Morgunblaðið - 06.12.1953, Blaðsíða 8
MOKGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 6. des. 1953
isttMðfrife
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stiórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason trá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3043.
Áúél^singar: Árni Garðar Kristinsson.
*
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu 1 krónu eintaklð.
Þýðingarmest: Styrkar varnir
ALLT frá því Winston Churchill
hélt hina kunnu Lugano-ræðu
sína í maí s. 1. hefur verið um
það talað að samstarf vestrænu
þjóðanna í utanríkismálum væri
að riðlast. Þetta birtist m. a. í
því að mikið hefur verið skrafað
um bandarisku utanríkisstefn-
una og hina brezku sem gagn-
stæðar skoðanir, sem stangist á.
Munurinn er fólginn í því
að Bretar með Winston Churc-
hill í broddi fylkingar létu í
ljós sterka trú á því að hin
nýja stjórn Malenkovs væri
friðsamlegri en hin fráfarandi
stjóm Stalins. í samræmi við
það vildu Bretar ganga langt
til móts við Rússa i fullu
trausti. Þeir vildu tafarlaust
ganga að ýmsum skilyrðum
kommúnista svo sem að komm
únista Kína fengi þegar sæti
hjá S. Þ. Þeir voru samþykkir
tillögu Rússa um að „hlut-
lausar“ þjóðir svo sem Rúss-
land, Pólland og Tékkóslóva-
kía hefðu íhlutunarrétt á frið-
arráðstefnu Kóreu o. s. frv.
Bandaríkjamenn voru varkár-
ari. Þeir þóttust snemma taka
eftir því að friðmælum Rússa
fylgdu litlar jákvæðar aðgerðir.
Fáeinar breytingar hefðu Rússar
gert á yfirborðinu, en andinn og
innsta eðli rússneska einræðis-
ins væri allt hið sama og áður.
Þeir vonuðust eftir því að Rúss-
ar sýndu friðarvilja sinn í verki
t. d. með því að hætta að styrkja
og halda uppi óaldarflokkum
kommúnista víða um heim. Þeg-
ar Rússar linuðu á ofbeldisat-
höfnum og fyrr ekki kváðust
þeir itreysta 'friðarviiðleitni úr
þeirri átt. Þeir ákváðu síðan að
setja nokkra prófsteina á raun-
verulegan friðarvilja Rússa og
nefndu sem dæmi, hvort friður
kæmist á í Kóreu og hvort frjáls-
ar kosningar yrðu látnar fram
fara í öllu Þýzkalandi.
Það var eðlilegt að vestrænu
þjóðirnar væru tortryggnar gagn-
vart Rússum. Það hefur og kom-
ið enn einu sinni í ljós að þrátt
fyrir fagurgala Rússa er heim-
urinn ekkert nær lausn stærstu
vandamálanna. Vonbrigðin vegna
áframhaldandi ofbeldisstefnu
Rússa hafa orðið þess valdandi
að Bretar hafa aftur færst nær
stefnu Bandaríkjamanna.
Miklar líkur benda til þess að
tilætlun Rússa með hinum fögru
loforðum hafi einmitt verið að
valda þeim skoðanaágreiningi
milli Vesturveldanna, að það
yrði sem óbrúandi gjá. Bak við
fögur loforðin virðist ekki hafa
búið samkomulagsvilji, heldur
illar hugleiðingar um að takast
mætti að sundra vináttu Breta
og Bandaríkjamanna. Alveg með
sama hætti hafa Rússar nú upp
á síðkastið sent fjölda orðsend-
inga, sem ætlað er það hlutverk
að hafa slík áhrif á stjórnmál
Vestur-Evrópu að þær heykist
á Evrópuhernum.
Um tíma virtist sem „vin-
áttu“ loforð Rússa hefðu vald-
ið ósamkomulagi milli tveggja
öndvegisþjóða Vesturlanda, en
við sjáum nú að skarðið sem
höggvið var í vináttubönd
þeirra var aðeins smávægi-
legt. Og hinir austrænu ein-
ræðisherrar munu sjá það, að
þótt Vesturveldin greini ein-
stöku sinniun á og sitt sýnist
hverju, að þá ná hinar sam-
eiginlegu rætur þeirra miklu
dýpra en svo að falsmælgi og
baktjaldamakk kommúnista
fái slitið þær.
Það hefur komið fyrir áður að
árásarstórveldi misreiknaði sig af
því að það gleymdi að taka með
í reikninginn að þegar á bjátar
þá standa lýðræðisþjóðirnar fast
saman.
Ráðstefna forustumanna Vest-
urveldanna sem nú er haldin á
Bermudaeyjum er einmitt til þess
fallin að svipta burtu öllum mis-
skilningi. Að sjálfsögðu greinir
forustumenina á, því að þarna
gilda ekki sömu lögmál lepp-
mennskunnar og tíðkast austan
járntjalds. En þarna mun koma
í Ijós að Vesturveldin greinir
ekki svo mikið á, sem Rússar
hafa viljað og vera láta.
Það er sennilegt að sam-
starf hinna vestrænu þjóða
1 muni styrkjast við ráðstefnu
• þessa. Lang þýðingarmesta
1 atriðið er að marka sameig-
I inlega stefnu gagnvart Rúss-
um. Er ljóst af fréttum af ráð-
stefnunni í gærkvöldi að eft-
ir margra mánaða reynslu
eru Vesturveldin orðin sam-
mála um það að órökstudd
bjartsýni kemur að engu
haldi. Þrátt fyrir breytingar
á ytra borði hins rússneska
heimsveldis sjást enn engin
rök fyrir því að Rússar hafi
lagt niður árásarhyggju sína
og á þessari staðreynd verða
vestrænar þjóðir að haga sér
ef þær vilja lífi og frelsi
halda.
Mikil viðbrigði
REYKVÍKINGUM og öðrum
þeim, sem njóta raforku frá raf-
orkuverunum við Sogsfossa, eru
að því mikil viðbrigði, að hafa
nú nægt rafmagn til hverskonar
þarfa sinna. Rafmagnsskömmtun
in, sem nauðsynlegt var að fram-
kvæma áður en Irafossvirkjunin
tók til starfa, hafði í för með sér
margvíslegt óhagræði, ekki að-
eins fyrir húsmæðurnar í bæn-
um heldur og fyrir iðnaðinn og
ýmsan annan atvinnurekstur. —
Þessum óþægindum er nú létt af
almenningi. Hið nýja orkuver
tryggir næga raforku næstu þrjú
ár. En þá er gert ráð fyrir að
virkjun Efra-Sogs verði langt
komið eða lokið. Hefur undir-
búningur að því mannvirki verið
í fullum gangi undanfarið.
I raforkumálum Reykvík-
inga hefur verið unnið af fyr-
irhyggju og dugnaði. Sjálf-
stæðismenn í bæjarstjórn og
á Alþingi hafa haft algera for
ystu um þær framkvæmdir.
Allt frá því, að hin fyrsta
Sogsvirkjun var hafin, hafa
þeir haldið upp sleitulausri
baráttu fyrir þessum miklu
hagsmunamálum bæjarbúa og
almennings í sveitum og þorp
um Suðurlands. Reykjavík
hefur þannig gengið á undan
um hagnýtingu vatnsaflsins
Þess munu Reykvíkingar á-
reiðanlega minnast er þeir
velja sér nýja bæjarstjórn í
lok janúarmánaðar n.k. Þá
skiptir það mestu máli, að
samhentir og starfhæfir menn
veljist til þess að stýra málum
bæjarfélagsins. Um það verða
allir frjálslyndir bæjarbúar að
sameinast.
í TILEFNI af bréfi „Leikhús-
vinar“ um Harvey í dálkum
Velvakanda í Morgunblaðinu í
fyrradag skal þetta tekið fram:
Enda þótt enginn leikdómari
hér í bænum ,annar en ég hafi:
látið í ljós þá skoðun beinum
orðum, að Elwood P. Dowd sé
ofdrykkjumaður, eftir því, sem
höfundurinn, Mary Cha.se,- lýsir.
honum í leikritinu, þá er síður
en svo, að ég standi einn gagn-
rýnenda uppi með þá skoðun. Á
ég um það samstöðu með mörg-
um viðurkenndum og. -mikilhæf-.
um leikdómurum og bókmennta-
fræðingum, erlendum, sem um
leikritið hafa skrifað auk Gassn-
ers, sem ég vitnaði í í leikdómi
mínum. I
í bók sihni: Revolution in Am- |
erican Drama (Columbia Uni-
versity Press N. Y. 1947, bls.
269), segjr Edmund M. Gagey,1
þekktur amerískur leiklistarfræð
ingur (dijamaturg): „ — — og
Harvey ertir Mary Chase, þar sem
„vaudeville“ leikarinn Frank Fay
lék meinláusan ofdrykkjumann
(alcoholic), er skeggræðir við
M HARVEY
stóra kanínu, sem er ósýnileg
öðrum en honum sjálfum".
Enn fremur segir Allardyce
Nicoll, prófessor í enskri tungu
og bókmenntum við háskólann
í Birmingham svo í hinni miklu
bók sinni, World Drama (G. G.
Harrap, Ltd., London 1951, bls.
901): „ — — hinsvegar skrifar
hin síðarnefnda (þ .e. M. Chase
í Haryey. g.kýring Gr.)
vel og af nærfærni um hinn við-
felda drykkjumann (drunkard)
Elwood P. Dowd-----“. Og um
kanínuna segir hann að hún sé
ofsjón (hallucination) Dowds.
Loks segir Harold Hobson, leik-
dómari Times í London svo um
leikritið Harvey í bók sinni
„Theatre 2“, (Longmann, Green
and Co., London, 1950, bls.
128): „— — Og leikritið viliir
einnig á sér heimildir. Elwood
P. Dowd er óstjórnlegur drykkju
maður (dipsomaniac, sbr. ensk-
ísl. orðabók Sig. Bogas.). Fólk,
VeU andi ikr'Var:
H
Ekki of mikið.
ÚSMÓÐIR á Sólvöllum skrif-
ar:
„Kæri Velvakandi!
Ég var alveg undrandi yfir að
lesa pistilinn þinn á dögunum
þar sem þú lætur í ljósi þá skoð-
un þína, að jólatréð í Bankastræti
komi viku of snemma upp, og
yfirleitt jólaútstillingarnar hjá
verzlunum. Ég álít, að þetta sé
mjög mikill misskilningur. I gær-
kvöldi var hjá mér smá gesta-
hópur og barst þetta í tal — all-
ir voru á einu máli um, að ég
skrifaði þér og andmælti þessu.
Það virðist ekki vera of mikið að
sjá logandi á fallegu jólatré í
skammdeginu í 3 vikur.
Hér liggur sá ósiður enn í
landi, að öll jólainnkaupin eru
gerð síðustu dagana fyrir jól. Er-
lendis byrja jólainnkaup og
jólaútstillingar jafnvel í septem-
berlok.
Minnir á jólainnkaupin.
JÓLATRÉÐ í Bankastræti ásamt
hinum sérstaklega skemmti-
legu og fallegu útstillingum í ná-
lægum verzlunum minnir mann
beinlínis á að fara að gera jóla-
innkaupin og fleira viðvíkjandi
jólunum, sem ella kynnu að
dragast á langinn. Og ekki skil
ég í, að blessuðum börnunum
finnist það of langur timi, sem
þau eiga þess kost að horfa á
fallega skreytta jólagluggana. —
Mættu fleiri verzlanir leggja auk
ið kapp á fjölbreytilegri jóla-
skreytingu en verið hefir hing-
að til.
Svo óska ég þér, Velvakandi
góður, gleðilegra jóla og hafðu
kærar þakkir fyrir pistilinn þinn,
sem ég les ætíð með því fyrsta
í Mogganum. — Húsmóðir á Sól-
völlum“.
Með bezta móti?
HÚSMÓÐIRIN er hæstánægð,
sömuleiðis gestir hennar. Það
er gleðilegt — og ágætt. Sjálfsagt
er fjöldinn allur á hennar máli.
Að því er gluggaskreytingar
verzlananna varðar, þá bendir
allt til, að þær ætli að verða með
mesta og bezta móti í ár.
Merkingafræði.
¥ llf SKRIFAR:
J 1*1 „Þetta er argasti áróður“
— heyrði ég að maður einn sagði
í gær. Hann var í allhörðum
kappræðum og átti greinilega við
að þetta væri „argasta lygi“. Ég
hefi tekið eftir því oftsinnis, sér-
staklega nú upp á síðkastið, að
þetta orð „áróður“ virðist notað
æ meir í þessari — neikvæðu og
Ijókkandi — merkingu. Hin upp-
runalega og hlutlæga merking
orðsins: áróður skips gegn stormi
og straumi, virðist hafa horfið
með öllu úr almennri notkun og
sveigzt all verulega frá hinni
venjulegu merkingu þess: áróður
— barátta fyrir einhverju sér-
stöku málefni eða hugsjón.
Verkefni fyrir
málfræðinga.
IDAGBLÖÐUNUM og í mæltu
máli virðist það nú orðið,
eins og ég sagði að ofan, aðeins
notað sem skammar og ádeilu
yrði.
Þannig er þessu farið með
mörg önnur orð í íslenzku máli,
sem of langt mál yrði um að
ræða hér. Merkilega lítill gaum-
ur hefir hingað til verið gefinn
að þessari hlið íslenzks máls.
Merkingafræðin er samt sem áð-
ur athyglisverður og lifandi
þáttur í öllum tungumálum. Is-
lenzkir málfræðingar eiga hér
mikið verkefni fyrir höndum.
— J. M.“
EYJÓLFUR býr nú ferð sína
heiman með níunda mann og
ferr til Geirþjófsfjarðar ok hittir
á bæ Auðar. Þeir finna eigi Gísla
þar ok fara nú um alla skóga at
leita Gísla ok finna hann eigi,
koma aftur til bæjar Auðar ok
býðr Eyjólfur henni mikit fé til
at segja til Gísla. En þat ferr
fjarri, at hún vilji þat. Þá heit-
ast þeir at meiða hana at nökk-
uru, ok tjár þat alls ekki, ok
verðr við þat heim at fara. Þykk-
ir þessi för in hæðilegasta, ok er
Eyjólfur heima um haustit. En
þó at Gísli yrði þá eigi fundinn,
þá skilr hann þó, at hann muni
tekinn verða, er skammt er á
milli.
Gísli ræðst nú heiman ok inn
til Strandar ok ríðr á fund Þor-
kels, bróður síns, í Hvamm.
Hann drepr þar á dyrr í svefn-
húsi því, er Þorkell liggr í, ok
gengur hann út ok heilsar Gísla.
„Nú vil ek vita“, sagði Gísli,
„ef þú vill nökkurn fullting veita
mér. Vænti ek nú af þér góðrar
liðveizlu. Er nú mjög þröngt at
mér. Hefi ek ok lengi til þessa
sparazt".
Þorkell svarar inu sama ok
kveðst enga björg munu veita
honum, þá er honum megi sakar
á gefa, en kveðst mundu fá hon-
um silfr eða fararskjóta, ef hann
þyrfti, eða aðra hluti þá, sem
fyrr var sagt.
(Úr Gísla sögu Súrssonar).
Ekki er ráð,
nema í tima
sé tekið.
sem drekkur, er oft miklu þægi-
legra og vingjarnlegra og ekki
eins sérgott og þeir, sem ekki
drekka.-----En þegar drykkju-
Skapurinn er kominn á delirium-
stigið, þá er málið orðið annað
en gamanið tómt — —.“
Þessir merku leikdómarar og
bókmenntafræðingar hafa þannig
komizt að alveg sömu niðurstöða
og ég um Dowd,,-^ ,a@- hann sé
oftirykkjumaður með delirium og
að kaninan Harvey sé ofsjón
hans.
Enda þótt það sé „haft eftir“
höfundi leikritsins að „fyrirbærið
Harvey sé algengt hjá fullkom-
lega „normölu fólki“, eins og
„Leikhúsvinur" kemst að orði,
þá mun enginn heilvita maður
taka mark á slíkri fjarstæðu,
enda talar. leikritið sjálft sínu
máli um þetta svo að ekki verður
um deilt.
Höfundurinn sjálfur gerir sér
far um að sannfæra áhorfendur
um ofdrykkju Dowds og ofsjónir
hans af þeim sökum. Dowd var
mikið drukkinn, er hann sá Harv-
ey fyrst. Systir hans segir
fullum fetum að hann sé mik-
ill drykkjumaður. Hann talar
sjálfur mest um vín og drykkju-
krár, enda heldur hann langan
lista yfir slíka staði í borginni
og segist hafast þar við að mestu.
Hann er alltaf að kynna Harvey
fyrir mönnum, sem hann hittir
á vegi sínum og hann burðast sí
og æ með frakka hans og hatt
hans, sem er með tveimur göt-
um á kúfnum fyrir eyru Harveys,
og kaupir fyrir hann félagsskír-
teini að klúbb o. s. frv. — Ef þetta
er ekki delirium, þá er sá sjúk-
dómur ekki til.
Hafi það hins vegar vakað fyr-
ir höfundinum að taka til með-
ferðar á gamansaman hátt gamla
þjóðtrú eða jafnvel veruleika um
fylgidýr manna og að Dowd eigi
því að vera „fullkomlega norm-
al“, þá bætir það engan veginn
úr skák. Höfundurinn hefur þá
tekið efnið gjörsamlega röngum
tökum og villt freklega um fyrir
áhorfendum með þeirri áherzlu
sem hann leggur á drykkju-
hneigð Dowds. Höf. hefði ekki
fengið Pulitzerverðlaunin fyrir
slík vinnubrögð. — Nei, eina eðli-
lega ályktunin, sem af leikritinu
verður dregin og það gefur ótví-
rætt tilefni til er sú, sem kemur
fram í umsögnum hinna mætu
manna, sem getið er hér að ofan
og ég kom með í leikdómi mín-
um:
Dowd er ofdrykkjumaður, hald
inn kronisku delirium og Har-
vey er ofsjón hans. — Því miður
hafa leikstjórinn og leikarinn
L. P. misskilið þetta meginatriði
leiksins, ef til vill glaptir af því,
sem höf. hefur látið „hafa eftir
sér“ um þetta atriði.
Sigurffur Grímsson.
Útför dr. Bjarna
Aðalbjarnarsonar
HAFNARFIRÐI — í gær fór
fram frá Hafnarfjarðarkirkju út-
för dr. phil. Bjarna Aðalbjarnar-
sonar. Kirkjan var fullsetin, og
meðal kirkjugesta var sendi-
herra Norðmanna hér, Thorgeir
Anderssen-Rysst. — Dr. Bjarni
mun allra íslenzkra fræðimanna
hafa borið bezt skyn á sögu Nor-
egskonunga, enda fjallaði dokt-
orsritgerð hans um það efni.
Séra Garðar Þorsteinsson flutti
minningarræðuna, en þeir voru
gamlir skólabræður og nú sam-
kennarar í Flensborgarskóla. —
Minntist hann á hugkvæman hátt
starfa dr. Bjarna sem fræðimanns
og kennara. Einnig skémmtilegra
endurminninga skólaáranna í
Menntaskólanum.
Páll Kr. Pálsson, organisti, lék
á kirkjuorgelið, félagar úr kirkju
kórnum sungu og einsöng Guðm.
Jónsson, óperusöngvari.
Kistu hins látna báru í kirkju
samkennarar hans í Flensborgar-
skóla, en úr kirkju norrænufræð-
ingar við Háskólann. — G.