Morgunblaðið - 23.12.1953, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.12.1953, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐÍÐ Miðvikudagur 23. des. 1953 Útg.: H.f. Árvakur, Heykjavík, Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stiórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbék: Árni Óla, sími 3048. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og aígreiösla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. § UR DAGLEGA LIFINU ^ wma Ídrátam l?t lleióut jótin . . . Já, það eru nú orð að sönnu. Jólin eru á næsta leyti og börnin eru farin að hlakka til þeirra, því að þau vita, að — allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta kerti og spil. Jólin hafa alltaf verið hátíð Sannleikanum' snúið við í ÚTVARPSUMRÆÐUNUM um daginn og í blöðum Alþýðuflokks ins og kommúnista hefur verið haldið uppi rætnum árásum á út- gerðarfélagið Kveldúlf fyrir að félagið og eigendur þess hafi greitt stóreignaskatt sinn með fasteignum félagsins á Hest- eyri. Jafnframt hefur verið látið í það skína að þau ákvæði stór- eignarskattslaganna, sem heim- ila skattgreiðslu með slíkum eign um hafi verið sett í lögin fyrir frumkvæði forráðamanna fyrir- tækisins. Hér er um svo rótlausaHalekk- ingu að ræða að ástæða er til þess að hrekja hana enn einu sinni. Sannleikurinn í þessu máli er sá, að lögin um stóreignaskatt voru samþykkt á Alþingi 19. marz 1950. En tæpum 9 mánuðum síðar skrifaði Kveldúlfur skatt- stjóranum í Reykjavík bréf, þar sem farið var fram á að fasteigna matið á eignum félagsins á Hest- eyri væri leiðrétt og fært til samræmis við raunverulegt ástand og verðmæti eignanna — Félagið lýsir því hreinlega yfir að þessi mannvirki séu raunveru- lega einskis virði. Það telji því fráleitt að meta þær á mörg hundruð þúsund krónur. Það er öllum vitað að lýsing Kveldúlfs á Hesteyrareignunum er sönn og rétt. Þær eru svo að segja einskis virði. En niðurstað- an var samt sem áður sú að fé- laginu voru metnar þessar eignir til stóreignarskatts á kr. 390 þús. Kveldúlfnr fór aldrei fram á í fyrrgreindu bréfi sínu til skattstjórans í Reykjavík að mega greiða stóreignarskatt með þéssum eignum. Hann óskaði þess þvert á móti að þær yrðu ekki metnar til stór- eignaskatts, þar sem þær væru svo að segja verðlausar. Ef skattsjóri hefði séð sér fært að verða við þessari ósk, hefði félagið að sjálfsögðu ekki get- að notað eignirnar síðar til þess að greiða með þeim stór- eignaskatt sinn og eigenda sinna. Kveldúlfur óskaði þess eins að fá þær rétt metnar. Eftir að þeirri ósk hefur verið synjað ákveður félagið svo að afhenda ríkinu þessar eign- ir við því verði, sem ríkið sjálft mat þær á, gegn ein- dregnum vilja félagsins. I yfirlýsingu, sem fyrirtækið gaf út fyrir nokkru um þetta mál, voru aðalatriði þess dregin sam- an í fjórar greinar. Sagði þar á þessa leið: „Kjarni málsins er því þessi: 1. Löggjafinn ákveður að greiða megi stóreignarskatt með fasteignum á því verði, sem ríkið sjálft leggur til grundvallar við ákvörðun stóreignarskatts. 2. H.f. Kveldúlfur óskaði ekki eftir að notfæra sér þennan rétt. 3. Kveldúlfur ber þvert á móti fram ósk, sem útilokaði greiðslu með umræddum eign um, ef hún hefði verið sam- þykkt. 4. Það er ekki fyrr en þeirri sanngjörnu ósk var hafnað að Kveldúlfur h.f. ákveður að af- henda ríkinu umræddar eignir á því verði, sem það sjálft lagði á þær“. Það, sem hér hefur verið sagt, sýnir mjög greinilega, hversu kommúnistar, Alþýðuflokksmenn og hinir svo kölluðu „Þjóðvarn armenn" hafa snúið sannleikan- um við í þessu máli. Það eru skattayfirvöldin, sem knúð hafa umrætt félag gegn vilja þess, til | þess að afhenda svo að segja j verðlausar eignir, sem ríkisvald- j ið hefur metið til offjár upp í . stóreignaskatt. Er þetta enn eitt dæmi þess hversuSfáránleg gild- andi ákvæði skattalaga og fram- kvæmd þeirra er í þessu landi. Á því leikur varla vafi að almenningur í landinu mun sjá í gegnum þann loddara- leik, sem óhlutvandir leiðtog- ar hinna svo kölluðu „vinstri“ flokka hafa leikið í þessu máli. Það er því áreiðanlega mikill misskilningur hjá þeim að þeir muni hafa pólitískan hagnað af blekkingaskrifum sínum. Harmleikurinn barnanna fyrst og fremst, enda ekki óeðlilegt, þar sem þau eiga i að minna okkur á barnið litla | sem lagt var í jötu austur í Gyð- ingalandi fyrir mörg hundruð | árum.'— En þátttaka fullorðna fólksins í jólahátíðinni er þó I sjaldnast minni en barnanna, þótt á annan veg sé. iir': UNDANFARNA daga hefur harmleikur verið leikinn í hinum fögru sölum Versalahallar, þar sem báðar deildir franska þings- ins hafa árangurslaust reynt að kjósa franska lýðveldinu forseta. Forsetaefni Verður að hljóta hreinan meirihluta atkvæða til þess að ná kosningu. En þrátt fyr- ir 10 tilraunir hefur þetta ekki tekizt. Hver er ástæðan? Hún er sú, að smáflokkarnir, sem franska þingið skiptist í, geta ekki komið sér saman um forsetakjörið. Enginn einn flokk- ur hefur neitt nálægt því meiri- hluta í þinginu. Þessvegna er meðalaldur franskra ríkisstjórna eftir síðustu heimsstyrjöld aðeins nokkrir mánuðir og þessvegna vofir nú hrun yfir frönsku lýð- ræði. Frá Frakklandi flæddu öldur frelsishreyfinganna út yfir Evrópu. Það er því kaldhæðni ör- laganna, að einmitt þar skuli lýð- ræði og þingræði nú vera á glöt- unarbarmi. En franska þjóðin sýpur að- eins seyðið af flokkaskiptingu sinni. Blöð hennar og mikill hluti þjóðarinnar áfellast stjórnmálamennina í Versöl- um harðlega fyrir öngþveitið og upplausnina í sambandi við forsetakjörið. En það er þjóð- in sjálf, sem ber ábyrgð á glundroðanum. Hún hefur kjörið marga smáflokka á þingið. Hún hefur leitt asna sundrungarinnar í sínar eigin herbúðir. í dag verður sennilega gerð úr- slitatilraun til þess að greiða fram úr þeim vandræðum, sem flokkafjöldinn hefur skapað í sambandi við forsetakjörið. En í gær lá ekkert fyrir, sem gefið gæti til kynna að það tækist. Auðsætt er þó, að stjórnmála mönnunum í Versölum er farið að ofbjóða öngþveitið. Og í heims blöðunum er nú almenn talað um „sirkusinn í Versölum“. Hið franska lýðræði og þing- ræði er á villigötum. Allt bend- ■ ir til þess, að þar sé engra um- bóta að vænta fyrr en þjóðin sjálf hefur breytt ílokkaskipt- ingu sinni, íækkað flokkunum og skapað fáa meginflokka, sem stjórnað geta af festu og ábyrgð- artilfinningu. I „Ævintýraborginni“. VeU andi Áripar: Kvörtun yfir aðgöngumiðasölu. SVOHLJOÐANDI bréf barst mér í fyrradag: „Mánudaginn 21. des. kl. 12 á hádegi, var ég komin að dyrum Þjóðleikhússins og hugðist kaupa miða á frumsýningu á leikritinu Piltur og stúlka, sem sýna á ann- an jóladag. Ég var sú þriðja í röðinni. En mér brá í brún þegar mér var tjáð, að engir miðar væru fá- anlegir nema á tveimur öftustu bekkjunum í salnum niðri og á aftasta bekk á neðri svölunum. Hvað hefur hér gerzt? Aðsjáanlega hafa allir miðarn- ir verið seldir bak við tjöldin, enda þótt auglýst hefði verið sala á vissum tíma og menn blátt á- fram hafðir þannig að ginning- arfíflum. Það kann að vera að einkafyrir tæki geti leyft sér slíka fram- komu, en ekki menningarstofnun, sem reist er og rekin fyrir ríkis- fé. Slíkt er fyrir neðan allar hell- ur, og má ekki endurtaka sig. — B. B.“ — Deilt á blessaðan Þorlák. IGÆR mætti ég kunningja mín- um á götu og barst tal okkar að „hinum blessaða Þorláki bisk- upi“. Kunningja mínum fórust þá orð eitthvað á þessa leið: „Ég hef eiginlega aldrei skilið, hvaða ástæða er til þess að halda hátíð í minningu Þorláks biskups Þórhallssonar enn þann dag í dag. Af sögunni virðist það au.ð- sætt, að hann hafi verið hinn mesti ribbaldi og yfirgangssegg- ur, a.m.k. verður ekki annað séð af framkomu hans gagnvart Sig- urði Ormssyni á Svínafelli og Jóni Loftssyni í Odda. Af þeim og fleiri innlendum mönnum krafðist hann fyrir hönd erlends erkibiskups, að þeir létu af hönd- um við hann og kirkjuna allar kirkjur og kirknafé, er þeir höfðu áður löglega átt. — Fyrir þann árangur, sem varð af þess- ari frekju hygg ég að hann hafi verið tekinn í dýrlingatölu 5 ár- um eftir dauða sinn, en það mun hafa verið árið 1195. Mér er spurn: Hvaða ástæða er til þess að halda áfram öld fram af öld að heiðra minningu „hins blessaða Þorláks" fyrir þennan yfirgang? Ég segi fyrir mig, ég tek ekki þátt í því. Aðrir ráða hvað þeir gera“. Mörg er manna mæðan. MÖRG er manna mæðan. Það má nú segja. Það getur vel verið að þessi kunningi minn hafi fulla ástæðu til þess að líta þess- um augum á þátt Þorláks bisk- ups í íslenzkri kirkjusögu. En er ekki öldungis óþarfi að vera að ergja sig yfir messu hans? Hún er fyrst og fremst erfðavenja frá liðnum tíma. Hvers vegna má hún ekki standa áfram á alman- akinu? Ekki fer það neitt í taug- arnar á mér a.m.k. Og víst er um það, að þótt biskup hafi þótt yfir- gangssamur við höfðingja í fjár- heimtum kirkjunnar þá lét hann ýmiss önnur mál til sín taka. En sleppum því. í dag er óneit- anlega Þorláksmessa. Því verður ekki haggað að þessu sinni. Og ekkert er líklegra en að nafn hennar myndi lifa áfram í munni fólksins enda þótt fyrrgreindum kunningja mínum tækist að hrekja hana út úr almanakinu. Of miklar jólagjafir. RAKARANUM mínum fórust fyrir nokkru orð á þessa leið: „Það er fallegur siður að gefa jólagjafir. En það er hægt að fara út í öfgar í því, sem öðru. Og ég verð að segja það, að mér ofbýður hreinlega jólagjafaaust- urinn hér í Reykjavík nú orðið. I stórum fjölskyldum eru menn bókstaflega önnum kafnir við jólagjafakaup í margar vikur. — Auðvitað kostar þetta líka stór- fé. Ég held að börn og fullorðnir hafi verið alveg eins sælir með jólagjafirnar í gamla daga, með- an hóf var haft á þessum hlut- um“. Þetta sagði rakarinn minn, og ég held að hann hafi rétt fyrir sér. C__ Hið mesta rétt- læti getur ver- ið hið mesía ranglæti. A FYRIR skömmu var mér litið út um gluggann hér á Morg- unblaðinu.— og sjá! Það varð Ijós og Austurstræti ljómaði, eins og það hefði loks skyndilega tekið jólagleði sína, ásjóna þess breytt ist á svipstundu, — og enginn sem nú fer um Austurstræti eftir fjögur á daginn, þarf lengur að vera í vafa um, að jólin séu í nánd. — Þegar ég virti fyrir mér ljósadýrðina í Austurstræti og greniskreytingarnar þar, kom mér ekkert annað í hug en aust- urlenzk ævintýraborg fyrri tíðar eða þá kannski heimkynni Dofr- ans. Svona hefðu þau einmitt vel getað verið uppljómuð, hugsaði ég með mér. — Nokkru síðar varð mér svo litið út um suður- glugga hérna á blaðinu — og sjá! Þar var einnig ljósadýrð mikil, hið undurfagra norska jólatré lýsti upp allan Austurvöll, og hafi einhverjum ekki skilizt, þeg- ar hann gekk um Austurstræti, að hann er um þessar mundir staddur í ævintýraborg, þá skyldi hann leggja.leið sína út á Aust- urvöll, svo að hann megi sann- færast. — Og það er fleira sem breytir borginni okkar í ævin- týraborg, s. s. smekklega skreytt- ir verzlunargluggar, jólatré, hvít- skeggjaðir jólasveinar, stórbein- óttar tröllkerlingar o. þ. 1. Verkamennirnir á Eyrinni hafa í mörgu að snúast nú fyrir jólin. G. R. Ó. tók myndirnar. ■:★:• j\, AUBVITAÐ vill enginn fara í jólaköttinn, og allir kepp- ast um að koma í veg fyrir, að vinir og venzlamenn geri það. Það má sjá af umferðinni um miðbæinn um þessar mundir og troðningnum i verzlunum bæjar- ins. Urrr ’göturnar berst óstöðv- andi mannhaf; sumir eru að gera jólainnkaupin, aðrir að skoða það sem á boðstólum er — og enn aðrir að sýna sjálfa sig og eru sennilega sælastir, — ég tala nú ekki um, ef þeir eru ánægðir með sig! — Alla sem vettlingi geta. valdið, langar til að skjóta að vinum sínum lítilli jólagjöf — eða senda þeim jólakveðju. Það er gamall og fallegur ísl. sið- ur, þótt svo virðist sem þetta sé að fara út í öfgar „nú á þessum síðustu og verstu tímum“, því að menn eru farnir að kaupa jóla gjafir fyrir mörg hundruð krón- ur, svo að ekki sé dýpra í árinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.