Morgunblaðið - 27.11.1953, Blaðsíða 16
Yeðurúlli) í dag:
NA-stormur, heldur læjandi í dag
271. tbl. — Föstudagur 27. nóvember 1953
Læknasfcipan
á landsbyggðinni. Sjá grein P. V.
G. Kolka á bls. 9.
Trillu frú Dulvík sukn-
ai með tveim mönnum
AKUREYRI, 26. nóv. — Um lágnættið í nótt reru nokkrar trillur
frá Dalvík. Þrjár þeirra réru út fyrir minni Eyjafjarðar og norð-
frá Dalvík. Þrjár þeirra réru út fyrir mynni Eyjafjarðar og norð-
austan stórveður og sneru bátarnir þá heim á leið. Einn þessarra
þriggja báti náði til Hríseyjar, annar kom til Dalvíkur kl. rúmlega
sex í kvöld, en hins þriðja er saknað og er óttast um hann. —
Tveggja manna áhöfn er á bátnum.
Trillan, sem kom til Dalvíkur*---------------
Jtl. 6 í kvöld er tvö tonn að
stærð og voru tveir menn á
henni. Formaður er Tómas Pét-
ursson, rúmlega tvítugur mað-
ur. og háseti Viðar Jónsson, á
Svipuðum aldri, báðir frá Dal-
vík.
Fiskiþmgið var
FRÁBÆRT AFREK
Hrakningasaga þeirra félaga í
ofviðrinu er athyglisverð mjög.
Skáru þeir á línu sína kl. 1 í
dag og voru þá staddir út-austur
af Þorgeirsfirði. Áttu þeir eftir
eina lóð úti, er þeir skáru á lín-
una. Stímdu þeir sem leið ligg-
nr að Gjögri, en þá bilaði vél
bátsins. Settu þeir þá upp „fokk-
una“ og sigldu á henni allt til
Dalvíkur. Telja sjómenn það frá-
bært afrek í slíku óveðri, stórsjó
t>g blindhríð, ekki sízt er svo
ungir menn áttu í hlut.
— Vignir.
sett í gær
Fiskiþingið var sett í gær. Setti
Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri,
þingið. Minntist hann andláts
þeirra Sveins Björnssonar for-
seta, Bjarna Eggertssonar, Eyrar-
bakka, Árna Gíslasonar,_ fyrrv.
yfirfiskimatsmanns á Isafirði,
Óskars Halldórssonar, útgerðar-
manns og Finns Jónssonar, alþm.
sem allir voru fyrrverandi Fiski-
þingsfulltrúar. Ennfremur minnt
ist fiskimálastjóri þeirra sjó-
manna, sem látizt hafa.
Fundarstjóri var kosinn Ólaf-
ur B. Björnsson og Árni Vil-
hjálmsson til vara. Ritari Ásberg
Sigurðsson og Arngrímur Fr.1
Bjarnason vararitari.
Þessa mynd tók ljósmyndari Mbl. í gær í Hafnarfjarðarkirkju.
Ceysifjölmenn og virðuleg minn-
inuarathöfn í
Almennur ahugi fyrir skéla-
i vikunni meðal foreldranna
i
! Skólavlkunni lýkur í kvöld.
FORELDRAR og forráðamenn skólabarnanna hafa sýnt mikinn á-
huga fyrir Skólavikunni, okkur sem að henni stöndum til mik-
illar gleði, sagði Jónas B. Jónsson, fræðslufulltrúi, blaðinu í gær-
Þvöldi. — Milli 2700—2800 manns hafa heimsótt skólana og
l.ynnzt betur en áður skólastarfinu. Skólavikunni lýkur í kvöld.
HAFNARFIRÐI — í gær fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju minn-
ingarathöfn um skipverjana, sem fórust með vélskipinu Eddu, og
útför Alberts Egilssonar og Sigurjóns Guðmundssonar. — Var
jarðarförin ein allra fjölmennasta, sem fram hefir farið hér í bæ.
— Meðal viðstaddra voru forsetahjónin og séra Bjarni Jónsson,
sem nú gegnir embætti biskups.
Olínskip
i hseltu við
mm
Oariirisey
Tvö sfcip voru fcomin
því fii aisfoöar
I GÆRKVÖLDI var komið i
óefni fyrir 17000 tonna olíuskip-
inu Linda, sem var að losa olíu
í olíustöð Esso í Örfirisey. —
Skipið lá bundið og stóð vind-
urinn þvert á hlið þess en hann
var af norðaustri í gærkvöldi og
veðurhæðin 8 til 9 vindstig.
Legufæri skipsins munu hafa
slitnað eða skipið dregið þau,
en við það slitnaði olíuleiðslan í
land í sundur.
Dráttarbáturinn Magni fór
skipinu þegar til hjálpar. Síðar
í gærkvöldi kom togarinn Hval-
fell inn og fór hann einnig til
aðstoðar olíuskipinu. Var verið
að reyna að koma því þarna frá
eyjunni. Skömmu fyrir miðnætti
var allt við hið sama að sjá frá
landi.
Hvalfell hafði sett vír í stefni
skipsins og mun hafa verið hug-
myndin að sveigja það svo til
að stefnið stæði beint upp í vind-
inn. — Skammt er frá Örfirisey
út í skipið og vindurinn stend-
ur beint upp á eyjuna.
Skólastjórarnir hafa kostað
kapps um að gestirnir fengju að
kynnast sem flestu og sjá með
eigin augum. Hafa .gestirnir m.
a. verið viðstaddir kennslu-
stundir.
í fyrradag kom einn gestanna
færandi hendi í Langholtsskólann
Maður þessi, Gunnar Magnússon,
Kambsvegi 52, sem um langt
skeið var sjómaður, færði skól
anum að gjöf ýmsa náttúrufræði-
lega gripi, sem skólastjórinn
þakkaði.
GESTABÆKUR
í fyrradag munu alls um 1000
gestir hafa komið í skólana alla,
en í gær var miklu meiri að-
sókn og komu þá allt að 1700
Skóladrengir
eyðileggja brauð
SKÓLADRENGIR 12 ára gamlir,
gerðust í gær sekir um mjög
vítavert framferði í mjólkur- og
ferauðsölubúð á horni Bergþóru
g'ötu og Vitastígs.
Drengirnir ruddust inn í búð-
ina allmargir saman og gripu þar
hverskonar brauð og kökur og
hlupu með það út á götuna og
ttóðu undir fótum sér.
Konan í búðinni neyddist til að
kalla á lögregluna til aðstoðar.
Einn drengjanna bar að heill
bekkur hefði verið að verki. Mál
þetta mun síðan hafa verið af-
hent rannsóknarlögreglur.ni, því
hcr var um að ræða allmikið
yetðxnæti sem eyðilagt var. .
manns. í gær tóku skólarnir það
upp hjá sér í sambandi við
Skólavikuna, að fá foreldrana til
að skrifa í gestabók. Nokkrir
gestanna sem komu í gær, komu
einnig fyrsta daginn.
í DAG
í kvöld verða Skólavökur fyr-
ir foreldrana í Melaskóla, Laug-
arnesskóla og í Langholtsskól-
anum. Verða þar m. a. flutt er-
indi um skólamálin. í Austur-
bæjarskólanum og Miðbæjar-
skólanum verða flutt erindi kl.
11 árd. og 3 síðd.
KARLAKÓRINN Fóstbræður
efnir til samsöngva n. k. sunnu-
dag og mánudag, 29. og 30. nóv.,
, og fimmtudaginn 3. des. í Aust-
^urbæjarbíó, fyrir styrktarfélaga
kórsins. Nokkuð af aðgöngumið-
' um verður selt að samsöngnum
j 3. desember.
I Söngstjóri kórsins er Jón Þór-
arinsson, tónskáld, en einsöngv-
arar Ásgeir Hallsson, Gunnar
Kristinsson og Sigurður Björns-
son. Auk þess aðstoða með
undirleik Carl Billich píanóleik-
ari og Ernst Norman, er leikur
á flautu. —
Agnar Kotoed-Han-
sen formaður Ferða-
málafélags Rvíkur
FERÐAMÁLAFÉLAG REYKJA-
VÍKUR var stofnað á fundi í
Tjarnarkaffi s.l. mánudagskvöld,
en aðalhlutverk félagsins er að
skapa skilyrði fyrir auknum
straum erlendra ferðamanná til
landsins.
Um 70 manns voru á stofn-
fundinum. Fundarstjóri var Lúð-
víg Hjálmtýsson, en Sigurður
Magnússon, kennari, hafði fram-
sögu fyrir hönd undirbúnings-
nefndar.
Formaður félagsins var kos-
inn Agnar Kofoed-Hansen, en
aðrir í stjórn: Asbjörn Magnús-
son, Gísli Sigurbjörnsson, Hall-
dór Gröndal og Lúðvíg Hjálm-
týsson. Varastjórn: Eggert P.
Briem og Njáll Símonarson.
* Athöfnin hófst með því, að
Páll Kr. Pálsson lék á kirkju-
orgelið Prelúdíu í E-moll eftir
Bach. Þá söng söngflokkur
kirkjunnar sálminn „Á hendur
fel þú honum“. Því næst flutti
séra Garðar Þorsteinsson minn-
ingarræðu. Guðm. Jónsson,
óperusöngvari, söng sálminn j
„Vertu Guð faðir, faðir minn.“'
Kirkjukórinn söng „Ég lifi og ég
veit.“ Þá lék Þórarinn Guð-
mundsson á fiðlu sálminn „Kom
dauðans blær“ eftir Bach. Kirkju
kórinn söng sálminn „Hefjum
upp augu.“ Að lokum lék Páll i
Kr. Pálsson sorgarmarsinn úr'
Eroica-sinfóníunni eftir Beet-
hoven.
Sorgarblær hvíldi yfir minn-
ingarathöfninni, sem öll bar
merki virðingar og samúðar til
handa aðstandendum hinna vösku
drengja, er kvaddir voru í hinzta
sinn. — G.
Mikið veiðarfæratjón
Mta við fsafjarðardjúp
ISAFIRÐI, 26. nóv. — í gær var hér bezta veður og fóru flestir
bátar, sem byrjaðir eru róðra, á sjó í gærkveldi. Upp úr kl. 3 í
nótt gerði norð-vestan áhlaupaveður með snjókomu. Urðu bátarnir
þá fljótlega að yfirgefa lóðir sínar, en þeir voru þá rétt byrjaðir
að draga línuna.
MIKIÐ VEIÐARFÆRATJON *
Héðan frá ísafirði voru tveir
bátar á sjó, Pólstjarnan og Val-
týr. Pólstjarnan missti um 100
lóðir, en Valtýr um 60—70. Einn-
ig munu bátar í verstöðvum hér
í kring hafa misst meira eða
minna af veiðarfærum, eða frá
50—100 lóðir hver. Bátarnir
munu alls vera um eða yfir tíu.
Hver bátur rær nú venjulega
með 130-—140 lóðir. Mímir frá
Hnífsdal gat dregið mest af línu
sinni, eða 80 lóðir.
Sennilegt er, að veiðarfæra-
tjón þessara báta nemi allt að
fjórðungi úr milljón.
Líkur eru til að veiði hefði
orðið góð, ef veður hefði ekki
spillzt, þar sem Pólstjarnan fékk
hálft annað tonn af fiski á þær
40 ióðir, sem hún náði. — J.
Báfar í hrakningum
fyrir norðan
og vesian
BÁTURINN Freyja frá Súg-
andafirði, sem Slysavarnafélagið
lýsti eftir í gærkvöldi, komst inn
á Önundarfjörð í var um kl. 10
í gærkveldi.
Tveir Siglufjarðarbátar, Nói og
Baldvin Þorvaldsson náðu ekki
landi í gærkvöldi. Annar var
kominn í landvar, en hinn ánd-
æfði 15 sjóm. norðvestur af
Sauðanesi, en þar var stórhríð
og þungur sjór. *
Egill rauði er með
9 daga gamlan fisk
MIKILS misskilnings gætti í
fregn þeirri, er blaðið birti í fyrra
dag í sambandi við veiðiför tog-
arans Egils rauða. Togarinn var
eingöngu með þorsk, en ekki
karfa og veiddi fiskinn hér við
land. Upphaflega var svo ráð fyr-
ir gert, að aflinn yrði seldur í
Bretlandi og þorskurinn því skor-
inn með það fyrir augum, að hann
færi til vinnslu á erlendum mark-
aði. Vegna þess var þorskurinn,
sem aðeins var níu daga gamall,
ekki tekinn til vinnslu á Norð-
firði. Egill rauði sigldi beint til
Þýzkalands og er þess að vænta,
að hann fái gott verð fyrir svo
nýjan fisk og góðan, svo fremi,
að markurinn verði þá ekki yf-
irfullur af nýjum ísfiski.
Fjölsótt námskeið
í lijálp í viðlögum
REYKJUM, Mosfellssveit: — Ný-
lega er lokið námskeiði í hjálp
í viðiögum, sem Kvenfélag Lága-
fellssóknar efndi til, en kennari
var Jón Oddgeir Jónsson. Nám-
skeiðið var haldið í Hlégarði og
sóttu það um 100 manns.
Síðasta kvöldið var ákveðið að
undirbúningur að stofnun slysa-
varnardeildar skyldi fram fara
hér í sveitinni. — jón.
Skákeinvigi Mbl:
Akranes-Keflavík
KEFLAVÍK
AKRANES
17. leikar Keflavíkur er: í
Ha8—c8 „J