Morgunblaðið - 19.12.1953, Page 14
14
MORGVNBLAÐIÐ
Laugardagar 19. des.. 1953
u
SMÚM FORSYTMNNM
- RÍKI MAÐURINN -
^ Eftir John Galsworthy — Magnús Magnússon íslenzkaði
Framhaldssagan 9
góðar, og hengdi þær ekki upp
meðfram vegna þess að nafn
sonar hans stóð á þeim, heldur
geymdi þær í dragkistu.
í hinni miklu sönghöll hafði
áköf löngun gripið hann að sjá
son sinn. Hann minntist þess er
hann hafði haft hann á milli
hnjánna og ruggað honum og
þegar hann gekk við hlið litla
héstsins og kenndi snáðanum að
ríða. Og hann mundi líka eftir
deginum, er hann fylgdi honum
í fyrsta sinni í skólann. Hann
hafði verið svo blýðlyndur og
yndislegur drengur. Eton hafði
ekki spillt honum, en kostnaðar-
söm hafði dvöl hans verið þar,
og fuilmikið hafði hann máske
dregið dám af þeim siðum og
venjum sem þar tíðkuðust og
þóttu eftirsóknarverðar. En alltaf
hafði hann verið sami ástúðlegi
drengurinn, jafnvel eftir veru
sína í Cambidge, enda þátt hann
.vegna menntunar sinnar yrði
%náske ekki eins nátengdur föður
ísínum og áður. Skoðanir Jolyons
þatnla á háskólunum og kunnustu
skólunum breyttust ekkert, hann
hélt ávallt fast við sitt gamla
sjónarmið. Hann dáðist að þeim
í aðra röndina en hafði jafnframt
nokkurn ýmugust á þessum skól-
um, sem aðeins þeir efnuðustu
gátu notið, og hann sjálfur hafði
orðið að fara á mis við.
I
#
.... Nú þegar June var farin
og hafði skilið hann einan eftir,
fannst honum huggun að því að
sjá son sinn aftur. Og á meðan
hann var að hugsa þessi svikráð
gegn ætt sinni, stétt og lífsregl-
um leit hann á söngvarann -
óvenjulegan skussa. Og Florian
var líka fyrir neðan allar hellur.
Nú var því lokið. Það var orðið
næsta auðvelt að gera fólki til
geðs!
Úti á götunni náði hann í vagn
fyrir framan nefið á háum, ung-
um manni, sem héit, að hann
væri búinn að tryggja sér hann.
Vagninn ók eftir Pall Mall, en
við hornið vék ökumaðurinn inn
í St. James Street í stað þess að
aka í gegn um Green Park.
Jolyon gamli rétti hendina út um
gluggann, því að honum var ekki
um það gefið að aka aðra leið en
hann var vanur. En þegar beygt
var fyrir hornið blasti Hatch
Poch“ við, og þá náði aftur hin
ákafa löngun hans til að sjá son
sinn tökum á honum. Hann hróp-
aði til ekilsins og bað hann að
nema staðar. Hann ætlaði að
fara inn og spyrja, hvrnrt Jo væri
þar enn meðlimur.
Hann gekk inn. Forsalurinn
var nákvæmlega eins og hann
var, þegar hann snæddi þar mið-
degisverð með Jaek Herring.
Hann svipaðist um með hinu
fasta og einbeittlega augnaráði,
sem æ hafði eitt dugað til þess,
að hann fékk skjótar og betur
framreitt en nokkur annar.
„Er herra Jolyon Forsyte enn
félagsmaður hér?“
„Já, herra. — Herra Forsyte er
staddur hér nú. Hvern á ég að
kynna?“
„Föður hans“, var svarið.
Er hann hafði sagt þetta, gekk
hann að arninum og beið þar.
Jolyon ungi var í þann veginn
að fara, þegar dyravörðurinn
stöðvaði hann. Æskublóminn var
nú sölnaður, og hárið farið að
grána í vöngum. Hann var mjög
líkur föður sínum en þá nokkru
smáeflldari í andliti, yfirskeggið
mikið og sítt. Hann fölnaði. Það
var ægilegt að standa augliti til
auglitis við föður sinn eftir öll
þessi ár, og ekkert var Jolyon
ógeðfelldara en rifrildi. Þeir
mættust og tókust þegjandi í
hendur. Svo spurði faðir hans,
röddin titraði:
„Hvernig hefur þú það dreng-
ur minn?“
Og sonurinn, svaraði:
„Hvernig hefur þú það faðir
minn?“.
Höndin á Jolyon gamla skalf
mikið. „Ef þú ætlar sömu leið
og ég, getur þú sezt inn í vagn-
inn minn.“
Og svo óku þeir af stað, eins
og fyrrum, þegar þeir óku heim
saman á hverju kveldi.
Jolyon gamla sýndist, að son-
urinn hefði stækkað. „Hann er
orðinn miklu þroskameiri", hugs-
aði hann. Dálítil hæðnisgríma
hafði lagst yfir hina viðfeldnu og
blíðu andlitsdrætti Jolyons unga,
eins og honum hefði fundizt hann
þurfa að brynja sig með henni
gegn lífinu og umhverfinu. Hann
hafði svip og yfirbragð Forsyt-
anna, en var þó nokkru íhugulli,
líkt og stúdentar og heimspek-
ingar eru á stundum. Hann hafði
að vonum orðið að skyggnast í
sinn innri mann á þessum
fimmtán árum.
Jolyon hafði í fyrstu komist
mjög við, er hann sá föður sinn
svo gamlan og farinn. En er þeir
sátu saman í vagninum, fannst
honum að hann væri lítið breytt-
ur — enn var hann sami stilli-
legi, höfðinglegi maðurinn, og
augun hin sömu, skörp og skír.
„Þú lítur hraustlega út, faðir
minn.“
„Sæmilega", svaraði Jolyon
gamli.
Það sem gamla manninum lék
mest forvitni á að vita, er hann
hafði fundið son sinn, var það,
hvernig fjármálum hans liði.
„Jó, mig langar til þess að
vita, hvernig þú ert staddur. Ertu
ekki skuldugur?“
Hann orðaði þetta vægilega til
þess að syni hans yrði auðveld-
ara um svarið.
„Nei, ég skulda ekki“.
Jolyon gamli sá, að þykkja
'54.
var í syni hans, og lagði hönd
sína á hans. Hann hafði tekið á
sig áhættuna, og honum fannst,
að málið væri þess vert, og Jó '
hafði aldrei verið langrækinn. |
Þeir óku þegjandi áfram þar til j
þeir komu í Standhope Gate.
Jolyon gamli bað hann að koma J
inn, en sonur hans hrissti höfuðið. I
„June er ekki heima“, flýtti
faðir hans sér að segja. Hún fór
í heimsókn. Þú veizt auðvitað að
hún er trúlofuð og ætlar að gifta
sig“. ,
„Nú þegar?“ spurði Jolyon
ungi.
Jolyon gamli steig út úr vagn-
inum, en þegar hann greiddi öku-!
manninum urðu honum á mistök '
í fyrsta sinni á ævinni. Hann rétti
ökumanninum gullpening í stað
shillings.
Ökumaðurinn lét peninginn j
milli tannanna, sló í hestinn og '
ók hratt burtu.
Jolyon gamli sneri hægt lykl- I
inum í skránni, hratt upp hurð- j
inni og benti syni sínum. Sonur j
hans sá hann hengja frakkann
sinn upp með svip eins og á1
skóladreng, sem ætlar að stela ,
kirsuberjum.
Dyrnar að borðstofunni voru
opnar. Það logaði dauft á gasinu.
Tevél snarkaði á borðinu, og
skammt frá lá köttur og svaf. ,
Jolyon gamli ýtti við honum. !
„Hann er með flær“, sagði hann J
og rak hann út. Við kjallaradyrn-
ar í forstofunni stuggaði hann
enn við honum og í sömu and-
ránni birtist ráðsmaðurinn.
„Þér skuluð fara að sofa„
Parfitt," sagði Jolyon gamli. „Ég
skal loka og slökkva.“
Er hann gekk aftur inn í borð-
stofuna læddist kisa inn með hon
um, með stýrið upp í loftið, eins
og hún væri að fullvissa hann
um, að það hefði ekki farið fram
hjá henni, að hann væri að leika
á ráðsmanninn.
Jolyon gamli hafði alltaf verið
í meira lagi óheppinn í herbrögð-
um sínum á heimilinu.
Jolyon ungi gat ekki varist því
að brosa. Hann hafði mjög glöggt
111111111111111111111111111111111111
Margeftirspurðu
rúmteppim
eru komin aftur, ennfremur
dívamteppi
Nýjar vörur daglega
Ragnar Blöndal h.í.
Nýtt úrval af glæsilegum
borðlömpum
á hagkvæmu verði
komið I búðina
Hekla h.f.
Austurstræti 14 — Sími 1687
Feldur h.f. \
■!
Laugaveg 118 ■
2
Fallegustu
kvcntöskurnar, samkvæmistöskurnar, hliðar-
töskurnar og úrval af einstaklcga laglegum
smáleðurvörum.
Lítið í gluggann
Hljóðfærahúsið
Bankastræti 7
HVOR TVÍBURINN NOTAR TONI?
HVOR NOTAR DÝRA HÁRLIÐUN ?
(Sjá svar að neðan)
Vc
om
ýenr
Fleiri nota TONI , en nokkurt
annað permanent.
Þér munið sannfærast um, að
TONI gerir hár yðar silkimjúkt.
Hárliðunin verður falleg og end-
ist eins lengi og notað væri dýr-
asta permanent, en verður mörg-
um sinnum ódýrara.
Engin sérstök þekking nauð-
synleg. Fylgið aðeins myndaleið-
beiningunum.
Permanent án spóla kr. 23,00
Spólur .......... kr. 32,25
Munið að biðja um
f&tlí
Heima permanent
með hinum einu réttu spó
gerir hárið sem sjálfliðað
Með hinum einu réttu TONl
spólum, er bæði auðveldara og
fljótlegra að vinda upp hárið,
Komið lokknum í spóluna, vind-
ið og smellið síðan. Þetta er aill
og sumt.
Þér getið notað spólurnar aít-
ur og aftur. og næsta hárliði.n
verður ennþá ódýrari. Þá þarf
aðeins að kaupa hárliðunarvök /-
ann.
Jafnvei fagmenn geta ekki séð
mismuninn. Dorothy Coggins,
sú til vinstri, notar Toni.
H E K L A H.F. Austnrstrætl 14. Sími 1687,