Morgunblaðið - 22.01.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.01.1954, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 22. janúar 1954 SMGM FORSYTHNNll - RÍKI MAÐURINN - Eftir John Galsworthy — Magnus Magnússon íslenzkaði Framhaldssagan 33 „Þú ættir ekki að vera svona seint úti á kvöldin. Það fer illa ■með heilsuna". Hann faldi sig bak við dag- blað, og handlék það nokkuð harkalega, en þegar June kom ■til þess að kyssa hann, sagði hann: „Góða nótt, litla stúlkan mln“. Og röddin var svo angur- vær og titrandi að June komst með naumindum út, svo var geðshræring hennar mikil. Og þegar hún kom inn til sín setti að henni krampakendan grát, sem hélst langt fram á nótt. Jolyon gamli lagði frá sér dag- Waðið, þegar hún var farin og starði lengi áhyggjufullur fram iyrir sig. „Asninn þessi“, tautaði hann. „Mér kom það ekki á óvart, að hún kæmist að því fullkeyptu". Kvíði og efi settist að honum og sárast sveið honum það, að geta engu ráðið um rás atburð- anna. » Ætlaði þessi náungi að bregð- ast henni. Hann sárlangaði til að fara til hans og segja: „Ætlarðu þér að bregðast sonardóttur minni“. En hvernig gat hann það. Hann vissi svo lítið — því nær ekki neitt — og þó var hann svo sannfærður um, að eitthvað illt væri á seiði, og honum skjátlað- ist sjaldan. Hann grunaði Bos- inney um það, að hann væri fullmikið í Montpelier Square. „Náunginn er áreiðanlega eng- inn óþokki", hugsaði hann. „Svipurinn er viðfeldinn, en kynlegur er hann. Ég veit ekki hvað kann að verða úr honum. Það er sagt, að hann vinni eins og þræll, en eftirtekjan sést hvergi. Hann er óhagsýnn. Það er engin fyrirhyggja í því sem hann gerir. Þegar hann kemur hingað situr hann og glápir eins og api. Og ef ég spyr hann, hvaða vln megi bjóða honum, svarar hann: „Þökk fyrir, ekkert". Og ef ég býð honum vindil reykir hann vindilinn eins og hann væri þýzkur óhroði. Ég hef aldrei séð hann líta á June eins og hann ætti að líta á hana, og l'ó eru það ekki peningarnir hennar, sem hann er að sækjast eftir. Ef hún gæfi honum minnsta tilefni til, mundi hann slíta trúlofunni tafarlaust. En það gerir hún ekki. Hún hangir í honum. Hún er svo þrá, að hún sleppur honum aldrei“. Hann tók blaðið og stundi þungan. Uppi í herberginu sat June við opinn gluggann. Vorblærinn kældi vanga hennar og brenndi hjartað. ÞRIÐJI KAFLI Ökuferð með Swithin Næsta sunnudag, síðari hluta dags, stóð Swithin Forsyte fyrir utan húsið sitt í bláum lafa- frakka og horfði með ánægju- svip á gráu, fjörlegu hestana sína, sem stöppuðu óþolinmóð- lega í steinhellurnar. Það hafði ekki legið eins vel á honum lengi. Nú var hann að leggja upp í ökuferð með fagurri konu. Það lá við að þetta minnti á hina gömlu góðu daga. Hann athug- aði vagninn vandlega og sagði svo: „Adolf, hleyptu niður vagn- skyggninu". Hann vissi, að konum þótti gaman að sýna sig í fallegum fötum. Það var orðið óralangt frá því, að hann hafði ekið með konu. Það var Juley, ef hann mundi rétt, sem hann hafði ekið með síðast, en hún var hrædd eins og mús allan tímann, og hafði gert hann svo ruglaðan, að hann lét hana fara út úr vagn- inum á Bayswater Road og sór og sárt við lagði, að það skyldi vera í síðasta sinni, sem hann æki með henni. Og það heit hafði hann efnt. Hann gekk fram fyrir hestana og athugaði aktýgin. Hann bar að vísu ekkert sérstakt skyn- bragð á, hvernig þau ættu að vera, enda var það ekki líkt hon- um að fara sjálfur að leysa af hendi það starf, sem hann greiddi ökumanninum sínum sextíu pund fyrir á ári. í reyndinni stafaði það orð sem fór af hon- um sem hestamanni að mestu leyti frá því að einu sinni á Derby-degi höfðu nokkrir hrekkjalómar leikið á hann. En einhver klúbbfélagi hans, sem hafði séð hann aka apargráu gæðingum sínum — hann ók allt- af með gráum hestum, honum fannst það fyrirmannlegast — hafði kallað hann „Fereykis- Forsyte". Nicholas gamli Treff- ny, hinn látni félagi Jolyons gamla, sem var frægur fyrir það að hafa lent í fleiri umferðar- slysum en nokkur annar í öllu konungsríkinu, hafði sagt honum frá þessu auknefni, og upp frá því taldi Swithin það rétt og sjálfsagt að gegna þessu nafni. Honum féll það prýðisvel í geð enda þótt hann hefði aldrei beitt fjórum hestum fyrir vagninn sinn og kæmi aldrei til hugar að gera það. En það var eitthvað stórmannlegt við það. Fereykis- Forsyte. Það var nú hljómur í slíku nafni! Er hann loks var seztur í öku- sætið og búinn að taka um taum- ana, litaðist hann um og dró augun í pung, því að sólin skein sterkt framan í hann. Adolf var seztur í aftursætið og knapinn var tilbúinn til þess að sleppa- hestunum Ekki þurfti annað en gefa brottfararmerkið, og Swit- hin gaf það. Vagninn þaut af stað og staðnæmdist ekki fyrr en við dyrnar hjá Soames. Irena kom að vörmu spori út og steig inn í vagninn „eins fim eins og — eh — Faglioni", eins og hann komst síðar að orði hjá Timothy. „Hún var ekki með neitt fálm, og það vantaði ekki þetta og hitt“. Swithin lagði sér- staka áherzlu á þetta siðara og starði svo sérkennilega á fru Septimus Small, að hún færði sig til í stólnum. „Ekkert heimsku legt fum“. Hann lýsti hatti Irenu þannig fyrir Hester frænku „Það var ekki einn af þessum stóru hjólum, sem geta ekki setið fastir á höfðinu, en hallast sitt á hvað. Nei, það var lítill, nettur hattur“ ) — hann dró hring með hendinni { — „með hvítri slæðu. Afbragðs smekkur". „Úr hverju var hann?“ spurði Hester frænka, sem fylgdist af miklum áhuga með öllu, sem laut að klæðnaði. „Úr hverju var hann?“. át Swithin upp eftir henni. „Hvern- ig í ósköpunum ætti ég að vita það“. Hann þagnaði og varð svo annarshugar, að Hester frænka varð lafhrædd um að hann hefði fallið í dásvefn. Hún reyndi ekki til þess að vekja hann. Það hefði nú líka verið ólíkt henni. „Ég vildi óska, að einhver kæmi. Mér er ekki um að sjá hann svona“. En allt í einu rankaði Swithin við. „Úr hverju?“ stundi hann. „Já, úr hverju ætli hann hafi verið?“ Þa uhöfðu ekki ekið yfir hálfa mílu, þegar Swithin var orðinn sannfærður um, að henni geðjað- ist vel að aka með honum. — Anægjusvipur var á andlitinu bak við hvítu slæðuna, og aug- un glömpuðu í sólskininu. í hvert sinn, sem hann sagði eitthvað, leit hún upp og brosti. Laugardagsmorguninn hafði Soames rekist á hana við skrif- borðið. Hún var að skrifa Swit- hin og segja honum, að hún gæti ekki farið með honum. NYJUIVIG í gerð gúmmístígvéla! Frá hinum þekktu ROMIKA-verksmiðj- um í Vestur-Þýzkalandi höfum við feng- ið nýja gerð gúmmístígvéla, er þola bæði olíur, lýsi og aðra feiti. — Sér- lega heppileg fyrir starfsmenn olíu- og smurstöðva, síldarverksmiðja og bif- reiðaverkstæða Einnig fyrirliggjandi ofanálímd fyrir sjómenn. Hnéhá kosta 123,50 Ofanálímd kosta 209,00 LÁRUS G. LtDVÍGSSOIM SKÓVERZLUIM Eftirmiðdagskjólar Frúarkjólar stór númer. GULLFOSS AÐALSTRÆTI Ú tsala Útsalan er í fullum gangi. Komið og gerið góð kaup. ■ aui .■' § I U4:MVIíl naii:i.ii»!Mi]iiui!i (Beint á móti Austurbæjarbíói.) MANSION GOLFBON SHERRY BLOSSOM skóáburður. Allir litir — fyrirliggjandi. Heifdverzlun BJörgviais Scfiram HAFNARHVOLI Símar: 8-27-80 og 1G53. rnmrnm SJQMANNAFELAG REYKJAVIKUK Ahalfurídur Sjómannafélags Rcykjavíkur verður haldinn sunnudag- i inn 24. janúar n. k. kl. 1,30 e. h. í Iðnó, niðri. FUNDAREFNI: Venjuleg aðalfundarstörf. Fundurinn er aðeins fyrir félagsmenn er sýni dyraverði félagsskírteini. STJÓRNIN Vörubílstjórafélagið Þróttur Abalfundur Vörubílstjórafélagsins Þróttar, verður haldinn í húsi félagsins sunnudaginn 24. þ. m. klukkan 1,30 e. h. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagsmenn sýni skírteini við innganginn STJÓRNIN Sölumaður Áhugasamur og vanur verzlunarmaður 30 ára eða eldri, sem er reglumaður og hefur prúðmannlega framkomu, ;| getur fengið fasta atvinnu hjá heildsölufirma, sem selur 0 matvörur og aðrar skyldar vörur. — Umsóknir með '!j upplýsingum um fyrri atvinnu sendist afgr. blaðsins fyrir 3' 28. þ. mán., merkt: „Heiidverzlun —176“. S ■•>!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.