Morgunblaðið - 05.01.1954, Qupperneq 1
4l. árgangur.
2. tbl. — Þriðjudagur 5. janúar 1954
Frentsmiðja Morgunblaðsins
fantnfergi víða um Evrópu
í GÆR, 4. janúar, voru liðin 10
ár frá því að nazistar myrtu
danska skáldið og prestinn Kaj
Munk. — Var hann á leið lieim
tii sín í Vedersö í Vestur-Jót-
land, þegar hann var myrtur. —
Morðið vakti reiði og fyrirlitn-
ingu, sem náði langt út fyrir
landamæri Danmerkur, enda
einn af svívirðilegustu glæpum
nazista í styrjöldinni.
f gær var reistur mannhæðar-
hár granítkross á morðstaðnum,
en á honum vcrður nafn skálds-
ins ekki. — Allir vita, hvaða
níðingsverk þar var unnið fyr-
ir 10 árum.
Sæhoslakovich er
hriiinsi ai Gershwin
MOSKVU, 4. jan. — Rússinn
Dimitri Shostakovieh, sem marg-
ir líta á sem eitt mesta tónskáld
veraldar nú, hefur nýlega viður-
kennt, að hann hafi mikla á-
nægju af ýmsum nýtízkulegum
vestur-evrópiskum tónverkum og
sé hann t. d. mikill aðdáandi
bandaríska tónskáldsins George
Gershwins.
Viðhafði hann
)essi ummæli
ftir að 10. sin-
ónía hans hafði
erið leikin í
Æoskvu. Tón-
káldið minnti-
st á nokkur
vrópsk tónskáld
em hann héldi
nikið af og
/oru þeirra á
meðal Aaron
Copland, Benja-
Komnir fil
Suðurskautsins
LUNDÚNUM, 4. jan. — Ástral-
íumenn hafa sent leiðangur til
Suðurskautsins til þess að setja
þar upp ástralska athuganastöð.
Með leiðangrinum var danskur
isbrjótur. Leiðangursmenn vinna
nú að því að reisa kofa og koma
sér fyrir. —- Reuter.
min Britten og ítalska tónskáldið
Gian Carlo-Menotti.
Tíunda sinfónía Shostakovichs
er að sögn um margt nýtzkuleg
og kvaðst tónskáldið hafa verið
5 mánuði með hana.
HersndsrverkaRienn
töiunni
iýna
I VIKUNNI sem leið voru 47
hermdarverkamenn í Keníu
drepnir. — Nokkrir voru og tekn-
ir til fanga. — Reuter.
Atlantsherinn
ellist
A OSLÓ, 4. jan.: — Collins hers-
Y höfðingi sagði í dag, að nú
væru 16—18 herdeildir Atlants-
ríkjanna til taks í Vestur-Evrópu,
ef á þyrfti að halda. — „Nú er
Atlantsherinn í Vestur-Evrópu“,
sagði hershöfðinginn, „orðinn svo
öflugur, að hann getur hrundið
hvaða skyndiárásum sem er, ef
til kemur“. — Reuter.
Brefar kaupa mikið
pll af Rússum
LUNDÚNUM, 4. jan.: — Bretar
greiddu á s.l. ári um 180 millj.
dollara upp í lán þau, sem þeir
hafa tekið í Kanada og Banda-
ríkjunum.
Við þessi áramót var gullforði
Breta mun meiri en í fyrra og
hefur hann aukizt um 700 millj.
dali á árinu.
Hafa Bretar keypt mikið af
gulli í Rússlandi undanfarna
mánuði, en ekki hefur verið lát-
| ið uppi, hve mikið það er.
A Hins vegar telur bandarískur
T öldungadeildarþingmaður sig
hafa heimildir fyrir því, að Bret-
ar hafi keypt gull af Rússum fyr-
ir 160 millj. dollara. — Reuter.
Stormar og stórsjóar
sprengja flóðgarða
Mörg skip í nauðum stöíM
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB.
LUNDÚNUM, 4. jan. — Miklar vetrarhörkur hafa verið um alla
Evrópu undanfarinn sólarhring og hefur snjó kingt niður um
mestan hluta álfunnar, allt suður til Ítalíu, en þar snjóaði geysi-
mikið í gær og dag. í Milanó er nú hálfs meters þykkt snjólag á
jörðu og um allan norð-vestur hluta Ítalíu snjóar viðstöðulaust.
— Víða í Júgóslavíu var um 20 stiga frost í dag og hafa ekki
ltomið þar eins miklar vetrarhörkur í 20 ár. — í Þýzkalandi er
og mikill snjór, t. d. tepptist umferð víða í Berlín og urðu snjó-
heflar að ryðja margar aðalgöturnar. Þar hefur verið um 10
stiga frost. — Þá hefur einnig snjóað mikið á Norðurlöndum
og víðar.
mmaamsaBBSsssmr-*^*r~**~~ *
--------------------®MIKLIR STORMAR
Mikill stormur hefur undan-
Hlaður ársins
1953:
Konrad Adenauer
• NEW YORK, 4. jan. —
Bandaríska vikublaðið Times
hefur kjörið Adenauer kanslara
Vestur-Þýzkalands MANN ÁRS-
INS 1953. — Er það gömul venja
þessa víðlesna vikublaðs að
kjósa mann ársins.
3 menn hverfa
í Grænfandi
KAUPMANNAHÖFN, 4. jan. —
Þær fregnir hafa borizt frá
Grænlandi, að þar sé saknað
3ja manna frá því hinn 3. des.
s. 1. — Tveir þessara manna eru
Danir, en einn Grænlendingur.
Mennirnir þurftu að fara 2001
km vegarlengd frá Scoresbysund
til Boblads og í góðu sleðafæri
eiga þeir ekki að vera lengur
en rúman sólarhring að fara leið
þessa. Mannanna hefur mikið
verið leitað síðan kunnugt var
um hvarf þeirra, en án árangurs.
Þeir voru allir vanir sleðaferð-
um á þessum slóðum.
Pella liefur brevtt
j
ráðuneyti sínu
Verðyr Piccioni utanríkisráðherra!
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB.
RÓM, 4. janúar. — Pella, forsætisráðherra ítalíu, hefur nú breytt
stjórn sinni og leggur hinn nýja ráðherralista sinn fyrir Enaudi
forseta á morgun.
6 RÁÐUNEYTUM BllEYTT
Álitið er, að Pella, hafi gert
breytingar á sex ráðherraem-
bættum. Þykir sennilegt, að
kristilegi demokratinn Attilio
Piccioni taki við utanríkisem-
bættinum og verði hann einn-
ig varaforsætisráðherra.
Konrad Adenauer
New York-blaðið Journal
American, sem er útbreiddasta
kvöldblað Bandaríkjanna (653
þús. eintök) hefur kjörið Elísa-
betu 2. konu ársins 1953.
— Reuter.
Jjús. í komm-
únistahernum
®® BONN, 4. jan. — Fréttir frá
Bonn herma, að vestur-
þýzkir sérfræðingar álíti, að
austur-þýzki kommúnistaherinn
sé nú kominn yfir 100 þús.
manns.
Hefur herinn mikið verið
stækkaður undanfarið og sér
stakar flug- og flotadeildir stofn
aðar. — Reuter.
farinn sólarhring verið víða í
Vestur-Evrópu og hafa flóð vald-
ið miklum skemmdum við Norð-
ursjó og Eystrasalt. Nýir flóð-
garðar bæði í Bretandi og Hol-
landi hafa brostið, en ekki er
talið, að hætta sé á stórtjóni af
völdum flóðbylgna.
MARGAR GÖTUR f KAFI
Mikil flóð hafa einnig orðið
bæði í Þýzkalandi og Dan-
mörku og brustu í dag flóð-
garðarnir við Masholm í
Þýzkalandi, sem er sunnan
landamæra Danmerkur. Varð
þar mikið tjón og streymdi
sjór á land. Flæddi hann
bæði yfir dönsku og þýzku
ströndina, m. a. fóru margar
götu í Randers og Kiel undir
vatn. Sums staðar á Austur-
Skáni í Svíþjóð er vatnsborð-
ið meir en meter hærra en
venjulega.
SKIP 1 SJÁVARHÁSKA
Mörg skip komust í sjávar-
háska á Eystrasalti og Norður-
sjó, en ekki er vitað um mann-
tjón. Þá strönduðu nokkur skip,
og er ekki heldur vitað til, að
á þeim hafi orðið mannskaðar.
Dísarfell fér á vetfvang
Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ er
sagt var frá óveðrinu og hrakn-
ingum skipa í fréttum Oslóar-
útvarpsins, var þess getið, að ís-
lenzka skipið Dísarfell, hefði
farið pólsku 2500 tonna skipi til
aðstoðar. Hafði það sent út neyð-
armerki í Norðursjónum. Voru
þrír björgunarbátar um það bil
að legigja af stað hinu pólska
skipi til hjálpar er fregnin barst
um að Dísarfell væri komið á
vettvang.
Skipadeild Sambands ísl. sam-
vinnufélaga, sem á Dísarfell, gat
ekki staðfest fregn þessa. í skeyti
sem barst í gærdag frá skipstjóra
Dísarfells, var ekkert á þessa að-
stoð minnzt, en sagt frá því að
skipið hefði lent í þessu mikla
ofviðri. Það er á leið til Leith
frá Hamborg.
ALLT er nú með kyrrum kjörum
í Indó-Kína og hafa uppreisnar-
menn lítið krælt á sér undan-
farið. — Reuter.
1@ ár frá dauða Kaj Munks
Miklar vetrarhörkur og