Morgunblaðið - 02.02.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.1954, Blaðsíða 16
Yeðurútlif í dag: Allhvass SV eða sunnan. Slydda eða rigniiijr með köflum. 26. tbl. — Þriðjudagur 2. febrúar 1954 Nýr biskup Samtal við herra Asmund Guð- mundsson á bls. 9. Glæsilegur sigur Sjálfsfæð- ismanna í Yesfmannaeyjum Útslrikanir felldu efsfu menn Krala og Framsóknar. VESTMANNAEYJAR, 1. febr. — Við bæjarstjóraarkosningarnar I %év í Vestmannaeyjum greiddu alls atkvæði 2040 rnauns, en á i.jörskránni voru 2357. Af þessu atkvæðamagni hlaui Sjálfstæðis- j ?iokkurinn 47,6% af gildum atkvæðum. Er þetta stóritm meira at- I-væðamagn en Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið í kosningum ftéí um langt árabil og staðfestir það sem reyndar var vitað, að íiokkurinn er í öflugri sókn. Frá síðustu bæjarstjórnarkosningum fiefir flokkurinn aukið fylgi sitt meðal kjósenda um 213. Menniniir, sem átti að fella BROTI ÚR ATKV. MUNAÐI — FLAUT INN í ANNAÐ SÆTI Athyglisverðast, fyrir utan hinn stórkostlega kosningasigur Æíjálfstæðisflokksins, er að efstí jnaðurinn á A-listanum, Páll Þor- l>jörnsson, er strikaður það mikið út, að hann náði ekki kosningu, heldur annar maður listans, J>órður H. Gíslason, netagerðar- irtaður. Broti úr atkvæði munaði Eins er það athyglisvert, að efsti Xnaður Framsóknar, Þorsteinn Þ Víglundsson, skólastjóri, er strik- aður það mikið út af kjósendum Framsóknar, að hann flaut inn í «nnað sæti, sem varamaður list- ans, á aðeins tveim atkvæðum Bæjarfulltrúi Framsóknar verður því annar maður listans, sem er Sveinn Guðmundsson, fyrrum íorstjóri Á.V.R. hér í Eyjum. lltsök ÁVR á Siglufirði ekki lokað SIGLUFIRÐI, 1. febr. — Er Sigl- áirðingar gengu að kjörborðinu á sunnudaginn, greiddu þeír jafn framt atkvæði um framkvæmd liéraðsbanns hér í kaupstaðnum. •— Var fellt með miklum atkvæða jnun að loka áfengisútsölunni, Fyrir nokkrum dögum gaf Reglan hér út blað, sem helgað var máli þessu og nauðsyn þess að útsölu ÁVR hér verði lokað. Á laugardaginn kom hér út biað, ¦tileinkað máli þessu. Ýmsir menn iir öllum stjórnmálaflokkum íkrifuðu um málið og gegn því að útsölunni yrði lokað. Er'við Siglfirðingar greiddum atkvæði um málið á sunnudag- ínn, voru 815 á móti lokuninni, en 365 með. — Auðir seðlar og «gildir voru 72. — Alls greiddu 1236 atkvæði. — Útsölu ÁVR hér Verður því ekki lokað. — Stefán. ÞAÐ VAR VITAÐ Vitað var að innan Framsóknar var gífurleg óánægja með lista flokksins hér, en engan óraði þó fyrir því, að hún væri jafn al- menn meðal kjósenda flokksins, sem raun ber vitni um. — Geta má þess að Helgi Benediktsson, sem á siðasta kjörtímabili var annar fulltrúi Framsóknar í bæj- arstjórninni, var alls ekki á list- anum. — Bj. Guðm. Hoibergsbálíð a veguin wor- rænafélagsins Á FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ kem ur verður í Leikhúskjallaranum Holbergs-kvöld. Þar minnist Nor- ræna félagið 200. ártíðar hins dansk-norska leikritaskálds, Lud- vigs Holbergs. Hátíðin hefst kl. 8,30 með því að danski sendikennarinn við há- skólann, dr. Ole Widding, flytur fyrirlestur um skáldskap og ævi Holbergs. Ivar Orgland lektor les úr verkum Holbergs og þá syng- ur söngkonan Þuríður Pálsdótt- ir, með undirleik föður síns, <?. Páls ísólfssonar, en að lokum verður dans stiginn. Gunnar Thoroddsen í bæjarstjórnarkosningunum beindist sókn minnihlutaflokk- anna fyrst og fremst gegn tveim- ur mönnum, þeim Gunnari Thor- oddsen borgarstjóra og Jóhanni Hafstein alþingismanni. Glund- roðaliðið hugðist fella Gunnar Thoroddsen frá borgarstjóra- starfi og Jóhann Hafstein úr bæjarstjórn. Gegn honum var einnig beitt illskeyttum persónu- i legum ádeilum. En heilbrigð dóm ' grcind fólksins í Reykjavík sigr- [ Jóhann Hafsíein. aði. Sjálfstæðisfólk og margt ann arra bæjarbúa hratt árásinni á hina drengilegu forystumenn Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn. Reykvíkingar höfnuðu glund roðamönnunum, en kusu sam henta stjórn Sjálfstæðismanna í höfuðborginni. Má segja að það sé beint áframhald af þeim kosn- ingasigri, sem Sjálfstæðisflokk- urinn vann með þjóðinni í al- þingiskosningunum á s.l. sumri. ir á afmæli lieimastjórnariniiar í gær Mýs oi menn í 10. sinn SJÓNLEIKURINN Mýs og menn, sem hlotið hefir mjög góðar und- irtektir, verður sýndur í Iðnó í 10. sinn á morgun. í sjónleiknum hafa orðið þau mannaskipti, sem kunnugt er. að Árni Tryggvason leikur svert- ingjann Crooks í stað Alfreðs Andréssonar, en Birgir Brynjólfs- son leikur Carlsson í stað Valdi- mars Lárussonar. Báðir eru þess- ir Ieikarar forfallaðir sökum veik inda. RÍKISRÁÐSRITARI tilkynnti í gærkvöldi, að í tilefni fimmtíu ára afmælis heimastjórnar á íslandi hefði forseti fslands í gær, samkvæmt tillögu dómsmálaráðherra, náðað skilorðisbundið til fimm ára af ídæmdum refsingum eða eft- irstöðvum ídæmdra refsinga alla þá, sem dæmdir hafa verið i refsivist allt að einu ári. Refsitími þeirra, er þyngra voru dæmdir, var jafnframt styttur. Varðhaldsvist þeirra, er dæmdir hafa verið fyrir áfengis- og bifreiðalagabrot, var breytt í sekt. Frábært afrek við bjðrgun skip- verja á Orra frá Olafsvík ÓLAFSVÍK, 1. febrúar: — Á laugardagskvöldið gerði hér suð- austan aftakaveður. Allir bátar komu úr róðri og lögðu að Norður- garðinum. Ennfremur lá þar vélskipið Oddur, sem var að af- ferma salt. Wyrsti dagur aimælis- liálíðahalda Armanns Skemmlun í Þjóðleikhúsinu í kvöld 1 KVÖLD hefjast hátíðahöld Glímufélagsins Ármanns, í tilefni af <S5 ára afmæli félagsins. Munu hátíðahöldin standa í 13 daga — íþróttasýningar og keppni í öllum greinum íþrótta. Fyrsti liður líátíðahaldanna er skemmtun sem hefst í Þjóðleikhúsinu í kvöld kl. 8. Meðal gesta þar verður forseti íslands, ríkisstjórn, bæjarráð og sendiherrar erlendra ríkja. Dagskrá skemmtunarinnar í kvöld hefst með ávarpi Ingólfs •Fónssonar, ráðherra. Þá er glímu- •ýnirtg, danssýning, fimleikar telpna, ballettsýning Erik Bid- «ted, ballettmeistari og Lise Kær- gaard og ávarp Ben. G. Waage, forseta ÍSÍ. Eftir hlé flytur Gunnar Thor- oddsen borgarstjóri ávarp, 16 stúlkur dansa Blómavalsinn, Karlakór Reykjavíkur syngur, einsöngvari Guðmundur Jónsson óperusöngvari. Þá verður akro- batiksýning, fimleikasýning karla og fimleikasýning kvenna. Það óhapp kom fyrir, að fest- ar yélbátsins Orra, sem bundinn var utan í Odd, slitnuðu og rak bátinn frá bryggju. Einn maður, Þórður Halldórsson, var sofandi um borð. Odd rak upp í klappir vestan við brimbrjótinn og sökk þar, en framsiglutréð stóð upp úr og batt Þórður sig þar fastan. Vegna dimmviðris vissu menn ekki Skákeinvígið BAFNARFJÖRÐUR 1 Á'fM h'W^ ' ^«f '""''Wí m m& wm VESTMANNAEYJAR 11. leikur Hafnarfjarðar; BfíxBgS glöggt, hvert bátinn hefði rekið, en vélbáturinn Fróði var þegar mannaður undir stjórn þeirra bræðra Tryggva og Víglundar Jónssonar, til að leita Orra, en Víglundur átti bátinn. Þegar þeir fundu hinn sokkna bát og sáu manninn í siglutrénu, lögðu þeir þegar að honum og tókst í þessu aftaka veðri að bjarga honum um borð í Fróða. Er hér um frábært afrek bát- verja að ræða og Þórðar, er sýndi einstakt þrek og snarræði. Hér mátti ekkert út af bera, sem sést glöggt á því, að Fróða tók niðri, er honum var siglt að Orra. E. B. Innlendrar sf jórnar minnzt í áfvarpínu RÍKISÚTVARPIÐ minntist í gær kvöldi hálfrar aldar afmælis inn- lendrar stjórnar á íslandi. Meðal þeirra sem komu fram í dagskrá þess voru Ólafur Thors forsætis- ráðherra og Steingrímur Stein- þórsson landbúnaðarráðherra. Forsætisráðherra tók í gær á móti gestum i ráðherrabústaðn- um, i tileí'ni þessa merka afmælis, Sijórnarráðshús á svæðin&i Ainlnansissiígs og Bankasiræiis í SAMBANDI við 50 ára af- mæli stjórnarráðsins hefur rikisstjórnin ákveðið að leggja til við Alþingi, að byggt skulí stjórnarráðshús á svæðinu milli Amtmannsstígs og Bankastrætis og að beita sér fyrir f járöflun í því skyni, svo að tryggt sé að framkvæmdir þurfi eigi að tef jast sakir f jár- skorts. (Frétt frá ríkisstjórninni). Hión verða ftrir bíl og slasast HJÓNIN Sveinn Jónsson sölu- maður og kona hans Kristín Ingvarsdóttir, Smiðjustíg 10 hér í bæ slösuðust mikið um mið- nættið í fyrrinótt, er þau urðu fyrir bíl þar sem þau voru á göngu eftir Lönguhlíðinni. Bæði eru þau í Landsspítalanum. Bílstjórinn sem ók bílnum, tel- ur sig ekki hafa séð til ferða hjón anna fyrr en um seinan, en hann kom akandi á eftir þeim. — Frú Kristín Ingvarsdóttir kastaðist upp á vélarhús bílsins og hlaut hún opið brot á öðrum fæti. — Sveinn aftur á móti slasaðist mikið á baki, er hryggtindar í f jórum liðum brotnuðu. Edda næst ekki I enn upp GRUNDARFIRÐI, 1. febrúar. — Ekki hefir enn tekizt að ná upp vélskipinu Eddu þrátt fyrir margháttaðar tilraunir. Nú er svo komið, að bæði möstrin eru brotnuð af skip- inu og ýmislegt annað. Þá er bátapallurinn og mikið laskað- ur. — E. Fyrsti benzínfarm- iirinn tii Hafnar- fjarðar HAFNARFIRÐI, 1. febr. — Núna um helgina var fyrsta bensíninu dælt í hina nýju geyma, sem Olíufélagið h.f. hefir látið reisa hér í bæ. Var það olíuskipið Þyr- ill, sem kom með fyrsta farminn ofan úr Hvalfirði. — G. Akurey varS aS fara frá bryggju AKRANESI, I. febrúar. — Átján bátar voru á sjó héðan í dag. Afli þeirra var 3 til 7 smálestir. Togarinn Akurey kom hingað i morgun. Mun hann vera með 110 til 120 smálestir af þorski. Þegar búið var að landa 25 smálestum, varð togarinn að fara frá Hafnar- garðinum. Var ókyrrt í sjóinn. Fór Akurey til Reykjavíkur, en kemur væntanlega hingað aftur um hádegi á morgun. — Oddur. Engisprettnský NAIROBI — fbúar Nairobi, höf- uðborgar Kenya, háðu bardaga við engisprettur. Var skordýra- skýið 20 km. á lengd og 7 km á breidd. 12 þúsund lítrum af skor- dýraeitri var dreift á þær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.