Morgunblaðið - 02.02.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.02.1954, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 2. febrúar 1954 3C :anc -ájrrM.Í;,'!l', dlJftÆ. =¦=5 SÆSTÆ F&mSYTHNNH - RIKÍ MAÐURINN - Eftir John Galsworthy — Magnús Magnússon íslenzkaði fenea -rng jj; aaé aac "^"^ =«»= ^g ^g" 3' aoe m Framhaldssagan 42 honum, þegar hann kom að bjarnarbælinu, og leiddu hann til ljónahússins. Börnin gengu sitt við hvora hlið hans og földu litlu hendurnar sínar í höndum hans. Jolyon ungi gekk á eftir þeim, glaður og hrærður að sjá föður .stnn með börnunum. Auðvitað smá daglega sjá gamlan mann ganga með tveim litlum börn- um, en begar Jolyon ungi sá föður s-inn ganga á milli Jolly og Holly fannst honum sem hið leyndasta í huga og hjarta rnannsins birtist honum. Jolyon ungi var viðkvæmur maður og ¦næmur og hann komst innilega við. Nú voru þau komin til Ijóna- liússirs. Það höfðu verið einhver hátíðahöid ? grasagarðinum og fjöldi af Forsytum — það er að íegja ve! búnum mönnum, sem áttu vagn — höfðu farið þaðan í dýragarðinn, því að á virkum degi var engin hætta á því að í-ekast þar á þessa „viðbjóðs- legu verkamenn" og svo var líka um að gera að njóta þess sem kostur var á fyrir skildinginn. Þeir stóðu í langri röð fyrir framan búrin og störðu á þessi gullbrúnu gráðugu dýr sem biðu 'matar síns — einn ánægjumat sem þau nutu í tuttugu og fjóra tíma. Því hungraðra sem dýrið var því meira naut áhorfandinn þess að horfa á það, en hvort það var af því, að þeir öfunduðu það af matarlystinni eða glödd- ust af því að það var svo fljótt að seðja sig, gat Jolyon ungi ekkl gert sér grein fyrir. Hann hlust- aði á allskonar athugasemdir: „En hvað þetta tígrisdýr er and- styggilegt". „Ó, hvað það er yndislegt!" „Líttu á fallega litla jnunninn". Holdugur maður í hvítu vesti tautaði: „Þetta er auðvitað ein- tóm græðgi. Þau geta ekki verið hunruð. Þau hreyfa sig ekkert". í sömu andránni hrifsaði eitt tigrisdýrið til sín blóðugan lifr- arbita og feiti maðurinn !hló. Kona hans klædd eftir Parísar- tlsku með nefgleraugu úr gulli sagði í áminningartón: „Geturðu hlegið að þessu, Harry. Það er þó sannarlega viðbjóðslegt að Itorfa á þetta". Jolyon ungi hnykklaði brýrnar. Aðstaða hans og atburðarásin í lífi hans hafði leitt til þess að á stundum fylltist hann inni- legri fyrirlitningu, enda þótt hann væri hættur að líta á til- veruna aðeins frá sínum bæjar- dyrum. Og það var einkum sú stétt — vagnastéttin — sem hann hafði talist til, sem vakti hjá honum þessa kaldhæðni. Vissulega var það ægilegur .skrælingjaháttur að loka ljón eða tígrisdýr inni í búri. En enginn menntaður maður mundi játa það. Hann vissi það vel, að föður hans, tíl dæmis, hafði aldrei kom- ið það til hugar, að það væri siðlaust og grimmdarlegt að loka dýrin inni. Hann eins og hver annar góður borgari leit svo á að dýrin væru til vegna mann- anna og ef einhver hefði minnst á það við hann að með þessu væri verið að kvelja þau, hefði hann orðið stórhneykslaður og svarað því til, að þessi rándýr hefðu það miklu betra en í heimknn- um sínum. Þau fengu sinn mat regíuljega, þyrftu ekkert tfyrir lífinu að hafa, og liði yfirleitt svo vel, að margur maðurinn mætti öfunda þau. í reyndinni væri það vafasamt hvort villi- dýr væru sköpuð til annars en loka þau inni í búrum. Jolyon gamli fékk ekki færi á því að minnast á það, sem honum lá á hjarta fyrr en þeir voru að fara úr garðinum. „Ég veit ekki, hvað gera skal", sagði hann, „ef þessu heldur áfram með hana, þá veit ég ekki hvern enda það kann að hafa. Ég hef beðið hana að tala við lækni, en það tekur hún ekki í mál. Hún er ekki hið minnsta lík mér. Alveg lifandi eftirmynd in hennar móður þinnar. Þrá eins og asni. Engin leið að hagga henni, ef hún hefur bitið sig í eitthvað. Jolyon ungi brosti. Hann leit á hökuna á föður sínum og hugs- aði: „Alveg eins og þú", en hann sagði ekkert. „Og svo er það þessi Bosinney", hélt Jolyon gamli áfram. „Ég vildi gjarnan gefa honum eftir- minnilega ráðningu, en ég veit ekki hversvegna ég geri það ekki", bætti hann við hikandi. „Hvað hefur hann gert? Það er miklu betra að fá endi bundinn á þetta, ef þeim getur ekki sam- ið". Jolyon gamli leit á son sinn. Nú, þegar þeir voru farnir að ræða samband karls og konu, varð hann vandræðalegur. Jo mundi auðvitað vera heldur mild ur í dómum sínum um þau efni. „Já, ég veit ekki hvernig þú lítur á þetta. Það kæmi mér svo sem ekki á óvart þótt þú dragir fram hans taum. En mér finnst, að hann hafi hagað sér eins og ódrengur og það skal ég segja honum ef fundum okkar ber sam- an. Hann lét talið falla niður. Það var ekki hægt að ræða þessa yfir- sjón Bosinneys við son hans, sem sjálfur hafði gert sig sekan um það sama (ef ekki verra) fyrir fim^itár. árum. Jolyon ungi þagði líka. Hann hafði unc'ír ems lesið í hug íöð- ur síns, því að hin fimmtán ára gamla reyrs'a hans sjálfs hafði bæði gert hann næman og skarp- skyggnan. Og enn sem fyrir jfimmtán árum voru skoðanir þeirra í kynferðismálum gerólík- í ar. „Hann er líklega orðinn ást- fanginn í annað sinn", sagðt hann kuldalega eftir nokkra þögn. Jolyon gamli leit tortryggnis- lega á hann. „Ef til vill. Svo er að minnsta kosti sagt", „Þá er það sennilega líka satt", hraut út úr Jolyon unga. „Og þá hefur þér auðvitað verið sagt hver það er". „Já",- svaraði Jolyon gamli. — „Kona Soames". Jolyon ungi blístraði ekki. At- vikin í lífi hans sjálfs höfðu vanið hann af því að líta með léttúð á þessi mál en dauft bros færðist þó yfir andlitið. Ef til vill fór það ekki fram hjá föður hans, en hann lét á engu bera. „Hún Og June voru góðar vin- konur", tautaði hann. „Vesalings June litla", sagði Jolyon ungi blíðlega. í huga hans var hún alltaf þriggja ára telpu- hnokki. Allt í einu nam Jolyon gamli Etaðar. „Ég trúi ekki einu Orði af þessu. Þetta er ekkert annað en kerlinga slúður. Náðu í vagn handa mér. Ég er orðinn slituppgefinn". Þeir námu staðar við húshorn til að svipast um eftir tómum vagni. Framhjá þeim runnu vagnarnir fullir af allskonar Forystum, er komu úr dýragarð- inum. Aktýgin, einkennisbúning arnir og stroknir hestarnir glóðu og glömpuðu í maí-sólinni, óg hjólin á öllum vögnunum virt endurtaka sama sigursönginn Einn af þessum vögnum var skyggnisvagn, sem tveim apal- gráurn hestum var beitt fyrir Vagninn hófst og hneig á háum fjöðrunum, og þeir fjórir, sem inhi í honum sátu vögguðust værðarlega til á mjúkum hægind unum. BEZT AÐ AUGLÝSÁ L í MORGUNBLAÐINU ? Sagan af Bauka-Stebba 5. Hann sendi því tvo af mönnum sínum til að njósna, hvar Stebbi fengi auðinn. — Þeir komu að húsi Stebba og báðu hann um að fá að vera í nokkra daga, því að þeir ættu ekk- ert heimili. Bauka-Stebbi kvað það sjálfsagt. Mennirnir reyndu nú að komast að því hvar Stebbi fengi auðinn, en hvernig sem þeir reyndu gátu þeir ekki kom- izt að því. Sendimennirnir sneru nú aftur heim í kóngsríki, og sögðu ekki sínar farir sléttar. — Kóngurinn varð ofsalega reiður, þegar hann heyrði að þeir hefðu ekki komizt að því, hvar fjársjóður Bauka-Stebba væri. Hann ákvað þó að gefast ekki upp fyrr en hann hefði komizt að hinu sanna með auðæfi Stebba. Hann kallaði nú fyrir sig undurfagra stúlku, sem hann ætlaði að senda á fund Bauka-Stebba. Hún gæti eflaust kom- izt að hinu sanna, því að ekki vantaði hana fegurðina. En kóngurinn hélt nefnilega, að fegurð hennar myndi hafa svo mikil áhrif á Stebba. Stúlkan hélt, sem leið lá út í skóg, og kom seint um kvöld að bæ Stebba. Hún knúði á dyr hjá honum, en hann bauð henni þegar inn. Sagðist hún vera einmana stúlka, sem engan ætti að, og spurði Stebba hvort hún mætti ekki dveljast hjá honum um nokkurn tíma. Hann kvað það velkomið og bauð henni síðan heitan mat og drykk. Stúlkan var svo þarna í kotinu hjá Stebba í nokkra I dag Ný sending skezkar peysur gelifreyjur margir litir. Verðið mjög hagkvæmt. Einnig hin heimsfrægu Jaeger peysusett. Cy u llPo óá Aðalstræti. Rafgeymar 6 og 12 volta. Bifreiðaverzlun Garðars Gíslasonar Hverfisgötu 4. Sími 1506. Gillctte Handhægu hylkin ERU HENTUGUSTU UMBÚÐIRNAR BLÖÐIN ERU ALGERLEGA OLÍUVARIN Engin tímatöf að taka íngin gömul blöð blöðin í notkun. á ílækingi. Sérstakt hólf fyrir notuð blöð. 10 BLÁ GaLETTE BLÖÐ í HTLKJUM KR. 13.25 Dagurinn byrjar vel með GILLETTE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.