Morgunblaðið - 09.02.1954, Blaðsíða 16
Veðurúlli! í dag:
A-goIa, víðast léttskýjað.
NeskðupslaBur
25 ára. Sjá grein á bls. 7.
Kvöldfagimður
fyrir starfsfólk D-listans á kjördegi verður haldinn á
fimmtudag og föstudag n. k.
Á fimmtudagskvöldið verða samkomur í Sjálfstæðishús-
inu og Hótel Borg og á föstudagskvöldið í Sjálfstæðishúsinu.
Aðgöngumiðar verað afhentir í skrifstofn Sjálfstæðishúss-
ins eftir kl. 2 á morgun.
IBæjiirstjórnarkosníng-
in ó Akureyri kærð
AKUREYRI, 8. febr. — Alþýðuflokkurinn hér á Akureyri hefur
»ueð bréfi til bæjarstjórnar Akureyrar í dag kært bæjarstjórnar-
kosningarnar, sem fram fóru hér 31. jan. s. 1. Gerir flokkurinn þá
kröfu, að kosningin verði ógild og kosið verði að nýju. Undir
bréf þetta ritar nefnd, sem kosin var á sameiginlegum fundi Al-
l>ýðuflokksfélaganna, fyrir skömmu, en í henni á m. a. sæti
Friðjón Skarphéðinsson, bæjarfógeti, Akureyri.
HEFUR SVARAÐ
Bæjarstjórnin hefur sent kæru
Alþýðuflokksins til umsagnar
yfirkjörstjórnar Akureyrar og
feefur hún í dag svarað kærunni.
Verður væntanlega nánar skýrt
frá efni bréfs þessa á morgun. —
Hin nýkjörna bæjarstjórn mun á
fundi sínum í dag taka afstöðu
til kærunnar, en samkvæmt lög-
ura um sveitastjórnarkosningar
«r hægt að áfrýja þeim úrskurði
til félagsmálaráðuneytisins.
Hér á Akureyri er almennt
litið svo á, að þessi kosninga-
kæra Alþýðuflokksins sé fyrst
og fremst sprottin af þeim
sáru vonbrigðum, sem foringj
ar flokksins urðu fyrir við
kosningarnar, en þeir töpuðu
öðrum bæjarfulltrúa sínum og
vlð borð Iá að sá eini, sem
kosningu náði, félli fyrir út-
strikunum.
KÆRUBRÉFIÐ
f kærbréfinu segir svo orð-
| rétt: „Nú hefur yfirkjörstjórn
lokið störfum og kom þá end-
| anlega í ljós að af atkvæðaseðl-
um þeim, sem notaðir voru við
, kosninguna samkvæmt talningu,
sem ætti að vera óyggjandi, vant-
] aði fimm þegar talið var úr at-
kvæðakössunum. — Séu hins-
vegar merkingar á kjörskrám,
! sem gerðar eru í kjördeildum á
kjördegi, lagðar til grundvallar
notaðra seðla, þá hefur komið
fjórum til sex atkvæðaseðlum of
mikið úr atkvæðakössunum. A
1 þessum skekkjum hefur ekki
fundizt nein skýring nema sú að
1 einhver mistök hljóti að hafa átt
sér stað. — Við svona mikla ó-
nákvæmni verður ekki unað, þó
ekki geti orðið um neina breyt-
ingu á fulltrúatölu flokkanna að
ræða“.
Jafnframt telur Alþýðuflokk-
urinn hæpið að kjörfundur megi
standa fram yfir miðnætti og
óskar úrskurðar um það atriði.
—GGS.
Hefir samkomulag náðst milli
krata og komma í Hafnarfirði?
Fundyr boðaður í hinni nýjn bæjarsfjérn í dag
HAFNAFIRÐI — Eins og frá hefir verið skýrt hér í blaðinu, átti
Alþýðuflokkurinn og kommúnistar, undir forystu Emils Jónssonar,
frumkvæðið að því að ræða við kommúnista um samstarf á milli
flokkanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Hafa viðræðufundir farið
fram undanfarna daga.
SAMÞYKKT Á
FUOKKSFUNDUM
S. 1. sunnudag var samnings-
umleitunum það langt komið, að
báðir flokkarnir, Alþýðuflokkur
eg kommúnistar, boðuðu til
flokksfunda til að ræða hið vænt-
ítnlega samstarf. Mun það hafa
verið samþykkt hjá báðum flokk-
unum, en þó hafa óánægjuradd-
jr komið fram út af slíku sam-
statfi, einkum hjá gætnari Al-
!> ýð uf lokksmönnum.
EÆ JARST JÓRNARFUN D UR
EOÐAÐUR
Á fimmtá tímanum í gær hitt-
ust svo viðræðunefndir flokk-
•tnna, og mun þá endanlegt sam-
lcomulag hafa náðst um samstarf,
l>ví að að þeim fundi loknum,
var fyrsti fundur hinnar ný-
kjörnu bæjarstjórnar boðaður, og
á hann að verða lcl. 17.00 í dag.
HVER VERÐUR
EÆJARSTJÓRI?
Ekki er enn Ijóst, hvernig þetta
earnstarf verður bvggt upp, en tal
*> er, að kommúnistar muni fá
oddaaðstöðu í flestum nefndum,
— og einnig að þeir muni fá
skrifstofustjórastarf hjá bænum
og fulltrúastarf hjá Bæjarútgerð-
inni.
Þá hafa ekki heyrzt öruggar
fregnir um það, hver verði bæj-
arstjóri sambræðslunnar. Var þó
helzt talað um Stefán Gunnlaugs-
son í því sambandi í Hafnafirði;
í gær. — Aftur á móti er það
fullvíst, að Helgi Hannesson, sem
verið hefir bæjarstjóri s. 1. 5 ár,
verði það ekki áfram.
Mcsta fros!
vetrarms
í FYRRINÓTT mældist hér á
landi mesta frost sem komið hef-
ur á þessum vetri. — Tvær veð-
urathugunarstöðvar mældu 17
stiga gadd í fyrrinótt, Þingvell-
ir og Nautabú í Skagafirði. Hér
í Reykjavík mældist 13 stiga
gaddur mest. í gær var kaldast á
Þingvöllum 12 stig, stafalogn og
hið fegursta vetrarverður.
»•
Þessi mynd var tekin í Hafnarfirði fyrir skömmu, og sýnir mann
við beitingu. (Ljósm. Gunnar Rúnar).
Ilm 29 þús. tonn af hitaveituvatni
fóru forgörðum í nætureyðslu
NætuiTemislið kemur fólki í koll
AÐFARANÓTT sunnudagsins og í fyrrinótt er frostið komst upp
í 11 og 13 stig, lét fjöldi fólks á hitaveitusvæðinu, heitt vatn streyma
um hús sín næturlangt og fóru þannig forgörðum 10,000 tonn af
vatni hvora nóttina. — Þetta hafði svo í för með sér, að þessa tvo
mestu frostdaga vetrarins hafa hitaveitugeymarnir á Öskjuhlíð
tæmzt.
226 SEKL. UM NÓTTINA ,
Hitaveitan telur fullvíst að ef
fólk hefði lokað fyrir heita vatn- j
ið hjá sér klukkan 11 á kvöld-
in, eins og vera ber, hefðu geym-
arnir ekki tæmst á sunnudaginn,
en það gerðu þeir um klukkan 5.
Frá klukkan 12 á miðnætti að-
faranótt sunnudagsins til kl. 7 á
sunnudagsmorgun, runnu til
bæjarins 226 seklítr. að meðal-
tali.
TÆMÐUST KL. 4
Þetta mikla næturrennsll var
nokkru mínna í fyrrinótt, 219
sekl. — I gærmorgun er almennt
var farið að opna fyrir heita1
vatnið, vantaði allmikið á að
geymarnir væru fullir, svo sem
vænta mátti miðað við eyðsluna j
undanfarandi sólarhring, enda
tæmdust geymarnir í gær kl. 4.
ICEMUR SÉR ILLA
Ef fólk gerði sér grein fyrir
því, að næturrennslið kemur því
aðeins í koll næsta dag, er ég
sannfærður um að fólk myndi
ekki láta hjá líða að loka á til-
settum tíma, sagði Helgi Sigurðs-
son Hitaveitustjóri í símtali við
Mbl. í gærkvöldi, og bað hann
Mbl. að hvetja íbúana á hita-
veitusvæðinu að vera samtaka
um að láta vatnið ekki renna
um nætur. Þessar tvær nætur
hafa farið forgörðum verðmæti
fyrir 60 þúsund krónur, auk
óþægindanna.
Fraaisófan og faralar
sarean a
fsafirði
ÍSAFIRÐI, 8. febr. — Fyrs
fundur hinnar nýju bæjarstjórr
ar ísafjarðar var haldinn hér
kvöld. Á honum kom það í ljó
að Framsókn og kratar hai
skriðið saman um stjórn bæjai
ins. En Framsókn hefir eins o
kunnugt er oddaaðstöðu í bæjai
stjórn.
Birgir Finnsson var kosinn foi
seti bæjarstjórnar. Bæjarstjó
hefir ekki enn þá verið kjörim
Um 40 slórir báfar og iiflir
gerðlr út frá Reykjsvík í vefur
UM FJÖRTÍU stórir bátar og litlir muru stunda róðra héðan frá
Reykjavík í vetur. — Stormasöm tíð hefur hamlað veiðum að
mestu til þessa. En í róðrum línubáta nú um helgina, virðist mega
vænta góðs afla. Hæstu líriubátar hafa verið með 10 tonn af afla.
FLESTIR MEÐ NET
Flestir bátanna verða á netum
og eru meðal þeirra þessi skip:
Guðmundur Þorlákur, Sigurður
Pétur, íslendingur RE73, Arn-
firðingur, Hermóður, Geir, Þórir,
Erna, Nanna, Njáll og íslending-
ur RE 36, Sísí, Mýrdælingur,
Kveldúlfur, Skógafoss, Geysir,
Ásdis, Happasæll og Gunnar Há-
mundarson.
Þessir bátar eru ýmist byrjaðir
róðra eða um það bil að fara í
fyrsta róðurinn á vertíðinni.
LANDRÓÐRABÁTAR
Þessir stunda landróðra: Svon-
ur, Hagbarður, Kári, Þórarinn,
Ásgeir, Sæfell. — Hafa þeir fisk-
að frá 5—10 tonn í róðri.
ÚTILEGUBÁTARNIR
Loks eru útilegubátarnir:
Helga, Rifsnes, Björn Jónsson,
Marz, Áslaug, Arinbjörn og Faxa-
borg.
Afli bátanna mun ýmist verða
frystur eða saltaður.
Halnarijarðarbálar
öfluðu vel um
telfpa
HAFNARFIRÐI — Hafnarfjarð-
arbátar öfluðu vel um helgina.
Fengu margir þeirra á sunnudag
og í gær allt upp í 20 skpd. —■
Á sunnudaginn var Bjarnarey
hæst með yfir 20 skpd., Illugi 20,
Síldin 12, Hafbjörg 18, Björg 15,
Guðbjörg 15, Ágúst Þórarinsson
18. í þessari upptalningu getur
þó einhverju munað, af eða á,
að bátarnir hafi fengið meiri eða
minni afla en sagt er.
Bátarnir öfluðú einnig ágæt-
lega í gær, en þá voru flestir
þeirra með 14—20 spd. G.
Áskoruii frá Dýra-
yerndunarfélagi
íslands
AÐ GEFNU tilefni beinir stjórn
Dýraverndunarfélags íslands
þeim tilmælum til allra skip-
stjórnarmanna, vélgæzlumanna
og gæzlumanna olíustöðva, að
gæta þess að olía komist ekki í
sjó, ár eða vötn, vegna hinnar
miklu eyðileggingar sem olíu-
brák getur haft á fuglalíf, fjöru-
gróður og dýralíf á fjörum, svo
og plönturek sjávarins og egg
þeirra nytjafiska sem klekjast
við yfirborð sjávar.
Minnist þess að olía á sjó
deyðir dýr og jurtir.
r j|. ^
Isinn ótryggur
LÖGREGLAN lét í gærkvöldi
birta aðvörun til almennings um
það, að ísinn á Norður-Tjörninni
væri ótryggur og því væri öll
umfer yfir ísinn bönnuð.
Funduf í Hvöf !
ansað kvöld
IIVÖT, Sjálfstæðiskvennafélag-
ið, helður funð n. k. miðviku-
dagskvöld, þar sem sigri flokks-
ins við bæjarstjómarkosningarn-
ar verður fagnað.
Hinn nýkjörni forseti bæjar-
stjórnar, frú Auður Auðuns,
flytur ávarp og Soffía M. Ólafs-
dóttir les kvæði. Þá verður flutt-
ur leikþáttur eftir Harald A. Sig-
urðsson, og annast það leikkon-
umar Áróra Halldórsdóttir,
Emelía Jónasdóttir og Nína
Sveinsdóttir. Einnig verður kaffi
drykkja og ðans. — Konur taki
með sér spil, ef þær vilja spila.
Félagskonur mega taka með
sér gesti, og aðrar Sjálfstæðis-
konur ern velkomnar meðan
húsrúm leyfir.
Skákeinvígið
HAFNARFJÖRÐUR
VESTMANNAEYJAR
14. leikur Vestmannainga:
f3—f4
14. leiknr Hafnfirðinga:
e5xf4