Morgunblaðið - 02.02.1954, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.02.1954, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 2. febrúar 1954 MORGVNBLAÐIÐ 11 75 ára í dag Jón Biörnsson, trésm. A KYNDILMESSU 1879 fæddiS' drengur í Gröf á Höfðaströnd \ Skagafirði. Drengur þessi var sonur hjónanna Björns bónda Jónssonar ríka þar og Hólmfríð- ar, dóttur Jónatans bónda á Reykjahóli í Fljótum, sem al- mennt var talinn launsonur séra Jóns Þorlákssonar skálds á Bægisá (sbr. Ættir Skagfirðinga , eftir P. Z.). Drengurinn var skírður Jón. Hann ólst upp hjá foreldrum sín- um og var eini sonurinn af fimm börnum þeirra. Hann verður sjötíu og fimm ára annan febrúar. Jón Björnsson varð snemma ötull og duglegur eins og hann átti kyn til. Hann lærði ungur trésmíði eins og hún þar var kennd, en þá voru trésmiðir eins- konar þúsund þjala smiðir Þeir áttu að geta smíðað: íbúðarhús, kirk.iur, bátabryggjur, líkkistur, allskonar húsgögn, einnig amboð og klápa. Þá urðu þeir ennfrem- ur að geta rennt, bæsað, pólerað, málað, lagt gólfdúka og vegg- fóður. Allt þetta gerði Jón Björns son eftir því sem að bar. Öll þessi störf urðu þeir að vinna í höndum, því að vélar þekktust þá ekki hér á landi til þeirra hluta. Áhöld þeirra voru einkum: hefill, sög, hamar, vinkill og bursti. Fullkomin verkaskipting á þessum sviðum mun ekki hafa komist á hér fyrr en á þriðja tug aldarinnar. Þegar undirritaður var ungur maður í Skagafirði, þá var Jón Björnsson á miðjum aldri og mjög um hann talað í sýslunni, sem afburða og afkastamann við trésmíðar og einnig talinn í fremstu röð að vandvirkni. Það var keppt um að fá Jón til að taka að <-ér stærri smiðar og fengu hann færri en vildu. Þá var einnig haft orð á því, að hann notaði efnið betur og haganleg- ar en fleslir aðrir. Hagsýni og verklagni bar viðlíka hátt sem afköstin. Hugur, augu og hendur höfðu ávallt vakandi samvinnu í öllu starfi. Þess vegna vannst Jóni betar en öðrum mönnum. Þess vegna var jafnan fyrst leit- að til hans. Þess vegna varð Jón menntaður maður af störfum sínum. Hann kunni trésmíði næta vel. Hann kunni öll venjuleg land búnaðarstörf, við þau ólst hann upp og hann kunni einnig þeirra tíma vinnubrögð til sjós. Kunni öll algeng störf við aðalatvinnu- vegi þjóðar sinnar Og vann allt Vél. Slíkur maður er menntaður maður, þótt hann hafi aldrei í skóla komið Enda er það lítil trygging fyrir menntun einstakl- ingsins, þótt hann hafi setið mörg ár á skólabekk og tekið mörg próf. Verkmenningin hefur reynst íslenzku þjóðinni drýgsta menningin og sú sannasta. Þegar Jón var ungur maður gerði hann verzlunarfélag við Ólaf Jensson fyrrv. póstaf- greiðslumann í Vestmannaeyjum Þeir gerðu einnig út. Verzlun þeirra var rekin í Hofsósi í stóru verzlunarhúsi, sem Jón byggði og sem enn er notað sem verzlun- arhús af Kaupfélaginu í Hofsósi. Ólafur var verzlunarstjórinn. Þetta fyrirtæki fór um koll. Greiðslur lentu aðallega á Jóni, sem þá var vel efnaður. Á þessum árum, eða um þrítugs aldur, kvæntist Jón Guðrúnu Pálínu, dóttur Páls Sigmundsson- ar „faktors" og bónda á Ljóts- stöðum, mikilli myndarkonu bæði í sjón og reynd. Þau reistu bú á Ljótsstöðum og bjuggu þar allan sinn búskap, eða um 20 ár og bættu jörðina mjög mikio. Jón vann þá oft utan heimilis að smíðum ekki sizt vegna skulda, sem hann þurfti að greiða vegna verzlunarfélagsins. — Bústjórn hvildi þá allmikið á herðum húsmóðurinnar, en hún rækti þau 50 ára: HalEsteinn Hinriksson, íþróttakennari störf sem önnur með myndar- skap. Vorið 1934 flutti Jón með fjölskyldu sina frá Ljótsstöðum á Höfðaströnr) til Siglufjarðar og hefur dvalið þar síðan. Þar vinn- ur hann enn að trésmíði og hef- ur hin síðari ár fengið skr nú- tíma vélar til vinnunnar. Jón og Pálína eignuðust sex börn, af þeim komust fimm til fullorðins ára. Þau heita: Guð- rún Hólmfríður gift í Reykjavík, Margrét Ingibjörg, kaupkona á Siglufirði, Páll Gísli, trésmiður, einnig á Siglufirði, Björn, kaup- maður í Reykjavík og Davíð Sigmundur, stórkaupmaður í Reykjavik. Börnin eru öll mynd- arleg og mannvænleg, enda er kjarkfólk í báðum ættum. Æfistarf Jóns Björnssonar er orðið mikið og notadrjúgt, því að vel var allt unnið. Hann hefur einnig verið mjög vel látinn enda prúðmenni, sem stöðugt leggur sig fram til þess að efla sinn andlega þroska. Orð Snorra: „Drengir eru vaskir menn og batnandi", eiga þvi nákvæmlega við Jón Björnsson, enda er hann af öilum kunnugum talinn mikill drengskaparmaður og góð fyrir- mynd ungri mönnum. Ég óska Jóni Björnssyni, frú Pálínu konu hans og börnum þeirra innilega til hamingju með sjötíu og fimm ára afmæli hans og bið þeim blessunar í framtíð- inni. Það væri ánægjulegt, að Jón mætti enn dvelja mörg ár á meðal vandamanna sinna, hitt skiptir þó meira máli, að hann fái að halda svo góðri heilsu til æviloka, bæði andlega og líkam- lega, að honum auðnist að halda beina leið að því marki, sem ég veit að hann hefur sett sér, en það er að efla andlegan þroska sinn sem mest og bezt. Þess óska ég Jóni Björnssyni fyrst og fremst. Jún Sigtryggsson. - lir daglega líffinu Framh. af bls. 8. heldur ekki vel góður, — radd- irnar ekki verulega blæfagrar og þeir ekki nógu samæfðir. — Því miður gat ég ekki hlustað á sög- una „Gott fólk", er höfundurinn, Einar Kristjánsson, las upp. Leikritið á laugardaginn. LEIKRITIÐ „Gott boð" eftir Halldór Stefánsson, er flutt var í útvarpið s. 1. laugardag, var liðlega samið og ekki óskemmti- legt á köflum. Þó var efnið að mest ugamlar lummur úr herbúð- um kommúnista, cg það samið eftir hinni „einu sönnu" línu þeirra, að allir kaupsýslumenn séu siðlausir og samvizkulausir fjárglæframenn. Þessi „einstefnu- akstur" höfundarins og annara rithöfunda vorra er skrifa undir merki kommúnismans og fyrir á- hrif frá hugmyndakerfi hans, rýrir mjög skáldskapargildi verka þeirra og verður hvumleið- ur hverjum manni er til lengdar lætur. í DAG i Hallsteinn Hinriksson íþróttakeiinari í Hafnarfirði fimmtugsafinæli, en hann hefir sem kunmugt er, verið helzti íþróttaleiðtogi okkar Hafnfirð- inga um árabil. Er ekki of sagt, að hann hafi með dugnaði sín- um og árwkni, unnið iþrótta- lífinu hér í bæ, ómetanlegt gagn. 10 ára gamall fluttist Hall- steinn í Mýrdalinn, V-Skafta- fellssýslu, þar sem hann ólst upp. BeygSsst krókurinn þá strax til þess, sem verða átti: Hann gekk í ungmennafélag og lagði einíoim stund á frjálsar íþróttir og glímu. — Leið ekki á löngu þar til er hann bar af öðrum unglingum í íþróttunum. Var þa'ð einkum stangarstökk og spretthlaup esm hann skaraði fram úr í Reyndar er það ekki að undra, því að Hallsteinn er og hefir ávallt verið einn létt- asti maður á fæti, sem ég og aðrir þekkja. Hann átti líka eft- ir að sýna getu sína hér fyrir sunnan. Þrisvar hefir hann orð- ið íslandsmeistari í stangar- stökki, og einu sinni í 100 metra hlaupi (1936). Um tíma var Hallsteinn skóla- stjóri unglingaskólans í Vík. En 1927 sigldi hann til Danmerkur og dvaldist við íþróttaháskólann í Kaupmannahöfn i hálft annað ár. — 1929 kom hann hingað til Hafnarfjarðar og hefir verið hér æ síðan. Hefir hann alla tíð kennt leikfimi og handknattleik við Barnaskólann, auk þess, sem hann hefir kennt í skólan- um — og við Flensborgarskóla. Fyrir nokkru hitti ég Hall- stein, og innti hann þá eftir því, hvort hann vildi ekki segja les- endum blaðsins nokkuð frá starfsferli sínum hér í bæ á liðn- um árum. — Eins og hans vai von og vísa tók hann vel í það. — Hvernig var íþróttalífið hér í bæ, þegar þú komst hing- að? — Hér var, eins og nú, kennd" leikfimi í skólunum, og einnig var knattspyrna talsvert iðkuð, en minna um frjálsar íþróttir. Nokkur stund var þó lögð á hlaup, og tóku Hafnfirðingar nokkrum sinnum þátt i keppni við Reykvikinga með dágóðum árangri. — Hvað geturðu sagt mér um tildrög að stofnun Fimleikafélags Hafnarfjarðar? — Þegar ég kom hingað til bæjarins, varð ég strax var við mikinn áhuga unglinga á fim- leikum. Reyndar voru margir hverjir þeirra skólapiltar, sem æfðu fimleika einu sinni og 2var í viku, en það var þeim ekki nóg, þeir höfðu áhuga á að iðka íþróttina enn betur. Einnig fann ég áhuga hjá mörgum piltum, sem ekki voru í skóla. Það varð svo úr, að ég stofnaði F. H. á- samt nokkrum áhugasömum mönnum. — Nokkrum árum seinna tók félagið svo til að að starfa á víðtækari grundvelli. Félagar þess fóru að iðka knatt- spyrnu og handknattleik, — og 1934 frjálsar íþróttir. Hallsteinn hefir allt frá byrj- un þjálfað hafnfirzka pilta í frjálsum íþróttum, en þeir hafa oft og tíðum náð undursamleg- um árangri, ef miðað er við hin- ar slæmu aðstæður til íþrótta- iðkana í Hafnarfirði. Réttilega er það ekki hvað sízt að þakka Hallsteini, sem ávallt hefir verið boðinn og bú- inn að veita alla þá aðstoð, sem unnt hefir verið að láta í té. — Hann er nú orðinn stór sá hópur pilta, sem orðið hafa íslands- meistarar í hinum ýmsu greinum frjáls-íþróttanna, sem notið hafa þjálfunar Hallsteins. Ber þeim öllum saman um, að vart verði á betri kennara kosið. — Hvað viltu segja mér um samstarfið við hinn stóra hóp unglinga, sem þú hefir kennt? — Samstarfið hefir verið hið ánægjulegasta allt frá fyrstu tíð. Einnig vildi ég mega þakka samstarfsmönnum mínum í FH, en þar hef ég setið í stjórn frá stofnun, ágætt samstarf. Og hið sama hef ég að segja um sam- starfið við hin félögin hér í bæ. — En ef við snúum okkur nú að skólanemendunum; hætta ekki vel flestir þeirra iþrótta- iðkunum að loknu skólanámi? — Jú, því er nú ver og mið- ur. Ég tel nefnilega, að eitt veiga- mesta atriðið í uppeldi unglinga nú á dögum, sé, að þeir haldi áfram að iðka íþróttir, eftir að skólagöngu lýkur. Helztu rökin fyrir því, tel ég vera þau, að reynslan hefir leitt í ljós, að unglingar, sem leggja stund á íþróttir er síður hætta búin á að lenda í slæmum félagsskap, og á ég m .a. þar við drykjuskap og aðrar ófagrar dyggðir. I öðru lagi er það bæði þroskandi og styrkjandi fyrir líkamann að stunda íþróttir. — Með því að ég veit, að eitt aðal áhugamál Hallsteins er efl- ing íþróttanna, spyr ég hann að lokum, hvort hann hafi ekki eitthvað fram að færa, sem verða mætti íþróttunum til eflingar. Og eins og mig grunaði, þurfti ég ekki að bíða lengi eftir svari. — Það, sem hafnfirzka íþrótta- menn vanhagar um fyrst og fremst, er fullkomið íþróttahús og viðhlíandi útileikvangur. Þegar þetta tvennt er komið, þarf tæplega að eggja hafnfirzka unglinga til að leggja stund á íþróttir. Það verður gaman að lifa þegar því takmarki er náð, sagði Hallsteinn að lokum. Eins og þeim, sem til þekkja er kunnugt, hefir Hallsteinn unnið frábært starf á sviði í- þrótta hér í bæ. Hann hefir lagt á sig geysilegt starf, og það með öllu endurgjaldslaust, til þess að efla og auka áhuga hafnfirzkra unglinga á íþróttunum. — Hall- steinn er enn ungur að árum — a. m. k. er hann ungur í anda og léttur í spori — og má því vænta, að hann eigi á komandi árum efth að auka allverulega við þann hóp Hafnfirðinga, sem hann hefir veitt tilsögn í frjáls- um íþróttum, fimleikum og sundi. í kvöld kl. 8.30 verður Hall- steini haldið kaffisamsæti í Al- þýðuhúsinu, og er öllum heimil þátttaka. Heill þér fimmtugum. G. Eyþórsson. Á ÞESSUM þínum merkisdegi, Hallsteinn Hinriksson, með 50 ár að baki, verður eigi látið hjá líða að minnr.st lítillega starfa þeirra, sem þú hefur endur- gjaldslaust unnið Fimleikafélagi Hafnarfjarðar á umliðnum hart nær 25 árum. Það getur engum dulizt, hvílíkt geypi starf ligg- ur í því að kenna mann mörgu iþróttafélagi, eftir starfsdag, því að öll kennslan fyrir félagið hef- ir algjörlega verið unnin í auka- vinnu. Þá er litið er yfir störf H. H. fyrir félag þetta, munum við sjá, að slík fórnfýsi er fátíð, ef ekki alveg einstök. Á uppvaxt&r- árum félagsins voru verkin fleiri og stærri en stjórn og kennsla, siálfur gekk hann und- ir erfiða íþróttaþjálfun og sótti mörg stærri íþróttamót til höf- uðstaðarins og víðar, með þeirh. árangri að af bar. Þannig vakti þessi síungi fram- faramaður áhuga og kapp ann- arra íþróttamanna, gekk sjálfur fyrsta og erfiðasta skrefið. Um mörg undangengin ár hef- ir Hafnarfjörður ávallt átt í- þróttafólk í fremstu röð, þa'ð hefir verið bænum sínum til sóma óg vakið eftirtekt út á við. Að svo mátti verða ber að miklu leyti að þakka H. H. Með ódrepandi elju og starfsgleði hefir hann yfirunnið marga örðugleika, sem eins og gefur áð skilja verða ávallt á vegi. Hann hefir fyrir þessa starf- semi orðið tímans vegna, að yfir- gefa ýmislegt annað félagshf, sem hann þó unni, svo sem söng- félög og fl. en alls staðar ec hann hrókur alls fagnaðar, léttur á fæti og léttur í lund. Skiljanlegt mun öllum, hversU þýðingarmikil einu bæjarfélagi eru störf þeirra manna, og verða ur þau eigi með gulli goldin. Nú á þessum tímamótum í lífi þínu Hallsteinn, vil ég fyrir hönd F. H. færa þér þakkir fyr- ir öll þau margþættu störf, sem þú hefir í þágu félagsins unnið, þakkir fyrir allar ánægjustundir sem þú hefir veitt félögunum, bæði ungum og gömlum, en eins og bezt sannast á þér, verður íþróttamaður seint gamall. Okkur er það ljóst, að með engu öðru verður þér goldið þilt mikla starf í þágu íþróttamála, en því, að vaxandi áhugi og bætt starfsskilyrði fyrir íþróttayðk- unum verði fyrir hendi í okknr bæjarfélagi, Hafnarfirði. Við óskum þér til hamingju með dag- inn. V. Ó. G. Helgafellskirkja fimmtug SÍÐASTLIÐINN nýársdag var Helgafellskirkja 50 ára. Var mes* að þann dag af sóknarprestinum séra Sigurði Ó. Lárussyni. Þrátfc fyrir leiðinda veður var kirkjan. vel sótt og sýndi það, að sóknar- fólk vildi á þann hátt minnast kirkju sinnar þennan merkisdag, því eins og flestum er kunnugt, er kirkjusókn orðin lítil og ekki að ástæðulausu í fámennri sókn. í tilefni afmælis kirkjunnar færði söfnuðurinn og einnig nokkrir menn, sem nýfluttir voru úr sókninni ásamt sóknarprest- inum nokkra peningagjöf, um 5 þúsund krónur, sem ætlast er til að kirkjan noti til þess sem nauð synlegast þykir. Kvenfél. Björk í Helgafellssveit gaf 1000 kr. Það hafði áður gefið kirkjunni rikki- lín og altarisdúk, einnig dregil á gólfið. Fyrir nokkru hafði Helga- fellskirkju borizt að gjöf 5 nýju sálmabækurnar, gefnar af hús- frú Guðrúnu Jónasdóttur, Svelgs- á og ekkjan Ingibjörg Þorsteins- dóttir, síðast til heimilis í Stór- holti 30, Reykjavík gaf eftir sinn dag 1000 kr. Þá hafa kirkjunni stundum borist smápeningagjafir og áheit. Þessa alls er skylt að1 minnast og færðar innilegustu. þakkir. Helgafellskirkja er byggð i'ir timbri, járnvarin, hið vandaðasta og álitlegasta hús Hinrik Jóhannsson. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.