Morgunblaðið - 19.12.1953, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.12.1953, Blaðsíða 4
4 MOBGU N B L A Ð1Ð Laugardagur 19. des. 1953 Hafnamnvirki, er kostað hafa millj. kr. liggja undir skemmdum SjáSfstæðismeiin í Húnavafnssýstu ræða ýmis hagsmunamál héraðsins HOFÐAKAUPSTAÐ, 3. des.: — 1. desember var haldinn fund- ur í „Þrótti“ félagi Sjálfstæðis- manna hér. Á fundinum mættu fulltrúar frá öðrum félögum Sjálf stæðismanna í sýslunni. Rædd voru ýmis áhugamál Sjálæstæðis- manna í A-Húnavatnssýslu, s. s. raforkumál sýslunnar, bankamál og hafnarmál Skagastrandar. Frummælandi í raforkumálunum var Steingrímur Davíðsson, skóla stjóri á Blönduósi. Var framsögu- ræða Steingríms hin ýtarlegasta og komu þar fram ýmsar athyglis verðar upplýsingar, enda hefir Steingrímur staðið framarlega í raforkumálum sýslunnar síðan vatnsaflsstöð var fyrst reist að Sauðanesi við Blönduós. IÍAFORKUMÁL í raforkumálunum var sam- þykkt svofelld tillaga: Fundur Sjálfstæðismanna á Skagaströnd telur að því aðeins sé raforku- málum Austur-Húnavatnssýslu sæmilega borgið í bili, að fulln- aðarvirkjun fari nú þegar fram á raforkuveri ríkisíns við Sauða- nes og síðar virkjað til viðbótar eins og þörf krefur. Fundurinn telur sjálfsagt, að gefnum lof- orðum, að raflína verði lögð til Höfðakaupstaðar næsta sumar. NAUÐSYN Á BANKAÚTIBÚI í bankamáli hafði framsögu Þorfinnur Bjarnason, Höfðakaup stað, og var svofelld tillaga sam- þykkt í því máli: Fundur Sjálf- stæðismanna á Skagaströnd tel- ur brýna nauðsyn til þess að bankaútibú komi í Austur-Húna- vatnssýslu. Telur fundurinn að skiptamálum héraðsins sé þannig háttað að íbúum þess sé mesta hagsmunamál að eiga aðgang að öflugri peningastofnun í sam- bandi við sjávarútveg, landbún- að og verzlun. Fundurinn sam- þykkir að kjósa þriggja manna nefnd til að vinna að framgangi málsins. Kosningu hlutu Þorfinn- ur Bjarnason, Höfðakaupstað, Konráð Díómedesson, Blönduósi og Jón Áskelsson, Höfðakaup- stað. HAFNARMNNVIRKI LIGGJA UNDIR SKEMMDUM Þá voru rædd hafnarmál Skaga strandar, en í því máli hafði Jón Áskelsson framsögu, og var svo- felld tillaga samþykkt: Fundur haldinn 1. des. 1953 í „Þrótti“, félagi Sjálfstæðismanna í Höfða- kaupstað, þar sem mættir eru fulltrúar frá öðrum félögum Sjálfstæðismanna í Austur-Húna vatnssýslu sambykkir: 1. Að skora á þá aðila, sem fjár framlögum ráða til hafnargerða að þeir veiti rífleg fjárframlög til Skagastrandarhafnar á næsta ári. í því sambandi vill fundurinn benda hæstvirtum sjávarútvegs- málaráðherra og fjárveitingar- nefiid Alþingis á, að hafnarmann virki hér, sem kostað hafa millj- ónir að reisa liggja nú undir stór skemmdum og jafnvel hruni, svo sem löndunarbryggja S. R., síld- arsöltunarbryggja hafnarinnar og hafnargarður, sem enn er ó- fullgerður, og vill fundurinn sér- staklega vekja athygli á því neyð arástandi, sem skapast mundi í vöruflutningamálum sýslunnar og útgerðarmálum Höfðakaup- staðar ef Skagastrandarhöfn yrði ófær til að gegna hlutverki sínu. 2. Fundurinn þakkar hr. alþing ismanni Jóni Pálmasyni ötula bar áítu í hafnarmálum Skagastrand- ar svo og öðrum framfaramálum kjördæmisins, og tfeystir því að hann nú eins og undanfarið veiti þessu máli allt það lið, er hann má. ANÆGJULEGUR FUNDUR Á fundinum voru förugar um- ræður og var hann í alla staði hinn ánægjulegasti. Vegna tíma- skorts var ekki hægt að afgreiða fleiri mál á fundinum. Um kvöld- ið var skemmtun, sem hófst með kvikmyndasýningu. Séra Pétur' Ingjaldsson á Höskuldsstöðum hélt ræðu og ungfrúrnar Erla Lárusdóttir, Guðríður Bogadótt- ir og Áslaug Hafsteinsdóttir sungu dægurlög með gítarundir- leik. Steingrímur Davíðsson, skólastóri á Blönduósi hélt ræðu og síðan var kvikmyndasýning og dans. Skemmtunin fór vel fram og var hin ánægjulegasta. — J. Ásk. Kljóðfræði - effir Áma Böðvarsson ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA hef ur nú gefið út nýja kennslubók í hljóðfræði eftir Árna Böðvars- son cand. mag. — Bókin sem er 132 blaðsíður að stærð er hin vandaðasta að öllum frágangi, prýdd mörgum skýringarmynd- um. í formála bókarinnar segir höfundur m. a.: Upp af þessum rar.nsóknum varð til rit hans, !þ. e. Björns heit. Guðfinnsson- ar), Mállýzkur 1, en framhaldið kom aldrei. Fyrsti hluti þeirrar bókar er um hljóðfræði almennt og síðar nákvæm íslenzk hljóð- lýsing. En þeir kaflar eru sniðn- ir í þvi skyni fyrst og fremst að vera inngangur að framhald- inu, vísindalegri greinargerð fyrir niðurstöður hvers atriðis mállýzkurannsóknanna, þar sem áður var ekki til neitt rit á ís- lenzku um hljóðfræði almennt né hugtök hennar. Það leiddi því af sjálfu sér, að Mállýzkur 1, var ekki sem heppilegust kennslu bók byrjendum, er gjarnan skelf- ast þykkar bækur og vísindaleg- ar skýrslur. Mikil bót varð þó, er Björn birti bókina Breytingar á framburði og stafsetningu, sem var raunar að fyrri hluta fyrir- lestur hans um það efni. Sú bók er við hæfi byrjenda í þessum efnum, og er hugmynd mín, að hún sé notuð með þessari. — Reynsla mín við hljóðfræði- kennslu þrjá undanfarna vetur, fyrst við Háskólann og síðan við Kennaraskólann, hefur sannfært mig um þörfina á handhægri byrjendabók í þessari grein“. Efni þessarar nýju Hljóðfræði er skipt niður í eftirtalda aðal- kafla: Almenn atriði, Sérhljóð, Samhljóð, Samhengi hljóða, Hljóðsaga og í 6. kafla eru skrár um hljóðfræðirit og ritgerðir um hljóðfræði, skrár um alþjóðleg fræðiorð úr hljóðfræði og hljóð- táknakerfi. Að þessari bók er hinn mesti fengur og ættu allir þeir sem áhuga hafa á íslenzkri hljóðfræði og hljóðsögu að kynna sér efni hennar. Er því haganlega fyrir komið og bókin mjög handhæg tiJ afnota. Dfotiningunni umm barasl gjafir Það verða margir til þess þessa dagana að sýna Truman fyrrum forseta Bandaríkjanna vott vináttu og tryggðar, þar sem þeir álíta, að hann hafi orðið fyrir ómaklegum árásum. Hér sýnir hann hlæj- andi nokkrum blaðamönnum kassa með Ijúffengum kökum, sem bílstjóri brauðgerðar einnar rétti að honum á götu úti. Rafmagn fró Sogs- virkjun til Þingvalla vel fagnað SUVA, 17. des. — Geysilegur mannfjöldi tók á móti Elísabetu drottningu og Filippusi, er þau óku um götur Suva, höfuðborg- ar Fiji-eyja í Kyrrahafi. Öll borg in hefur verið skreytt með Ijós- um og blómum. Konungshjónin átu hádegisverð hjá Sir Reginald Derby, landstjóra. —Reuter. MEÐAL þeirra atriða í málefna- samninga stjórnarflokkanna, sem einna mesta ánægju mun hafa vakið meðal landsmanna, ekki síst þeirra, sem búsettir eru utan hinna stærri kaupstaða, er sú á- kvörðun, að auka verulega fram- lög ríkisins til raforkumála. Hafa verið haldnir fundir viða um land og alls staðar komið fram mikill áhugi fyrir þvi, að sem flestir geti orðið aðnjótandi þeirra hlunninda, sem almenn- ingsrafveitur gefa. Raforkumála- ráðherra og raforkumálstjóri hafa mætt á mörgum þessum fundum og skýrt frá áformum ríkisstjórnarinnar og raforku- málastjórnarinnar á næstu árum. Ekki verður því neitað, að þótt víða sé g,ert ráð fyrir myndar- legum framkvæmdum, þá hefir þó margt verið í áætlunum raf- orkumálastjórnarinnar, sem vald ið hefir vonbrigðum, er áætlan- ir hafa verið kynntar. Á i'uncn, sem haldinn var nýlega á Sel- | fossi, og raforkumálaráðherra og ! raforkumálastjóri sóttu, var það j upplýst, að ekki er gert ráð fyrir, að leiða rafmagn frá Sogsvirkj- * uninni um Þingvallasveit eða til Þingvalla á næstu árum. Virðist þetta þeim mun undarlegra, sem , Þingvallavatn hvílir í faðmi ! Þingvallasveitarinnar, og er í rauninni furðulegt, að ekki skuii fyrir löngu vera komið Sogsraf- magn til Þingvalla. í ágústmán- uði s. 1. kom ég að kvöldlagi í Valhöll. Sá ég þá, að skammt neðan við Lögberg var skúr, sem dísilrafstöð , var í, og gekk hún með skellum og skruðningi og sótaði sig duglega, eins og oft vill verða, er varzla véla er ekki í höndum lærðra vélamanna. Auk þess voru allt umhverfis skúrinn tóm olíuföt, og geta menn hugsað sér hve vel þetta hefir sómt sér rétt "neðan við Lögréttuna. Ekki var hægt að hlusta á kvöldfréttir á gistihús- inu vegna truflana, sem stöfuðu frá rafalnum. Ennfremur var mér sagt, að rafmagnið væri tek- ið af kl. 12 á miðnætti til mik- illa óþæginda fyrir hótelgesti. Ég varð satt að segja mjög forviða á þessu öllu. Hafði geng- ið út frá því sem sjálfsögðum hlut, að á Þingvöllum væri Sogs- rafmagn. Þarna er á sumrum um- svifamikill hótelrekstur, og gæti sennilega verið mun meiri, ef að- staða til rafmagns væri betri. Mætti þá hita upp hús með næt- urrafmagni eða þilofnum. Á Þingvöllum verður að vera fyrsta flokks hótelrekstur yfir sumar- mánuðina a. m. k., en svo getur ekki orðið nema rafmagnsmálin á staðnum séu í lagi. íslenzka ríkið á forsetabústað á Þingvöll- um, auk ráðherrabústaða, og þarf að vera hægt að hita upp þessi hús með stuttum fyrirvara. Enn- fremur er Þjóðgarðsvörður bú- settur á Þingvöllum og Þing- vallaklerkur og væri mjög æski- legt, að híbýli þeirra væru raf- lýst og rafhituð. Þingvellir eru meira en jörð í Árnessýslu, þeir eru kjörgripir alli^r þjóðarinn- ar, sem margar helgustu minn- ingar hennar eru tengdar við. Það væri því vel viðeigandi er 10 ára afmælis lýðveldisins verð- ur minnzt á sumri komanda, að færa Þingvöllum og þjóðinni allri í afmælisgjöf orkustreng frá Sogsvirkjuninni nýju og tengja þannig saman fortíð og nútíð. Með orkunni, sem strengurinn flytti, sköpuðust skilyrði til þess að ylja og, uppljóma Þingvelli í bókstaflegri merkingu. Að sjálf- sögðu fylgir því hokkur kostn- aður að leggja raforkulínu frá Sogsvirkjuninni til Þingvalla, en ég efast ekki um, að hið háa Alþingi muni bregðast vel við, ef farið væri fram á slíka afmælis- gjöf Þingvöllum og þjóðinni til handa. Sveinn Þórðarson. Ulbricht vill, að Þ|óðver]ar eigi fulffrúa á Berfiuarfundi Vill ræða við Ádenauer um sameiningu alls Þýzkalands Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB BERLÍN, 16. des. — Herr Ulbrict sem nú gegnir forsætisráðherra- embætti Austur-Þýzkalands stakk upp á því á þingfundi austur- þýzka þingsins í dag, að Austur- og Vestur-Þjóðverjum verði boðið að senda fulltrúa á væntanlegan fjórveldafund í Berlín. Sagði hann, að æskilegt sé, að fulltrúar Austur- og Vestur-Þýzkalands geti rætt þar Þýzkalandsmálin. verja vera reiðubúna að ræða við stjórn Adenauers um sameiningu alls Þýzka- lands undir eina stjórn og undirbúning kosninga í öllu landinu. MÓTFALLNIR TILLÖGUM ULBRICIITS Tilkynnt hefur verið að Bretar og Bandaríkjamenn væru því algerlega andvígir, að Austur-Þjóðverjar sætu Berlínarfundinn. FAGNAR VIÐBRÖGÐUM VESTURVELDANNA Ráðherrann kvað austur-þýzku kommúnistastjórnina fagna mjög viðbrögðum Vesturveldanna við uppástungu Sovétstjórnarinnar um fjórveldafund í Berlín og kvað hann stjórn sína mundu kappkosta að stuðla að því, að fundurinn færi vel og virðulega fram í hvívetna. VILL RÆÐA VIÐ ADENAUER Ulbricht kvað Austur-Þjóð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.