Morgunblaðið - 03.02.1954, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.02.1954, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 3. febrúar 1954 i t dag er 34. dagur ársins. Vetrarvertíð á Suðurlandi. ’Árdegisflæði kl. 5,14. Síðdegisflæði kl. 17,32. Næturlæknir er í Læknavarð- atofunni, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni, sími 7911. I.O.O.F. 7 = 13523814 =r 9 II III RMU — Föstud. 5.2.20. — Kyndilm. — Htb. Aðalfundur Blaðamanna- félags íslands verður haldinn að Hólel Borg n.k. sunnudag kl. 1,30 e.h. • Afmœli • 60 ára er í dag Jón Guðbrands- -son, Faxabraut 15, Keflavík. Fimmtugur er í dag Árni Guð- anundsson vélstjóri, Sundlaugavegi 10, Reykjavík. • Hjónaefni • Nýlcga hafa opinberað trúlofun •ína ungfrú Bryndís Björgvins- dóttir frá Grindavík og Gunnar Bjarnason húsasmiður, Suðurgötu 49, Hafnarfirði. Hinn 23. jan. s. 1. opinberuðu ■trúlofun sína ungfrú Anna Ottós- -dóttir frá Svalvogum í Dýrafirði -og Hreiðar Arnar Jónsson, Meðal- holti 9, Reykjavík. Nýlega hafa opinberað trúlofun áína ungfrú Þórunn Geirsdóttir, Barmahlíð 6 og Karl Hólm, Suð- arpól 2. S. 1. laugardag opinberuðu trú- lofun sína ngfrú Sigrún Stein- grímsdóttir, Ásvallagötu 60 og Bjarni Magnússon, Hringbraut 60, Hafnarfirði. Skipstjóra- og stýrimanna- félagið Aldan heldur félagsvist og kvikmynda- sýningu í kvöld í Grófinni 1 kl. 20,30. Musica sacra. í kafla Almars um Musica saera nrðu þau brengl, að sagt var að Páll ísólfsson hefði leikið 23. sálm Davíðs. En að sjálfsögðú átti þetta -að vera, að hann hefði leikið for- leikinn að óratoríi Björg\-ins Guð- mundssonar, „Friður á jörðu“. JLeikritin voru 26. 1 leikdómnum í gær um Æðikoll- Inn segir á einum stað, að Holberg liafi á árunurh 1722—27 samið 2 ieikrit. Þama féll niður tölustaf- air. Átti þetta að vera 26 leikrit. Joklarannsóknarfélag fslands heldur fund í kvöld kl. 8,30 í Tjarnarkaffi. Þar verður sýnd Jrvikmynd af norsk-brezk-sænska suðurskautsleiðangrinum. Jón Ey- þórsson veðurfræðingur útskýrir myndina. Dauðaleit á Örævajökli, ®kuggamyndir, sem þeir dr. Sig- urður Þórarinsson og Árni Kjart- ansson skýra út. Krabbameinsfélagi Reykjavíkur hefur borizt gjof að upphæð kr. 1000,00 frá Kvenfélagi Stafholts- ’tnngna. Stjóm félagsins hefur Keðið blaðið að færa gefendunum alúðar þakkir. Skriftarnámskeið. Ragnhildur Ásgeirsdóttir, skrift- arkennari, sem lokið hefur prófi í skriftarkennslu fyrir verzlunar- skóla og aðra skóla, hyggst halda námskeið í skriftarkennslu bæði fyrir skólafólk og skrifstofufólk. Aðalfundur Iðnráðs Reykjavíkur verður haldinn n.k. sunnudag í Baðstofu iðnaðarmanna og hefst Td. 2 e.h. Húsmæðrafélag Reykja víkur vill minna félagskonur á afmæl- rtHýs og mmn' Sjónleikurinn MYS OG MENN eftir John Steinbeck, sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir um þessar mundir, er einn með þekktustu list- rænum sjónleikjum í bandarískum bókmenntum síðari ára. Með- fti’ð Leikfélagsins á þessu vandmeðfarna viðfangsefni hefur verið þannig, að allir hafa verið sammála um að lofa hana og ágaeta leik- stjórn Lárusar Pálssonar. Hefur aðsókn að leikritinu verið góð fram að þessu, en það verður sýnt í tíunda sinn í lcvöld. Óhöpp, og þó einkum veikindaforföll, hafa tafið starfsemi Leikfélagsins eftir hátíðar. Af þeim ástæðum hefur m. a. undirbúningi næstu sýningar félagsins, sem er Hoibergs-leikrit, seinkað nokknð, en þær sýning- ar hefjast eins fljótt og tök eru á. Þar sem allsendis óvíst er, hve margar sýningar verði hægt að hafa á sjónieiknum MÝS OG MENN, ættu þeir, sem á annað borð ætla sér að sjá leikinn, að draga það ekki Iengi við sig úr þessu. isfagnaðinn á fimmtudagskvöld, 4. febr., í Borgartúni 7. — Hefst það með barðhaldi kl. 19,00. Frá Háskólanum. Kennsla í norsku bókmáli (rík- ismáli) fyrir almenning hefst föstudaginn 5. febrúar kl. 8,15 í VI. kennslustofu háskólans. — Kennsla í nýnorsku heldur áfram og byrjar í dag, miðvikudaginn 3. febrúar, kl. 8,15 í VI. kennslu- stofu háskólans. Esperantistafélagið Auroro heldur fund í kvöld kl. 9 í Eddu- húsinu. Félögum skal bent á að panta erlend esperantistarit á þessum fundi. Fólkið á HeiðL Afh. Mbl.: Lára og Agnar 50 krónur. G.G. 100. G. og C. R. 100. H.J.H. 100. • Flugferðir • Flugfélag tslands h.f.: Innanlandsflug: 1 dag er ráð- gert að fljúga til Akureyrar, Hólmavíkur, ísafjarðar, Sands og Vestmannaeyja. Á morgun eru á- ætlaðar flugferðir til Akureyrar, Egilstaða, Kópaskers og Vest- mannáeyja. Millilandaflug: Gulfaxi er vænt- anlegur til Reykjavíkur frá Kaup- mannahöfn og Prestvík kl. 19,15 í kvöld. • Blöð og tímarit • Nytt kvennablað er nýkomið út. Efni er m. a. grein um frú Georgíu Bjömsson, fyrrverandi forsetafrú, sjötuga, kvæði, er nefnist Stjörnurnar; grein um stúlkur, sem tóku embættispróf á árinu; grein, er nefnist áramót; grein um Jórunni Jónsdóttur; en á þessu ári eru liðin 110 ár frá fæðingu hennar. Púðamynztur; framhaldssaga o. fl. er í blaðinu. Bæjarbókasafnið. LESSTOFAN er opin alla virka daga frá kl. 10—12 f. h. og frá kl. 1—10 e. h. — Laugardaga frá kl. 10—12 f. h. og frá kl. 1— 7 e. h. — Sunnudaga frá kl 2— 7 e. h. ÍJTLÁNADEILDIN er opin alla virka daga frá kl. 1—10 c. Ii. — Laugardaga frá kl. 2—7 e. li. Breiðfirðingafélagið heldur aðalfund sinn í Breiðfirð- ingabúð í kvöld kl. 8,30. • Gengisskrdning • (Sölugengi): 1 bandarískur dollar .. kr. 16,32 1 kanadiskur dollár — 16,78 1 enskt pund — 45,70 100 danskar krónur .. — 236,30 100 sænskar krónur .. -- 315,50 100 norskar krónur — 228,50 100 belgiskir frankar. . — 32,67 1000 franskir frankar — 46,63 100 svissn. fi'ankar — 373,70 100 finnsk mörk — 7,09 1000 lírar — 26,13 100 þýzk mörk — 389,00 100 tékkneskar kr — 226,67 100 gyllini — 429,90 (Kaupgengi): 1000 franskir frankar kr. 46,48 100 gyllini — 428,50 100 danskar krónur .. — 23r 50 100 tékkneskar krónur — ?27,72 1 bandarískur dollar . . — 16,26 100 sænskar krónur . . — 314,45 100 belgiskir frankar. . — 32,56 100 svissn. frankar .. — 372,50 100 norskar krónur .. — 227,75 1 kanadiskur doliar .... — 16,72 • Ú t v o r p • 18,00 Islenzkukennsla; I. fl. 18,30 Þýzkukennsla; II. fl. 18,55 Tóm- stundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 19,15 Tónleikar: Óperulög (plötur). 20,20 íslenzk málþróun (Halldór Halldórsson dósent). 20,35 íslenzk tónlist: I.ög eftir Emil Thoroddsen (plöt- ur). 20,50 Vettvangur kvenna — Erindi: Carrie Chapman Catt, stofnandi alþjóða-kvenréttindafé lagsins; fyrra eiúndi (frú Sigríð- ur J. Magnússon). 21,15 Með kvöldkaffinu. — Rúrik Haraldsson leikari sér um þáttinn. 22,10 Út- varpssagan. 22,35 Dans- og dæg- urlög: Buddy De Franco og hljóm- sveit hans leika (plötur). 23,00 Dagskrárlok. Erlendar síöðvar: Danmörk: Stuttbylgjuútvarpið er á 49.50 metrum á tímanum 17,40—21,15. — Fastir liðir: 17,45 Fréttir; 18,00 Aktuelt kvarter: 21,00 Fréttir. Á sunnudögum kl 17,45 fylgja íþróttafréttir á eftir almennum fréttum. Svíþjúð: Útvarpar á helztu stutt bylgjuböndunum. Stillið t. d. á 25 m fyrri hluta dags, en á 49 m að klukknahringing í ráðhústurni og kvöldi. — Fastir liðir: Kl. 11,00 kvæði dagsins; síðan koma sænskir söngkraftar fram með létt lög; 11,30 fréttir; 16,10 barna og ung lingatími; 17,00 Fréttir og frétta- auki; 20,15 Fréttir. Noregur: Stuttbylgjuútvarp er á 19 — 25 — 31 — og 48 m. Dagskrá á virkum dögum að mestu óslitið frá 5,45 til 22,00. Stillið að morgni á 19 og 25 metra, um miðj- an dag á 25 og 31 metra og á 41 og 48 m, þegar kemur fram á kvöld. — Fastir liðir: 11,00 Frétt- ir með fiskifréttum. 17,05 Fréttir með frétta aukum. 21,10 Erl. út- varpið. Enghmd: General verseas Ser- vice útvarpar á öllum helztu stntt- bylgjuböndum. Heyrast útsending ar með mismunandi styrkleika hér á landi, altt eftir því hvert útvarps o ■<ÍST-______ stöðin „beinir“ sendingum sínum, Að jafnaði mun bezt að hlusta á 25 og 31 m bylgjulengd. — Fyrri hluta dags eru 19 m góðir, en þeg- ar fer að kvölda, er ágætt aði skipta yfir á 41 eða 49 m. Fastir liðir: 9,30 úr forsíðugreinum blað- anna; 11,00 fréttir og fréttaum- sagnir; 11,15 íþróttaþáttur; 13,00 fréttir; 14,00 klukknahringing Big Ben og fréttaaúkar; 16,00 fréttir og fréttaumsagnir; 17,15 frétta- fréttir; 20,00 fréttir; 23,00 fréttilú Framh. af bls. 2. með sér neinn ákveðinn afhend- ingartíma og engin fundarsam- þykkt er til, svo séð verði, um heimild til handa neinum. aðila til að tilkynna stjórn Fríkirkju- safnaðarins um gjöfina, cða hve- nær hún skyldi afhent. Og taldi fógeti rétt Fríkirkjusafnaðarins ekki nógu glöggan til að honum bæri að fullnægja með beinni fógetagerð. Þessu áfrýjaði Fríkirkjusöfnuð urinn til Hæstaréttar, en hann staðfesti úrskurg fógeta með þess um rökstuðningi: Fríkirkjusöfnuðurinn hefur ekki fært sönnur að því að eignarréttur hafi stofnazt hon um til handa að hiingingar- tækjunum. Týiidist - .. ílimst ckki TOKÍÓ 2. febr.: — Japönsk: stjórnarvöld sneru sér í dag opin- berlega til bandarísku sendisveit- arinnar í Tokíó með fyrirspurris um, hvort sendisveitin gæti gefið upplýsingar í sambandi við hvarf eins af riturum rússnesku sendi- sveitarinnar í Tokíó — Það er japanska lögreglan sem stendur á bak við fyrirspurnina, en hún hefur árangurslaust leitað Rúss- ans. Bandaríska sendisveitin til- kynnti þegar, að hún gæti ekki gefið hinar minnstu upplýsingar um hvarf mannsins. — Reuter-NTB Nýjasta mó(lclið frá París. Á Bandaríkjamaður, sem var ný- kominn heim úr ferðalagi um Eng- land, borðaði miðdegisverð með Englendingi, sem kvartaði undan þvi við Bandaríkjamanninn, hve mikil for honum ffnndist á göt- unum í Bandaríkjunum. — Uss, sagði Bandaríkjamað- urinn. — Ég held, að það sé nú ekki mikið, samanborið við forina í Englandi. — Ég verð að viðurkenna, að heima er oft mikll for um þetta leyti árs, sagði Englendingurinn, — en samt finnst mér það ekkert, samanborið við forina hér. — Ég skal nú bara segja þér, hvað kom fyrir mig i Englandi, sagði sá bandaríski. — Það var einu sinni síðia dags, að ég þurfti að fara út, og er ég var kominn út á götuna, sá ég hvar flaut karlmannshattur ofan á forinni. Af góðmennsku minni teygði ég mig frá gangstéttinni og ætiaði að fiska hattinn upp með stafnurrí mínum. En þá leit eldri herra- maður upp til mín úr forarleðj- unni. — Þér ex-uð nokkuð djúpt sokk- inn, herra minn, sagði ég. —- Dýpra en þér haldið, vinur minn, sagði maðurinn. Ég stend ofan á þakinu á tveggja hæða strætisvagni!! ★ Gesturinn, sem eytt hafði viku- lokunum á sveitasetri kunningja sinna, sagði við bifreiðastjórann: — Ó, þér megið ekki láta mig missa af lestinni. Bílstjórinn: — Engin hætta á því, herra minn. Frúin sagðist mundu í'eka mig úr vistinni, ef ég gerði það! Á —. Heyi'ðu Stina, hvernig var það sem þú kynntist seinni mann- inum þínum? :— Já, það vai’ mjög ævintýra- legt. Ég var að ganga yfir götuna með fyrri manninum mínum og þá kom seinni maðurinn minn ak- andi í bíl og ók á fyrri manninn minn, þannig að hann lézt. Þann- ig kynntumst við! ★ Lögreglumaðurinn: — Gátuð þér ekki séð númerið á bílnum, sem ók yfir yður, frú? Frúin: — Nei, það var alveg ó- mögulegt; hann ók svo hratt; en konan, sem ók honum, var með rauðköflóttan höfuðklút og í kan- xnupelsi úr gerviskinni!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.