Morgunblaðið - 22.01.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.01.1954, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 22. janúar 1954 .asnMiiMfr Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgffarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinason. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausaaölu 1 krónu emtakið. Vinmæli „samstarfsflokkaiiná“! I>AÐ er ómaksins vert fyrir Reyk víkinga að athuga lauslega við- skipti hinna fjögurra minnihluta- flokka, sem nú telja það mest um vert að ná völdum í bænum og hnekkja meirihlutastjórn Sjálf- stæðismanna. Skyldu þessir flokkar nú ekki Standa hlið við hlið á grundvelli skírt mótaðrar sameiginlegrar bæjarmálastefnu? Skyldu þeir ekki hafa sýnt fram á það með rökum hvílíka yfirburði stefna þeirra hafi fram yfir bæjarmálastefnu Sjálfstæð-, ismanna. ★ Nei, ekkert af þessu hefur gerzt. Glundroðaflokkarnir hafa hvorki mótað eina sam- eiginlega stefnu í hagsmuna- málum Reykvíkinga né heldur neina sjálfstæða stefnu, hver einstakur flokkur. Milli þeirra brennur nú eilífur eldur stór- yrða og deilna. Kommúnistar bregða Alþýðuflotknum um svik við hlutarsjómenn og Al- þýðuflokksmenn skamma kommúnista réttilega fyrir slæ lega forystu Dagsbrúnar. Hjá þessum tveimur sósíalísku flokkum örlar hvergi á sam- eiginlegri stefnu í bæjarmál- efnum Reykjavíkur. Tímaliði svívirðir „Þjóð- varnarmenn“ fyrir að hafa „óheiðarlega" menn í efstu sætum framboðslista síns og „Þjóðvörn“ svarar með því að bregða Framsóknarmönnum um ríka hneigð til atvinnu- kúgunar. ★ Þannig ganga klögumálin á víxl milli glundroðaflokkanna. Það er eins og málgögn og leið- togar þessara flokka telji það skipta megin máli í þessum bæj- arstjórnarkosningum, að ausa sem mestu af persónulegum rógi og svívirðingum hver á annan. Um aðeins eitt geta þessir flokk- ar komið sér saman. Það er að halda því fram, að undir forystu Sjálfstæðismanna sé Reykjavík versti og aumasti staður á ís- landi!! Hvernig lízt nú Reykvíkingum á það, að fela þessu liði, sem þannig berzt og svo raunsæum augum lítur á bæjarfélag þeirra, forystu um stjórn höfuðborgar- innar? ★ Hvernig skyldi þessum flokkum koma saman að kosn- ingum loknum um lausn hinna vandasömustu og þýðingar- mestu mála? Það er ekki erfitt að svara þessum spurningum. Allt samkomulag um trausta og framkvæmdasama stjórn bæjarmálanna milli hinna f jög urra minnihlutaflokka væri gjörsamlega útilokað. Milli þessara flokka logar allt nú þegar í persónulegu hatri, tortryggni og sundurlyndi. Og þó er nær hálf önnur vika eft- ir af kosningabaráttunni!! ★ Þegar þetta er athugað er það áreiðanlega ekki of djúpt tekið í árinni, sem sagt hefur verið að það væri mikil ógæfa fyrir Reykjavík ef það ætti að verða hlutskipti hennar næsta kjörtíma bíl, að verða bitbein glundroða- liðsins. Slíkt má ekki henda. Reykjavík er í dag þróttmikið, vel stætt og blómlegt bæjarfélag, sem er í mikilli framför. Fjöl- mörg verkefni kalla hér að. Þau verða ekki leyst nema bæjarfé- lagið njóti samhentrar og fram- kvæmdasamrar stjórnar. ★ Sjálfstæðisflokkurinn einn getur tryggt bæjarbúum slíka stjórn á næsta kjörtímabili, eins og á undanförnum ára- tugum. Þessvegna verður hver einasti hugsandi Reykvíking- ur að gera sér það ljóst að það er bókstaflega skylda hans gagnvart bæjarfélagi sínu, að hindra innreið glundroðans í bæjarmálefni þess og að tryggja áframhaldandi fram- farir og uppbyggingu í bænum undir forystu ábyrgra, góð- viljaðra og frjálslyndra manna. Menningarvið- burður. BÆJARBÓKASAFN Reykjavík- ur var í gær opnað til almenn- ingsnota í nýjum og glæsilegum húsakynnum. Með því skapast safninu mjög bætt aðstaða til starfsemi sinnar. Það á nú 50 þús. bindi bóka og aðsókn að því hef- ur farið vaxandi undanfarin ár, enda þótt húsnæðiserfiðleikar hafi torveldað nokkuð nauðsyn- lega þróun í málum þess, I ræðu sem Gunnar Thorodd- sen borgarstjóri flutti við opnun safnsins í hinum nýju húsakynn- um komst hann m. a. að orði á þessa leið: ★ ,Bæjarbókasafnið hefur miklu og merkilegu hlutverki að gegna. Við íslendingar erum taldir mikil bókaþjóð. Sterkasti þáttur ís- lenzkrar menningar er alþýðu- menningin. - Bæjarbókasafnið mun stuðla að aukinni menningu alþýðu manna með því að gefa henni greiðan aðgang að góðum bókakosti. — Hér í safninu mun og æskan fá góð skilyrði til náms og starfa. Megi Bæjarbókasafnið blómgast og dafna í þessum nýju húsakynnum." ★ Undir þessi orð borgarstjóra munu áreiðanlega allir Reykvik- ingar geta tekið. Bæjarbúar fagna því að bókasafn þeirra hefur nú fengið góð. húsakynni og mjög bætt starfsskilyrði. Þeir munu sækja þangað á komandi árum margþáttaðan fróðleik, hvíld og andlega upplyftingu frá önn dags ins. Lestur góðra bóka er enn þann dag í dag sú tómstundaiðja, sem Islendingar unna mest. Á því fer vel að þessi bókhneigða þjóð leggi kapp á að eiga góð bókasöfn og skapa sér sem bezt skilyrði til þess að njóta góðra bókmennta. ★ íslenzk alþýða varðveitti hinn forna menningararf þess arar þjóðar gegnum margar og dimmar aldir. Sögur og ljóð Iifðu á vörum fólksins. í dag geyma bókasöfn íslend- inga þennan menningararf. Og enn sækir þjóðin þangað andlegan þrótt, trú á sjálfa sig, menningu sina og framtíð. ÚR DAGLEGA LÍFINU SIR EDMUND HILLARY flutti síðari fyrirlestur sinn um Mount Everest leiðangurinn í Austur- bæjarbíói á sunnudaginn, við húsfylli og mjög mikla hrifningu áheyrenda. Áður en fyrirlesarinn hóf mál sitt flutti dr. Sigurður Þórar- insson jarðfræðingur, stutt er- indi þar sem hann gerði stutt- lega grein fyrir tilraunum fjall- göngugarpa af ýmsu þjóðerni til að klífa tindinn mikla. Því nán- ari kynni, sem menn hafa haft af för Sir Edmunds, Tensings og félaga þeirra á Everesttind, því ótrúlegra verður það að þeim skyldi takast að klífa tindinn. SKEMMTILEG FRÁSÖGN Þessu næst tók Sir Edmund til máls og sagði ferðasögu sina. Frásögn hans var mjög skemmti- leg og svo látlaust frá öllu sagt, að engu var líkara en hann væri að lýsa fyrirhafnarlausu sumar- ferðalagi. Myndirnar, sem hann sýndi, til að gera ferðasöguna meira lifandi voru mjög til- ^JJitlanj va Ltí Lrifaia^a komumiklar og vel teknar. Á- heyrendur komust að raun um það sjálfir, hvílíkt þrekvirki hér var unnið. Það vakti at- hygli er Sir Edmund sagði frá því, að í sveitum burðarmann- anna, en þeir voru 400, voru konur. Þær bácu jafnþunga byrði og karlrnennirnir og höfðu það fram yfir þá, að vera ekki alltaf að berja sér á hinni 17 daga löngu göngu yfir Himalaya- öræfin, sagði fyrirlesarinn. HÆGT OG SÍGANDI Áheyrendur fylgdust af mikl- um áhuga með því er leiðang- ursmenn fikruðu sig hægt og hægt nær tindinum yfir skrið- jökla og há fjöll. í fyrstu virtust sumir kaflar leiðarinnar alófær- ir, en leiðangursmenn brutust yfir þá á mannbroddum með isaxir í hönd og 60 punda þunga á bakinu. Þarna uppi var frostið nær 30 stig um nætur. Leið- angursmenn voru oft hætt komn- ir, er þeir voru að því komnir að örmagnast af þreytu. VIÐ STANDBERG SKAMMT FYRIR NEÐAN TINDINN Sir Edmund sagði frá því, að er hann og félagi hans Tensing, ULí andi áLripar: Draumur Hillarys rættist. EVEREST kappinn Hillary hvarf héðan af landi burt í fyrradag eftir um viku dvöl á ís- landi. Óhætt er að éegja, að hon- um hafi verið tekið hér tvéim höndum, enda þótti hann koma vel og skemmtilega fyrir er hann kom fram í Austurbæjarbíói og skýrði frá frægðarför sinni á Everest-tind. Þarna var kominn ósköp venjulegur maður, hár vexti og heldur renglulegur, sem dundar við að rækta býflugur suður á Nýja-Sjálandi og klífa háfjöll í frístundum sínum. — Skyldi hann biðja býin sín vel að lifa, nú, þegar hann er orðinn heimsfrægur maður? Forsjónin var honum hliðholl. SJÁLFSAGT hefur Hillary lengi verið búinn að sjá Everest-tindinn í hillingum og dreyma um að sigra hann. Þessi djarfi draumur hans rættist í svip aðan mund sem þúsundir og milljónir manna stóðu á önd- inni við krýningu Elísabetar Bretadrottningar. Hér var ekki um neina hversdags atburði að ræða. En Hillary átti sér einnig ann- an draum — og hann var sá að fara á skíði á íslandi. Sá draum- ur hans rættist á þriðjudaginn var. Forsjónin var svo góð að gefa honum skíðasnjó, áður en hann hvarf héðan brott, eins og hún var iíka hlífin honum í vor. er hann slapp undan hrammi hinna illræmdu fimbulstorma Himalayafjallanna. Leizt ekkert á blikuna. AUÐVITAÐ hafði Hillary geng- ið út frá því sem vísu, að á Islandi væri meira en nóg af skíðasnjó, en honum leizt víst ekkert á blikuna, þegar hann steig hér á land á alauða jörð — á íslandi, norður á hjara heims, á sama tíma, sem hundruð manna suður í Evrópu týndu lífi og limum af völdum fannkyngi og vetrarharðinda. Rignir sóti. EG HEF fengið bréf þar sem kvartað er sáran undan ó- þrifum þeim, sem stafa af sót- falli úr húsum utan hitaveitu- svæðisins. „Þetta gengur svo langt“, segir „Sótraftur — bréfritari minn — „að húsmæðrum er svo að segja ókleift að hengja nokkurn tíma út þvott til þerris, auk þess, sem sótið, sem fellur á jörðina — það er ljóta „snjókoman“ — berst inn í húsin á fótum fólks til mikilia óþrifa. Auðsætt er, að hér er um að ræða olíukyndingar, sem ekki eru í lagi, því að í mörgum hús- um — og sem betur fer flestum — þar sem slík upphitun er, gæt- ir þessa ekki. Bærinn mun hafa í þjónustu sinni, svonefnda eldfæramenn, til að hafa eftirlit með eldstæð- um í húsum, sóthreinsun o.þ.u.l. Gætu þeir ekki ráðið hér ein- hverja bót á? Það mætti líka benda húseig- endum, sem hafa þessa sótspú- andi olíukyndingar á, að elds- neyti þeirra nýtist ekki sem skyldi, með þessu móti — Sót- raftur“. Grettir fer útan. ASMUNDUR sendi mann til Hafliða, at hann skyldi taka við Gretti og sjá um með honum. Hafliði kvað sér sagt, at maðrinn væri vanstilltr, en fyrir sakir vináttu þeira Ásmundar tók hann við Gretti. Bjóst hann þá til útanferðar. Engi vildi Ás- mundr fararefni fá honum, útan hafnest og lítit af vaðmálum. Grettir bað hann fá sér vápn nökkut. Ásmundr svarar: „Eigi hefir þú mér hlýðinn verit. Veit ek ok eigi, hvat þú mundir þat með vápnum vinna, er þarft er. Mun ek ok þau eigi láta“. Grettir mælti: „Þá er eigi þat at launa, sem eigi er gert“. (Grettis saga) Sá, sem rang- læti sáir, upp- sker óham- ingju. Hann stóð á tindi Everest hám í 15 mín. áttu aðeins eftir nokkur hundr- uð fet á hátindinn, hafi þeir komið að snarbröttu standbergi. Virtist þeim í fyrstu, sem þeir myndu ekki komast hærra. En þar sem standbergið og jökull- inn mættust, var þröng kletta- skora og þar fóru þeir upp. — Er Sir Edmund sýndi myndina af Tensing þar sem hann stend- ur á hátindi Everest með flagg- stöngina litlu, með flöggum Bret- lands, Sameinuðu þjóðanna, Nepals og Indlands, kvað við 1 dynjandi lófatak áheyrendanna. Sir Edmund sýndi þessu næst nokkrar myndir af „háalofti ver- aldar". Með þeim gat hann sann- 1 að það að þeir hefðu komizt á Everestind. Þar sýndi hann t. d. fjallstind einn, sem var í 150 mílna fjarlægð, en á myndinni virtist hann vera í aðeins nokkra tuga mílna fjarlægð. Síðan sagði Sir Edmund frá förinni niður af Everesttindi, þar sem þeir gátu ekki haft lengri viðdvöl en 15 mínútur sakir þess að súrefnisbirgðirnar voru orðn- ar af skornum skammti. Voru þeir félagar svo úrvinda af þreytu er þeir komu að efstu bækistöð leiðangursins, að styðja þurfti þá síðasta spölinn að tjöld- unum. Við trúðum því tæpast, að okkur hefði tekizt að klífa fjall- ið mikla, fyrr en við heyrðum brezka útvarpið skýra frá því að Everestleiðangurinn undir stjórn J. Hunts offursta hefði klifið Everesttindinn, sagði Sir Edmund Hillary. SIR EDMUND HYLLTUR í lok erindisins kvaddi sér hljóðs Guðmundur Einarsson frá Miðdal. Ávarpaði hann Sir Edmund og þakkaði honum kom- una til íslands. — Bað hann áheyrendur taka undir þessi orð sin með því að hylla Sir Edmund með ferföldu húrrahrópi og varð það hið kröftugasta. Bjarni Guð- mundsson þýddi erindið jafn- óðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.