Morgunblaðið - 19.12.1953, Side 8

Morgunblaðið - 19.12.1953, Side 8
8 MORGV NBLAÐIÐ LaugardSgKr 19. des. 1953 mnblá. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgOarm.) St.iórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3043. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, au'glýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr, 20.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu 1 krónu eintakið. Miklar framkvæmdir — traustur fjárhagur GUNNAR THORODDSEN borg- arstjóri lagði í fyrradag fram frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir árið 1954. Jafnframt gaf hann bæjarstjórn- inni mjög glöggt yfirlit um fjár- reiður bæjarins og fyrirhugaðar framkvæmdir á næsta ári. HÖfuðstefna fjárhagsáætlunar- innar er að lækka verulega út- svarsbyrðarnar á bæjarbúum en auka jafnframt fjárveitingar til verklegra framkvæmda, í senn með beinum framlögum og lán- tökum. Reykjavíkurbær, undir for- ustu Sjálfstæðismanna, reið í fyrra á vaðið með verulega lækkun útsvarsstigans. Var hún framkvæmd þannig, að útsvarsfrjálsar tekjur urðu þá 15 þúsund kr. í stað 7 þús. kr. áður, persónufrádráttur í útsvari var hækkaður um 50% og á árinu 1953 var sleppt því 5% álagi, sem lagt hafði verið á öll útsvör árið áður. Með því frumvarpi til fjár- hagsáætlunar, sem borgar- stjóri hefur nú lagt fram fyrir næsta ár, er gert ráð fyrir að halda áfram á sömu braut til lækkunar útsvörunum, en nú í miklu stærri stíl. Með þeirri útsvarsupphæð, sem reiknað er með í fjárhags- áætluninni er ráðgert að út- svarsstiginn lækkni til jafn- aðar um 20%. Möguleikar bæjarins til þess að framkvæma slíka útsvars- lækkun, en auka jafnhliða fram- lög til verklegra framkvæmda byggjast fyrst og fremst á því að tekjur einstaklinga og fyrir- tækja munu á þessu ári verða miklu meiri en árið 1952. Meðal þeirra framkvæmdaliða, sem hækka verulega samkvæmt frumvarpinu, eru útgjöld til hol- ræsa og gatnagerða. Þau hækka um 5 % millj. kr. Þá er gert ráð fyrir 10 millj. kr. lántökuheimild til íbúða- bygginga og holræsagerðar. Mun bærinn þannig halda áfram stór- felldum stuðningi við fram- kvæmdir í húsnæðismálum til þess að bæta úr húsnæðisskort- inum og útrýma heilsuspillandi húsnæði. Það er til marks um batn- andi afkornu og blómlegan fjárhag bæjarins að sam- kvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að vextir af lánum lækki á næsta ári um 300 þús. kr. Ef gerður er samanburður á hækkun útgjalda hjá Reykja- víkurbæ og ríkinu kemur það í Ijós að á árunum 1951—1954 hækka rekstursgjöld bæjarins úr 69,4 millj. kr. í 96,1 millj. kr. eða um 38,5%. Á sama tímabili hækka rekstursgjöld ríkissjóðs úr 261,1 millj. kr. upp í ca 406 millj. kr., eða um það bil 56%. Af þessu er auðsætt að full- komið aðhald hefur verið við- haft í fjármálastjórn bæjar- ins undir forustu Sjálfstæðis- manna. Víðtækar tilraunir ( hafa verið gerðar til aukins sparnaðar og hagkvæmni hjá. bæjarsjóði og stofnunum hans. Hafa þær borið mikinn árangur á ýmsum sviðum. Um þessa sparnaðarviðleitni komst borgarstjóri m. a. að orði á þessa leið í ræðu sinni á bæj- arstjórnarfundi s. 1. fimmtudag: „Árangur þessarar viðleitni er ista iillum útsvörusn' í þrjú ár! Svo falar Þjóðviljinn um að fjárhags- áætlunin sé ot há! nú þegar fram kominn að nokkru og birtist í því, að nú er hægt i að leggja fram frumvarp að fjár- hagsáætlun, þar sem raunveru- j leg rekstursgjöld eru heldur j lægri heldur en s. 1. ár, þrátt fyrir fólksfjölgun, auknar fram- kvæmdir og víðtækari þjónustu' fyrir bæjarbúa á mörgum svið- í um. Enginn má ætla sér þá dul, að hér skuli staðar numið. Þvert á móti. í jafn umfangsmiklum' rekstri og bæjarfélagið hefur með höndum er og verður alltaf eitthvað, sem betur má fara. * Þess vegna verður að halda á- j fram að hafa vakandi auga á öllu því er miðar til sparnaðar og aukinnar hagsýni, til þess að hægt sé að forðast hækkun rekstr I argjalda, en í stað þess hægt ann- ars vegar að takmarka útsvörin og hins vegar að auka verklegar framkvæmdir og fyrirgreiðslu fyrir almenning." Undir þessi ummæli borgar- stjóra munu áreiðanlega allir bæjarbúar geta tekið. Til þess að unnt er að halda uppi jafn stór- felldum framkvæmdum og um- bótastarfi og Sjálfstæðismenn hafa beitt sér fyrir í Reykjavik, þarf að gæta fyllstu hagsýni. Stefna Sjálfstæðismanna í bæjarmálum Reykjavíkur byggist því fyrst og fremst á þessu tvennu: * Miklum framkvæmdum til hagsbóta fyrir íbúa bæjarins og glöggum skilningi á þýð- ingu þess að fjárhagur bæjar- j félagsins standi traustum fót- um. Þessa stefnu munu Sjálf-' stæðismenn halda áfram að framkvæma og á grundvelli hennar verður Reykjavík ár frá ári betri, fullkomnari og fegurri bær. Komið við kaunin RÆÐA Ólafs Thors, forsætis- ráðherra, í eldhúsdagsumræðun- um, hefur bersýnilega komið mjög við kaun formanns Alþýðu- flokksins. Þarf það enga furðu að vekja. Ólafur Thors er við- urkenndur sem rökvísasti og málefnalegasti ræðumaður þings ins. Og í þessum umræðum var það öllum ljóst, að hann flutti sterkustu og bezt rökstuddustu ræðuna, sem flutt var. Á meðan stjórnarandstæðingar fluttu yfir- borðskennt skrum ræddi for- sætisráðherra þau miklu umbóta mál, sem stjórn hans vinnur. að. Ein aðal sparnaðartillaga for- manns Alþýðuflokksins var að lagt skyldi niður eftirlit með' f járreiðum framhaldsskólanna.1 En undanfarin ár hefur það ver-' ið rækt af Aðalsteini Eiríkssyni fyrrverandi skólastjóra, sem al- mennt er talinn einn bezti og samvizkusamasti skólamaður1 landsns. Það hefur komð í ljós, að for- maður Alþýðuflokksins hefur fengið ranglega greitt allmikið fé fyrir skólastörf, sem hann aldrei hefur unnið. Þess vegna hefur hann hamast gegn þessu efti-úti. j Frá þessu skýrffi forsætis- ráffherra í eldhúsumræðunum. Mun fleirum en honum finn- ast sem þaff sitji illa á for- manni Alþýðuflokksins aff fár ast yfir spillingu í fjármála- stjórn ríkisins. t BLÖÐ rríinnihlutaflokkanna í bæjarstjórn voru heldur en ekki vandræðalfeg í gær eftir að Sjálf- stæðismenn höfðu lagt fram fjár- hagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár. Þeim kom sýnilega á óvart, að Sjálfstæði^menn skyldu halda svo fast á Jjárhagsmálum bæjar- ins, stefna jað lækkunum útsvara, halda koaftnaði í skefjum en leggja jaf^iframt aukna áherzlu á ýmsar vefrklegar framkvæmdir. EYÐSLUTÍLLÖGUR KOMMÚNISTA Undarlegust voru þó viðbrögð Þjóðviljans, eins og raunar mátti vænta. Blaðið blöskrast mjög yf- ir því hvé fjárhagsáætlunin sé há og hve'útgjöld bæjarins hafi vaxið á síðustu 4—5 árum en að öðru leyti örlar ekki á neinni gagnrýni. Nú skyldu menn halda, að Þjóðviljanum væri ekki alveg ó- kunnugt um hækkandi verðlag í landinu á undanförnum árum, sem vitaskuld kemur ekki síður fram í rekstri bæjarfélagsins heldur en almennra fyrirtækja eða búskap einstaklinganna en þó er ekki unnt að búast við að Þjóðviljinn tæki slíkt til greina, þegar hann reynir að afflytja fjármálastjórn bæjarstjórnar-j meirihlutans. Hitt er meira undrunarefni aff Þjóffviljinn skuli hafa gleymt alveg nýlegum tillögum komm-. únista til stórkostlegra útgjalda fyrir bæjarfélagiff, sem blaðiff hefur þó auglýst svo dyggilega. Það mun hafa verið á næst síð- asta bæjarstjórnarfundi, sem einn af kommúnistunum bar fram tillögu um að bærinn léti úyggja 800 íbúðir og í fyrradag bar annar kommúnisti fram til- lögu um byggingu 200 íbúða, sem bærinn átti að kosta. Á sama fundi kom þriðji kommúnistinn fram með tillögu í þá átt að Reykjavíkurbær „tryggði rekst- ur a. m. k. 6 nýrra togara“, en það þýðir auðvitað ekkert annað um Jóhönnu Gunnarsdóctur . . en kaup á skipunurn. í fyrradag kom einn kcmmúnistinn líka með tillögu um að bærinn keypti VeU andi óhripar: MJ Leiffur óvani. SKRIFAR: .Velvakandi sæll! Það er einn leiður óvani, sem þreytir okkur lesendur blaða og tímarita, nefnilega það, hvernig greinar eru iðulega slitnar í sundur, oft í miðri þýðingarmik- illi setningu. Verður þá að leita — samkv. tilvísun — einhvers staðar aftur í blaði að endi grein- arinnar, sem oft er ekki nema örfá orð. Oft er tilvísunin röng um blaðsíðutal og verður þá að leita í öllu blaðinu eða hætta við greinina, þannig halaklippta. Einnig kemur það fyrir, að fram- hald slitinnar greinar finnst loks- ins undir fyrirsögn annarrar slitinnar greinar, svo að úr verða svokallaðir „púkar“. Efast ekki um. ALLIR blaðamenn vilja hafa blað sitt vel úr garði gert, efast ég ekki um, að okkar gáf- uðu blaðamenn geti fundið blaði sínu fagurt form án þess að slíta sundur margar greinar í hverju blaði, öllum lesendum til leið- inda og stórskemmda á margri góðri ritgerð. Sláandi sýnishorn. NÝLEGA las ég ágætt rit, sem flytur oft fróðlegar og skemmtilegar ritgerðir, prýðisvel skrifaðar. Mjög læsileg grein á annarri síðu endaði eftir venju í miðri setningu en vísað var til framhalds á 7. síðu. Ég fletti þangað og ’er að éta upp í hug- anum það, sem komið var af setningunni til þess að missa ekki samhengið. En það var ekkert framhald á 7. síðu. Ég byrja á 3. síðu og leita gaum gæfilega á hverri opnu blaðsins og loks finn ég það á 11. síðu, þar eru 7 endabútar greina, sem allar hafa verið slitnar sundur í þessu eina blaði. 3 þessara búta hafa rétta tilvísun en 4 bútarnir ranga. Auk þess stendur yfir tveimur bútum, að þeir séu fram- hald af 8. síðu en eru framhald af 12. síðu. Ég vil taka fram, að þetta var ekki Morgunblaðið, sem hér var um að ræða. Veit ég ekki, hvort þetta er met í vit- leysunni, en mér þykir allur þessi háttur hvimleiður. Hvað finnst öðrum? — M. J.“ Erfitt viffureignar. RÉFRITARI minn hefir óneit- anlega nokkuð til síns máls. Sum dagblöðin ganga óhæfilega langt í niðurbútun efnisins, sem er lesendum til óhægðar og leið- inda. Hinsvegar getur oft staðið þannig á að blaðamanninum er ókleift að komast hjá því að setja framh. á greinar, þegar þrengsli eru í blaðinu — og ýmislegt ann- að kemur þar til greina. Rangar síðu-tilvísanir eru eins og hver önnur handvömm, sem ekki á að þekkjast, og fáránleg er sú að- ferð, sem sum blöð viðhafa, að vísa t. d. grein fram á við í blað- inu. Þakklæti komið á framfæri. ,NEFND kona skrifar: „Kæri Velvakandi! Mig langar til að biðja þið ag koma á framfæri fyrir mig þakk- læti til tveggja manna, er voru á keyrslu inni í Langholti s.l. sunnudag og komu mér og vin- konu minni til hjálpar, er geð- veikur sjúklingur, sem með okk- ur var, strauk frá okkur. Sýndu þeir mjög mikla hjálpfýsi og hugulsemi. Ég tel mig ekki hafa þakkað þeim eins vel og ég vildi gert hafa, vegna hinnar miklu geðshræringar, sem ég var í, og þar sem ég veit ekki nafn mann- anna eða númerið á bifreið þeirra, bið ég þig að færa þeim beztu þakkir okkar. Ég vil geta þess, að við vorum búnar að biðja tvo pilta, sem fyrr urðu á vegi okkar, um lið- sinni, en þeir synjuðu. Með þakklæti fyrir birtinguna. — Ónefnd kona.“ Sannur kappi er sá, sem vinn ur hjörtu óvina sinna. 18 íbúðir áf Benedikt og Gissur h.f., sem getið var hér í blaðinu í gær. Þaff mun vægt áætlaff, aff allar þessar tilIÖgur hefðu kostað Reykjavíkurbæ mikiff á þriffja hundraff milljónir króna, ef þær hefðu náff fram aff ganga. Nú eru útsvarstekjur bæjarins ekki nema milli 80—90 millj. kr. á hverju ári og tókst því komm- únistum að bera fram tillögur um útgjöld á tveim bæjarstjórn- arfundum, sem hefðu kostað ,bæ~ inn allt að þvi allar útsvarstekj- ur hans í 3 ár. Á tveimur — affeins tveimur bæjarstjórnarfundum — koma kommúnistar þannig í lóg i til- lögum sínum, allt aff þriggja ára útsvörum allra bæjarbúa og svo segir Þjóðviljinn að fjárliags- áætlun meirihlutans sé of há!! HVAÐ YRÐI EF--------? Sannleikurinn er sá að komm- únistar í bæjarstjórn haga sér eins og þeir hefðu misst alla glóru og eru í fjárausturstillög- um sínum í kapphlaupi til hægri og vinstri. Hvernig litist bæjar- búum á ef ekki væri til öruggur meirihluti eins flokks til að hafa hemil á slíku og þvílíku brjál- æði? Hver skyldi útkoman verða fyrir bæjarfélagið og bæjarbúa í heild ef rauðu flokkafnir kæm- ust í meirihluta og héldu þá á- fram sama kapphlaupinu inn- byrðis, eins og þeir hafa gert eð undanförnu en það væru þcir auðvitað knúðir til að gera. Það dylst víst engum að vel- ferð Reykjavíkur heimtar aö til slíks megi aldrei koma, Prestur Hallgríms- sóknar í Seatfle prédikar í Ha!l- grímskirkju UNDANFARIN ár hefur skapast sú venja, að sendiráð Breta og Bandaríkjanna hafa gengizt fyr- ir jólaguðsþjónustu á ensku. — Fóru þessar messur fyrst fram í tíð sr. Friðriks Hallgrímssonar í Dómkirkjunni, en síðustu árin hafa þær verið í Hallgrímskirkju. Að þessu sinni prédikar prest- ur Hallgrímssóknar í Seattle. sr. Eric Sigmar^ en hann er nú stadd- ur hér á landi. Sr. Jakob Jóns- son þjónar fyrir altari og brezki og ameríski sendiherrann lesa ritningarkafla að \enju. Þá mun frú Svava Sigmar syngja ein- söng. HÆGLÁTI maðurinn nefnist bráðsnjöll gamanmynd sem Aust- urbæjarbíó sýnir um þessar mundir. Er þetta amerísk gaman- mynd, sem farið hefur sigurför víða — sýnd vikum saman á sömu kvikmyndahúsunum og myndin hefur hlotið tvenn Oscar- verðlaun. Myndin gerist í undurfögru írsku sveitahéraði og er fegurð landslagsins ein nóg til að gefa myndinni sérstakt gildi. Efnið er hins vegar einnig svo ein- stakt og skemmtilegt og svo vel með það farið að unun er á að horfa. Það er í stuttu máli írskt | þjóðarstolt, ættardramb og hroki. ^ Hvernig sem aðstæðurnar eru, skal hinn ósvikni íri aldrei láta í minni pokann eða gefast upp; Að því leyti er margt líkt með írum og ‘ íslendingum. Samfara þessu er frábær leik- ur. Einna mestu ánægjuna mun hinn gamalkunni Barry Fitzger- ald vekja. Það er eitthvað skrít- inn maður, sem ekki hlær að Barry í þesgari mynd. Með að- aihlutverkin fara annars John Wayne og Maureen O’Hara og leika vel að vanda. — Gullfalleg mynd um skemmtilegt efni. — Spectator.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.