Morgunblaðið - 03.02.1954, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 03.02.1954, Qupperneq 11
MORGVTSBLAÐIÐ 11 v Miðvikudagur 3. febrúar 3B54 lapfflii Œinirclgill ÞEGAR Winston Chnrchill þjóð- j Richard Easton, sem var dæmt hetja Breta varð 79 ára hinn 30.. bezt og hlaut höfundurinn 100 nóvember s.l. efndi Lundúna- sterlingspunda verðlaun. blaðið Observer til samkeppni j í nýkomnu Lögbergi, vestur- um afmæliskveðju í Ijóði til þess- íslenzka blaðinu, birtist þýðing arar höfuðkempu Engilsaxa. Bár-1 Sig. Júl. Jóhannessonar á verð- ust blaðinu ekki færri en 2600 launakvæðinu. Fer kvæðið hér á ljóð, sum stutt. en önnur sextug- eftir: ar drápur. Var það kvæði eftir I Eftir RICHARD EASTON Oft gamlir menn sig hypja’ í skúmaskot og skoða þar í hilling öll sín verk. Þeir benda’ á alit með augu táravot. — Hvað afrek þeirra sýnast stór og merk! En aðrir sjá,’ og syrgja enn þá meir hvað sumra stjarna hærra’ á lofti skín. Og beiskum tregatárum gráta þeir, af tapi og öfund bölva og skammast sín. En flestir japla á því endalaust — þó engin mannleg vera heyri þá — hvað frækilega fram á lífsins braut þeir fylgdu stefnu, sem var djörf og Iiá. En Churchill gamli, þú átt þrek scm fyr, í þínum höndum skútan hlýðir stjórn: Þú siglir enn þá beggja skauta byr, og borgar aldrei Neftúnusi fórn. I Þú nýi, gamli, natni sæfari, jafnt ný og gömul hlutverk láta þér: Þú saumar aukasegl úr reynslunni, ) og sért þá enn við stýrið: — treystum vér. SIG. JÚL. JÓHANNESSON þýddi. Framh af bls. 9. ári, einkanlega útihúsabyggingar, t. d. byggðu tveir bændur, þeir Sigurður Sigurðsson á Ske.mm- 1 beinsstöðum og Sigfús Davíðsson á Læk, vönduð fjós (hvort fyrir 26 kýr) steypt úr hraungjalli (rauðamöl). Eru þetta hin vönd- uðustu hús og hafa nú nýlega verið tekin í notkun. Þá byggði Elimar Helgason í Hvammi einn- ig f jós úr steinsteypu. Helgi Jóns- son í Kaldárholti byggði íbúðar- hús. Ýmsar fleiri byggingar risu af grunni. Þá er nú unnið að und- irbúningi ýmissa verka. Þannig heldur þetta áfram frá ári til árs og alitaf þokast í áttina. GÓÐ TÍÐ Og ennþá er klakalaus jörð og það heldur áfram að rigna og veðrið minnir á vorið, því það eru grænir blettir í túnunum og í mýrunum standa grænir sprotar upp úr vatninu. En sólin sýnir árs tímann þar sem hún rétt gægist upp fyrir sjóndeildarhringinn í suðri. Kannske heldur áfram að vera svona gott, við vonum öll að svo verði Með þeirri ósk höldum við fram á veginn á nýju.ári. Gleðilegt ár! _______________— M. G. Aðdáun á Mariiyn Monroe TOKYO 1. febr. — Tugþúsundir af aðdáendum bandarísku film- stjörnunnar Marilyn Monroe ætl- uðu alveg að gera út af við hana, þegar hún kom til borgarinnar. Ruddust þeir og tróðust allt um- hverfis hana, svo að maður kvik- myndadísarinnar di Maggio varð að ýta frá henni með alefli. - Fiskveiðasjóður Framh. af bls. 10. því, að launþegar fá greiðslu : samkvæmt vísitölu og eru því j lítt snortnir af þessum ráðstöf- j unum, enda geta þeir gripið til j vinnustöðvunar, hagsmunamál- j um sínum til framdráttar. Þannig j hefir komíð tvímælalaust í ljós j að meiru máli þykir skipta að j semja nógu há fjárlög, en halla- laus rekstur sjávarútvegsins, og ekki bætír hér um að ýmsir aðr- ir aðiljar hafa sjálfdæmi um reksturshagnað sinn og á ég þá sérstaklega við dýrtíðarafleiðing- ar af vöruflutningum í þágu utanríkisverzlunarinnar, ásamt ýmsum iðngreinum og viðskipta- háttum. Það liggur í fjölþættum mála- j vöxtum, að ekki er tiltækilegt að ; rekja hér nema nokkra höfuð- i þætti, sem valda mestu um örðug leik^og ófamað sjávarútvegsins fyrr og nú. Þó get ég ekki skilist við þetta mál án þess að fara nokkrum orSum um bankastarf- semina og þá einkum þá stofn- un, sem mestu ræður um fjár- málastefnuna í landinu. Þessi stofnun er að sjálfsögðu Lands- bankinn ásamt Seðlabankanum. Þessar stofnanir eru þjóðareign og eiga að hafa það að takmarki að hjálpa tii þess með lánveit- ingum að efla og treysta hvers- konar atvinnurekstur, sem varð- ar bætt lífskjör og velfarnað al- mennings til handa. Ber þetta að skilja þannig að þessari stofnun er veitt slíkt dóms- og áhrifa- vald um farnað þjóðfélagsins að úrslitum ræður. Nú felst það í takmarki því, sem bankanum er sett að hann innir þjónustu sína því aðeins samviskusamlega af hendi að hann taki lágmarksþókn un fyrir starf sitt og hafi þannig alþjóðarhag að leiðarljósi. Til þess að lesari minn geti gengið úr skugga um það, hvernig þess- ar stofnanir hafa framkvæmt þetta hlutverk vil ég benda á það að eignirnar eru 31. des. 1951 auk hlutafjár, þessar: Eigið fé kr. 147 millj. og eru þá bankabygg- ingar með húsbúnaði reiknaðar á eina krónu! og á því ári hefir ágóðinn að reksturskostnaði frá- dregnum numið rúml. 28 rnillj. kr. Með tilvísun tii þess, sem áður getur um hófleysið í tekju- öflunaraðferðum fyrrgreindra aðilja lætur að líkum, að slíkar upphæðir geta hver um sig ráð- ið úrslitum þegar um er að ræða illa staddan atvinnuveg. Og það er næsta furðulegt að til skuli vera menn, sem útgerð stunda og ekki hafa látið bugast undan þess um álögum. Vil ég að sinni ’áta útrætt um þetta mál, en beini þeini áskorun til Alþingis að það breyti reglugerð Landsbank- ans og Seðlabankans þannig að þeim verði fyrirskipað að afhenda Fiskveiðasjóði íslands helming þess fjár, sem þeir hafa grætt umfram 10 milljónir árlega árin 1952 og 1953. Og bankaráð fái fyrirmæli um að gæta betur þeirrar sjálfsögðu skyldu að þess- ar stofnanir séu reknar með al- þjóðarhag fyrir augum. Magnús Magnússon, Eyrarbakka. Páll Eina HANN var fæddur á Bæjaskerj- um á Miðnesi 7. ágúst 1890, en fluttist barnungur með foreldr- um sínum að Hólkoti (næsta bæ). Þau voru Sigríður Pálsdóttir, Páílssonar óðalsbónda á Bæja- skerjum og konu hans Þórunnar Sveinsdóttur og Einars Jónsson- ar Arnoddssonar og Katrínar Einarsdóttur, Kaldrananesi í Mýrdal. Bæði voru þessi hjón mjög dugandi, hún í húsmóður- störfum, hann víkingur til verka bæði til sjós og lands. Þessi hjón eignuðust 10 börn, 8 syni og 2 dætur. Öll eru þau mesta dugn- aðar og myndarfólk. Snemma fóru börnin að vinna og létta undir með foreldri^n sín- um, bæði við skepnuhirðingu Og við sjóinn og eftir því sem drengjunum óx afl og þrek fóru þeir að stunda sjóróðra með föð- ur sínum. Þá reyndi á krafta og karlmennsku, því ekki var ann- að en árar, sem róið var með, enda voru þetta bráðþroska drengir og fannst víst mörgum nágrannanum nóg um, þegar 4—6 feðgar voru á sama skipi. En allt blessaðist þetta vel, því þar var sannarlega treyst á drottins hand leiðslu, en ekki sinn eigin mátt. Flest þessi börn eru nú gift, 7 búsett í Sandgerði á Miðnesi, en 2 synir ógiftir búa heima með móður sinni, sem nú er komin yfir áttrætt. En föður sinn misstu þau fyrir nokkrum árum. Páll sál. giftist 14. okt. 1916 eftirlifandi konu sinni Þóru Sig- urðardóttur ísleikssonar og Kristínar Nikulásdóttur frá Vatnagarði í Gerðum. Var Þóra því systir séra Páls fyrrv. prests í Bolungarvík (dáinn 1949). Páll og Þóra byrjuðu búskap á Mið- nesi, en fluttust þaðan eftir fá ár til Reykjavíkur og hafa búið þar síðan, utan 1 ár er þau dvöldu í Hafnarfirði. Þau eignuðust 4 börn, 3 syni og 1 dóttur. 2 eru búsettir í Reykjavík en 2 synir heima. Einstakur kærleikur hef- ur ríkt á heimili þessara hjóna og meðal barna og tengdabarna og ekki sízt var sýnd alúð og umhyggja elzta syninum, sem varð fyrir þeirri þungu raun, að vera fæddur vanheill. Hefur á allan hátt verið reynt að létta hans byrði, með því að tala og heyra fyrir hann, þar sem hann vantar hvorttveggja. Og nú er heimilisaðstoðin fallin frá og sæt- ið autt heima, og söknuður ríkir og rúmið á skipinu autt þar sem hann stundaði sitt lífsstarf og at- vinnu með ágætum félögum og undir stjórn síns trygga skip- stjóra. Nú er brostinn traustur hlekkur úr þessum stóra fjöl- skylduhóp. Páll er sá fyrsti af systkinunum sem burtkallast. Þar fór góður og grandvar mað- ur, sem í engu vildi vamm sitt vita. Ekki var það sársaukalaust fyrir börnir. og konuna hans, að sitja öllum stundum við sjúkra- beðin hans og sjá lífsþróttinn þverra dag frá degi. En fyrir trú og bæn fékk hún styrk til að vera þar stöðugt daglega til síð- ustu stundar. Páli var fremur venju létt á aðfangadag og jólanóttina þrauta lítill. Hann sá innsýn inn í eilífðina í gegnum jólabirtuna, sem blasti við honum og hafði orð á því við konu sína, að nú væri ekki orðið langt eítir af sinu lífsstríði og fagnaði hann. þeim umskiftum. Á jóladag þyngdi aftur sjúkdóminn og and- aðist hann 31. des. s. 1. í Landa- kotsspítala, þar sem honum var veitt sú mesta nærgætni og um- hyggja af öllu hjúkrunarliði Og læknum, sem hægt var að veita, bæði í orði og verki. 5. janúar s. 1. fór jarðarför hans fram frá Dómkirkjunr.i mctf miklum sóma, þá var hann kvadú ur af Öllum sínum fjölmörgu skyldmennum og vinahóp, ásamt börnum sínum og sinni ásd.ævu konu, s'm ÉvalP reyndist honum. styrk stoð í gegnum ýmsar raun- ir á iíf Jeið þeirra. Nú er ham sárt saknað af öllum ástvinum, en ekki sízt af elzta syninum, sem ávallt hlakkaði til þeirrar stundar þegar pabbi kæmi heim. af sjónum og allt sitt traust átti í sínum elskulega og umhyggju- sama föður, enda var PáU ein- stakur heimilisfaðir. Nú gera vart við sig áhyggju og harmastundir, en þá er leitat? huggunar í bæn til hans, sem græðir sárin og þerrar tárin, þvl guð huggar þá, sem hryggðin slær. Mikinn styrk og huggun, veitir það ástvinum Páls, hva æðrulaust hann bar sinn þung- bæra sjúkdóm. Aldrei heyrðist æðruorð eða örvænting. Hann fól sig og alla sína ástvini þeim Drottni, sem mykir dauðans kýf og gefur eilíft líf. Hvíl þú í friði, ástkæri sonur, bróðir, faðir, afi og eiginmaður. Blessuð sé minning þín. N. N. rímaritið Samtíðin tuttogu ára FEBRÚARHEFTI tímaritsins Samtíðin er nýkomið, og hefst með því 21. árgangur ritsins. Samtíðin hóf göngu sína árið 1934. Að stofnun hennar stéð hiutafélag, og var Guðlaugur Rósinkranz aðalritstjóri Um ára- mótin 1934—35 keypti Eggert P. Briem bóksali tímaritið, og ann- aðist Pétur Ólafsson hagfræðing- ur ritstjórn þess fram til vois 1935. en þá tók við Sigurður Skúlason magister, og hefur hann gegnt henni síðan, en jafn- framt annazt útgáfu ritsins síðan 1936. Samtíðin hefur flutt mikinn fjölda greina um atvinnu- cg menningarmál, bæði frumsamd- ar og þýddar, og birt hátt á ann- að hundrað smásögur og fram- haldssögur. í forustugreinum rits ins hefur verið vakið máls á ýms- um menningar- og þjóðþrifamál- um, en auk þess hafa verið birtir greinaflokkar um mörg ný, ísL iðnfyrirtæki, ferða- og flugmál IsJands, snjöllustu mannlýsingar ísl. bókmennta, tækni, mælsku- list o. fl. Nokkuð á þriðja hundr- að ísl. höfundar hafa skrifað í tímaritið á þessum 20 árum. Enn fremur hafa birzt þar fjölmörg viðtöl við forustumenn, innlenda og erlenda og mikið af léttara efni og skopsögum. í fyrsta hefti þessa árs vekur ritstjórinn máls á því í forustu- grein, að undinn verði bráður bugur að því að skrifa ævisögu Sveins *Björnssonar forseta aS tilhlutan ríkisstjórnarinnar. Hall- dór Halldórsson dósent skrifar í þátt sinn: íslenzk tunga um orð- takið Undir rós. Árni M. Jónsson. skrifar bridgeþátt, og frú Sonia B. Helgason léttara hjal í sam- talsformi. Þá hefjast ævisög\ir heimsfrægra manna með frásögn. um Wrightbræðurna, er urðu, brautryðjendur í vélflugi fyrir réttum 50 árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.