Morgunblaðið - 05.01.1954, Qupperneq 10
10
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 5. janúar 1954
Fraxnh. af bls. 9.
nemendur I vetur eða svipað og
í fyrravetur.
TYÆR NEFNDIR
Á árinu hefir starfað þriggja
manna nefnd, að því að endur-
skoða lög og fyrirkomulag allrar
tilrauna og rannsóknastarfsemi í
þágu landbúnaðarins. Hefir hún
mikið vandamál að vinna, ekki
hvað minnst að því er varðar að
leggja á ráðin um verkaskipt-
ingu Búnaðardeildar atvinnu-
deildar háskólans annarsvegar og
tilraunabúanna hinsvegar. Til-
lögur nefndarinnar eru enn eigi
kunnar.
Önnur nefnd hefir unnið að
endurskoðun laga og ákvæða um
Skeiðaáveituna og Flóaáveituna
og að því að leggja á ráð um
framhald umbóta í þessum sveit-
um í sambandi við áveiturnar.
Nú þegar allt er á kafi í vatni á
Suðurlandsundirlendinu vaknar
vafalaust margur bóndinn til um-
hugsunar um það hverra umbóta
sé mest vant þar að lútandi, og
bíður með óþreyju tillagna nefnd
arinnar sem enn eru eigi kunn-
ar.
Vafalaust koma mál þessi til
Búnaðarþings í vetur og síðar til
Alþingis.
í sambandi við tilraunamálin
er þess að geta að í fjárlögum
ársins 1954 er veitt fé, 75 þús.
kr., til Verkfæranefndar og má
því vænta þess að þeim mikils-
verða þætti búnaðartilrauna, er
nær til búvélanna, verði meiri
sómi sýndur en verið hefir undan
farið, er starf Verkfæranefndar
hefir legið niðri með öllu, enda
hefir nefndin ekki verið fullskip-
uð hin síðustu ár. Hér bíður mik-
ið verkefni.
MIKLIR HLUTIR
Á fjárlögum þessa árs eru
veittar kr. 750.000 „til þess að
koma upp sýnisreitum í jarð-
rækt og námsskeiðum í því sam-
bandi“. Þetta eru stórir hlutir,
þó að hinsvegar sé enn engan
veginn upplýst, svo að bændur
viti almennt, hvað hér er í efni.
Öllu slíku ber að fagna, en um-
fram allt munum, að þótt alls-
staðar sé umbóta þörf, veltur nú
á mestu að veita búfræðilega
læknishjálp í verkinu, ’þar sem
mest amar að. Við verðum að
læra allt stafrófið, til þess að
verða læs á umbótamöguleika
landbúnaðarins, það mun reynast
erfit að byrja í miðju stafrofi.
Það verður engin uppskera af
því að sá án þess að plægja og
herfa.
MARGT GLEÐILEGT
Það hefir margt skeð gleðilegt
á sviði landbúskapar á árinu sem
leið, þó mest sé að lofa tíðar-
farið, sem yfirleitt hefir verið
hagstætt. En við sem förum eitt-
hvað um sveitir landsins gleðj-
umst yfir mörgum sigrum, smá-
um og stórum, sem unnir eru.
Það er mikið gleðiefni að sjá vel
ræktuð og húsuð býli, vel setin
og umgengin, þar sem fólkið unir
glatt við sitt. Þeim fer fjölgandi.
Það er mikið gleðiefni að sjá
raftaugarnar teigja sig heim á
býlin og vita að nú eru mikil
átök afstaðin til að auka raf-
magnsframleiðsluna í landinu og
geta þannig fullnægt um sinn, því
sem er frumskilyrði þess að raf-
orkan komi sveitafólkinu að not-
um, þó að búseta og kostnaður
valdi, að mörg heimili verða út-
undan enn um skeið.
Það er gleðilegt að vita til þess,
að senn fæst, og það vonandi á
þessu nýbyrjaða ári, innlendur
köfnunarefnisáburður, svo að eng
in þjóðhagsleg rök hníga framar
að því, hvorki með réttu né
röngu, að þaS þurfi að spara
áburðinn við bændur, eins og
stundum hefir viljað bóla á.
Þannig má margt telja, smátt og
11I 5 3
stórt, og það sem stundum virð-
ist smátt getur, ef vel er að gáð,
verið furðu stórt. Mjór er mikils
vísir. Það var bjart yfir fyrsta
sæmilega umfangsmikla starfs-
íþróttamótinu sem háð var f úr-
heillisrigningu í Hveragerði í
haust. Að sjá það þar og þreifa
á því, að æskulýður sveitanna
er að vakna til vitundar á nauð-
syn þess og ágæti að efla starfs-
heiður sinn og verkkunnáttu..
Það er mikill hlutur — miklu
meiri en virðist — áð. það var á
síðastliðnu sumri byggð brú á
Jökulsá á Dal framhjá fremstu
bæjum til beinna aínota fyrir
aðeins 2 bæi austan árinnar, Vað-
brekku og Aðalból í Hrafnkels-
dal. Hér er um að ræða þá
staðreynd að þjóðin er farin að
meta land sitt og viil ekki gefa
upp landsréttindi sín og þegn-
rétt til þess að byggja það og
bæta, þó ekki verði sótt fram
allsstaðar samtímis. Saga Sléttu-
hrepps má ekki endurtaka sig
annarsstaðar.
VANDAMÁL
En það blasir líka margur
vandinn við þeim er víða fer
„BreiSa strengi plógjárn sker“
um sveitir landsins. Hér er ekki
tími til að ræða margt um þá
hluti, en tvennt vil ég nefna.
Bændur óttast sölutregðu á vör-
u.m þeim sem þeir framleiða ef
framleiðslan eykst. Þetta er í
senn spurning um verð og skipu-
lag. Ljóst er að framleiðsluna
má ekki auka án athugunar á
því hvernig ber að auka hana
svo að best henti, um þarfir og
! sölu, og verðið er einnig afger-
andi atriði. Þó að þeim fari því
i miður enn fækkandi, í hlutfalli
' við aðra atvinnuvegi, sem stunda
j búskap, er ljóst að framþróun
landbúnaðarins getur ekki orðið
eðlileg, mannfækkunin verður
! ekki stöðvuð, hvað þá að bænd-
1 um geti fjölgað réttilega nema
takast megi að flytja út töluvert
! magn búsafurða og selja erlendis.
| Flestir telja að það sé dilka-
kjötið sem fyrst kemur til greina.
En þá blasir vandinn við: verðið
— framleiðslukostnaðurinn. Við
verðum að horfast í augu við þá
staðreynd, að það eru yfirleitt
ekki bændurnir í bestu sauðfjár-
sveitunum, sem eru búnir að búa
best í haginn fyrir hagkvæman
búskap í framtíðinni, er staðist
geti þá raun að keppa við aðrar
þjóðir um framleiðslu, verð og
vörugæði. Hér blasir við hinn
mikli vandi, að gera hvort
tveggja í senn að auka fram-
iciðsluna og- gera hana ódýrari.
Það er mikill fneginmunur á því
er bændur í Árnessýslu rækta
um 1 ha. á ári að meðaltali á
býli hverju, en svo komum við
í sveitir þar sem við getum far-
ið bæ frá bæ án þess að rekast
á sláttuvélarfæran blett í túni,
og þetta á við um sveitir sem
Þetta þarf að laga og verður að
laga. Þó ekki verði komist lengra
á árinu 1954 en að átta sig á
þessu, er það mikill áfangi. Það
er að sumu leyti gott að eiga
vandamál við að glíma, og enn-
þá betra að hafa manndóm til að
glima við þau.
Bændurnir sem lengst eru
komnir og sveitirnar sem eru í
fararbroddi, litast nú um og sjá
að framtíðarheild þeirra er að
miklu leyit undir því komin, að
hinum, sem hafa dregist aftur úr
verði rétt sú hjálparhönd, er
megnar að rétta fylkingu bænd-
anna allra sem stéttar og þjóð-
félagsborgara. Þegar það hefir
verið gert þá verður margt hægt
sem nú sýnist örðugt.
til bæj arstjórnarkosninga í Hafnarfirði, sem frarn eiga
að fara 31. janúar 1954, er útrunninn kl. 12 á mið-
nætti aðfaranótt hins 10. jan. 1954.
Skulu framboðslistar hafa borizt fyrir þann tíma odd-
vita yfirkjörstjórnar, Jóhanni Þorsteinssyni, Suður-
götu 15.
YFIRKJÖRSTJÓRNIN
verða í nútíð ög framtíð að
byggja afkomu sína að langmestu
leyti á sauðfjárrækt. Hér er
mikilla átaka og umbóta þörf.
Ég held það sé langmesta vanda-
mál landbúnaðarins, eins og nú
standa sakir, hvernig á að
„hrinda þeirra hag á leið“ bænd-
anna og sveitanna sem orðnar
eru afturúr í ræktun og umbót-
um. Hér er þörf mikilla og
skjótra aðgerða. Að þessu mun
vikið síðar hér í blaðinu, en eitt
vil ég benda á nú þegar, að þó
að lítið verði að gert nema með
miklu fé, skyldi enginn haldá
að peningarnir séu einhlýtir. Það
þarf meira, þarf þá hluti sem
aldrei verða keyptir fyrir krón-
ur og aura eingöngu. Það þarf
þekk>ngu og trú. Lifandi leið-
beiningar og fordæmi. Enn er
búnaðarleiðbeiningakerfi sveit-
anna í molum. Athugum það, að
enn eru bændur í þeim lands-
hlutum, þar sem þörfin á örugg-
um leiðbeiningum er mest og
brýnust algerlega afskiptir um
slíka starfsemi.
Smð/iáms/cezð i
•
Næstu námskeið í kjólasniði hefjast mánudaginn 11. jan. »
síðdegis og kvöldfímar. ■
■
■
Siðar í janúar hefst námskeið í kápu- og dragtasniði ■
(fyrir dömur og klæðskera). i
■
^IGRÚN Á. SIGURÐARDÓTTIR ■
sniðkennari ;
Grettisgötu 6 — Sími 82178 I
Bíiskúr eða herbergí
óskast í Laugarneshverfi í lengri eða skemmri tíma.
Á að notast fyrir geymslu á ávöxtum. — Uppl.
í síma 82655.
rrt » t r ■
Teigahuöm
Nokkra sjómenn og landmenn
m ÍTÖLSK EPLfl
APPELSÍIMIiR
vantar á landróðrabát frá Sandgerði — Upplýsingar í
skrifstofu A. J. Bertelsen & Co. h. f., Hafnarstræti 11,
sími 6323, kl. 2—4 e. h. í dag.
MELONIJR
fyrirliggjandi.
JJcfCfert ^JJriótjánáóon (U Co. L.f
Ebúð til sölu
Fokheld 100 ferm. kjallaraíbúð á góðum stað í bænum
til sölu. — Ibúðin getur orðið 4. herbergi og eldhús. —
Sérinngangur, scrhitun. — Tilboð merkt: „Hagstæðir
skilmálar — 429“, sendist afgr. blaðsins.