Morgunblaðið - 05.01.1954, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 05.01.1954, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 5. janúar 1954 Undsmót heslamanna verBur á Akureyri næsta sumar ÞAÐ er eitt a'f aðalstefnumálum L. H. að halda mót fjórða hvert ár, þar sem hestamenn af öllu landinu mætast og leiða saman hesta sína. Fyrsta mótið var haldið á Þing- völlum árið 1950. Þar kom sam- an fjölmenni mikið bæði af mönn um og málleysingjum. Það mót mun vera í fersku minni þeirra, sem þar voru. Náttúran öll tjald- aði sínum hátíðabúningi. Fugl- arnir sátu á grænum greinum trjánna og hoppuðu glaðir grein af grein. Svanir og aðrir sund- fuglar syntu og sungu á vatninu. Sólin skein í heiði og yljaði og vermdi, svo að jafnvel dauðir hlutir urðu hlýir og notalegir og þannig mætti lengi telja. Menn mættu þar með sína beztu gæðinga til að keppa um heiðurssæti í íslenzkri hestarækt og hestamennsku. Þá var tjaldað því bezta sem til var og þar var margur gæðingurinn góður. Þar •var sótt og varið. Sú sókn og sú vörn fer aðallega fram áður en til leiks er mætt. Þegar á staðinn er komið verður að sætta sig við dóm hinna vitrustu manna. En menn eru aðeins menn og dómur þeirra auðvitað ekki eins og Guð tali. Þess ber vel að gæta að enda þótt keppandi nái ekki í topp- sæti getur hann eigi að síður verið mjög verðmætur og al- kunna er að hinir síðustu verða hinir fyrstu og hinir fyrstu síð- astir. Nú þegar vill stjórn L. H. vekja athygli á því að í byrjun júlí næsta ár er ákveðið að halda sams konar mót á Akureyri. Er það sett þar til að gera ekki upp á milli landshlutanna með að- stöðu til þátttöku. Nú hafa Norð- að undirbúningur hestaeigenda sé gerður af alúð og smekkvísi. Þessi mót eiga sérstaklega að vera þjóðarmót og þjóðarmenn- ing. Þetta mót verður í aðalatrið- um undirbúið og framkvæmt svipað og Þingvallamótið. Þess skal þó getið að ákveðið er að gefa gestum samkomunnar tæki- færi til að greiða um reiðhestana og verður hestinum sem hlýtur flest atkvæði veitt sérstök viður- kenning. Landssamband Hestamannafé- laga býr við þröngan fjárhag og verður því minna ágengt en ann- ars væri. Meðal málefna sem samb. vinnur að má t. d. nefna að koma á ferðalögum um landið á hestum og nýtur það þar góðr- ar aðstoðar og samvinnu við Ferðaskrifstofu ríkisins o. fl. L. H. vinnur að fræðslustarf- semi með bókaútgáfu, t. d. var á s. 1. ári gefið út rit um tamn- ingu hesta er nefnist „ Á Fáki“. Það. hefir gengist fyrir útvarps- kvöldvöku síðustu tvö árin og hyggst að halda því áfram. Það hefir áhuga fyrir kennslu um hesta í alþýðuskólunum og vill að hestatamning sé gerð að skyldunámsgrein við bændaskól- ana. Það hefir gengist fyrir að kvikmyndir séu teknar af aðal- hestamótum og sýningum og vinnur að því framvegis. Þá má og nefna það að L. H. hefir verið að athuga um mögu- leika á að eignast og reka hesta- ræktarbú er Eggert sál. Jónsson hafði sett saman að Kirkjubæ á Rangárvöllum. Enn hefir þó ekki fundist starfsgrundvöllur fyrir þann rekstur. Til þess að koma áhugamálum lendingar betri aðstöðu og hæg-: sambandsins fram væri því nauð ari sókn, gagnstætt því sem var 1950. Gera má ráð fyrir að mótið, sem væntanlega verður háð 1958 verði á enn nýjum stað. synlegt að hafa sérstakan starfs,- mann, en til þess vantar enn sem komið er fjármagn. Á því skal vakin sérstök at- hygli að L. H. miðar starfsemi Þeir, sem ætla sér að keppa í | sína eingöngu við reiðhesta og sumar mættu gjarnan sem fyrst reiðmennsku en ekki vinnuhesta, byrja að ala gæðingana, klippa tamningu þeirra, ræktun eða af- þá, kemba þeim og þvo þá og1 not. hvað það er nú allt saman, en I L H. vill ekkert láta sér óvið- síðast en ekki sízt að þjálfa Þá. komandi sem miðar að hesta- Enginn skildi láta letjast af Því|mennsku þessari fornu íslenzku að hann vantreysti hesti sínum, jþr5tt og óviðjafnanlegu skemmt rljónlð írá Lurs" því þarna geta skeð hinir ótrú legustu hlutir. — Á Þingvöllum kom mönnum t. d. margt á óvart. Svo getur og orðið enn og verður áreiðanlega. Stjórn L. H. hefur áhuga fyrir að gera mótið sem bezt, en eitt höfuðskilyrði fyrir að svo geti orðið er að þátttaka í hinum ýmsu keppnum sé sem mest og un og hollustu. L. H. fagnar hverri örvandi hönd og óskar samstarfs við alla þá aðila sem vilja og geta lagt lóð á vogarskálina svo veita megi á betri veginn en ekki þann lakari. F. h. stjórnar L. H. Ari Guðmundsson. Rúmgott skrifstofuhúsnæði sem einnig er mjög hentugt fyrir lækningastofur, hár- greiðslustofur eða annan hliðstæðan rekstur,, er til leigu nú þegar, við eina helztu verzlunargötu bæjarins. Tilboð merkt „Fyrirfram —437“, leggist inn á afgr. blaðsins fyrir hádegi á fimmtudag n. k. Verzl&iiiar- og viíisiupfáss 100—150 fermetrar til leigu 1. júní í sumar. Stórir og margir gluggar. Tilboð merkt „Fyrirframgreiðsla -—435“ leggist inn á afgr. blaðsins sem fyrst. TILKYIMNIIVG en a í tilkynningu verðlagsskrifstofunnar frá 31. desember s.lV er verð á ljósaolíu tilgreint kr. 1.310.00 tonnið, aðF vera kr. 1.360.00. Reykjavík, 4. janúar 1954. Verðgæzlustjórinn. Hér hefur franska lögreglan náð í Gaston Dominici, hjónin og dóttur þeirra á s.I. sumri. „Ljónið frá Lurs“, sem myrti Drummond- Trúnaðarvinur ASAKANIRNAR gegn Beria, málshöfðunin gegn honum og öll málsmeðferðin er mjög svipuð því, sem áður hefur átt sér stað gagnvart þeim mönnum, sem hin rússneska harðstjórn hefur ákveð ið að ryðja skyndilega úr vegi. En Beria mun vera sá fimmti í röð þeirra manna er teknir hafa verið af lífi eftir að hafa haft á hendi yfirstjórn hinnar rússnesku ríkislögreglu. Málsmeðferðin öll er hin furðu legasta sem kunnugt er af blaða- fréttum. Það furðulegasta er þó að saksóknarinn eða yfirstjórn Sovétríkjanna segir frá, að mað- ur sem í 35 ár samfleytt hefur verið í hinum mestu trúnaðar- stöðum ríkisins skuli allt í einu hafa reynzt í augum stjórnar- valdanna hinn stórbrotnasti og svívirðilegasti glæpamaður og það jafnvel þó hinn „alvitri“ ein- ræðisherra Stalin, hafi í áratugi haft hann sem hinn traustasta samstarfsmann og trúnaðar- mann enda voru þeir bæði frænd ur og vinir. Beria var trúað fyrir, að rita ævisögu Stalins, stjórna lífverði hans. Átti hann að gæta í hvívetna öryggis þjóðarinnar að svo miklu leyti sem það væri á nokkurs manns valdi. En nú upplýsist það, eftir því sem fregnir herma, þaðan að austan, að í 35 ár hafi Beria starfað sem njósnari í þjónustu erlendra óvinveittra ríkja og gert allt sem í hans valdi stóð, til að koma stjórnarherrum Rússlands fyrir kattarnef. Asakanirnar sem dengt hefur verið á Beria hafa verið með sama svip og fyrirrennarar hans hafa fengið og svo ósennilegar og skefjalausar að þeim verður að sjálfsögðu lítill gaumur gefinn. Hitt er svo annað mál, að Beria hefur haft margskonar skipulögð hryðjuverk á samvizkunni er bitnað hafa aðallega á borgurum Sovétríkjanna. En þessum hryðju verkum var ekki beint gegn valdamönnum kommúnista, held ur fyrst og fremst gegn almenn- ingi, en valdamenn svo sem Malenkov og Molotov og sam- verkamenn þeirra eru vitaskuld meðsekir í fyllsta máta í afbrot- um Beria. Þó þeir hafi gripið tækifærið til þess að hegna honum og láta skjóta hann, eftir að þeir snéru við honum bakinu. Reyna þeir nú af fremsta megni að skella skuld- inni á þennan félaga sinn fyrir öll þau hryðjuverk og misgerðir sem þeir allir hafa framið með j honum eða í samráði við hann. I sagi úru glæpaferil sinn Kommúnisiar bersýnilega horfnir frá að fiælfa við „sjónarspil" sín um „jálningar" L.P. BERIA. Stjórnendum Sovétríkjanna sem enn eru á lífi er það ljóst orðið að þjóðir þeirra eru orðnar langþreyttar á ógnarstjórn komm únista og vilja fyrir hvern mun, losna við hina ríkjandi harðstjórn í landinu. Þeir vilja frið og lýð- ræði sér og eftirkomendum sín- um til handa. Er nú reynt að koma hinu langþrt yttar fólki til að trúa að ógnarstjórninni linni sé Beria fórnað, og samstarfs- mönnum hans. En því miður eru litlar líkur til að nokkur af þeim loforðum sem Sovétþjóðunum eru gefin um aukna linkind í stjórnarfarinu verði efnt að nokkru á meðan núverandi Stalinismi nær að njóta sín þar eystra. Eftirtektarvert er það að þeir menn sem ákærðir voru og skotn- ir með Beria voru flestir frá Georgíu og Ukraínu. Mönnum er í fersku minni, að þá stund sem Beria átti ólifað eftir dauða Stalins, lofaði hann þjóðinni því, að nú skyldi bundinn endi á hina skefjalausu þjóðernisstefnu Rússa er svo mjög gætti í sam< skiptum við aðra þjóðflokka inn- an Sovétríkjanna. Lét hann reka marga einstrengingslega rússa- dýrkendur úr embættum í Kiei og Tíflis til marks um, að linað yrði á valdaeinstrengingi Rússa gagnvart Ukrainu- og Georgíu- mönnum. Þegar leið að aftöku Bería og félaga hans, var fyrst tiikynnt opinberlega, aff allir hefðu þeir játaff sekt sína. En skammt er um liðið, síðan valdamenn Sovét- ríkjanna lofuðu því hátíðlega, að nú skyldi bundinn endir á hinar furðulegu „játningar“, sem alltaf hafi verið látnar klingja allt frá því að „aftökurnar miklu“ í Moskvu fóru fram árin 1936—38 og reyndist ekki vera annað en hreinn uppspuni og skrípaleikur er leikinn var fyrir opnum tjöld- um, hvaff eftir annað til þess að blekkja þjóðir Sovétríkjanna. En þó menn árum saman hefðu gert sér það ljóst hvernig í þess- um játningum lá, var ekki hægt að ganga fyllilega úr skugga um hvernig þessum óhugnanlegu leik sýningum var háttað fyrr en sjálf stjórnarvöld Sovéíríkjanna ját- uðu í sumar að ákærurnar gagn- vart læknunum í Kreml voru til- búningur einber. Allar þær játn- ingar sem í fyrstunni voru born- ar fram sem „staðreyndir" hefðu verið framkallaðar á ólöglegan hátt. Og læknarnir sem áður fengu hinn þyngsta dóm fyrir tilraun til morða og eiturbyrlana, var sleppt lausum og þeir sýkn- aðir með öllu. Hinar langþreyttu þjóðir Sovét ríkjanna munu hafa treyst því, að stjórnarvöldin mýndu hafa lært það af „læknamálinu“ að ekki væri heppilegt fyrir þau að endurtaka slíkar aðferðir. En ekki er misseri liðið frá því þau loforð voru gefin, um að „játn- ingaaðferðin“ væri úr sögunni, unz hún er tekin upp að nýju. I þetta sinn er gripið til þess ráðs, að láta hin víðkunna sam- verkamann einkavin og frænda Stalins „játa“ að hann hafi allt frá þvi að hann- kom til vits og ára verið hinn eitrað^sti fjand- maður sovétskipulagsins og allra Framh. á bls. 7.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.