Morgunblaðið - 09.02.1954, Side 9

Morgunblaðið - 09.02.1954, Side 9
Þriðjudagur 9, febrúar 1954 MORGUNBLAÐIÐ 9 IMýjar hljómplötur ÓMAKLEG LÍTILSVIRÐING ' MARGA menn, en þó einkum þá, er halda vilja á lofti smekk sínum og þekkingu á góðri tón- list, hef ég heyrt tala með lítils- virðingu um svokallaða „Grammofónmusík“, og nefna hana „niðursoðna tönlist“. í dóm- um þessara manna hefur mér alltaf fundizt kenna meira yfir- lætis en sanngirni, enda hika ég ekki við að fullyrða, að lítilsvirð- ing manna á grammófónmúsík sem slíkri, sé ómakleg, ekki sízt eins og nú er högum háttað í þessu efni. Staðreyndirnar tala einnig sínu ótvíræða máli gegn þessum dómum hinna „vandlátu“ því að, eins og allir vita, hafa margir mestu tónsnillingar heimsins leikið eða sungið inn á grammófónplötur, en það mundu þeir varla hafa gert ef þeir hefðu álitið að með því væri list þeirra | misboðið. — Það skal að vísu j játað, að um langt skeið, — með- ! an grammófónar og hljómplötur og sérstaklega upptökutæknin var lélegri miklu en nú gerist, stóð flutningur tónverka og söngs af grammófón langt að baki hinni „lifandi tónlist“ þ. e. eins og hún kemur frá listamönn- unum milliliðalaust. En á þessu hefur orðið stórfeld breyting til bóta með hinum fullkomnu radío grammófónum og plötuspilurum og nú síðast hægagangsplötunum, sem á enska tungu nefnast „long- play“ plötur (LP). — Má nú svo heita, að munurinn á tónlist af grammófóni og „lifandi tónlist" sé um tóngæði orðinn sáralítill eða allt að því enginn, þegar bezt lætur. En það fer, vitaskuld, eftir því hversu gott tækið er og upp- takan. Hitt er svo annað mál að alltaf verður vitanlega áhrifa- mest að hlusta á listamennina sjálfa. L. P. plöturnar hafa marga kosti og mikla fram yfir þær gömlu. Þær taka mjklu meira, svo að ein slík plata jafngildir að því leyti 5—6 venjulegum plöt um. Af því leiðir, að hægt er að flytja á einni L.P. plötu, óslitið, Stórt tónverk, t. d. sinfóníu, sem tæki margar plötur af gömlu gerðinni og slitnaði í sundur við hverja skiptingu. Auk þess er efnið í L.P. plötunum betra miklu en í hinum gömlu og ekki nálægt því eins brothætt. Við þetta bæt- ist að nálarhljóðið, sem alltaf hefur verið til lýta og leiðinda er nú horfið með öllu og er að því eðlilega mikill ávinningur. Að vísu má segja að aldrei sé fullt öryggi fyrir því að grammó- fónninn flytji músikina hárrétt, þar eð hægt er með litlu hand- bragði að auka eða draga úr tón- og raddstyrk, — en smekkvís maður getur í því efni komizt all nærri því rétta. Góður radíógrammófónn og plötur með fagurri tónlist veita mönnum margar unaðs- Stundir. Með slík tæki við hend- ina geta þeir á góðum stundum heima hjá sér hlustað á mestu snillinga veraldarinnar syngja eða flytja tónverk eftir öndvegis- tónskáld heimsins fyrr og síðar. Og það er öldungis ótrúlegt hversu mjög menn geta með því þroskað smekk sinn og aukið þekkingu sína á góðri tónlist. ORGELLEIKUR DR. PÁLS ÍSÓLFSSONAR HINN 10. október s.l. varð dr. Páll ísólfsson, okkar ágæti tón- listarfrömuður og orgelsnillingur, 60 ára. — í tilefni þess fóru nokkrir vinir og aðdáendur lista- mannsins þess á leit við hann að hann léki á plötur nokkur tón- verk eftir Johan Sebastian Bach, er hann veldi sjálfur. Varð dr. Páll við þessum tilmælum vina sinna og fór í því skyni til Lund- úna í vor sem leið á vegum Hís Masters Voice (H. M. V.), en fyr- jr milligöngu umboðsmanna firm- ans hér, Fálkans h.f. Lék Páll þar í All Souls Church níu tón- verk eftir Bach á sex plötur með yenjulegum hraða (78). Vinir Páls, er að ofan getur, hlutuðust til um, að gerð voru 400 bindi um þessar sex grammófónplötur og eru þau öll tölusett og með áritun listamannsins. — í grein- argerð, sem fylgir hverju bindi, segja þeir er að útgáfunni standa! meðal annars: -----„Höfum vér með þessum hætti viljað sýna dr. Páli ísólfs- syni sæmdarvott á sextugsafmæii hans —“. en undir greinargerð- ina rita margir þjóðkunnir menn og er þar forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson efstur á blaði. Verk þau er dr. Páil lék, eru sem hér segir: Toccata og fúga d-moll (HM.V. D. B. 30000). Prelulia og fúga Es-dúr (H.M.V. D. B. 30002—30003). Preludia og fúga d-moll og a) In dulci jubiio b) Wer nur den lieben Gott lasst walden (H.M.V. D. B. 30004). Preludia og fúga c-moll (H.M.V. D. B. 30005). Pastorale F-dúr og a) Herzlich thut mich ver- langen. b) JesusChristusunserHeiland (H.M.V. D. B. 30001). Ég átti fyrir skömmu tal við dr. Pál um þessa ferð hans til Lundúna og upptökuna á orgel- leik hans. Sagði hann mér að starfsskilyrði hans þar hefðu ver- ið mjög óhagstæð. Hefði hann, vegna þess hve kirkjan var oft upptekin, haft alltof takmarkað- an tíma tíl æfinga — aðeins tvær klukkustundir á dag í þrjá daga. „Auk þess var ég ókunnugur hljóðfærinu“, sagði Páll, „því að í Englandi er annað fyrirkomulag á orgelum en tíðkast á megin- landinu. Og að lokum varð ég svo að spila allt inn í einni lotu, á sex klukkustundum“. Enda þótt starfsskilyrði dr. Páls væru svona óhagstæð og það hafi hlotið að vera mikil þrek- raun að leika á orgelið í sex klukkustundir samíleytt, gætir þess hvergi í meðferð listamanns- ins á viðfangsefnunum. Er leikur hans allur með miklum snilldar- brag og túlkun hans á hinum frá- bæru tónverkum meistarans djúp stæð og hrífandi. — í brezka tímaritinu „The Gramophone” er hefur á að skipa færustu gagn- rýnendum, er gera hinar ítrustu kröfur um tónlistarflutning og oft eru æði óvægnir í dómum sínum, jafnvel þótt heimssnillingar eigi í hlut, er farið mjög lofsamleg- I um orðum um leik Páls og túlk- j un hans á Bach. Er hann þar tal- inn í fremstu röð orgelleikara og honum líkt við Germani, sem af : mörgum er talinn mestur orgel- ! snillingur vorra tíma. Er þetta , mikil viðurkenning, ekki sízt þeg- ar þess er gætt, að „The Gramo- phone“ er eitt af ágætustu tíma- ritum í sinni grein og allstaðar mikils metið. Þá lýkur tímaritið einnig miklu lofsorði á upptök- una, er það segir að sé afburða- góð. H.M.V. hefur að undanförnu sent þessar plötur dr. Páls á h eimsmarkaðinn og kemur hin síðasta þeirra út í þessum mán- uði. Hefur Fálkinn h.f. nýlega fengið um það tilkynningu frá firmanu og fylgdu henni hin lof- samlegustu ummæli um leik Páls. Oddvar. Tók 5 klst. að hita upp hreyflana í 30 st. frosti Gijáfaxi var tvo sótarhrings í Grænlandi Á SUNNUDAGSKVÖLD kom Gljáfaxi úr Grænlandsför, en til námubæjarins í Meistaravík flutti hún þrjá af ráðamönnum Námu- félagsins. — Meðan flugmennirnir höfðu viðdvöl í Meistaravík, frá því á föstudag, var þar brunagaddur og mældist frostið mest 39 stig. — Sverrir Jónsson var flug- stjóri í þessari ferð. — Hann hefur m. a. skýrt frá því, að er þeir hafi komið til Meist- aravíkur, hafi þeir strax hald- ið áleiðis til námabæjarins. — Hann er 12 km leið frá flug- vellinum. — Farkosturinn var jeppabíll, sem settur hafði verið á sleða, en sleðinn síð- an dreginn af beltisdráttar- vél. — Jeppinn var hafður í gangi til að hita ferðamönn- unum. í námabænum starfa 35 manns og virðist ekkert að vanbúnaði þar. Þar eru m. a. gufuböð og háfjallasólir og fæði gott. — Unnið er í neðanjarðargöngum námunnar. TÓK 5 KLST AÐ HITA UPP HREYFLANA Eldsnemma á sunnudagsmorg- uninn fór Sverrir flugstjóri að búa Gijáfaxa undir heimförina. Þá var þar enn rúmleg-a 30 stiga frost. •— Það tók langan tíma a& búa flugvélina af stað. — Geta má þess til dæmis, að það iah. fimm klukkustundir að ■ hita hreyflana upp, svo hægt væri a# ræsa þá. Var það gert með þeim hætti að heitu lofti var dælt frá útblástursröri dráttarvélarinnar * slöngum inn á hreyfilinn, til að hita upp hina ísköldu olíu. Flugferðin heim gekk að óskum og voru þá með flugvélinni S farþegar. Ungfrú Delahaye flylur há* skólafyrirleslur um franska málarann ToulouseLaufrec N. K. FIMMTUDAG flytur franski sendikennarinn við Háskólann, ungfrú Marguerite Delahaye, fyrirlestur um franska málarann Toulouse-Lautrec. Kallar ungfrúin erindi sitt: „Montmartre mál- arinn, Henri de Toulouse-Lautrec." Fyrirlesturinn fer fram í há- skólanum og hefst kl. 18,15 e. h. dvergvöxtur hans varð hinum stórláta og í senn viðkvæma snillingi ævilöng kvöl. Toulouse-Lautrec lézt,. saddur lífdaga, árið 1901 37 ára gamall. Verður fróðlegt að heyra, hvað ungfrú Delahaye hefir að segja um þennan fræga látna landa KAUÐA MYLLAN Reykvískum kvikmyndahús- gestum er í fersku minni hin óviðjafnanlega kvikmynd, „Moul- in Rouge" (Rauða myllan), sem sýningum er nú nýlokið á. Er- indi ungfrú Delahaye mun fjalla um sama efni, raunir, erfiðleika og snilli hins heimfræga lista- manns, sem varð á unga aldri fyr- ir þeirra ógæfu að brotna á báð- um fótum, þannig, að lífið varð honum upp frá því byrði, sem honum á stundum virtist vera um megn að bera. ÆVILÖNG KVÖL Fætur hans hættu að vaxa og TVeir hátar til Sii^anda- O arðar á skönunuin tíma ÍSAFIRÐI, 8. febr. — S. 1. föstudag var hleypt af stokkunum í skipastöð Marzelliusar Bernharðssonar, nýju og glæsilegu skipi, sem hlotið hefur nafnið Friðbert Guðmundsson ÍS 400. Kjölur þessa nýja báts var lagður í vor, en vegna þess hVe lengi stóð á efni í bátinn, gat smíði hans ekki hafizt fyrr en um mánaðamótin ágúst og september og hefur hún gengið mjög vel síðan. Báturinn er hinn vandaðasti að ölium frágangi. Er í honum 240 hestafla casterpillervéi. Þá er hann einnig búin öllum fulikomn ustu tækjum. ANNAR BÁTUR SÚGFIRÐINGA Á SKÖMMITM TÍMA Eigendur bátsins eru synir Friðberts heitins Guðmundssonar útgerðarmanns frá Súgandafirði, Páll, Ólafur og Gizur, sem allir eru búsettir í Súgandafirði. Skip- stjóri verður Jón B. Jónsson, sem áður var skipstjóri á Ásbirni. Þetta er annað skipið í röðinni, sem kemur til Súgandafjarðar á skömmum tíma. Fyrra skipið var m.b. Hallvarður, sem smíðaður var í skipasmíðastöð Landsmiðj- unnar fyrir ísver h.f. og á það félag nú annan bát í smíðum hjá Landsmiðjunni. Súgfirðingar tengja miklar vonir við komu þessara nýju og glsæilegu báta í kauptúnið. J. Andrés Krisfjánsson kosinn form. Blaða- mannafélagsins AÐALFUNDUR Blaðamannafél. íslands var haldinn s. 1. sunnu- dag. Fráfarandi formaður, Jón Magnússon, skýrði frá starfinu á s. 1. ári, en eins og kunnugt er var fundur Norræna blaðamanna sambandsins haldinn hér s. 1. sumar. Ferðuðust erlendu fulltrú arnir allmikið um landið á með- an þeir dvöldust hér, og skrif- uðu í blöð sín um land og þjóð, sumir margar greinar. Kvaðst formaður efast um að nokkru sinni hafi verið skrifað eins mik- ið um ísland í erlend blöð á jafn skömmum tíma. — Þá var flutt skýrsla Menningarsjóðs Blaða- mannafélagsins og er hagur hans góður. Andrés Kristjánsson var kjör- inn formaður félagsins, en aðrir i stjórn: Sigvaldi Hjálmarsson, Thorolf Smith, Högni Torfason og Þorbjörn Guðmundsson. Stjórn Menningarsjóðs var endurkosin, en hana skipa: Sig- urður Bjarnason, form., Ingólfur Kristjánsson og Hendrik Ottós- son. UNDIRBÚNINGSNÁMSKEIÐ til þátttöku í Norræna Sumarháskól anum næsta sumar hefst um miðjan febrúar. Sumarháskólinn verður haidinn í Finnlandi að sumri og væntanlega í ágústmán- uði. — Þeir, sem hafa áhuga á því að taka þátt 1 undirbúnings- nárnsKeiðinu, snúi sér til Ólafs Björns.'onar, prófessors, síma 6705, eða Sveins Ásgeirssonar, hagfræðings, síma 82742. Ver dcktorsrilgerS n. k. lauprdag LAUGARDAGINN 13. febrúar kl. 2 e. h. fer fram doktorspróf í hátíðasal háskólans. Mun Bjarni Jónsson læknir verja ritgerð sína „Skurðaðgerðir við hrygg- skekkju" (Studies of Hibbs’ Spine Fusion in the Treatment of Scoliosis). Andmælendur af hálfu lækna- deildar verða dr. Snorri Hall- grímsson prófessor og dr. Gísli Fr. Petersen yfirlæknir. Góð veili á Akranesl AKRANESI, 8. febrúar — 17 bát- ar voru á sjó hér í dag. Afli þeirra var allt frá 5 upp í 12 smálestir. Flestir voru með 8—9 smálestir. Keilir laskaðist eitt- hvað í storminum um daginn og er í slipp. Hann fer sennilega niður á morgun. —Oddur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.