Morgunblaðið - 22.01.1954, Page 9

Morgunblaðið - 22.01.1954, Page 9
Föstudagur 22. janúar 1954 MORGUISBLAfílÐ -! » Gannor Thoroddsen borgarstjóri: Raforkan rúml. fvöfölduð á kjörfímabilinu ÐRÐ OG EFNDIR í stefnuskrá Sjálfstæðisflokks- 3ns fyrir síðustu bæjarstjórnar- kosningar voru gefin fjögur fyr- irheit í rafmagnsmálum: 1. „Að virkjun neðri Sogsfossa verði hraðað sem mest.“ Þeirri virkjun var lokið og tók hún til starfa 16. okt. s. 1. 2. „Að áður en þeirri virkjun er lokið, verði hafinn undir- búningur að virkjun við Efra- Sogið og stefnt þannig jöfn- um höndum að fullvirkjun Sogsins.“ Að þssum undirbúningi hef- ! ir verið unnið af sérfræðingum hátt á þriðja ár og liggja nú ' fyrir áætlanir og tillögur um J virkjunartilhögun. Við stjórn- -! armyndun í september 1953 var samið um það, að sérstak- ' ar ráðstafanir skyldu gerðar til að ljúka sem fyrst full- virkjun Sogsins. 3- „Að bæjarkerfið verði stór- lega aukið og endurbætt í samræmi við auknar rafstöðv- ar, með nýjum lögnum og spennistöðvum." Til aukningar innanbæjar- kerfis, háspennustrengja, spennistöðva, aðveitustöðva hefur verið varið 45 millj. kr. á kjörtímabilinu, auk nýju spennistöðvarinnar við Elliða- ár, sem kostar um 20 millj. kr. 4. „Að aukning raforkunnar verði grundvöllur stóraukins iðnaðar, m. a. áburðarverk- smiðju.“ Ört vaxandi iðnaður í Reykjavík byggist á hinum miklu Sogsvirkjunum. Sem dæmi um aukningu iðnaðarins á kjörtímabilinu vil ég nefna: Rafhreyflar í iðnaði í Reykja- vík voru 1949 5000 að tölu, en 1953 6600, og afl þeirra 13400 kílówött fyrra árið, en 20000 kw. síðara árið. Áburðarverksmiðjan tekur bráðlega til starfa, en grund- völlur hennar og frumskilyrði var írafossvirkjunin. Þegar litið er á fyrirheit Sjálf- stæðismanna fyrir síðustu bæjar- stjórnarkosningar í raforkumál- Um, verður ekki annað sagt, en að þau hafi verið efnd að fullu. ÞRÍR ÁRATUGIR Nú eru liðnir rúmir þrír ára- tugir, síðan fyrsta vatnsaflsstöð Reykvíkinga tók til starfa. Þá var íbúatala Reykjavíkur 18 þús., nú í dag um 60 þúsund. Það er fróðlegt að athuga þróun raf- magnsmála Reykjavíkur á þess- Um þrem áratugum: kw. 1921: Elliðaárstöðin rúm 1000 1923: — stækkun 700 1934: — önnur stækkun 1500 Næsta stórvirkjun undirbúin Samtals 3200 1937: Ljósaf.virkjun í Sogi 8800 1944: — stækkun 5500 Samtals 14.300 1948: Varast. við Elliðaár 7500 Samtals í byrjnn kjör- tímabilsins 25.000 1953: írafossvirkjunin 31.000 Samtals í lok kjör- tímabilsins 56.000 Af þessu yfirliti má draga ýmsar ályktanir. Rafmagnið, afl- stöðvarnar, hafa á þessurn 32 árum 56-faldast. Á siðasta kjör tímabili einu hefur rafaflið rúm- lega tvöfaldast. ÞÝÐING RAFMAGNSINS OG ÞRÓUN Um land allt líta menn á rafmagnsmálið sem eitt þýðingarmesta mál þjóð arinnar. Raforkan leiðir þjóð- ina út úr aldagömlu myrkri og kulda. Hún er undirstaða und ir helztu atvinnuvegum okkar. Iðnaðurinn er orðinn stærsta at- vinnugrein Reykvíkinga. Er nú talið, að um 40% Reykvíkinga lifi á iðnaði. Hagkvæmar raf- Ljósafoss-virkjunin i Sogi var mikið átak á þeim tímum, er hún var reist. Sjálfstæðismenn höfðu forustu um að koma henni upp og áttu þá, sem oft endranær, í höggi við hina skammsýnu andstöðu- floltka, sem settu hvern þröskuldinn á fætur öðrum í veg fyrir þetta framfaramál. En bæjarbúar í Reykjavík skipuðu sér eindregið undir merki Sjálfstæðismanna og því varð auðvelt að ryðja brautina. orkuframkvæmdir og ódýr raf- orka skapa iðnaðinum lífsskil- yrði. Rafmagnsnotkun fer hraðvax- andi hér í bæ. Hún vex ekki að- eins í hlutfalli við aukningu íbúa- tölunnar heldur margfalt meira. Um leið og heimilin eru búin að fá rafmagn, læra þau að meta raforkuna æ betur og nota hana til fleiri og fleiri heimilisþarfa. Á 4 árum hefur rafmagnsnotk- un aukizt um 25%, eða úr 122 millj. kílowattstunda 1949 í 153 millj. kwst. 1953. Með þeirri miklu aukningu, sem fæst með írafosstöðinni, er fullnægt rafmagnsþörf í Reykja- vík og á suðvesturlandi fyrst um sinn. En hversu lengi nægja núver- andi aflstöðvar? Þróunin hefur verið ör bæði um byggingu nýrra aflstöðva og aukna rafmagnsþörf og notk- un. Telst mönnum svo til, að eft- ir 4 ár þurfi næstu virkjun að vera lokið. En þann tíma eiga núverandi stöðvar að duga fylli- lega. ÁBURÐARVERKSMIÐJAN Samningur var gerður 1952 milli stjórna Sogsvirkjunar og Áburðarverksmiðju. Nokkurs misskilnings hefur gætt í blaða- skrifum um rafmagnssöluna til Áburðarverksmiðjunnar. Hefur jafnvel verið staðhæft, að Áðurðar verksmiðjan gleypi að mestu Irafossvirkjunina nýju. Þetta er algjör misskilningur. Áburðar- verksmiðjan fær skv. samningn- um allt að 4 þús. kw.,í grunn- afl og alls ekki meira, en íra- fossvirkjunin hefur 31 þúsund kw. Áburðarverksmiðjan fær þannig af grunnorku eða dag- orku Vs hluta af afli írafossvirkj- unarinnar. Hins vegar fær Á- burðarverksmiðjan í stórum stíl afgangsorku eða næturorku við vægu verði, og er það að sjálf- sögðu mikill hagur fyrir bæði ^íyrirtækin. NÆSTA VERKEFNI: VIRKJUN EFRA-SOGS Næsta verkefnið er virkjun Efra-Sogs. Hún mun kosta með núverandi verðlagi um 100 millj. kr., og afl hennar verður 27— 28 þús. kw. Þá kemur ný véla- samstæða í írafossi með 15.500 kw., og loks þriðja stigið í Ljósa- fossvirkjun, 7.400 kw. Þá er Sog- írafoss virkjunin í Sogi er stærsta mannvirki á íslandi. Þar sem hún framleiðir 31 þús. kw., hafa skapazt möguleikar á stóriðju á íslandi. Enþróunin heldur áfram og ekki verður látið hér við sitja. Er nú þegar farið að undirbúa virkjun Efra Sogs. ið fullvirkjað með 95—96 þús. kw. TILHÖGUN VIRKJUNAR * EFRA-SOGS 1 er hugsuð eins og hér segir: Milli Þingvallavatns og Úlf- ljótsvatns er 22 metra hæðar- munur. Þar sem Sogið fellur úr Þingvallavatni verður ger3 stífla. Frá vatnsinntakinu eru fyrirhuguð jarðgöng, aðrennslis- göng, 380 metra löng, af sömtt stærð og gerð sem frárennslis- göng írafossstöðvar, sem eru um 650 m. Göngin enda í þró í Drátt- arhlíð. Aflstöðin mun standa á bakka Úlfljótsvatns. í henni verða tvær vélasamstæður, sam- tals 27—28 þús. kw. Frá stöðinni verður lögð háspennulína að íra- fossi. Stöðinni í Efra-Sogi verður fjarstýrt frá írafoss-stöðinni, og1 mun ekki þurfa nema tvo gæzlu- menn búsetta þar. UNDIRBUNINGUR VIRKJANA Þegar ráðizt er í jafnstórfelld- ar, fjárfrekar og þýðingarmiklar framkv. eins og virkjanir Sogs- ins, þarf að sjálfsögðu að vanda sem bezt alian undirbúning. Þessa hefir jafnan verið gætt. Það hefur meira verið hugsa® um að hafa undirbúning senct traustastan, heldur en hitt að forðast ádeilur andstæðinganna um að framkvæmdir gangi seint. Innlendir og erlendir sérfræð- ingar hafa rannsakað málin of- an í kjölinn, til þess að hinar beztu og hagkvæmustu leiðir til virkjunar væru fundnar og á- kveðnar, áður en ráðizt væri i framkvæmdir. Þannig hefur þetta verið og mun verða, meðan Sjálfstæðismenn fara með bæjar- mál Reykjavíkur. REYKJAVÍK LENGST AF EINKAEIGANDI SOGSVIRKJUNAR ReykjavíkuVbær var frá upp- hafi og lengst af einn eigandi Sogsvirkjunarinnar, og hafði alla forgöngu, veg og vanda af virkj- unum, en fékk ríkisábyrgð á lán- um. Lögin um Sogsvirkjun gerðu hinsvegar ^áð fyrir því, að ríkis- sjóður gerðist meðeigandi í Sogs- virkjuninni. Þegar dró að hinni miklu írafossvirkjun, þótti rétt að taka upp viðræður við rikis- stjórnina um sameign. RÍKIÐ GERIST MEÐEIGANDI Sumarið 1949 var undirritað- ur samningur um, að Sogs- virkjunin skyldi vera sam- eign bæjarsjóðs og ríkis- sjóðs. Samkvæmt þeim samningi er Reykjavíkurbær í upphafi eigandi að 85 hundraðshlutum, en rikissjóður að 15%, og var það miðað við rafmagnsnotkun í Reykjavík og utan Reykjavík- ur. Hlutföllin breyttust þannig, skv. samningnum, eftir að íra- fossstöðin tók til starfa, að bæj- arsjóður á 65 hundraðshluta, en ríkissjóður 35. Sérstök stjórn fer með mál virkjunarinnar. Eiga þar sæti 3 fulltrúar frá bæjarstjórn Reykja- víkur og 2 fulltrúar frá ríkis- stjórninni. ÁDEILUR Margvislegar ádeilur hafa ver- ið uppi hafðar af andstæðingum Sjálfstæðismanna ' í rafmagns- málunum. í fyrstu var því haldiS fram; að það væri skammsýni að virkja Elliðaárnar í stað þess að hefja strax virkjun Sogsins. Onnur ádeilan er sú, sem Tím- inn reynir mjög að halda á lofti, að árið 1932 hafi þurft að knýja Jón Þorláksson og Sjálfstæðis- flokkinn til að ráðast í virkjun Sogsins, með því að einn bæj- arfulltrúi flokksins hafi hótað að kjósa borgarstjóra úr hópi minni hlutans. Frh, á bls. 11. *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.