Morgunblaðið - 03.01.1954, Side 6

Morgunblaðið - 03.01.1954, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 3. janúar 1954 Eggerf Jénsson, framkvæmdasfjóri Landssambands iðnaSarmanna - IÐIMAÐ LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA MEÐ ÞVÍ að fjölmargir virðast alltof ófróðir um skipulag og starfsemi Landssambands Iðnað- armanna vil ég leyfa mér að nota þetta tækifæri til þess að kynna það nokkrum orðum. Samkvæmt lögum um iðju og iðnað telzt iðnaður hver sú starfsgrein, sem sérnám þarf til og lætur gera. sjálfstætt sveins- próf samkvæmt lögum og reglu- gerð um iðnfræðslu. Samkvæmt reglugerð um iðnfræðslu eru nú löggiltar hér samtals 60 mismun- andi iðngreinar og má þar nefna sem hinar helztu: Allar greinar byggingaiðnaðarins og járniðn- aðarins, bifreiðaiðnaðinn, skipa- og bátasmíði, húsgagnaiðnað- inn, kjöt- og mjólkuriðnað, prentun og bókagerð, klæðagerð, iðngreinar sem láta einkum í té margvíslega þjónustu, auk margra annarra, sem hér er of langt upp að telja. Til þess að ganga undir sveins- próf þurfa menn að hafa stundað verklegt nám hjá meistara í iðn- inni í þrjú eða. í flestum grein- um fjögur ár, og ljúka einnig burtfaraprófi frá iðnskóla. Að loknu sveinsprófi þurfa sveinar að stunda iðn sína í þrjú ár und- ir stjórn meistara, áður en þeir geta öðlast meistararéttindi. Nú eru hér starfandi samtals yfir 5000 iðnaðarmenn, sveinar og meistarar, en auk þess eru skráð- ir 15—1600 nemendur við iðnað- arnám. Landssamband Iðnaðarmanna var stofnað árið 1932. Öll félaga- samtök iðnaðarmanna eiga rétt á að ganga í það, jafnt sérfélög í einstökum iðngreinum sem iðn- aðarmannafélög og jafnt félög sveina sem meistara. Innan vé- banda þess eru nú 53 félög með samtals um 2500 meðlimi, þar af 21 iðnaðarmannafélag, en hin eru sérfélög í einstökum iðngreinum, flest sérfélög meistara, en sérfé- lög sveina eru yfirleitt í Alþýðu- sambandi fslands. Má óhætt segja að meginþorri atvinnurek- enda og ca þriðji hluti launþega í iðnaði sé innan vébanda Lands- sambands Iðnaðarmanna. Landssamband Iðnaðarmanna heldur árlegt þing, Iðnþing ís- lendinga, og á hvert félag rétt til þess að senda þangað einn fulltrúa fyrir hverja 100 með- limi eða brot úr hundraði. Setu á Iðnþingi eiga einnig formenn allra iðnráða á landinu, en þau eru nú 12 að tölu. Iðnráðin eru skipuð einum meistara og einum sveini fyrir hverja iðngrein, sem stunduð er á viðkomandi stað. Iðnskólar í landinu eru nú 16 að tölu, og eiga þeir hver um sig rétt til þess að senda einn íulltrúa á Iðnþing. Tilgangur Landssambands Iðn- aðarmanna samkvæmt lögum þess er: Að efla íslenzkan iðnað, vera málsvari íslenzkrar iðnaðar- starfsemi og iðnaðarmanna út á við og inn á við, og hafa á hendi yfirstjórn og forvstu i_ðn- aðarmála þjóðarinnar. í þessum tilgangi vill Landssambandið m. a. vinna að því: Að efla samvinnu og samtök meðal iðnaðarmanna. Að fá fullkomna iðnlöggjöf í landinu og tryggja það, að rétt- ur iðnaðarmanna sé ekki fyrir borð borinn, Að fullkominni iðnfræðslu verði haldið uppi í landinu, stuðla að framhaldsmenntun iðn- aðarmanna og bættum vinnu- brögðum og aukinni verkþekk- dngu í iðnaði. Að annast upplýsingaþjónustu fyrir iðnaðarmenn og vinna að sýningum og sölu á framleiðslu þeifra. í samræmi við framangreindan tilgang telur Landssambandið hlutverk sitt vera að vinna að öllum hagsmunamálum iðnaðar- manna í heild eða einstakra iðn- greina, með þeirri einu undan- tekningu, að það hefir ekki af- skipti af kaup- og kjarasamning- um, né neinu er þá varða, enda eru, svo s'em áðúr greinir, bæði atvinnurekendur og launþegar innan vébanda sambandsins. Forseti Landssambands Iðn- aðarmanna er nú Björgvin Frederiksen, vélvirkjameistari, en aðrir í stjórn þess eru nú: Einar Gíslason, málarameistari, Guðmundur Halldóreson, bygg- ingameistari, Tómas Vigfússon, byggingameistari og Vigfús Sig- urðsson, byggingameistari. AFKOMA IÐNADARINS 1953 í ársbyrjun 1953 horfði engan veginn vænlega um afkomu iðn- aðarins á næstu mánuðum. Al- varlegt verkfall var nýafstaðið, en það hafði mjög lamað at- vinnulífið í landinu og m. a. vaidið iðnaðinum mjög verulegu tjóni. Kaupgeta almenpings var lítil og mikill skortur á fjár- magni svo atvinna var æði rýr í mörgum iðngreinum. Hér rætt- ist þó betur úr en á horfðist. Segja má að dýrtíðarskrúfan hafi stöðvast síðast á árinu 1952 og verðlagið í landinu hefir verið sæmilega stöðugt árið 1953. At- vinna almennings fór brátt vax- andi og hefir atvinna yfirleitt verið sæmileg eða góð, nema fyrstu mánuði ársins. Atvinnu- aukningar gætti fljótt í sumum iðngreinum, og með vaxandi kaupgetu almennings vænkaðist brátt hagur æ fleiri iðngreina. Má ótvírætt segja að yfirleiV hafi afkoma iðnaðarins á árinu 1953 orðið töluverf betri en árið áður og betri en á horfðist i byrjun árs, þótt afkoma sé að visu æði misjöfn bæði eítir iðn- greinum og eftir einstökum stöð- um á landinu. Skal síðar vikið nokkru nánar að einstökum iðn- greinum, en fyrst vikið að nokkrum þeim málum, er varða iðnaðinn í heild. IÐNAÐARBANKINN Iðnaðarbanki íslands h.f. var opnaður hinn 25. júní 1953 í húsi Nýja Bíó við Lækjargötu í Reykjavík. Bankastjóri var ráð- inn Helgi H. Eiríksson, skóla- stjóri. Viðskipti við bankann urðu mikil þegar á fyrsta degi og hafa sparifjárinnlög farið vax- andi jafnan síðan svo langt er umfram það, sem í upphafi var hægt að gera sér vonir um. Er af því augljóst, að iðnaðarmenn og velunnarar iðnaðarins hafa fagnað bankanum af alhug, og leggja allt kapp á að styðja hann og efla. Þegar hefir verið undir- búin stofnun útibús á Keflavík- urflugvelli m. a. til þess að veita þjónustu þeim fjölmörgu iðnað- armönnum, er þar vinna, og tek- ur það væntanlega til starfa áð- ur en langt líður. Bankinn hefir þegar fest kaup á húseigninni Lækjargötu 10B, Reykjavík, og mun byggja þar hús fyrir fram- tíðarstarfsemi sína. í haust var boðið út viðbótarhlutafé til bank- ans að upphæð kr. 500.000,00 skv. heimild í lögum um bankann og safnaðist sú upphæð á skömmum tíma. Er þá að fullu dokið hluta- fjársöfnun til bankans. Á síðasta Alþingi var samþykkt heimild til handa ríkisstjórninni til þess að taka lán allt að 15 millj. króna og endurlána Iðnaðarbankanum það með sömu kjörum. Lán þetta hefir enn ekki fengizt, þótt bankanum sé þess brýn þörf til starfsemi sinnar og þörf iðnaðar- ins fyrir aukið fjármagn sé mjög knýjandi. Hins vegar hefir ríkis- stjórnin tekið upp í málefna- samning sinn ákvæði um að end- urskoða lánaþörf iðnaðarins í samræmi við aðra aðalatvinnu- vegi þjóðarinnar, og er þess að vænta, að hún vinni ötullega að því að veita verulega auknu fjár- magni til iðnaðarins, enda hefur » Eggert Jónsson. fjárskortur verið íslenzkum iðn- aði alvarlegur fjötur um fót á undanförnum áium og er svo enn. LÖG UM IDJU OG IBNAB Fyrir Alþingi 1952 var að til- hlutun ríkisstjórnarinnar lagt frv. til iðnaðarlaga, samið af milliþinganefnd en með tveimur breytingum frá ráðuneytinu. Landsamband Iðnaðarmanna hafði tekið eindregna afstöðu gegn þessu frumvarpi og sendi iðnaðarnefnd neðri deildar ítar1- lega greinargerð fyrir þeirri af- stöðu sinni. Nefndin lagði síðan til við Alþingi að frv. yrði vísað frá með rökstuddri dagskrá til þess að það' yrði endurskoðað með tilliti til þeirrar gagnrýni og þeirra breytingartillagna, sem fram höfðu komið, og var si^ dagskrártillaga samþykkt sam- hljóða. í samræmi við þá sam- þykkt sendi iðnaðarmálaráðherra frv. aftur til milliþinganefndar þeirrar, er hafði samið það, en nefndina skipa Ragnar Jónsson hrl. formaður, Einar Gíslason og Snæbjörn G. Jónsson af hálfu Landsambands Iðnaðarmanna og Páll S. Pálsson og H. J. Hólm- járn af hálfu Félags ísl. iðnrek- enda. Af hálfu Landssambands Iðnaðarmanna var frv. sérstak- lega tekið til gagngerðrar endur- skoðunar, og var það allt endur- samið verulegar breytingar gerð- ar á því og allmiklu aukið við? Náðu fulltrúar L. I. í milliþinga- nefndinni sfemkomulagi um þær breytingar við formann nefndar- innar og var frv. í þessari breyttu mynd, og .eftir að 15. Iðnþing íslendinga hafði fjallað um það þannig, sent ríkisstjórninni sem tillögur meiri hluta nefndarinn- ar, en minni hluti nefndarinnar, fulltrúar F. í. I. skilaði séráliti og lagði til að frv. yrði haldið óbreyttu frá því er það var lagt fyrir Alþingi í fyrra. Hefir þannig ekki enn dregið til samkomulags um frv. til nýrra laga um iðju og iðnað, og eru því ekki líkur til að málið verði fiutt á yfirstandandi Alþingi. ENDUSKOÐUN TOLLSKRÁRINNAR í april s. 1. skipaði fjármála- ráðherra nefnd til þess að endur- skoða lög um tollskrá msð tilliti til sérþarfa iðnaðarins. í nefnd- ina var m. a. skipaður fulltrúi Iðnaðardeildar SÍS og annar frá Félagi ísl. iðnrekenda, en eng- inn frá Landssambandi Iðnaðar- manna. Reit stjórn Landssam- bands Iðnaðarmanna fjármála- ráðherra því þegar bréf og fór þess á leit að fá einn fulltrúa í nefndina. Eftir ítrekaðar mála- leitanir féllzt fjármálaráðherra á það í ágúst s: 1. að fu'ltrúi frá L. . I. skyldi mega sitja fundi nefndarinnar og hafa þar mál-, frelsi og tillögurétt og var það boð þegið. Neíndin hefir tekið tollskrárlögin til ítarlegrar end- urskoðunar og muri hún væntan- lega ganga frá áliti sínu og til- lögum, áður en Alþingi kemur saman til funda að nýju að loknu jólaleyfi. Er þess þá og að vænta að Alþingi taki tillögurnar til meðferðar og endanlegrar af- greiðslu, áður en það lýkur störf- um að þessu sinni. Má þá og treysta því, að sú afgreiðsla verði til verulegra hagsbóta fyrir iðn- aðinn í landinu. Er rætt er um endurskoðun tollskrárinnar með tilliti til sér- þarfa iðnaðarins er full ástæða til þess að taka það fram, að einnig er brýn þörf að endur- skoða bátagjaldeyrislistann með tilliti til iðnaðarins, þar sem mik- ið af efnivörum til iðnaðar eru á bátagjaldeyri og jafnvel einnig vélar og tæki, Veldur þetta ýms- um iðngreinum verulegum erfið- ieikum, sem mjög er nauðsyn- legt að leysa úr. Er þess því að vænta, að einnig bátagjaldeyris- listinn fáist lagfærður með tilliti til iðnaðarins «vo að viðunandi sé. JÐNAÐARMÁLA- STOFNUNIN Iðnaðarmálastofnun íslands tók til starfa í nóvember s. 1. í nýju iðnskólabyggingunni í Reykja- vík, og fer Iðnaðarmálanefnd með yfirstjórn hennar, en nefnd- ina skipa: Páll S. Pálsson frá Félagi ísl. iðnrekenda, Þorsteinn Gíslason frá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og Kristjón Kristjónsson frá SÍS. Nefndin fékk til umráða kr. 200.000,00 skv. fjárlögum 1953 „til efling- ar upplýsingastarfsemi og skýrslusöfnunar fyrir iðju- og iðnrekstur í landinu“ og hefir nefndin m. a. notað þessa fjár- veitingu til þess að koma Iðnað- armálastofnuninni á fót, en eng- in sérstök lög eru til um stofnun þessa. Iðnaðarmálanefnd hafði þó samið frv. til laga um Iðnaðar- stofnun íslands á_s. 1. hausti, og fékk 15. Iðnþing íslendinga tæki færi til þess að kynna sér frum- varpið. Iðnþingið tók eindregna afstöðu gegn frv. og gagnrýndi auk þess sérstaklega að gerðar skyldu tillögur um svo mikil- vægt mál fyrir iðnaðinn í land- inu, án þess að heildarsamtök iðnaðarins, Landssamband Iðn- aðarmanna, væri þar í nokkru haft með í ráðum. Beindi þingið þeim tilmælum til iðnaðarmála- ráðherra að hann legði frv. þetta ekki fyrir Alþingi, heldur skipaði fulltrúa frá Landssam- bandi Iðnaðarmanna óg Félagi ísl. iðnrekenda í nefnd til fram- haldsathugunar á málinu. Stjórn Landssambands Iðnaðarmanna hefir síðan gert iðnaðarmálaráð- herra ítarlega grein fyrir afstöðu sinni til mála þessa og skýrt frá, hvernig hliðstæðar stofnanir á Norðurlöndum eru skipulagðar. Verður það ekki nánar rakið hér nú, enda er mál þetta í athugun hjá ráðherra. SKIPASMÍÐAR INNANLANDS Af hálfu Landssambands Iðn- aðarmanna hefir frá því á fyrra ári mikið verið unnið að því að fá gerðar nauðsynlegar ráðstaf- anir til þess að nýsmíði fiski- skipa gæti orðið framkvæmd hér innanlands, en hún hefir legið hér alveg niðri síðustu árin. Á síðasta Alþingi fengust engar þær ráðstafanir samþykktar, er tryggðu lausn þessa máls, en samþykkt var heimild til þess að endurgreiða tolla og sölúskatt af efni og vélum til báta smíðaðra hérlendis. Var það sjálfsagt rétt- lætismál, en eitt sér engin lausn. Á síðastliðnu voru gerði Fiski- féiag íslands ráðstafanir til þess að fá verðsamanburð á skipum smíðuðum hér og á Norðurlönd- um, og urðu niðurstöður þéss samanburðar stórum hagstæðári I islenzkum skipasmiðum, en marg I ir höfðu talið, þótt íslenzk skip séu vissulega nokkru dýrari. Er Fiskifélagið hóf þessa rannsókn sína fór Landssamband Iðnaðar- manna þess á leit við Fjárhags- ráð, að það stöðvaði innflutning fiskiskipa, meðan á rannsókninni stæði, og voru engin innflutn- ingsleyfi veitt frá því og þar til í októberbyrjun s. 1. að veitt voru leyfi til innflutnings á 21 bát. Á þessu tímabili var og samið um smíði 7—8 skipa hérlendis og hljóp hið fyrsta af stokkunum hjá Landssmiðjunni nú fyrir nokkru síðan. Er það ánægjuleg- ur vottur þess, að störf L. I. að þessum málum hafi þó þegar bor- ið nokkurn árangur. Meðan 15. Iðnþing íslendinga saf að störfum í haust, áttu full- trúar þaðan viðræður við for- sætisráðherra og iðnaðarmálaráð- herra, og skýrði þá forsætisráð- herra frá því, að stjórnarflokk- arnir myndu tilnefna sinn full- trúann hvor til þess að gera til- lögur um þessi mál í samráði við fulltrúa skipasmiða og útvegs- manna. Hafa fárið fram viðræð- ur milli þessara aðila og fulltrú- ar stjórnarflokkanna skilað áliti til þeirra. Er eindregið að vænta þess, að unnið verði kappsamlega að því að koma fram viðhlítandi lausn þessa máls, er Alþingi kem- ur saman að nýju í febrúar- byrjun. Hér að framan er þess getið, að íslenzk skip séu nokkru dýrari en erlend. Er því rétt að taka þsð fram hér, að það stafar eigi af því að íslenzkir skipasmiðir séu eigi fyllilega samkeppnisfær- ir um afköst og vinnugæði við stéttarbræður sína á Norðurlönd- um, heldur stafar það af því, hve verðlag er hér allt miklu hærra. íslenzkar skipasmíðar eiga í því aðeins sammerkt með ölium öðrum íslenzkum fram- leiðslugreinum, að vegna hins háa verðlags hér, geta þær ekki, að öðru jöfnu, verið samkeppn- isfærar urh verð við framleiðslu þeirra nágrannalanda, þar sem verðlag er miklu lægra. Mættu þeir jafnan hafa þessa staðreynd í huga, sem hafa uppi háværast- ar raddir um það, að íslenzkur iðnaður eigi ekki rétt á sér, nema hann sé samkeppnisfær við inn- fluttar iðnaðarvörur. FRÁ 15. IÐNÞINGI ÍSLENDINGA Þingið var haldið í nýju iðn- skólabyggingunni í Reykjavík dagana 10.—15. október s.l. og sátu það nær 70 fulltrúar. Meðal helztu mála á dagskrá þingsins voru öll þau mál, er gerð hefir verið grein fyrir hér að framan, en auk þeirra tók þingið m. a. til meðferðar og gerði ályktanir um Gjaldeyris- og innflutnings- mál, Afkomu iðnaðarmanna, Þátttöku iðnaðarmanna í stjórn- málum, Frumvarp til laga um iðnskóla, Endurskoðun skattalög- gjafarinnar, Söluskattinn, Iðn- lánasjóð, Réttindi verknámsskól- anna, Árstíðabundið atvinnu- leysi, Framtíðarhorfur samtak- anna, auk annarra smærri mála. Þá samþykkti þingið að Lands- samband Iðnaðarmanna sem meðlimur í Norræna iðnsamband inu greiddi atkvæði með úrsögn Norræna iðnsambandsins úr Al- þjóðasambandi iðnaðarmanna, smásöluverzlana og smærri iðn- rekenda, er byggð var á því sjón- armiði norrænna iðnaðarmanna, að þeir ættu einungis heima í hreinum iðnaðarmannasamtök- um, enda var úrsögnin samþykkt af öllurri meðlimum Norræna iðn- sambandsins. IÐNSKÓLABYGGINGIN í REYKJAVÍK Vegna iðnsýningarinnar í fyrra haust iétu ríkissjóður og bæjar- sjóður Reykjavíkur í té aukin fjárframlög til nýju iðnskóla- byggingarinnar í Reykjavík út á Framh. á bls. 7.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.