Morgunblaðið - 22.01.1954, Page 7
Föstudagur 22. janúar 1954
MORG VTSBLAÐIÐ
7
ÆSKAN OG FRAMTÍÐIN
Draumur ulls ungs fólks
er uð eignust eigið heimili
Draumur alls ungs fólks er
að geta eignazt eigið heimili
og gert það sem bezt úr garði
fyrir sig og börn sín. Húsnæð*
isvandræðin hér í bæ hafa
; valdið því, að slíkum draum-
| um hefir gengið misjafnlega
I að rætast. Orsakir húsnæðis-
vandræðanna eru margs kon-
ar. Þar má fyrst nefna hina
geysilegu fólksflutninga til
bæjarins ásamt þeim takmörk
unurn á byggingafrelsi, er
settar hafa verið vegna gjald-
eyrisörðugleika. Fleira kemur
hér til. Bættur efnahagur veld
I ur því, að margir hafa rýmra
! um sig en áður var, og lækk-
aður giftingaraldur skapar
meiri eftirspurn eftir íbúðum.
VISTARVERUR —OG
KRÍTARSTRIK
Húsnæðisvandræði eru ekki
mál, er Reykvíkingar eiga einir
við að stríða. Hér er um að ræða
vandamál, er miklu auðugri þjóð-
um hefur síður en svo tekizt
að leysa. Kommúnistar, . sem
heimtufrekastir eru hér, eins og
annars staðar, þar sem þeir hafa
ekki völdin, ættu að minnast þess
að í sæluríki þeirra, sem að því
er náttúrugæðin snertir er eitt
auðugasta ríki heims, hefir talið
hæfilegt að vista margar fjöl-
skyldur í einu herbergi og láta
krítarstrik í góffi marka vistar-
verur (íbúðir er ekki hægt að
kalla slíkt). Mundi slíkt ekki
þykja gott í Reykjavík.
MIKIÐ ÁTAK
Andstæðingar Sjálfstæðis-
manna hafa viljað kenna
Sjálfstæðismönnum um hús-
næðisskortinn. Engum heil-
vita manni dettur í hug að
leggja trúnað á slíkt.
Kommúnistar og fylgihnettir
þeirra virðast álíta nægilegt til
lausnar á húsnæðismálunum að
heimta, að bærinn geri þetta og
bærinn geri hitt, jafnframt því
,sem þessi lýður snýst öndverð-
ur gegn hverri einustu tekjuöflun
arleið, sem bent er á, og vill
auk þess hrúga á bæinn milljóna
eða öllu heldur tugmilljónaút-
gjöldum til annarra fram-
kvæmda.
HIN MARXISKA
NIÐURRIFSSTEFNA
Það skyldi enginn halda, að
kommúnistar og fylgihnettir
þeirra leysi húsnæðismáiin frem-
ur en önnur mál svo að Reyk-
víkingar telji viðunandi. Úr-
lausn þeirra verður krítarstrikið
í gólfinu svo sem herrar þeirra
una við. Húsnæöismálin verða
aldrei leyst með því að heimta
og heimta. Þau verða aðeins Ieyst
með sameiginlegu átaki rikis,
bæjar og einstakiinga. Einstakl-
ingar skyldu ekki ætla, að þeir
fái slíkt án átaks. Æskan ætlast
ekki til slíks og vill ekki slíkt.
Hún er fráhverf heimtufrekju
kommúnista.
Hún vill leggja fram orku
sína, en jafnframt fá stuðning
hins opinbera til þess að erfiði
hennar megi bera árangur, og
það er stefna Sjálfstæðis-
flokksins að styðja sjálfsbjarg
arviðleitni einstaklingsins með
ráðum og dáð, en berjast gegn
því skaðlega hugarfari, að
telja einstakllnga alla sína æfi
meira og minna ósjálfbjarga
sveitarlimi, eins og niðurrifs-
stefna marxista gerir ráð fyr-
ir.
Með þessi sjónarmið í huga
hefur bæjarstjórnin ráðizt í
Skattskylda var afniimin af vinnu við
cigin íbáðir fyrir forgöngu
Sjálfstæðismanna
.......og alltaf er verið að byggja.
ýmsar tilraunir til lausnar hús-
næðismálunum.
BÚSTAÐAHÚSIN - OG
SMÁÍBÚÐARHÚSIN
Bæjarstjórnin hefur látið byggja
fjölbýlishús og selt einstakling-
um íbúðirnar fullgerðar með hag
kvæmum skilmálum. Hún hefur
látið byggja fjölbýlishús til þess
að leysa húsnæðisvandræði barna
fjölskyldna og leigt þessar íbúðir.
Þá hefur á s.l. kjörtímabili verið
gerð mjög merkileg tilraunir í
byggingaamálum með byggingu
Bústaðahúsanna. Þar lætur bæj-
arsjóður gera fokheld hús og sel-
ur síðan einstaklingum, er full-
gera íbúðirnar, en kaupendum
er veitt að láni sú fjárhæð er
kóstar að gera ibúðirnar fok-
heldar. Lánsskilmálar eru mjög
ahgstæðir, lánin' greiðast á 50
árum með 3% vöxtum. Útborg-
un er sáralítil og gengur að
mestu leyti til kaupenda aftur
eftir sérstökum reglum og er
ætlað að verða kaupanda til
stuðnings við innréttingu.
Fyrir forgöngu Sjálfstæðis-
nianna fékkst því framgengt,
að afnumin var skattskylda af
vinnu við eigin íbúð. Með
þessu opnast þjóðfélaginu
furðulega mikil orka, er ella
hefði verið ónýtt. I fram-
haldi af þessu hófust svo bygg
ingar smáíbúðarhúsa í Reykja
vík og raunar víðar um land.
Við úthlutun lóða til smáíbúða
í Reykjavík hefir reynslan
orðið sú, að einbýlishús hafa
verið mest eftirsótt.
Fyrir vikið hafa þessar fram-
kvæmdir orðið bæjarfélaginu dýr
ari en ella mundi og erfiðara
að sinna eftirspurninni. Getur
engum skynsemi gæddum manni
dottið í hug, að svo mjög vaxandi
bæjarfélagi sé unnt að sinna svo
mikilli eftirspurn um einbýlis-
hús, sem nú er.
LANDAKAUP BÆJARINS
Öft hefur bæjarstjórnin verið
gagnrýnd fyrir stefnu sína í mál-
um, er varða landakaup. Hefur
sú gagnrýni jafnan orðið hald-
lítil þegar á hefur reynt, því að
segja má, að bæjarstjórnin hafi
sýnt alveg sérstaka forsjálni í
sambandi við vöxt bæjarins og
jafnan tryggt sér með góðum
fyrirvara nægileg lönd til þess
að svara fyrirspurn.
Vegna þessarar forsjálni búa
lóðarleigjendur í bænum við
sérstaklega hagstæð kjör. Er
það ekki lítill fengur ungu
fólki, sem vill reisa sér og sín-
um varanlegt heimili, og njóta
svo hagstæðra leigukjara á
lóðum sem bærinn býður.
SJÁLFSTÆÐISMENN hafa þá
höfuðstefnu að allir Reykvíking-
ar og raunar allir landsmenn geti
búið í eigin íbúð. Þeir vita, að
slíku marki verður ekki náð með
því að kref jast og heimta, eins og
kommúnista er siður. Unga fólkið
sem byggir upp flokkinn, veit,
að þessu háleita markmiði verður
aðeins náð með sameiginlegu
átaki ríkis, bæjar og einstaklinga.
Þetta samstarf er Sjálfstæðis-
mönnum einum trúandi til að
byggja. Ríkisrekstrarpostularnir
geta ekki neitt í því efni, jafnvel
þótt viljinn vSri fyrir hendi.
—★—
Æskufólkið, sem byggir upp
Sjálfstæðisflokkinn, gerir sér
ljóst, að flokkurinn getur ekki
Framh. á bls. 12
Þegar hátarnir koma ú landi,
er ballinu frestað
Sfutf samfa! vitf sfarfssfúlku í Hraðfrysfi-
húsi Bclungarvíkur
VIÐ erum stödd vestur í Bolung-
arvík og okkur dettur í hug að
fá að líta inn í Hraðfrystihúsið
þar, sem er þessa stundina í full-
um gangi. Þarna lætur fólkið svo
sannaríega hendur standa fram
úr ermum. Karlar og konur
vinna með hröðum og öruggum
handtökum að því að flaka fisk-
inn og búa hann til frystingar.
Það er betra að kunna að beita
hnífunum rétt, því að mér sýnist
þeir bíta allt að því háskalega
vel.
Ég vík mér að einni stúlkunni,
sem ég sé, að er að vigta þorsk-
flökin í frystikassana. Hún heitir
Margrét Eyjóifsdótlir og hefir
unnið þarna í frystihúsinu um
8—10 ára skeið, þegar það hefir
verið starfrækt.
HVERNIG FISKVERKUNIN
FER FRAiVI
Margrét sýnir mér hvernig fisk
verkunin fer fram: Fyrst fer
fiskurinn í þvottavélina, sem
stendur við inngang frystihússins
og þaðan rennur hann með véla-
afli inn á flökunarborðin. Þar
Margrét Eyjólfsdóttir.
standa um 20 manns beggja
megin við borðið og hverj-
um golþorskinum eftir ann-
an er flett af hrygg í einu
snarkasti. — Flökin halda síð-
an áfram í vélknúinni rennu inn-
ar í frystihúsið, þar sem þeirra
bíða frekari aðgerðir.
GEGNUMLÝSINGIN
Fyrst er flett af þeim roðinu,
síðan taka aðrar hendur við þeim,
leggja þau á gler með rafljósi
undir — gegnumlýsa þau — til
að sjá orma og bein, sem kunna
að leynast í fiskinum. „Þetta er
togarafiskur, sem við erum með
núna“ — segir Margrét — og
hann er miklu ormóttari en báta-
fiskurinn, sem veiðist hér úti
fyrir, svo að við verðum að vera
sérstaklega vandvirkar við gegn-
umlýsinguna.
Næst eru svo flökin viktuð urft
sjo pund í hverja ,,pönnu“ og
pökkuð í frystinn. Pökkunin er
með ýmsum hætti, eftir því hvaða
fiskitegund ér annars vegar og
fyrir hvaða markað.
UM 20 STÚLKUR
— Við munum vera um 20 í
dag, annars er það dálítið mis-
jafnt frá einum degi til annars,
og eftir því hve mikið berzt að
af fiski. En við verðum að vera
til taks hvenær sem er, þegar
bátarnir eða togarar koma að
landi með veiðina. Stundum hef-
ir það komið fyrir, að allir voru
mættir sparibúnir á ball, þegar
allt í einu barst frcgn um, að
bátarnir væru komnir að. Undir
slíkum kringumstæðum, er böll-
um og öðru hoppi og hii slegið á
frest, og allir þjóta heim, setja
upp olíusvuntuna i staðinn fyrir
ballfötin — og síðan i íshúsið með
það sama. Það má ekki slá hendi
á móti vinnunrú, þegar hún gefst
— við höfum nógan tíma til að
dansa samt.
EKKERT KALT
— Er þetta ekki anzi kuldaleg
Vinna •— þegar vetrarkuldinn.
bætist nú ofan á íshúskuldann.
hér inni?
— Við finnum alls ekki svo-
mjög til þess, enda höfum við líka
fyrir nokkru fengið ágæt upphit-
unartæki hér i vinnusalinn, og er
ólíkt betra og notalegra í vinn-
unni síðan.
í sjálfum kælinum er hinsveg-
ar heldur svalara eins og gefur
að skilja. Þar er um 30 gráðu
frost, en við stúlkurnar höfum
svo sem ekkert af þeim heljar-
kulda að segja.
FÓLK Á ÖLLUM ALDRI
Ég sé, að þarna er fólk á öTlum
aldri samankomið — hvað ætli
yngsti starfsmaðurinn sé gamall?
— Það er Htið um ungviði hér
núna — við flökunina. Hinsveg-
ar er hér fullt af krökkum og
mikill handagangur i öskjunni,
þegar við fáum rækjur til fryst-
ingar. Það er gott að hafa litla
og fima fingur til að skelfletta
þær.
Framh. á bls. 12