Morgunblaðið - 11.12.1953, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.12.1953, Blaðsíða 11
Föstudagur 11. des. 1953 MORGUNBLAÐIÐ 11 Agnar Bragi Guðmundsson — minning í DAG fer fram útför Agnars B. Guðmundssonar f. bónda að Fremstagili og Blöndubakka í Húnavatnssýslu. Hann dó 2. des. s.l. að heimili sínu Langholts- veg 37, 78 ára að aldri. Get ég ekki látið hjá líða að minnast hans að nokkru. Agnar var fæddur að Ref- steinsstöðum í Víðidal 10. okt. 1875, sonur hjónanna Guðmund- ar Gunnarssonar og Ingibjargar Árnadóttur. — Tólf ára gamall fluttist hann að Brekku í Þingi og tveim árum síðar að Sauða- nesi á Ásum. Hann giftist 25. janúar 1898 Guðrúnu Sigurðardóttur, hinni ágætustu konu. — Bjuggu þau fyrstu árin að Hnjúkum og Smirlabergi á Ásum. Árið 1909 fluttust þau að Fremstagili í Langadal, tóku þau jörðina eftir föður minn, sem hafði búið þar allan sinn búskap eða nær 30 ár og andaðist þar árið áður. — Stuttu síðar keypti Agnar jörð- ina. Þau Agnar og Guðrún eignuð- ust 9 börn, 6 sonu og 3 dætur, eitt af þeim misstu þau á öðru ári, það var stúlkubarn. Öll hafa börn þeirra sem til fullorðinsára komust, gifzt. Má segja um börn- in að eplin hafi ekki fallið fjarri eikinni, svo eru þau eins og for- eldrarnir mikið manndóms og dugnaðarfólk. Til sannindamerk- is má geta þess að öll búa þau í eigin íbúðum sem þau ýmist hafa byggt eða keypt. Barnabörn átti Agnar 27 og barnabarnabörn 16, er það all- myndarlegur ættleggur. Agnar var mesta glæsimenni að vallarsýn, vel meðalmaður á hæð og samsvaraði sér vel, fríð- leiksmaður, ljós yfirlitum, svip- urinn hreinn og festulegur. Hann var vaskleikamaður til hvers sem hann gekk, skjótráður, enda mik- ill fjörmaður, ekki lengi að taka ákvarðanir ef úr vanda var að ráða, hann var mesta snyrti- menni í klæðaburði, enda hirtnis- og þrifamaður í hvívetna. Á síðari árum fitnaði hann mjög og kenndi veiki þeirrar er síðast varð honum að bana. — Andlegum kröftum hélt Agnar með ágætum til hinztu stundar. Hann var fróðleiksfús, fylgdist vel með öllu sem gerðist og las mikið. Agnar var sérlega heilsteyptur maður, greindur og hreinlyndur, því var vinskapur hans tryggur og fölskvaiaus. Hann var alltaf nokkuð stórhuga, lét aldrei bug- ast þó á brattann væri að sækja, vildi heldur brotna en bogna; hann líélt því fast á rétti sínum hver sem hlut átti að máli, enda réttsýnn. Mörg ár átti hann sæti í sveit- arstjórn Engihlíðarhrepps og reyndist þar sem annars staðar tillögugóður. Hestamaður var Aganr svo mikill og góður að fáir munu þeir hafa verið innan Húnavatns- sýslu og þó víðar væri leitað, sem tóku honum fram um tamningu hesta, og allt það sem laut að hirðingu og umgengni hestsins, enda átti hann alltaf í sínum bú- skap svo góða reiðhesta og drátt- arhesta að af bar, enda bitu þeir ekki útgarðana. Mun sumum hafa fundizt fullmikið til þeirra kost- að. En auk gagnsins af hestum Agnars var ánægjan ekki einskis virði. Margar voru þær gleði- stundirnar, sem Fremstagilsfólk- ið naut á baki hinna léttvígu og fráu fáka Fremstagilsbóndans, og enda þótt Agnar háfi á fyrri bú- skaparárum verið talinn full öl- kær, þá hafði hann vanið hesta sína svo, að þeir vissu vel hvern- ig þeir áttu að haga sér, hvort heldur hann sat þá eða þeir áttu að bíða hans. Sérstaklega eru mér minnisstæðir 4 hestar Agnars, allir gráir að lit, reiðhestarnir Gormur og Goði og dráttarhest- arnir Hæringur og Hringur. — Báðir voru reiðhestarnir gamm vakrir, enda var Agnari það leik • ur einn ef vekurðarspor fannst i hesti að láta þá auka það og margfalda; töltarar voru þeir Agnar Bragi Guðmundsson. (Myndin er tekin af honum 72 ára) báðir góðir, þó tók Gormur Goða þar langt fram að flýti og þó var það svo mjúkt og fjaður- magnað að maður bærðist ekki á baki hans, hann var hinn mesti þolskrokkur, enda stór hestur. Dráttarhestarnir Hæringur og Hringur drógu svo að segja allt efni að, sem þurfti í íbúðarhús það, er Agnar byggði að Fremsta- gili, þá voru ekki bílar til að iétta undir með aðdrættina. Möl og sand varð að flytja alla leið neðan úr háu melhorni á Blöndu- bökkum, er það löng leið og erf- ið, eins og vegfarendur sem um Langadal fara geta séð, en hitt byggingarefnið frá Blönduósi. — Þvílík afköst hvort heldur voru hjá mönnum eða hestum kunni Agnar vel að meta og dróg ekki dul á, enda aðbúnaður og endur- gjaldið eftir því. Kom þar fram sem annars staðar hispursleysi hans og hreinskilni, samfara réttu mati á vinnuafköstum. Vorið 1913 réðist ég vinnu- maður að Fremstagili, þá frá höfuðbólinu Geitaskarði. Kross- messudagurinn rann upp mildur og hægur. Með nokkuni eítirsjá kveð ég frændur og vir.i á Ceita- skarði, þar sem rr.ér haíði liðið svo mæta vel, enda séð þar fyrir- mynd í búmennsku á mörgum sviðum. Síðan sté ég á bak reið- hesti mínum og lét lötra til næsta bæar, þ. e. að Fremstagili, mér fannst ekkert liggja á. Ég staldr- aði við Stóralækinn, sem rennur með fram túninu, hann var kát- ur og kvikur eins og fyr. Mér varð litið til hlíðarinnar, víst var hún fögur. Fyrsta hugsun mín var: Jæja, þá er ég kominn aftur heim, eftir 4 ára burtveru. — Hvernig skyldi aðbúðin reynast hjá hinum nýu húsbændum? Allt umhverfið var með sama svip og áður. Grásteinninn fyrir ofan túnið, Langhóllinn, Þríhólarnir, Breiðin með stóra barðið mið- hlíðis, Bæjarskarðið, Kollubergið og allt hitt sem of langt væri upp að telja, virtist brosa við mér eins og það vildi bjóða mig vel- kominn heim. — Eftir drykk- langa stund ríð ég í hlaðið. Ég varð heldur ekki fyrir von- brigðum með fólkið. Það bauð mig líka velkominn í vistina. I fæstum orðum sagt gat ég ekki hugsað mér umhyggjusam- ari og betri húsbændur en þau Agnar og Guðrúnu. Þau voru mér allan þann tíma sem ég dvaldist hjá þeim svo góð að það var eins og þau ættu í mér hvert bein jafnt og börnunum sínum. Þökk sé þeim og heiður fyrir það lifandi og liðnum. Þá voru börnin þeirra mér sem ég bróðir væri, og hefur sá vinskapur hald- izt æ síðan, sérstaklega vorum við Guðmundur, nú kjötmats- maður á Blönduósi samrýmdir. Er hann að skapferli og hæfi- leikum mjög líkur föður sínum, t. d. hestamaður með ágætum, eins og hann, honum hefur tekizt að gera góðan hest úr göldum fola. Frá Fremstagili fór ég ekki í þetta sinn fyr en ég stofnaði mitt sjálfstæða heimili. Eftir að ég fór að búa, komum við hjónin alltaf ef við áttum leið til Blönduóss, til þeirra góðu hjóna Guðmundar og Sigurunnar Þorfinnsdóttur á þeirra myndar- heimili og þáðum af þeim bæði hlýu og veitingar og til að rabba um það sem á dagana dreif. Sig- urunn er hin mesta myndar- og greindarkona og fyrirmyndar húsmóðir. Slíkir vinir sem að framan eru taldir eru ekki háðir breytileik nútímans. Það var vorið 1913 að Agnar ræðst í það stórvirki að byggja varanlegt íbúðarhús að Fremsta- gili. Til þess þurfti stórt átak og þótti ekki á þeim tímum heiglum hent. Mér þótti ánægjulegt að leggja hönd að því verki. Ég hafði elskað bæði jörðina og fólkið sem þar hafði búið, og gerði það enn. Þá er gaman að vinna. Húsið var reist með myndar- brag, eitt af fáum sem þá sáust þar um slóðir, byggt úr stein- steypu, var ekkert til byggingar- innar sparað. Það mun standa lengi sem óbrotgjarn minnisvarði þeirra hjóna Agnars og Guðrún- ar. Má nærri geta að erfitt hefur verið að standa straum af þeim kostnaði, sem byggingunni var samfara. Börnin mörg eins og fyrr segir og flest í ómegð, en búið ekki að því skapi stórt. Þá voru þar og gamalmenni, sem þau vegna trygglyndis og fórn- arlundar gátu ekki frá sér slitið. Lítið var þá um opinbera styrki til að létta undir með snauðum gamalmennum eða fátækum fjöl- skyldufeðrum. En sízt var það að skapi Agnars að segja þau gam- almenni til sveitar, sem lengi höfðu búið undir hans þaki. Árið 1923 selur Agnar Fremsta- gil og flytur að Blöndubakka í sömu sveit. Bjó hann þar í 10 ár með sömu snyrtimennskunni og umgengnisprýðinni sem alltaf prýddi heimili þeirra hjóna, bæði utan húss og innan. Konu sína missti Agnar 1947. Að vonum hefur honum fundizt dapurlegra síðustu árin eftir hvarf hennar. Er ég á^tti tal um það við hann bar haínn sig að vanda vel og sagði: Þetta var henni fyrir beztu, við megum ekki vera of eigingjarnir. — En börnin hans hafa sýnt það að þau áttu góðan föður og hafa af fremsta megni reynt að gera hon- um elli- og vandheilsuárin svo hugþekk og björt sem þau frek- ast hafa getað, allt til hinztu sundar.v Það líður að jólum, mestu og helgustu hátíð ársins. Nú er okk- ur fávísum mönnum spurn: Hvort fært hann ekki að njóta á næstu jólum sameiginlegrar jólahátíð- ar með sinni ágætu konu, sem hann um nokkurt árabil hefur verið fjarvistum. Hún sem gerði heimili þeirra svo bjart og fágað. Hún sem gat látið í té svo mikið af kærleika og móðurumhyggju. Ég vona, Agnar minn, að þér verði að trú þinni, ég veit að í bænum þínum þráðir þú ekkert frekar. Hví skyldi það ekki vera frek- ar gleði- en hryggðarefni, þegar háaldrað fólk, sem lokið hefur löngu og affarasælu ævistarfi, fær hvíld, eftir að hafa mörg síðustu ár ævinnar búið við van- heilsu, og eins og þú orðaðir það við mig, getur á engan hátt tek- ið þátt í því sem væri að gerast, og ekki nema að nafninu talist meðal hinna lifandi. Að síðustu vil ég enda þessar línur með því að taka mér í munn nokkrar ljóðlínur, sem einn hagorði Húnvetningurinn flutti í erfiljóði eftir föður minn. Og nú hefur þú vinur minn lagt að ljósri strönd og litast um og skoðað hin björtu sólarlönd. Þér ræzt þar hafa vonir að þar sé mikið meira, en mannlegt auga lítur né heyrir nokkurt eyra. En þegar eg í dimmviðri legg þá sömu leið Framh. á bls. 12 CONTEX CONTEX reiknivélin hefir þegar selst í 45 löndum og nýtur allsstaðar frábærra vinsælda. CONTEX er lipur og fljótvirk. CONTEX er ómissandi í hverri verzlun og skrifstofu CONTEX leggur saman, dregur frá og margfaldar. CONTEX er sterkbyggð. HRINGIÐ, og við munum koma strax og kenna yður meðferð á CONTEX og sýna fram á kosti hennar. CONTEX ER FYRIRLIGGJAND Aðalumboðið fyrir CONTEX á íslandi Cjotfí'ecl (Semhöft & Cho, J4.f. Kirkjuhvoli — Sínii 5912 Jólatöskuritar | höfum vér nú í ágætu úrvali. — Tízku-snið og ■ ■ ■ litir. — Eingöngu búnar til úr sterkum efnum. • Töskubúðin Laugavegi 21 : : ÞrívíddarmYndabókin ! Sérðu það, sem ég sé? > ■) ( V I D O A II M y N D » * 0 K I N er óskabók allra barna fyrir þessi jól. — Börnin hafa óblandna ánægju af að skoða þrívíddar-mynd- irnar með gleraugunum, sem fylgja hverju eintaki, og læra vísurnar, sem eiga við hverja mynd. Þrívíddarmyndabókin er í senn skemmtilegt. leik fang og lesbók. Þrívíddarmyndabókin verður yndi og eftirlæti barnanna og allrar fjöl- skyldunnar á jólunum. Eigi barnið að kjósa sér bók fyrir jólin, velur það Þrívíddarmyndabókina. Bókaútgáfan Barnagull s.f. " Jólatésseríur 16 og 10 ljósa fyrir innitré 16 Ijósa fyrir útilýsingu Mjög takmarkaðar birgðir ijtcelja ueezíunú' eia- o<j rajlcekfauerziunm. Bankastræti 10 — Sími 2852

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.