Morgunblaðið - 13.02.1954, Side 2

Morgunblaðið - 13.02.1954, Side 2
2 MO RGU N ULAÐIÐ Laugardagur 13. febr. 1954 Skipstjórinn á Rifsnesi sesnr O í veg fyrir skip sitt Matsveinntnn á Gissuri hvífa var við síýfiS — Sjérétfur hóf rannsókn máisins í gærdag í GÆRDAG tók Sjóréttur Reykja' víkur fyrir sjóslysið, sem varð hér úti í Flaxaflóa í fyrradag, er vélskipið Gissur hvíti fórst eftir árekstur við Rifsnes. — í sjórétt- Énum eiga sæti Bjarni Bjarnason afulltrúi, sem er forseti dómsins, «n meðdómendur hans eru þeir Jónas Jónasson skipstjóri og Pét- ■ ur Björnsson skipstjóri. SKÝRSLA SKÍPSTJÓRANS Á GISSURI HVÍTA Sjóréttur hófst klukkan liðlega ■tvö og fyrstur mætti skipstjórinn á Gissuri hvíta, Bjarni Gíslason, *em er 25 ára. — Lagði hann fram xkýrslu um slysið, erl er það varð var hann sofandi. — í skýrslunni jsegir m. a. á þessa leíð: „Kl. 13.00 var búið að draga Jínuna. Var þá skipið statt NV ■af Malarrifi. Var þá sett á fulla íerð áleiðis til Borgarness. Stefha *ett SA. Veður var gott og bjart SA kaldi. Voru allir menn á dekki að stokka upp og ganga frá á dekki, nema annar vélstjóri, sem var á kojuvakt. Kl. 13.30 fór ég að sofa setti mann á vakt og bað hann að vekja mig kl. 15.30. Skyndilega vaknaði ég við það að kallað var: „Bjarni, Bjarni, komdu fljótt“. Hljóp ég þá fram í brú og sá, að ktefnið á Rifsnesi var géngið langt inn í stjórnborðssíðu á •Gissuri hvíta, milli brúarhórns og «pilkopps. Sá ég þá að skipið var þegat tekið að sökkva og fossaði sjór- inn inn í það. Hljóp ég nú upp á ■feátapall, voru þá tveir menn að, rfara upp á Rifsnesið og fleiri ínenn þár fyrir. í þeim svifuthj #eig Rifsnes frá skipinu og náðu! §>eir því ekki að komast um borð t það. Gáði ég þá hverjir væruj Iromnir um borð í Rifsnes og voru' t>að tveir menrt auk mín. Voru |>á allir mennirnir, sem eftir voru j i Gissuri hvíta, komnir upp á hátapall, kallaði ég til þeirra að' losa lífbátinn og fóru þeir strax' f það. Strax á eftir lagði skip-1 Jtjórinn á Rifsnesi að stefninu á; <lissuri hvíta og komust þá 4i •nenn um borð í það. Seig þá| Hifsnes frá aftur og komust ekki íleiri á milli. HEIft BUNDU SIG VIÐ JjÓÐABELGI Voru nú 5 menrt eftir í Gissuri livíta, sem nú var að því kom- fnrt að sökkva. Kallaði ég til |>eirra og sagði þeim að binda á íig lóðabelgi og henda sér í sjó- ínn til að komast frá flakinu áður «n það sykki. Náðu þeir sér allir á belgi og hentu sér í sjóinn, nema «einn, sem stakk sér af hvalbak og ®ynti að Rifsnesinu og var hann «trax innbyrtur. Gekk síðan greiðlega að ná öllum hinum tisma einum, sem missti af belgn- nm, var hann augsýnilega lítið éða ekkert syndur og kominn að t>ví að sökkva. Henti sér þá einn Att skipshöfn Rifsness út með línu -og náði í hann. Var hann þá orð- fnn meðvitundarlaus. Gekk síðan greiðlega að ná þeim inn. Var ínaðurinn strax færður úr hlífðar fötum og hafnar á honum lífgun- artilraunir og báru þær fljótt og *vel árangur. HÁSETI MEÐ SKIP- STJÓRARÉTTINDI j Bjarni - Gíslason skipstjóri, Ckýrði íétfinum frá þvi, að er í Jiann hafi fariö að sofa, hafi hann J áengið stjórn skipsins í hendúr —•-<íuðmundi Falk Guðmundssyni, fiera er háseti, en hefur skip- Ríjóraréttindi. — Stýrimaðurinn ^var við verkstjórn á þilfari, þar sern skipverjar voru að stokka upp línu. Er slysið varð, var hjá honum matsveinn á skipinu. Þéssu næst kom fyrir réttihn Guðmundúr Falk Guðmundsson, Bergstaðastræti 25. — Fyrir hann var lesin skýrsla sú, er skipstjór- irin á Rifsnesinu, Gísli Gunnars- son, hafði lagt fram varðandi áreksturinn. — Þar segir m. a.: SKÝRSLA GÍSLA GUNNARSSONAR Fimmtudaginn 11. febr. 1954 var m/b Rifsnes R.E. 272 statt fyrir utan Engey á útleið til fiskj- ar. Vindur SA 4, skýjað en gott skyggni. Kl. um 15.00, þegar farið hafði verið um 36.0 sml. frá Engey á áðurgreindri stefnu, kom Gissur hvíti R. E. 120 (ex. Blakknes) og stefndi á Rifsnes ca. 2—3 strik á bakborða frá stefni þess. Þegar skipin voru að nálgast nokkuð hvort annað, beygir Giss ur hvíti til stjórrrborða og sam- tímis var Rifsnesi snúið um 1 strik tii stjórnborða til öryggis. Var nú engiri hætta á ásiglingu, éf bæði skipin hefðu haldið stefnu sinni óbrevttri, því skipin stefndu frítt hvort af öðru á bak- börða, en þá bcygir Gissur hvíti skyndilega til bakborðs, þvert tyrir Rifsnes. Var þá' strax hrihgf á ..Full férð afturábak“, til að reyna að forða árékstri, en þár sem þcir á Gissur hvíta gérðU sjáanlega ékkert til' að afstyra árekstrindm, gat þáð eitt, seni Rifsrtés gerði, ekki nfégt' tíl að af- stýra honum. B'ifSnés lenti* þVí á Gissur hvita á stjórnborðssíðu, rétt fyrir framan brúarhbrn, með þelm afléiðingmrt að Gissur hviti sökk á mjög skömmum tima (ca. 5—8 mín.). Þégar ásiglingin varð, var farið að draga nbkkuð úr ferð á Rifsnési, þvi héingingin vaT samstundis svarað í vél og hringt var á fulia ferð afturábak. Þegar áreksturinn varð, var ég ásamt Þóri Guðlaugssyni háseta í brúnni og 1. vélstjóri í vélarúmi. Aðrir af áhöfninni munu hafa verið undir þiljum. MATSVEINNINN VIÖ STÝRIÐ Er Guðmúndur hafði hlýtt á skýrsluna, skýrði hann aðspurð- ur svo frá, að hann héfði um það bil 10 mín. áðúr en áreksturinn varð, farið að talstöð bátsins inn í herbergi inn af stjórnpalli, til að geta heyrt betur á samtal skip stjóra á öðrum bátum, en skip- stjórinn haíði lagt fyrir hanrt að hlusta á bátana. — Ekki kvaðst Guðmundur hafa gefið matsvein- inum, sem þá tók við stýrinu og var við það er áreksturinn varð, neiri sérstök fyrirmæli varðandi stjórri skipsins önnur en að halda þeirri stefnu sem sigld hafði verið eftir. Kvaðst Guðmundur ekki hafa talið ástæðu til þess, þar eð tvö skip, sem sást til voru það langt frá og Guðmundur Falk ætlaði sér ekki að vera jafn lengi frá og raun varð á, en það tafði hann er einn skipverjanna vildi komast í talsamband við Reykjavík. Guðmundur Falk sagði mat- sveininn vera alvanan sjómann. Meðan Guðm. Falk var inni við . tækið, töluðust þeir ekkert við hann og matsveinninn sem var við stýrið og kvaðst Guðmundur Falk ekki hafa orðið var við stefnubreytingar þær' sem skip-' stjórinn á Rifsnesinu getur um í skýrslu sinni. ÁREKSTURfNN Matsveinninn kallaði til Guð- Framh. á bls. 12 Gluggasýningin í Stuttgart Isiands-kynn ing í V.Þýzkalandi Frú Chaplin af- salar sér banda- rísknm þcgnrétti | LONDON, 12. febrúar — Dona ! O’Neill, eiginkona kvikmynda- leikarans Charles Chaplins, af- , salaði sér í dag bandarískum : borgararétti í bandaríska sendi- | ráðinu í Lundúnum. Eiginmaður ; hennar hefur jafnan haldið hin- )! um enska ríkisborgararétti sín- j um, þóít hann hafi dvalizt ára- tugi í Bandaríkjunum. Fyrir nokkru fór hann til Evrópu og hefur honum verið neitað um landvistarleyfi í Bandaríkjunum síðan, vegna pólitískra skoðana, —Reuter. í NÓVEMBER s. 1. er þýzka svartlistarsýningin var opnuð hér í Reykjavík var staddur hér þýzkur blaðamaður að nafni Vater. Var hann þá á leið frá Bandaríkjunum til Þýzkalands og hafði hér stutta viðdvöl. Notaði hann tækifærið hér og viðaði að sér ýmsu efni um ísland með það fyrir augum að nota það í greinar og útvarpserindi er heim kæmi, en hann gerir hvorttveggja að skrifa í blöð og halda fvrir- léstra í útvarp og er m. a. í dagskrárneínd útvarpsins Stutt gart óg Baden Baden. Sklifar hann m. a. fyrir eitt útbreiddasta blað Þýzkalands, „Welt der Arbeit“. Eftir að hann kom heim úr ferð' sinhi hefir hanri m. a. hald- ið 8 érindi i útvarþ um íslenzk málefni og flutt hafa verið við- töl, er hann átti hér við ýmsa í menn og tekin voru á plötur. Þá hefir hann og skrifað allmarg- ar greinar í blöð. Að tilhlutan hans og í tilefni . þýzku menningarkynningarinnar í Reykjavík efndi stærsta bóka- verzlun í Stuttgart, „Weise’s Hofbuchhandlung" til glugga- sýningar, sem tileinkuð var ís- laridi. Var glugginn skreyttur fánum íslands og Þýzkalands og myndum frá fslandi og bókum íísléhzkra höfunda, sem þýddar hafa verið á þýzku. Einnig var þar sýnt ársritið „fsland", sem iélagið Germania gaf út á s. 1. •hausti. Vakti sýning þessi mikla athygli þar í borg. Myndin hér að ofan sýnir glugg ann. úm skógrækf hátt í fjallálíðum Boðuð hefur verið ráðstefna fil að ræða vandamálið SNJÓFLÓÐ hafa valdið miklu manntjóni og eigna í Alpafjöllum í vetur eins og svo oft áður. Það hefir því vakið athygli, að Mat- væla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna telur, að hægt sé að koma við atlöruggum vörnum gegn snjóflóðum, ef ráðstafanir séu gerðar í tíma. Hefir stofnunin boðað til fundar í sumar til að ræða snjóflóðavarnir. SKÓGRÆKT TIL AÐ VARNA SNJÓFLÓÐUM Þá voru skógfræðingar Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar- innar (FAO), sem bentu á ráð til að verjast snjóflóðum. — Það er vitáð, að stærðar tré standast ekki fyrir snjóflóðum þegar þau eru komin af stað á" annað borð. Snjórinn rennur á milli trjánna fyrst og eftir því sem þungi skrið unnar eykst rífur hann allt með sér. En með því að rækta tré á upp- tökusvæðum snjóflóða er hægt að koma í veg fyrir, að snjóflóðin byrji. Þcgar komið er upp fyrir þá hæð er tré vaxa verður að gera verkfræðilegar ráðstafanir til varnar snjóflóðum. RANNSÓKNIR Á SNJÓFLÓÐUM Fyrir um það bil einni öld var hafizt handa um rannsóknir á snjóflóðum og hvað hægt væri að gera til varnar þeim. Síðan dofn- aði áhuginn þar til skömmu fyrir síðustu heimsstyrjöld, er almenn ur áhugi fyrir vetraríþróttum jók íbúatöluna á snjóflóð'asvæðum Alpafjalla. AÐSTOÐ VIÓ ÍBÓANA .Önnnr .: stpfaun, „Samgi.nuðu þjóðanna, UNESCO, hefir boðizt til að aðstoða íbúana í austur- rísku þorpunum, sem verst urðu úti í snjóflóðunum, við endur- reisnarstöi'i. Hjálpræðishermenn loki fyrir sjónvarp LUNDÚNIR, 12. febr. — Yfir maður Hjálpræðishersins, Al- bert Osborn, hershöfðingi hef- ur beðið aila hjálpræðishers- menn að opna sjónvarpstæki sín ekki á sunnudögum og tak marka mjög notkun þeirra á virkum dögum. Þessa áskor un birtir hann í tímariti Hjálp ræðishersins „War cry“. Tvímennlngskeppni Bridgefél Hafnarfj. HAFNARFIRÐI — Þriðja um- ferð tvímenningskeppni Bridge- félags Hafnarfjarðar var spiluð síðastliðið þriðjudagskvöld. Eftir þá umferð er Einar G. og Gunn laugur efstir með 197 V2 stig, EySteinn og. Jón G. 184, Hörður Guðm. og Halldór Bj. 175%, Árni Þorv. og Kári Þ. 173, Hörð- ur Þórárins og ólafur Tngim. 170%. — Fjórða umferð var spil- uð í gærkvöldi. — G. Súkkulaði og róðukross á tindi Moimt Everest SKÖMMU eftir að fjallgöngu- garpurinn Sir Edmund Hillary kom frá íslandi fór hann í fyrir- lestrarferð til Bandaríkjanna og Kanada. Þegar hann kom til New York í heimsókn til Sameinuðu þjóðanna og ræddi rneðal annars við aðalforstjórann, Dag Hamm- arskjöld, sem er mikill áhuga- maður um fjallgöngur. A blaðamannafundi, sem Sir Edmund hélt sagði hann frá því er hann setti flögg Sameinuðu þjóðanna brezka fánann og Nepal og Indlandsfána á hæsta tind Himalayafjalla hinn 29. maí s.l. „Við urðum að leggja flögg- in á snjóinn, því ekki var við- lit að reisa þau á stöng“. sagðí Sir Edmund. „Ég efast um, að þau hafi haldizt við á tindin- um í stundarfjórðung", bætti hann við. Auk fánanna skildi Tensing félági hans eftir súkkulaði óg kökur á fjallstindlnum, „handa guðunum“, en Sir Ed- mund lagði róðukross í um- slagi á tindinn, að beiðni Sir John Hunt (stjórnanda leið- angursins). — Berlínarfundur Framh. af bis. 1. atriði. Var það skoðuit hans að utanríkisráðheiTarnir sjálf ir ættu að reyna að komast að samkomulagi um þessí atriði. Það væri algcr óþarfl að afhenda svo ítarlega rann- sakað mál aftur til fulltrúa- nefndar. — Kópavogur Framh. af bls. 1. syn, þan sem öll stjórn kommún- ista undir forystu Finnboga Rúta hefur mótast af kyrrstöðu og ráð- leysi. Þessir menn skipa framboðs- lista Sjálfstæðismanna, sem er D-listinn: 1. Jósafat Líndal, skrifstofustj. 2. Arnljótur Guðmundsson Iög- fræðingur. 3. Jón A. Sumarliðason, bifvcla- virki. 4. Gestur Gunnlaugsson bóndi. 5. Sveinn Einarsson verkfr. 6. Baldur Jónsson framkv.stj. 7. Guðmundur Egilsson loft- 'skeytamaður. 8. Gunnar Steingrímsson verk- stjóri. 9. Vilberg Helgason vélsmiður. 10. Johann Schröder garðyrkjum. Til sýslunefndar eru í kjöri af hálfu Sjálfstæðismanna þeir Ein- ar Vídalín loftskeytamaður og Guðmundur Gíslason bókbindari. Kópavogsbúar! Herðið sóknina gegn kortim- únistum. Tryggið hreppsfélagi ykkar dugmikla stjórn, sem fær er um að framkvæma þær fjöl- mörgu umbætur, sem bíða starfs næstu hreppsnefndar. Eina leið- in til þess er að kjósa D-listamij framboðslista Sjálfstæðismanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.