Morgunblaðið - 11.12.1953, Blaðsíða 14
14
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 11. des. 1953
SECH FORSYTRNNa
- RÍKI MAÐURINN -
Eftir Joh’n Galsworthy — Magnús Magnússon íslenzkaði
Framhaldssagan 2
lega andlit var tákn ættarein-
kennanna.
Það var háttur Forsytanna að
koma saman þegar einhver
þeirra trúlofaðist eða giftist eða
barn fæddist. En Forsytarnir dóu
elcki, að deyja var andstætt þeim
lögmálum, sem þeir lifðu eftir.
Að þessu sinni var einhver ó-
venjulegur glæsibragður yfir
Forsytunum, öruggt sjálfstraust,
en þó með svafi og gát og for-
vitni eins og þeir væru á verði
gegn einhverju eða einhverjum.
Hæðnislegu dráttanna í kring-
um munninn á Svames Forsyte
gætti líka hjá ættingjum hans.
Feir voru óafvitandi á verði og
þessi dagur heima hjá Jolyon
gamla markaði tímamót í lífi
ættarinnar, þá hófst forleikurinn
að dramanu.
Það var eitthvað, sem særði og
móðgaði Forsytana, ekki sem
einstaklinga heldur sem ætt, og
þessi gremja birtist í íburðar-
miklu skrauti, ofsakenndri alúð
og öfgafullum ættarþótta. Það
var vá í lofti, eitthvað óþekkt og
annarlegt, sem.virtist vekja hjá
þeim beig.
Hjá píanóinu stóð maður mik-
ill vexti, hár og gildur, í tveim
vestum og með stóra roðasteins-
nælu, en að jafnaði var hann í
einu silkivesti og með demants-
nælu. Hann var virðulegur og
alvörugefinn, augun grá, bleik-
bFÚnn á hörund og nauðrakaður
með svart silkibindi. Þetta var
Swithin Forsyte.
Úti við opinn gluggann stóð
James, tvíburabróðir Swithins,
alvitur að vanda og fylgdist með
því sem fram fór. Hann var yfir
sex fet á hæð, eins og hinn virðu-
mikli Swithin, en mjög horaður
og grannur — Jolyon gamli kall-
aði bræðurna, hinn feita og hinn
magra. Hann var gráeygður og
augnaráðið íhugult og líkt því,
sem hann væri si og æ að hugsa
um eitthvað, sem ollu honum
þjáninga. Öðru hverju hrökk
hann þó upp úr hugleiðingum
sínum og skyggndist þá um
hvasst og rannsakandi. Hann var
mjög horaður í andliti og sýndist
enn magrari sökum þess að
tvær hrukkur lágu eftir kinn-
unum endilöngum, efri vörin var
löng og nauðarökuð, kögruð
miklu vangaskeggi. Hann hélt á
lítilli, kínverskri krukku, sem
hann velti og sneri alla vega
fyrir sér. Skammt frá honum
stóð Svames, einkasonur hans,
fölur yfirlitum, dökkhærður,
nauðarakaður og lítið eitt sköll-
óttur. Hæðnisdrættirnir kringum
munninn voru meira áberandi
hjá honum en öðrum Forsytun-
um. Hann var að tala við brún-
klædda konu. Fyrir aftan hann
stóð Georg, sonur Royers, föður-
bróður hans. Hann var hár vexti
og um feitt, þrútið andlitið lék
hæðnisglott, enda var hann kunn
ur fyrir keskni sína og mein-
fyndni.
Það duldist ekki að eitthvað
óvenjulegt var á seiði, sem. var
tengt þessari veizlu, og hafði
orka'ð á alla er sátu hana.
í röð sátu þrjár konur, frænk-
urnar Anna og Hester — báðar
ógiftar — og Juley — stytt úr
Julía — sem hafði, er hún var
nokkuð farin að reskjast, gleymt
svo sjálfri sér, að hún hafði
gifst Septínus Small, sem var
heilsuveill maður. Hann var nú
löngu dáinn. Hún bjó nú með
eldri og yngri systrum sínum á
Boysvater Road hjá Timothy,
sjöfta og yngsta bróðurnum. All-
ar konurnar voru með blævængi
og skrautklæddar.
í miðjum salnum, undir ljósa-
hjálminum, stóð gestgjafinn,
Jolyon gamli, ættarhöfðinginn.
Hann var áttræður, hárið mikið
og snjóhvitt, ennið hátt og hvelft
augun fögur, dökkgrá, yfirskegg-
ið hvítt og geysimikið. Hann var
hinn höfðinglegasti maður og bar
mjög svip af gömlum kirkjuhöfð-
ingja. Og þótt hann væri nokk-
uð magur í andliti og kinnfiska-
soginn og gagnaugnaholurnar
djúpar, þá var samt sem guð-
irnir hefðu gætt hann eilífri
æsku. Hann var þráðbeinn og
hin skörpu og föstu augu hans
héldu enn æskuljóma sínum. —
Hann bar það með sér að vera
hafinn yfir alla smámuni og lítil-
menni. Hann hafði ávallt farið
sínar eigin leiðir og ekki borið
vandamál sín undir aðra. Otta
eða hiks hafði hann aldrei kennt.
Hann var í mörgu mjög ólíkur
hinum fjórum bræðrum sínum,
James, Swithin, Nicholas og
Royer, sem þarna voru mættir,
en svipaði þó til þeirra um
sumt. Þessir fjórir bræður hans
voru einnig um margt frábrugnir
hver öðrum, en voru þó um sumt
mjög líkir.
Sameiginlegt öllum þessum
fimm andlitum var hin festulega,
nærri því þrjóskulega haka, sem
var ættareinkennið og tryggingin
fyrir gæfu hennar og þroska. Og
sama ættarmótið — máske ör-
lítið veikara — var á yngri kyn-
slóðinni.
Ástæðurnar til þess að öðru
hvoru brá fyrir geig, svip þess-
ara ólíku manna þetta kvöld var
að leita til mannsins, sem þeir
voru nú að kynnast.
Philip Basenney var ungur
maður og efnilegur. Það hafði
borið við áður að ungar Forsyte-
meyjar höfðu gifst fátækum
mönnum. Geigurinn í huga For-
sytanna átti því ekki rót sína að
rekja til þeirrar ástæðu. Ef þeir
hefðu verið spurðir um ástæðuna
til tortryggni þeirra, mundu þeir
ekki hafa getað greint frá henni,
því að hún far falin bak við
ættarslúðriðv Það var í almæli,
að þegar hann kom í heimsókn
til frænkanna Önnu, Juley og
Hester, hefði hann borið gráan,
linan hatt, — gráan, linan hatt,
sem var ekki einu sinni nýr,
heldur gamall og slitinn kúfur,
„frámunalega skrítinn og ein-
kennilegur, góða mín“. Og nú
hafði farið eins fyrir Forsytun-
um og listamönnunum, sem allt-
af eru í leit að því sem virðist
smámunir, en eru þó einkennandi
fyrir stað eða persónu, að öll
athygil þeirra hafði beinzt að
þessum hatti, og þeir höfðu
spurt sjálfan sig: „Mundi ég
hafa farið í heimsókn með þenn-
an hatt?“ Og þeir höfðu svarað:
„Nei, hann mundi aldrei hafa
komið á mitt höfuð“.
Georg hló hjartanlega þegar
hann heyrði söguna.
„Hann lætur sér nú ekki allt
fyrir brjósti brenna, þessi sjó-
ræningi“, sagði hann. Nafnið
„sjóræninginn“ barst frá manni
til manns og festist við hann.
Frænkur June ávítuðu hana
seinna fyrir þenna hatt.
„Okkur finnst, að þú hefðir
ekki átt að láta hann ganga með
þenna hatt“.
„O, hvað sakaði það nú. Philip , Z
skeytir aldrei um, hvað hann ■
hefur á höfðinu“, svaraði hún j :
djarflega. Hún var einbeitt og
viljaföst stúlka.
En þetta svar fullnægði þeim
ekki. Þær belgdu sig út um þenna •
hatt, og að það væri nú meira
hirðuleysið að skeyta ekkert um
hvað haft væri á höfðinu. Slíkri
fjarstæðu gæti nú enginn trúað
Og hver var hann svo þess’
ungi maður, sem hafði verið svo
bráðheppinn að kveikja í June,
erfingja Jolyons gamla. Hann
var byggingameistari, og auðvit-
að var það engan veginn nægileg
ástæða til þess, að hann gengi
með þenna hatt.
En auðvitað hafði June ekki
skilið þetta. Þótt hún væri enn
ekki orðin fullra nítján ára, fór
orð af því hvað skoðanir hennar
væru sérkennilegar.
Þetta var fyrsta veizlan sem
hafði verið haldin frá dauða
konu Jolyons, en siðan voru liðin
tólf ár. Ættingjarnir höfðu aldrei
mætt svo fjölmennir. Það var
þessi vá, sem í lofti lá, er sam-
einaði þá, enda þótt þá greindi
á um margt.
RAUÐU
SKÓRNIR
Danskt ævintýri
8.
Heldur á ljómandi fagurgrænni grein, sem var alþakin
rósum. Hann drap greininni á loftið, og þá hóf það sig hátt
UPP> °g þar sem greinin hafði við komið, blikaði gullskær
stjarna. Og hann snart veggina og þeir víkkuðu út. Og
Katrín sá orgelið, sem á var leikið, og gömlu myndirnar af
prestunum og prestkonunum. Safnaðarfólkið sat og söng á
sálmabækurnar, því að kirkjan sjálf var komin heim til
veslings stúlkunnar í litlu kytruna, eða þá hitt, að hún var
komin þangað.
Hún sat í stólnum hjá hinu prestfólkinu, og þegar sálm-
urinn var sunginn á enda og það leit upp, þá horfði það
vinalega til hennar og sagði:
„Það var rétt gert af þér, Katrín, að koma.“
„Það var drottins náð,“ svaraði hún.
Og orgelið hljómaði og barnaraddirnar í söngflokknum
ómuðu svo blítt og fagurt. Sólskinið lagði svo hlýlega gegn-
um gluggann inn í kirkjustólinn, þar sem Katrín sat. Hjarta
hennar varð svo fullt af sólskini, friði og fögnuði, að það
brast. Sál hennar sveif í sólskinsljómanum til Guðs, og þar
var enginn, sem spurði um rauðu skóna.
SÖGULÖK.
Nýtt úrval af
borðlömpum
komið í búðina.
JUÁ /,/
Austurstræti 14. Sími 1687.
Pearce Duffs
(frb. pírs döff)
GEHDUFT
er áreiðanlega elzta og viður-
kenndasta ger til bökunar, sem völ er á.
Húsmæður: Biðjið því um gerið í bláu dósunum
— það bregst aldrei,
Heildsölubirgðir:
Agnar Norðfjörð & Co. h.f.
Lækjargutu 4, sími 7020 og 3183.
SUNBEAM
hrærivélin er löngu landsþekkt.
Kostar án hakkavélar 1289.00
— með hakkavél 1652. — Fást
á afborgunarskilmálum. Höfum
stakar skálar og þeytara.
Einnig alla vrahluti.
\Jéta- oý raptœhfauerzlvmm
Bankastræti 10 — Sími 2852.
1 MHEfflNl & OLSEIM
i :
i :
BAHNCKPS
s
OSULITUR
iMIMEP
OVA