Morgunblaðið - 03.01.1954, Síða 8
8
MORGlllSBLAÐlÐ
Sunnudagur 3. janúar 1954
míbh\
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson' (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
^ UR DAGLEGA LIFINU $
Rödd sögunnar
í ÁGÆTRI áramótaræðu, sem
Ólafur Thors forsætisráðherra
flutti í útvarp á gamlárskvöld,
gerði hann m. a. að umtalsefni,
hver væri grundvöllum þeirra
breytinga, sem orðið hefðu til
batnaðar á lífskjÖrum íslendinga
á undanförnum áratugum. Komst
ráðherrann þá að orði á þessa
leið:
„Um margar og dimmar aldir
hafði erlend áþján drepið athafna
þrá og framtak hins íslenzka
kynstofns í dróma. En eftir að
frelsisbaráttan hófst á öndverðri
síðustu öld og allt fram til þess,
að lýðveldið var endurreist 1944,
leysti hver nýr sigur þessi öfl
úr læðingi, og aldrei urðu fram-
farirnar risavaxnari en einmitt
fyrsta áratuginn eftir að stjórnin
fluttist inn í landið og nú síð-
ustu 10 árin, hinn fyrsta tug
hins endurreista íslenzka lýð-
veldis.
Þetta er rödd sögunnar. Hún
lofsyngur brjóstfylkingu frels-
isbaráttunnar og hina nýju
landnámsmenn athafnalífsins.
Hún segir frá því, aS það sé
þjóðfrelsið og athafnafrelsið,
hvort um sig og óaðskiljanlega
samtvinnað, sem fært hafi Is-
lendingum framfarirnar og
velmegun, sem þeir nú búa
við. Hún brýnir fyrir þjóð-
inni, að giata ekki fjöregginu
og eggjar þjóðina og forystu-
menn hennar lögeggjan, að
bregðast ekki skyldunum“.
Hér er vissulega vakin athygli
á staðreynd, sem íslendingum er
lífsnauðsynlegt að festa sér í
minni. Það er vaxandi pólitískt
sjálfstæði og að lokum frelsis-
takan, ásamt athafnafrelsi og
stórhug einstaklinganna, sem
hafa reist hið íslenzka þjóðfélag
úr rústum kúgunar og niður-
lægingar. Athafnaþráin kviknaði
og glæddist við bjarmann frá
baráttunni fyrir sjálfstæði lands-
ins og frá þeim sigrum, sem í
henni unnust. Hin bættu lífskjör
fólksins eru ávöxtur þess, að ein-
staklingsframtakið fékk að njéta
sín og skapa aukinn arð af starfi
einstaklinganna. Þessum arði
hefur þjóðin síðan varið til þess
að byggja upp land sitt.
Vitanlega hefur honum verið
misjafnlega réttlátlega skipt milli
landsins barna. En með hverjum
áratug, sem liðið hefur hafa lífs-
kjörin verið að jafnast. Fátækt-
in hefur verið á undanhaldi.
Fleira og fleira fólk hefur orðið
bjargálna. Vald sjúkdóma, slysa
og ellihrumleika hefur þorrið.
Möguleikar þjóðfélagsins til þess
að tryggja félagslegt öryggi borg-
ara sinna hafa vaxið því meira
sem fleiri einstaklingar þess urðu
bjargálna og aflögufærir til hins
sameiginlega sjóðs þjóðarinar.
★
Segja má, að ekki skipti mestu
máli að rifja þessa þróunarsögu
upp. Hitt sé mikilvægara að
kunna að draga af henni réttar
ályktamr.
En hvaða ályktanir ber okk-
ur að draga af henni?
Fyrst og fremst þá, að ef
við ætlum okkur að halda
áfram að bæta hið íslenzka
þjóðfélag, gera það réttlátara
og fullkomnara, verðum við í
fyrsta lagi að standa trúan
vörð um sjálfstæði lands okk-
ar og öryggi þjóðar þess. Við
verðum í öðru Iagi að hagnýta
sem bezt alla krafta, sem þessi
fámenna þjóð hefur yfir að
ráða. En það verður því aðeins
gert, að einstaklingsframtak-
ið njóti sín, skapi þau verð-
mæti, sem það getur skapað
og auki þannig þjóðarauðinn.
Með þeim hætti einum skap-
ast traustur grundvöllur fyr-
ir bætt lífskjör. Það, sem kem
ur til skiptanna milli einstak-
... Nú árið er liðið í aldanna
skaut
og aldrei það kemur til
baka . . .
Á ÞESSI orð hafa hljómað í
byggðu bóli hér á lar.di um
áraskiptin, eins og undan farið.
Þau hafa verið sungin með trega-
blöndnum söknuði, því að okkur
finnst, er við kveðjum ár sem
liðið er og horfið í djúp gleymsk-
unnar sem við séum að kveðja
ástvin, er leggur út á hið mikla
haf eilífðar og óvissu. — Og um
Lmóócjötum
áramótin, eins og við ástvina-
missi, lítum við ósjálfrátt til
baka, höldum dauðahaldi í það
eina sem eftir er, — minninguna.
Yfir hana fyrnist aldrei, ef hún
er einhvers virði á annað borð.
0—0—0
★ EN HVAÐ tekur við, spyrj-
um við hvert annað, þegar
linganna verður meira. Allur
í almenningur fær meiri tekj-
ur og getur veitt sér meira
af lífsins gæðum.
Þannig mun athafnafrelsið og
einstaklingsframtakið verða sá
aflgjafi, sem lyftir þessari þjóð
' stöðugt hærra til vaxandi efna-
hagslegs öryggis.
En við megum ekki einblina á
hina efnahagslegu hlið þjóðlífs-
ins. Hvað stoðaði okkur þótt við
nytum góðra lífskjara og öryggis
ef andlegt líf hrörnaði meðal okk
ar? Við verðum jafnhliða hinum
efnahagslegum framfarasporum
að leggja kapp á að glæða og
þroska íslenzka menningu, á-
vaxta þann norræna menningar-
arf, sem blés þjóðinni í brjóst
trú á framtíð sína meðan hún var
enn kúguð og fátæk. Þetta verk-
; efni megum við aldrei vanrækja.
[ Ef við gerum það höfum við týnt
sál okkar, glatað sérkennum okk-
ar sem sjálfstæðrar þjóðar. Sú
fórn væri of stór fyrir efnahags-
legt öryggi í brauðbaráttunni.
En sem betur fer hafa ís-
lendingar í dag glöggan skiln-
ing á skyldum sínum við for-
tíð sína og framtíð, einnig í
þessum efnum. Þess vegna höf
um við lagt vaxandi rækt við
norræn fræði og menningar-
legt uppeldi íslenzkrar æsku.
Umfram allt megum við svo
ekki ofmiklast af því, sem á-
unnizt hefur í baráttunni fyrir
bættum lífskjörum okkar. Við
verðum að gera okkur ljóst að
við eigum ennþá óleyst fjölda
mörg verkefni, sem nálægar
menningarþjóðir hafa fyrir löngu
leyst í sínum löndum. Við eigum
þúsund hluti ógerða. En ef við
lítum raunsætt á hag okkar tryggj
um sjálfstæði lands okkar og at-
hafnafrelsi einstaklinganna mun
okkur einnig takast að ljúka hin-
um miklu verkefnum, sem við
blasa. Á það benti forsætisráð-
herra einnig með þessum orðum
áramótaræðu sinnar:
„Þeim (íslendingum) ber að
láta sér skiljast, að enda þótt
þjóðin þurfi ekki framar að
sæta ömurlegum örlögum
genginna kynslóða, heldur bar
áttan um farsæld og frelsi að
sjálfsöfðu áfram, því sú bar-
átta er og verður jafngömul
þjóðinni sjálfri“.
Á grundvelli þessa skilnings
skulum við hefja starfið á
nýju ári. Við skulum efla sam-
vinnu og samúð milli stétta
hins íslenzka þjóðfélags. Þá
munum við ná takmarkinu,
fullkomnu, réttlátu og rúm-
góðu þjóðfélagi á íslandi.
Hvað ætli íslendingar hafi etið mörg tonn af sælgæti yfir hátíð-
irnar? — Hér getið þið séð sælgætisf jall (lakkrís og konfekt) í
einni af sælgætisverksmiðjum bæjarins.
klukkurnar hljóma og hringja
nýtt ár inn, þegar við stöndum á
vegamótum þess sem var og ó-
vissunnar sem bíður. — Því get-
I ur enginn svarað, tíminn einn
sker úr um, hvað verður, — hvað
nýtt ár ber í skauti sínu. Hitt vit-
um við, að sumir verða hamingju
samir, aðrir sorgbitnir og óham-
ingjusamir. En hverjir, — við
skulum bíða, það kemur í ljós. —
Og nú er ég sennilega farinn að
verða nokkuð viðkvæmur (væm-
inn?), ja svona eins og menn
verða, þegar þeir líta til baka
yfir farinn veg, minnast — og
þakka.
0—0—0
★ VIÐ skí.dum snúa okkur að
því verzlega sem snöggvast.
Nú er mesln hátíðum ársins að
ljúka og vonandi hefur enginn
farið í jólaköttinn. Að vísu hafa
ýmsir átt um sárt að binda um
jólin, þótt veraldlegur velfarnað-
ur íslendinga sé nú meiri en áður,
eins og Ólafur Thors, forsætisráð-
herra komst aö orði í áramóta-
ræðu sinni. En ýmsir hafa hlaup-
ið undir bagga, rétt hinum þurf-
andi hjálparbönd, — fært skin
jólastjörnunnar inn í lítið hreysi.
Þar eiga margir hlut að máli,
Reykjavíkurbær með sína Vetr-
arhjálp, félög, stofnanir og ein-
staklingar. íslendingar eru hjálp-
fúsir og gjafmildir. Það er þeirra
aðalsmerki. — Þess vegna lesum
við með megnustu fyrirlitiningu
aðrar eins sorpgreinar og nýlega
VeU ancli ihrifar:
Að liðnum hátíðum.
HÁTÍÐARNAR eru liðnar hjá
með sínum venjulegu tilbreyt
ingum. Gamlárskvöldið var hér
í Reykjavík regnvott og drunga-
legt. En þegar leið að áramótun-
um lék rauður bjarmi frá hinum
mörgu brennum, sem kyntar
höfðu verið, yfir bænum. Sum-
staðar varð bjart sem um hádag
væri af svifljósum, sem skotið
var í loft upp.
Þrátt fyrir töluverðan drykkju-
skap var þetta gamlárskvöld þó
kyrrlátara en stundum hefur
tíðkast áður. Brennurnar hafa
dregið unglingana frá miðbæn-
um, þar sem miðdepill atburð-
anna var áður. Spellvirkjunum
e-r að linna og skrílslætin, sem
oft hafa sett svip sinn á fram-
komu nokkurs hóps unglinga eru
að hverfa.
Þetta er vissulega ánægjuefni.
Unglingar eiga að geta látið í ljós
gleði sína á tímamótum án þess
að ganga úr mannlegum ham.
Á veitingahúsunum.
EG HITTI í gær kunningja
minn, sem verið hafði á dans-
leik í einu af veitingahúsum bæj-
arins á gamlárskvöld. Honum
varð tíðrætt um ástandið í veit-
ingamálum okkar. í þessu sam-
komuhúsi, sem ég var í, var auð-
vitað ekki veitt vín, sagði hann.
Það er eins og kunnugt er ekki
leyfilegt að veita vín á opinber-
um veitingastöðum. En það voru
svo að segja allir með áfengi í
fórum sínum. Það var beinlínis
óhugnanlegt að sjá þessa veit-
ingasiði. Allsstaðar voru flöskur
og pelar undir borðum, í vösum
og jafnvel töskum kvenfólksins.
Á snyrtiherbergjum og salerrium
pukruðu menn við að súpa á.
Hve lengi á þetta ófremdar-
ástand að standa? Hver getur
fest trúnað á að slíkar veitinga-
reglur stuðli að skynsamlegri
meðferð áfengis, eða jafnvel
dragi úr drykkjuskap og óreglu?
Ekki ég a. m. k. Mér satt að
segja ofbauð menningarléysið,
sem skein út úr þessu framferði
öllu. Á því var hreinn ómenn-
ingarstimpill.
Þetta sagði þessi kunningi
minn. Mig furðar alls ekki á
þessum ummælum hans. Ollu
hugsandi fólki hlýtur að oíbjóða
sú yfirborðs- og kákstefna, sem
ríkir í veitingamálum þessarar
þjóðar.
Óafsakanleg vanræksla.
KONA í Vesturbænum skrifar
svohljóðandi bréf:
„Kæri Velvakandi!
Leyfist mér að spyrja: Hvern-
ig stendur á því, að stórhættulegt
sprengiefni er látið liggja svo að
segja á glámbekk? Fyrir svo að
segja hver áramót -berast fregnir
af því víðsvegar frá af landinu,
að sprengiefni hafi verið stolið.
Oftast eru það unglingar, sem að
þessum gripdeildum eru valdir.
Tilgangur þeirra er auðvitað að
nota það í sprengjur til notkunar
á gamlárskvöld.
Auðvitað er hér um stórhættu-
legan hlut að ræða. Af meðferð
unglinga á sprengiefni getá hlot-
ist stórslys, eins og ótal dæmi
sanna.
Það er krafa mín og fjöl-
margra annarra, að þeir sem slík
efni hafa með höndum geymi
þeirra þannig, að unglingar og
aðrir óvitar nái ekki í þau. Háar
sektir eiga að liggja við gálaus-
legri geymslu þeirra.
Þessari kröfu minni vildi ég að
þú kæmir á framfæri. :— Kona í
V esturbænum".
Réttmæt krafa.
ÞESSI krafa er réttmæt og eðli-
leg. Það verður að gera ráð-
stafanir til þess að hinir stöðugu
sprengiefnastuldir endurtaki sig
ekki um hver áramót. Það er
vorkunnar laust að geyma slíkra |
hættuhluta betur en gert er.
Margir hjálpuðu til að gleðja
aðra, m.a. með því að láta sjóða
í jólapottum Hjálpræðishersins.
birtist i ,,bæjarpósti“ kommún-
istablaðsins. Þar var hjálpfýsi ís-
lendinga nú fyrir hátíðirnar til
umræðu — hún sögð sprottin af
þeirri frumstæðu hvöt að mirma
þiggjendur á fátækt sína og gefa
þeim í skyn, að þeir eigi að kyssa
fætur gefenda, þegar þess er
krafizt. — Þetta var jólaboðskap-
urinn: Mannhatrið, fyrirlitningin
fyrir mannúð og lönguninni til
að hjálpa þeim sem minna hafa
handa í milli. — Þarna var á ferð-
inni hinn sanni boðskapur
kommúnistanna. Þeir urðu af-
hjúpaðir, sál þeirra nakin — og
Framh. á bls. 12
Allt Hf er bar-
átta.
Mikið annríki var hjá strætis-
vöngnunum yfir hátíðirnar og oft
erilssamt hjá strætisvagnabílsíjór
unum.