Morgunblaðið - 23.12.1953, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.12.1953, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 23. des. 1953 MORGUNBLAÐIÐ 11 Er ofkæling sjúk- linga tíð í sjúkrahúsum! OFT hefir það borið við, er mað- ur heyrir dánarfregn þeirra, er maður þekkir til, veit að hefur verið í sjúkrahúsi og hlotið að- gerð, að fregninni fylgir það að banameinið hafi verið lungna- bóiga, sem sjúklingurinn hafi fengið þegar verst stóð á. Hverj- um hugsandi manni hlýtur að detta í hug að eitthvað sé ábóta- vant þeirri aðhlynningu, sem veitt er á sjúkrahúsum, þegar jþetta kemur fyrir. Vegna þeirrar reynslu, sem ég hef af þessu efni, segi ég frá því, sem fyrir mig kom nú fyrir skömmu á öðru stærsta sjúkra- húsi hér í bæ. Ég lagðist þar inn og fól mig í hendur lækni, sem er viðurkenndur og eftir minni kynningu viðurkenndur að verðleikum, ekki eingöngu, hvað hann hugsaði vel um sjúklinga sína heldur einnig Vegna uppörf- andi og prúðrar framkomu. Að- gerðin, sem var stór holskurður, tókst með afbrigðum vel. En hvað skeður? Ofkæling, brjósthimnu- , bólga inni á sjúkrastofu í höndum æfðs hjúkrunarliðs. Nokkru eftir að ég vakna eftir svæfinguna og er farin að átta mig, tek ég eftir, að ég er ber upp á axlir og glugg ínn opinn. Náttjakkann, sem ég hafði með mér var ég ekki klædd í. Mér var heitt, fannst svalinn notalegur. Atti ég að vita hættuna, sem stafaði af þessu. Er það sjúklings að vita að mótstöðukrafturinn er enginn eða mjög lítill eftir upp- skurð samanborið við það sem einstaklingurinn hefur venju- lega. Aðalstúlkan á deildinni glennti upp glugga, þegar henni fannst of heitt við vinnu, og skildi dyrnar eftir opnar, þegar hún gekk um. Afleiðingin var gegnumtrekkur, sem var stund- um mjög sár. Þegar ég kvartaði við hana um opnar dyrnar, var svarið, að hún hafði of mikið að gera til að tef ja sig á að loka á eftir sér. En hvort sjúklingurinn hafði tíma til að liggja í ofkælingu skipti hana minna. Svona er mn saga. Ég sem hef aidrei fengið í lungu eða brjósthimnu og fæ kvef aðeins annað og þriðja hvert ár, kom sízt til hugar að sjúkrahús væri sá staður, sem ég þyrfti helzt að búast við að fá slíka uppáfallandi sjúkdóma. Á okkur, sem þurfum á læknishjálp að halda, ekki að vera vogandi að velja þann lækni, sem við æskjum helzt, að- eins af vantrausti á hjúkrunar- liði þeirrar stofnunar, sem okkar útvaldi læknir starfar við. Hvað gera deildarhjúkrunarkonur við nema eða starfsstúlkur, sem gera sig seka um slíka óhæfu, sem ég hef greint frá.Fá þær áminningu, eða fá þær óátalið að sýna slíka framkomu áfram? Hjúkrunarnemar eða stúlkur, sem ætla að leggja hjúkrunar- störf fyrir sig, fá þær að halda áfram námi þótt þær sýni að það gangi út á heilbrigði sjúklings- :ns? Hvað um yfirhjúkrunarkon- ur þessara staða? Eiga þær ekki að fylgjast með deildarhjúkrun- arkonunum og hafa eftirlit með hvort þær séu starfinu vaxnar? Eða eiga ofkæiingartilfelli að fá að margendurtaka sig á sömu deild og hjúkrunarkonan að halda áfram starfi? Eigum við skattgreiðendur ekki kröfu á að þau hafi eftirlit með ríkisstofn- unum? Eða eigum við aðeins að fá að borga okkar skatt í hítina? Hvað um hina kristilegu starf- semi? Áttar hjúkrunarliðið sig ekki á því að guð er kærleikur. Er ekki mesta kærleiksverkið að líkna sjúkum og sorgmædd- Er ekki nægjanlegt fyrir lækninn að leggja fram alla sína krafta í glímu sinni við erfiða sjúk- dóma? Þarf hann einnig að glíma við trassahátt hjúkrunarliðsins. ,,Sér grefur gröf þótt grafi” Hálfdáni Sveinssyni svarað. SENN er á enda liðið kjörtíma- bil til bæjar- og sveitarstjórna um land allt. Víðast mun undir- búningur þegar hafinn undir komandi kosningar, sem fram fara síðasta sunnudag í janúar næstkomandi. Mun úrslita þess- ara kosninga beðið með eftir- væntingu og þó einkum og sér í lagi frá þeim stöðum, þar sem breytinga er að vænta frá síð- ustu kosningum. Einii þeirra staða er hinn ört vaxandi kaup- staður Akranes. Þar hlutu hinir svonefndu vinstri flokkar hrein- an meirihluta við kosningarnar 1050. En um langt árabil höfðu Sjálfstæðismenn haft þar for- ystu í bæjarmálunum og beitt sér fyrir byggingu fjölda mannvirkja og alhliða framförum í byggðar- laginu, svo sem byggingú einnar fullkomnustu hafnar á Suð-Vest- urlandi, rafvæðingu staðarins, komið á fót togaraútgerð, reist sjúkrahús óg skólabyggingar auk margs annars, sem of langt yrði hér upp að telja, Eigi að síður tókst vinstri flokkunum þrem, kommum, Framsókn og síðast en ekki sízt Alþýðuflokknum að tryggja sér meirihlutavald innan bæjarstjórnarinnar, með yfir- boðsloforðum og skrumkenndum tillögum, sem mjög voru fjar- skyldar veruleikanum. Saga og framkvæmdir þeirra vinstri manna síðasta kjörtimabil geta bezt fært sönnur á hinar skrumkenndu tillögur og loforð þeirra. Svo sem vikið er að í upp- hafi þessarar greinar er kosninga undirbúningurinn víðast hvar haf inn. Á Akranesi hafa kratar riðið á vaðið með útgáfu blaðs síns „Skagans“. Er blaðið mikið vexti, en efni þess svo sem að líkum lætur í senn fáskrúðugt og rýrt. Auk auglýsinga frá kaupfélagi staðarins og öðrum skyldum stofnunum, er í biaði þessu ein pólitísk grein, þar sem ráðist er harkalega að d(num hinna fjöl- mörgu Sjálfstæðismanna staðar- ins. Jafnhliða reynir greinarhöf- undur að verja hinn óverjandi þátt Alþýðuflokksins í vinstri meirihluta bæjarstjórnarinnar. Er sú viðleitni ofurskiljanleg þar sem greinarhöfundur er enginn annar en höfuðpaur Alþýðu- flokksins á Akranesi „barnakenn arinn Hálfdán Sveinsson“. Er hugarástand kennarans nú orðið slíkt, svo sem grein hans ber gleggst vitni, að eigi getur hann lengur tamið tungu sína. Reynir hann í grein sinni að rangsnúa, hverjir raunverulega hafi staðið að myndun meirihluta innan bæjarstjórnarinnar fyrsta ár kjör tímabilsins, undanþiggur hann þar Alþýðuflokkinn allri ábyrgð og skal honum sízt láð það, svo mjög er saga flokks hans aum frá tímum vinstri meirihlutans. Til leiðréttingar rökvillum greinarhöfundar, skulu hér laus- lega rakin höfuð atriði og stað- reyndir frá fyrsta ári kjörtíma- bilsins. í upphafi kjörtímabilsins var hér myndaður meirihluti þriggja flokka. Samanstóð hann af þrem krötum, einum kommúnista og einum Framsóknarmanni; höfðu þessir aðilar gert með sér víð- tækan málefnasamning, sem við lýði skyldi vera út kjörtímabiiið. Forseti þessarar breiðfylkingar var svo kjörinn „barnakennar- inn“ Hálfdán Sveinsson. Hafði hann lengi dreymt um þessa veg- tyllu, og nú hafði hin langþráða og gleðiríka stund runnið upp. Hálfdán var orðinn forseti bæj- arstjórnar Akraness-kaupstaðar. En vandi fylgir vegsemd hverri Mitt tilfelli þarf að vera það síðasta af slíku. Sjúklingur. og svo var einnig hér, og reyndist Hálfdán ekki vandanum vaxinn. Þegar um fyrsta málið er á dag- skrá var tekið, sundraðist vinstri samsteypan. Eins og að líkum lætur hafði samsteypa þessi komið sér sam- an um val á bæjarstjóra, og sá er valinn skyldi var uppgjafar bæjarstjóri frá Isafirði, Jón Guð- jónsson. Ekki höfðu þeir ísfirð- ingar lengur not fyrir mann þennan, enda þótt „kratar“ hyggðust setja hann til bæjar- stjóra á Akranesi. Má af þessu marka heillindi forsprakka Al- þýðuflokksins á Akranesi. Ekki fengu þeir þó þessum vilja sín- um framgengt. Svo sem fyrr um getur rofn- aði meirihlutinn um þetta fyrsta mál og annar maður ungur og litt reyndur var kjörinn til starf- ans. Upp úr þessum klofningi skap- aðist slíkt öngþveiti um stjórn bæjarins, að vart munu slíks dæmi. Af þessum sökum báru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn fram tillögu um að fram skyldu fara kosningar til bæjarstjórnar að nýju. Þessa til- lögu felldu vinstri flokkarnir þrír og tóku þar með á herðar sér áframhaldandi stjórn bæjarmál- efnanna, enda lýstu Sjálfstæðis- menn því þá þegar yfir og létu bóka, að þeir tækju enga ábyrgð á störfum bæjarstjórnarinnar. Létu fulltrúar Alþýðuflokksins sér þessi málalok vel lynda. Má bezt sjá það af i>ví, að Hálfdán Sveinsson sat áfram sem forseti bæjarstjórnar, enda þótt hann reyni nú að slá því ryki í augu fólks, að hann hafi aldrei verið þar ábyrgur. Sé þessi sérstæða saga rakin nánar, má raunar minna á van- traustið, er borið var fram á Hálfdán Sveinsson sem forseta -bæjarstjórnar, þar eð tillaga þessi var felld af krötum og Fram- sóknarmanninum, voru þeir hin- ir sömu ábyrgir fyrir gjörðum bæjarstjórnarinnar. Þannig var ástandið í heilt ár, ár vinstri stjórnar, ár kyrrstöðu og úrræðaleysis. Að þessu ein- stæða og örlagaríka ári loknu, boðuðu hinar sárþjáðu hetjur vinstri flokkanna algera uppgjöf á stjórn bæjarmálefnanna, sem þeim hafði gersamlega reynzt ofviða. Framundan var aðeins eitt úrræði, að Sjálfstæðismenn tækju við stjórnartaumunum. Sárþjakaðir eftir hið stranga ár leituðu kratar á náðir Sjálfstæð- ismanna og báðu þá að bjarga því sem bjargað yrði. Oft hafði verið þörf áhrifa Sjálfstæðismanna um stjórn bæj- arins, en nú Var um að ræða nauð syn og brugðu því Sjálfstæðis- menn skjótt við. Breytingarnar urðu skjótar á málefnum bæjar- ins er Sjálfstæðismenn tóku völd Framh. á bls. 12 Keflavík Keflavík Húseign til sölu Húseignin nr. 9A við Kirkjuveg í Keflavík, ásamt til- heyrandi leigulóð, er til sölu og laus til íbúðar um n. k. áramót..— Tilboð sendist undirrituðum fyrir 31. des n. k. Skiptaráðandinn í Keflavík, 22. des. 1953. A. Gíslason. GUIMDA OG LIIMIMSCHIFF þessii góðknnu þýzku hringbakarofnar eru nú senn á þrotum. — Kosta aðeins 290 með snúru. Véla- og raflækjaverzluiiin Bankastræti 10. Sími 2852. Dllar-gólfteppi og dreglar fyrirliggjandi. — Birgðir takmarkaðar. d3a itic- dJradincj Co. Lf. Klapparstíg 26, II. hæð Sími 82930 Þ ý z k u eldavélahellurnar ERU KOMNAR Pantanir óskast sóttar. — Verðið lækkað. AMPER H.F. Þingholtsstræti 21. Frá iVlaska-gróðrarstöbinni Þessi jól er það tízka að skreyta útidyrnar með jólaskeifunum okkar. — Höfum margt fleira til jólanna. Munið, að við seljum beint frá framleiðanda. Útsalán á móti Stjörnubíói. Alaska-gróðrarstöðin. MORSE-TÆKI RAFMAGIMSFÖNDUR (Raflagningaefni fyrir drengi). VASALJÓS er skemmtileg jólagjof fyrir drengi. Véla- og raítækjaverzlunim BANKASTRÆTI 10 - SÍMI 2852

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.