu
ca. 12.—14. desember.
APPELSINUR
EPLI
GREIPALDIN
MANDARÍNUR
MELÓNUR
SÍTRÓNUR
NIÐURSOÐNAR APRÍKÓSUR
í 3 kg. dósum, góðar og ódýrar.
Get enn tekið við pöntunum á eplum og
apríkósum. Allt annað uppselt.
Heildverzlun
BjÖrgvins Schram
Símar 1653 og 82780.
A
»■*
■*
S
10—25% afsláttur
Til 6. des. n. k. sel ég, ef birgðir endast ,með 10—25%
afslætti allskonar álnavöru og tilbúinn fatnað, svo sem:
Amerískt prjónasilki ca. kr. 57,00 í kjólinn, taft,
rayonulSarcfni, organdine, orlon, strigaefni, ísl. tvist-
tau o. fl. — Ennfremur manchettskyrtur, náttkjóla og
náttjakka, ýmiskonar prjónafatnað o. m. fl.
Notið tækifærið og gerið góð kaup.
VERZLUNIN BJÓLFUR
Laugaveg 68 — Sími 82835