Morgunblaðið - 19.12.1953, Page 7

Morgunblaðið - 19.12.1953, Page 7
Laugardagur 19. des. 1953 MORGUNBLAÐIÐ 1 Hln nýja yfirstétt Rússlands er hornsteinn SOVÉTSÍKIN ná yfir stór land- svæði og víðáttunaíkil. Eru þaU hvorki meira né nainna en 8,5 millj. fermílna að stærð, og eru þá hin kommúnísku leppriki öll undan skilin. Sá böggull fylgir þó skammrifi, að % hlutar þessa landsvæðis eru óræktanlegir með öllu, hvað svo sem framtíðin ber í skauti sér í þeim efnum. Millj. ekra eru frosnar túndrur, breið skógarbelti þekja mikinn hluta landsins, eyðimerkur, fjallgarð- ar og víðáttumiklar steppur teygja sig um hið mikla ríki Malenkovs. En þótt ræktunar- skilyrði séu ekki sem bezt á stór- um hluta Sovétríkjanna, má gera því skóna, að miklar auðlindir sé þar að finna og hafa sovétsér- fræðingar sagt það skoðun sína, að þar sé fólginn í jörðu helm- ingur af öllu járni heims, um það bil jafnmikíð af kolum, bensíni og gífurlegar magnesíum- námur. SVARTA MOLDIN Framtíð hins kommúníska stór veldis er fyrst og fremst undir því komin, hvernig stjórnarvöld- unum tekst að skipuleggja rækt- un landsins, hvort þau fá bænd- urna til þess að nytja, eins og nauðsyn krefur, hina djúpu, frjó- sömu, svörtu mold steppunnar, sem breiðir úr sér yfir mikinn hluta Ukrainíu, norður með Kaspíahafi og lengst inn í suður- hluta Síberíu. Án svörtu mold- arinnar mundu Sovétríkin líða undir lok. Hún sér % hlutum þjóðarinnar fyrir matvælum. EINS OG ROLLUR í RÉTTUM En hefur þá þetta land hinnar svörtu moldar veríð erjað eins og efni standa til? — Hefur kommúnistastjórn Stalins — og nú Malenkovs — tekizt með víg- orðum og byltingarherópum að hvetja rússneska bændur til dáða, svo að þeir hafa lagt sig alla fram um að sjá þjóðinni fyrir ■nægum matarbirgðum? — Báð- um þessum spurningum verður að svara neitandi. í stað þess hafa þeir verið reknir eins og rollur í réttir, svo nefnd sam- yrkjubú, látnir þræla — ekki fyrir sig og sína, heldur fyrir Rauða herinn fyrst og fremst og ráðamennina í Kreml, sem hafa svipt þá öllu sjálfsforræði — og persónuleikanum. — En árangur- inn er ekki glæsilegur. Sam- yrkjubúskapurinn, einn aðal- kjarni kommúnískrar hugsjóna- fræði, hefur siður en svo upp- fyllt þær vonir sem við hann voru bundnar. Hann hefur nefni- lega brugðist algerlega, ekki sízt vegna andstöðu rússneskra bænda við að láta þjóðnýta sig, því að þeir eru, eins og bændur allra annarra landa, einstaklings hyggjumenn, vilja berjast áfram af eigin ramleik með sjálfsbjarg- arviðleitnina að leiðarljósi. — Þetta hafa leiðtogar kommúnista raunar ætíð vitað, en þó barið Sovétskipulagsms Jgert skipbrot 5 1 ian€ arm Synir hinnar svörtu moldar. hausnum við steininn og látið kenna aflsmunar. Meira að segja sagði „spámaðurinn“ Engels á sínum tíma, að bændastéttin væri „stétt villimanna", sem ekki vildi gangast undir sam- yrkjubúskapinn. FULLUR FJANDSKAPUR Milli bændanna rússnesku og kommúnismans hefur alltaf ver- ið fullur fjandskapur — og er enn. Og nú er svo komið, að þeir hafa rekið kommúnistastjórnina á undanhald og rétt hlut sinn lítillega, enda á Malenkovstjórn- in líf sitt ekki sízt undir því kom ið, hvort henni tekst að vinna hylli bændanna. „MIKIL ÍIÆTTA" Rússneskir kommúnistar hafa á undan förnum árum starblínt á stóriðnaðinn og með því van- rækt landbúnaðinn. Vinna þeir nú meira úr jörðu af kolum, stáli, olíu o. s. frv. en nokkru sinni fyrr, svo að hernaðar- og þunga- iðja þeirra hefur tekið stórstíg- um framförum á síðari árum. En útlitið er samt ekki glæsi- legt. Það sýnir vitnisburður Mal- enkovs sjálfs, er hann sagði í ágústmánuði s.l.: „Útlitið er slæmt. Við framleiðum ekki nóg af nauðþurftum. Við getum ekki séð þjóðinni fyrir nægu kjöti, mjólk og eggjum. Af þessu staf- ar innra öryggi þjóarinnar mikil hætta“. Og' hann lofaði Sovét- borgurunum, að úr þessu yrði bætt. Þannig er vitnisburðurinn eftir 36 ára einræðisstjórn. Hann er ekki fagur, nálgast dauðadóm yfir hinu steinrunna stjórnmála- kerfi, sem þessi þjóðarleiðtogi berst fyrir með oddi og egg. Kruchef, ritari kommúnistaflokksins rússneska, kvað sjálfur upp dauðadóminn yfir stefnu Kremlstjórnarinnar í landbúnaðarmálum með því að benda á þá staðreynd, að framleiðsla landbúnaðar- afurða í Rússlandi væri nú minni en á dögum keisarans. — Myndin er frá kornuppskeru í Ukrainíu. ALGERT SKIPBROT Og mágur forsætisráðherrans, Kruchev, aðalritari rússneska kommúnistaflokksins, hefur einn ig lýst þessu hörmungarástandi og m.a. látið alheimi eftirfarandi upplýsingar í té: Árið 1952 vantaði yfir 20 millj. nautgripa til að sjá fyr- ir þörf þjóðarinnar. í Sovét- ríkjunum voru framleidd yfir 5 millj. tonn af svínakjöti ár- ið 1940, en ekki nema 1,6 millj. tonn á síðasta ári, — I Síberíu einni minnkaði smjör- framleiðslan úr 75 þús. tonn- um 1913 niður í 65 þús. tonn 1952. — Kartöflu- og gr£&;i- metisræktin fullnægir engan veginn brýnustu þörf lands- manna. — Þetta eru ófagrar upplýsingar læriveina Stalíns og er ekki ó- líklegt, að gamli maðurinn hafi nokkrum sinnum snúið sér við í gröfinni upp á síðkastið. — En þær segja sína sögu, raunasögu rússnesku þjóðarinnar, — söguna um algert skipbrot kommúnism- ans í landbúnaðarmálum. MINNI MATUR EN Á KEISARATÍMANUM Nú er svo komið, að Sovétborg arinn fær minni mat en nokkurn tíma á valdadögum keisaranna og er þá langt til jafnað Og ekki nóg með það, að fólkið fái minni mat en fyrir 40 árum, heldur verð ur það og að vinna mun meira nú til að hafa ofan af fyrir sér en þá. Hafa Rússlandsérfræðingar gert fróðlegan samanburð á þessu, og er hann svohljóðandi: aðarlífi, eins og títt er um spillta, einráða yfirsétt. ★ • í RÚSSLANDI eru yfir 10 milljónir vinnuþræla, að því er sérfræðingar telja. Eru þeir látn- ir vinna við ýmis mikilvæg end- urreisnarstörf. Margir þeirra eru Tartarar frá Kímskaga eða af einhverju öðru undirokuðu þjóð- arbroti. Stór hópur þeirra eru einnig bændur, sem Stalín sendi í þrælabúðir á sínum tíma. ★ • UM helmingur rússnesku þjóðarinnar eru bændur. Er tal- ið, að þeir fylli 100 milljónir. Þeir eru eins og hjarðir í sam- eignarbúum, hafa varla til hnífs eða skeiðar, en eru þó mikil- vægasta stétt Rússlands vegna þess að þeir 1) yrkja jörðina og safna í kornforðabúr lands- manna og 2) sjá Rauða hernum fyrir ungum, hraustum fótgöngu- liðum. ★ • í SOVÉTRÍKJUNUM eru tæpar 30 milljónir „öreiga“, — þ.e.a.s. námamanna, verksmiðju- verkamanna, skrifstofumanna o. s. frv. Þeir búa við þröngan kost, í litlum íbúðum og geta engan munað veitt sér. ★ • HIN nýja borgarayfirstétt Sovétríkjanna er kjarni komm- únistaflokksins. Til hennar má telja um 20 milljónir manna, — og'án hennar væri enginn komm- únismi 1 Rússlandi. Þessi nýja stétt rússnesks þjóðfélags unir hlutskipti sínu allvel, lífskjör hennar eru viðunandi — og hún getur veitt sér nokkurn munað, t. d. keypt sér útvarpstæki og jafnvel bifreið. Þessari stétt hef- ur kommúnistastjórnin sýnt mestan sóma, hlúð að henni eftir föngum, enda hafa lífskjör henn- ar batnað til muna á síðari ár- um. Hún hefur enda kunnað að meta það og styður stjórnina bezt allra stétta. Hún er kjarni Sovétskipulagsins og án hennar mundi það hrynja til grunna, eins og fyrr getur. Úr hennar jarðvegi er sjálfur Kruchev sprottinn og ef hin svonefnda „nýja stefna“ hans heppnast, get- ur þessi stétt fyrst og fremst hrósað sigri. HIN KEYPTA STÉTT MUNAÐARINS Það eru hvorki bændurnir né verkamennirnir, sem eru horn- steinar hins kommúníska stjórn- skipulags, — þeir eru einungis driffjöðurin, — notaðir til þess með ofbeldi og kúgun að seinka Áðaliimdur Fél. ísl. prjónlesfrani- ieíðenda AÐALFUNDUR Félags íslenzkra prjónlesframleiðenda var hald- inn 7. þ. m. Fráfarandi formaður, frú Viktoría Bjarnadóttir, var einróma endurkjörin. í skýrslu sinni gat formaður þess, að félagið hefði gengið í heild inn í Félag íslenzkra iðn- rekenda. Formaður þakkaði ríkisstjórn íslands, Félagi íslenzkra iðnrek- enda svo og hinni nýju Iðnmála- stofnun fslands, hversu mikinn skilning þessir aðilar hefðu sýnt prjónlesiðnaðinum á árinu. Voru fundarmenn þar á einu máli. —• Pyrsta verk Iðnmálastofnunar- innar hefði verið það að rann- saka hag prjónlesframleiðenda, og hefðu félagar þegar fengið fjölritaða skýrslu þessara rann- sókna. Fundurinn tók afstöðu ti\ margra tilllagna í þessari skýrslu meðal annars þessara: 1. Innflutningur fullunninnar prjónavöru yrði einskorðaður við ..clearing“-lönd, en taldi þó eitt ár of sKamman tíma. 2. Unnið yrði að því að fá tollalækkun á garni. 3. Reynt yrði að koma á inn- Kaupasambandi á garni. Til þess að kaupa 1 kg. af: Brauð Nautakj. Smjör Sykur Vin nuklukkustundir 1923 2 klst. 42 mín. 11 klst. 2 mín. 3 klst. 41 mín. 3 klst. 51 mín. 1953 4 klst. 30 mín. 15 klst. 48 mín. 4 klst. 5 klst. 35 mín. • UM helmingur íbúa Sovét- ríkjanna eru Stór-Rússar. Hitt eru ýmis þjóðabrot, sem tala um 200 tungumál og mállýzkur. í Ráðstjórnarríkjunum eru og mörg trúarbrögð ráðandi, eru þar m. a. um 20 milljónir Múha- meðstrúarmanna. — Öllu þessu fólki er stjórnað af um 50 þús. „ráðherrum“, forstjórum, liðs- foringjum og „sérfræðingum", sem uxu upp í hugsjónafræði kommúnismans, tileinkuðu sér hana (fyrir atbeina stjórnarvald- anna) á unga aldri og skilja rúss- neskan almenning verr en jafn- vel keisaraaðallinn fyrr á tím- um. Þessir „útvöldu“-ráðstjórn- endur hafa nóg að bíta og brenna, lifa margir hverjir mun- hinu algera skipbroti þessa úr- elta einræðisskipulags. Nýja borgara- og yfirstéttin, sem svo mjög er dekrað við, á hins vegar að sjá um, að Malenkov falli ekki úr valdasessi. í höndum hennar og Rauða hersins er framtíð kommúnismans rúss- neska. Því meira sem við þessar stéttir er gælt, því fastari í sessi er Kremlstjórnin, — og þeim mun lengra bil verður á milli frelsisins og rússneskrar alþýðu. Hýít lag eSlir Skúla Haíldórsson KOMIÐ er út nýtt lag eftir Skúla Halldórsson. — Svo sem kunnugt er, hefur Skúli fengizt nokkuð við tónsmíðar, og eru þegar kom- in út fimm nótnahefti með lög- um hans. — Lög Skúla hafa orð- ið vinsæl. Lagið sem hann nú lætur frá sér fara, er við ljóð Sigurðar Grímssonar og heitir Linda. — Er það fallegt vöggu- ljóð. Á kápu heftisins er skemmti leg teikning eftir Örlyg Sigurðs- son. — Útgefandi er Gunnar R. Magnússon. Tímariiið Flug TÍMARITIÐ FLUG, gefið út af Flugmálafélagi íslands kemur út í dag. Efni tímaritsins er mjög fjölbreytt, greinar um flugið í s. 1. 50 ár, um fyrsta íslenzka flugfélagið, um Flugfélag Akur- eyrar, nokkrir þættir úr sögu tveggja flugfélaga. Grein er nefn- ist Á fimmtugsafmæli flugvél- anna. Viðtai við handhafa loft- ferðaskírteinis nr. 6. Grein um flugdagana fimm. Grein um 17. des. 1903. Grein er nefnist braut- ryðjendur. Um flugnám á ís- landi. Svifflugið 60 ára. Kvöld- stund á Keflavíkurflugvelli og margt fleira. Frágangur blaðsins er allur hinn vandaðasti. Ritstjóri þess er Sigurður Magnússon kennari. 19 þiiigsæti ★ LUNDÚNUM, 16. des. — í fyrstu þingkosnin gtinum sem fram hafa farið til þings Mið- Afríku sambandsins, Rodesíu og Nahajsalands, er sýnilegt, að Sambandsflokkurinn hefur unnið mikinn kosningasigur. Má þeg- ar sjá, að hann hefur hlotið hreiiv an meirihluta. Þegar síðast frétt- ist var hann búinn að fá 18 þing- sæti af 26. — Flokkur þessi berst fyrir jafnrétti hvítra manna cg svartra. — Andstöðuflokkur hans hefur ekkert þingsæti hlotið. —Reuter. (

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.