Morgunblaðið - 06.12.1953, Side 14

Morgunblaðið - 06.12.1953, Side 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 6. des. 1953 r LJONID OG LRMBMD EFTIR E. PHILLIPS OPPENHEIM Fiamhaldssagan 40 „Farið með hann inn. Við höf- , um sýpinguna lengri í dag“. i Þeir komu að rúminu sinn hvoru megin og lyftu sænginni. Þá skildist hversvegna David hafði legið öldungis hreyfingar- j laus. Tveir stálarmar gengu upp gegnum dýnuna og lukust sinn um hvorn fót. Aðrir tveir héldu handleggjunum föstum. Þeir los- uðu um stálarmana. „Rólega“, sagði læknirinn.*. Látið blóðið streyma andartak1 áður en þér hreyfið yður. Svo megið þér ganga um gólfið. Þér getið ekkert aðhafst." ,Ég gæti rekið í yður fótinn“, sagði David. Læknirinn hrissti höfuðið. „Það mynduð þér ekki láta yður sæma. Ég er bezti vinur yðar, ef þér bara gerðuð yður það ljóst. Auk þess, eins og þér j sögðuð, geta vinir yðar komið þá og þegar til að bjarga yður. Ef þeir fyndu yður, væri viðkunn- anlegra að þér væruð lifandi .... I Ágætt! Ég samgleðst yður! Þér ' hljótið að vera hraustbyggður ( eins og uxi, Newberry lávarður! ' Hvað þér gætuð notið lífsins. 1 Mér gengur ila að trúa á slíka þrjósku. Þessa leið, gerið svo vel. Allt tilbúið, Smith?“ „Allt læknir". „Þessa leið, ef —“. Læknirinn þagnaði í miðri setn ingu. Hjúkrunarmennirnir stóðu sem negldir niður. Samtímis rufu tvennskonar hljóð draugalega þögn hússins. Hvortveggja voru nálæg. Annað var kvenmannsóp, tryllingslegt neyðaróp. Stundum yfirgnæfandi, stundum eins og undirspil heyrðist sífelld hring- ing hættubjöllunnar .... Nadol læknir heyrði hvort- tvegja, en hann hlustaði aðeins eftir hinu síðarnefnda, og hann vissi að ótti hans hafði reynst á rökum byggður. Hann vissi að þessi bjalla sem aldrei hafði heyrst i áður, hringdi til loka- þáttar, dagar hans voru taldir, sem hann hafði notað til glæpa og illverka. Mennirnir tveir voru örvita af hræðslu. Þeir sáu David rétta sig upp, sáu vonarbjarmann í augum hans, sáu' hann hlaupa til dyranna án þess þeir reyndu að aftra honum. Þeir vissu líka, að öllu var lokið. XXXIV. KAFLI Sophy losaði sig úr örmum hjúkrunarkonunnar, sem fylgdi henni upp. Þegar konan sneri aft- ur til dyranna kallaði Sophy til hennar. „Heyrið þér“, sagði hún. „Mér er farið að líða betur strax. „Ég verð að tala við einhvern, sem stjórnar hér. Má ég líta á yður.“ Hjúkrunarkonan sneri sér að henni, og Sophy vissi að andlitið var ekki göfugmannlegt á að líta. Þrátt fyrir það gerði hún örvænt- ingarfulla tilraun. „Mig langar til að biðja yður bónar“, sagði hún. „Auðvitað borga ég! Ég hef nóga peninga." „Hvað viljið þér?“ „Ég vil fá að vita hvort hér er sjúklingur að nafni Newberry — David Newberry". „Og ef svo væri?“ „Ég þarf að tala við hann. Ég á fimmtíu pund þarna í töskunni minni. Þér megið eiga það ef ég fæ að tala við David Newberry.“ Hjúkrunarkonan tók pening- ana rólega úr handtöskunni og stakk þeim í vasa sinn. „Ég ætla að sjá hvað ég get“, lofaði hún og fór. „Þeir hafa David. hér“, sagði Sophy við sjálfa sig. „Þetta er1 slæmur staður, það er ég viss um. Bara að ég gæti komið honum burt ....“ Dyrnar voru opnaðar. Lem kom inn, ruddalegur, órakaður og angandi af whisky. Hann leit á Sophy og glotti. Svo lokaði hann á eftir sér. „Þetta virðist allt í bezta lagi“, sagði hann. „Eigum við ekki að setjast og spjalla saman, ungfrú. Við erum bæði sjúklingar hér, þjáningarsystkin. Jæja, yður líð- ur skár. Komið og setjist“. Hann klappaði á rúmið. Hún hrökk frá honum með hrolli. „Komið nú!“ hixtaði hann. „Engin merkilegheit. Mér leist strax vel á yður þegar ég sá yð- ur.“ Hann staulaðist á fætur og færði sig nær. Ef til vill fann Sophy nú til ótta í fyrtsa sinn á æfinni. Hann var það viðbjóðs- legasta, sem hún hafði séð — augun rauð og girndarleg, munn urinn hálf opinn. Hún studdi fingri á bjölluhnappinn og æpti. Einhversstaðar heyrðist henni önnur bjalla hringja. Hún æpti enn hærra en áður. „Hættið þessu!“ sagði Lem ill- úðlega. „Auðvitað gagnar það ekkert. Ég ræð hér. Ég ætla að læsa og kenna yður að haga yður sómasamlega.“ Hann sneri lyklinum. Síðan sneri hann sér að henni sigri hrós andi. „Öskrið þér bara,“ sagði hann háðslega. „Það stoðar ekk- ert hér.“ Allt í einu opnuðust dyrnar inn í leikhúsið. iEnhver undarlegasta mannvera, sem hægt var að hugsa sér, slangraði inn í her- bergið — Sophy fannst hann sendur af himnum. Hún stökk á móti honum. ,,David“, hrópaði hún, „guði sé lof að þú lifir! Þessi maður læsti dyrunum! Hvað hafa þeir gert þér, vinur minn!“ Lem færði sig nær þeim, illúð- legur á svip. David reikaði eitt andartak. Hann hálf lokaði aug- unum eins og í bæn. Það var blekking að hann væri máttfar- inn, heimska að láta sér detta í hug að skjálfa í hnjáliðunum! Hann andaði djúpt. Lem glotti, afmyndaður af fólsku. Þarna var maðurinn, sem hann hataði, ofur seldur honum. Hann stökk á hann .... David vissi aldrei sjálfur hvern ig þetta skeði. Mundi ekki hvern- ig hann hafði borið til hendur og fætur. Hann vissi aðeins að eitt andartak var sem hann væri gæddur afli Samsons. Hann fann whiskyþefinn af Lem í vitum sér sársauka í hnúunum þegar hann sló manninn í andlitið. Hann sá allt í þoku, og rankaði við sér þegar Sophy togaði í náttjakkann hans. „Þú hefur drepið hann, David! Láttu hann vera! Ó, David!“ Hún grét í örmum hans — móð ursýkisgráti í fyrsta sinn á æf- inni. David studdi sig við rúmgafl- inn og horfði á hreyfingarlausan manninn á gólfinu. Bjallan hringdi stöðugt. Allt í einu hætti hún. Raddir heyrðust álengdar. David fann að hnén urðu mátt- laus. „Sophy! Sophy!“ stundi hann. j „Hjálpaður mér fljótt!" Hún studdi hann. Hann staul- aðist að stól og settist. „Sophy“, sagði hann, „þú komst hingað — vegna mín — á þennan voðalega stað“. „Ég fann gimsteininn“, hróp- aði hún. „Ég kom með hann.“ „Hvað áttu við?“ „Ég kom mér vel við frú Frank ley, hún bauð mér heim til sín. Þegar hún sofnaði síðdegis, leit- aði ég í stofunum. Ég veit ekki hvernig mér kom það í hug, David, en á bókaskáp við hornið er stór postulínsvasi fullur ag þurrum rósablöðum.“ Allt í einu rann upp fyrir hon- um endurminningin. „Sophy“, hrópaði hann. „Þar lét ég hann einmitt. Ég greip handfylli af blöðunum og sleppti þeim síðan með steininum á sama stað“. BIRDS Gerduft Jólabaksturirm má ekki mistakast. Munið BIRD’S gerduft, sem tryggir gæðin jt; \ í 8 oz. og 10 lbs. dósurn Heildsölubirgðir: JJ. QÍajááon is? iHeniköj't Sími 82790 (þrjár línur). m/éSíTMIT/IS J/'ó (ciih ij L’L’ti riiii i kemur í verzlanir næstu daga Sanitas GEISLI PEPSI-COLA APPELSÍN GRAPE-FRUIT SÓDAVATN Vinsamlegast gjörið innkaup á hinum vin- ■ ■ sælu Sanitas-drykkjum til jólanna sem fyrst ■ H úmæhur! Notið réttu sultuna í jólabaksturinn. Sanitas Jarðarberjasulta Hindberjasulta 61. ávaxtasulta Fæst í flestum verzlunum i Vz og 1/1 kg. glösum og 5 kg. dúnkum. Aiunið að biðja ávallt um Sanitas-sultu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.