Morgunblaðið - 13.02.1954, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 13. íebr. 19?4
I dag er 44. dagur ái>in.-.
Árdegisflæði kl. l,ól.‘
Síðdegisflæði kl. 14,36.
; Næturlæknir er í Læknavarð-
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Laugavegs
lApóteki, sími 1616.
□ MÍMIR 59542146 H & V.
Dagbóh
o-
Veðrið
-□
n---------------------------n
I gær var suðaustan átt og þýð-
-viðri um allt land, all hvasst sunn-
•anlands, en fremur stillt fyrir
uorðan. — I Reykjavík var hiti 6
stig kl. 15,00, 5 stig á Akureyri, 7
«stig í Bolungavík og 4 stiga hiti á
Dalatanga. Mestur hiti hér á
"landi í gær kl. 15,00 mældist í
Bolungavík og Keflavík, 7 stig.
Minnstur hiti hér á landi í gær kl.
15,00 mældist á Möðrudal, 0 stig.
— Kl. 12 á hádegi var hiti 5 stig
á London, — 4 stig í Höfn, 5 stig
i París, — 7 stig í Stokkhólmi og
4 stig í Þórshöfn.
• Messur •
á niorgun :
Dómkirkian: Messa kl. 11 f. h.
Séra Óskar J. Þorláksson." Messa
-id. 5 e. h. Séra Jón Auðuns.
Nesprestakall: Messa í kapellu,
Háskólans kl. 5 e. h. (Ath. brevtt-
messutíma). Séra Jón Thor-
•arensen.
Óháði Fríkirkjus öfmiðurinn:
Messa í Aðventkirkjunni kl. 5 e.
h. Séra Emil Björnsson.
ÍVíliirkjan í Ilafnarfirði. Messa
4d. 2 e. h. Séra Kristinn Stefáns
«on.
BústaSaprestakalI. Messa í Foss
vogskirkju kl. 2 e. h. (Áætlunar-
Ttíll fer úr Blesugróf kl. 1,30 um
Sogaveg, Réttarholtsveg, Hólm-
rgarð og Fossvogskirkju og sömu
leið til baka að lokinni messu.) —
Barnamessa kl. 10,30 árdegis. Séra
-“Gunnar Ámason.
Grindavík: Messa kl. 2 e. h.
-Séra Jón Á. Sigurðsson.
Hallgrímskirkja. Messa kl. 11 f.
h. Séra Sigurbjörn Einarsson.
Messa kl. 5 e. h. Séra Sigurjón
f». Árnason. — Barnaguðsþjþn-
•usta fellur niður.
Laugarneskirkja: Messa kl. 2 e.
"h. Séra Pétur T. Oddsson, prófast
■ur í Hvammi, predikar. — Aðal-
fundur Bræðrafélags Laugarnes-
sóknar að guðsþjónustu lokinni. —
Barnaguðsþjónusta kl. 10,15 f. h.
■Séra Savar Garðarsson.
Langholtsprestakali: Messa í
Haugarneskirkju kl. 5. Séra Áre-
líus Níelsson.
Fríkirkjan: Messa kl. 2. Séra
Horsteinn Björnsson.
Háteigsprestakali: Barnasam-
■koma í hátíðasal Sjómannaskólans
4rl. 10,30. Messa s. st. kl. 2,00. —
Eftir messu er safnaðarfundur.
Séra Jón Þorvarðarson.
Kálfatjörn: Messa kl. 2 e. h.
Séra Garðar Þorsteinsson.
• Brúðkaup •
í dag verða gefin saman í
Kjónaband af séra Jóni Thoraren-
sen ungfrú Sigríður Jóna Jóns-
dóttir og Steindór Úlfarson málm-
steypumaður. Heimili ungu hjón-
anna er á Laugavegi 30 B.
S. 1. laugardag voru gefin sam-
an í hjónaband af séra Þorsteini
Björnssyni ungfrú Freyja Jakobs-
dóttir, Hólmgarði 48, og Frank
Lee Banner, starfsmaður á Kefla-
víkurflugvelli.
Hjónaefni
S. 1. miðvikudag opinberuðu trú-í
lofun sína ungfrú Ása G. Stefáns-
dóttir, Laugarnescamp 39, og
"Walter Ferrua, Drápuhlíð 2.
Nýlega opinberuðu trúlofun sína
ungfrú Sigríður Finnsdóttir og
Friðþjófur Guðmundsson, bæði til
heimilis að Meðalholti 5.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína ungfrú Gréta Jónsdóttir,
Ránargötu 35, og Baldur E. Sig-
surðsson, sjómaður frá ísafirði.
Laugardaginn 6. þ. m. opinber-
-■uðu trúlofun sína ungfrú Jensína
'í’anney Karlsdóttir, til heimilis að
.Yesturgotu 5, Keflavík, og Gissur
Þorvaldsson, símritari frá Blöndu-
Barnasamkomur
Barnasamkoma í Tjarnarbíó" a
morgun kl. 11 f. h. Séra Jón Auð-
uns.
Barnasainkoma Óháða Fríkirkju
safnaðarins verður í Austurbæj-
arbarnaskólanum kl. 10,30 í fyrra-
málið. — LFngiingavaka safnaðar-
ins verður að Laugavegi 3 kl. 8
annað kvöld. — Séra Emil Björns-
son.
Kínverska listmimasýn-
ingin í Þjóðminjasafninu.
Þjóðmynjasafnið vekur athygli
á, að sýning kínverskra listmuna
úr eigu Hendersons sendiherra
verður aðeins opin í dag og á
morgun í auglýstum sýningartíma
safnsins. Eru því um þessa helgi
síðustu forvöð að skoða þetta
merka safn.
Kvenféiag Hátcigssóknar.
Vakin er athygli félagskvenna
á safnaðarfundinum á morgun
aflokinni messu.
Þjéðieikhúslð
Áttræður er í dag Ástbjörn Eyj-
ólfsson trésmiður, einn af elztu
iðnaðarmönnum þessa bæjar, við-
urkenndur dugnaðar- og sæmdar-
maður. Hann dvelst nú á heimili
sonar síns, Egils verzlunarstjóra,
að Efstasundi 85.
Sextug verður í dag Theódóra
Sigurðardóttir, Langholtsvegi 54.
Theódóra er Snæfellingur að ætt,
dóttir hjónanna Kristínar Þórðar-
dóttur og Sigurðai- Guðmundsson-
ar, sem lengst bjuggu að Görðum
í Kolbeinsstaðahreppi. Theódóra
fluttist fyrir nokkrum árum til
Reykjavíkur og er nú hjá systur-
dóttur sinni. Theódóra hefur
margt starfað um ævina og allt
af mikilli samvizkusemi, en hug-
þekkast hefur henni verið að ann-
ast börn og sjúklinga. Sýnir þetta
vel hjartahlýju hennar. Hefur
henni enda orðið vel til vina og
munu áreiðanlega margir minnast
hennar á þesum merkisáfanga í
ævi hennar.
A morgun verður „Æðikollur-
j inn“, hinn bráffskemmtilegi gam-
| anleikur Holbergs, fluttur í Þjóö-
| leikhúsinu. Myndin sýnir þau
Pernillu (Herdísi Þorvaldsdóttúr)
og Krókaref (Rúrik Haraldsson).
Sjálfstæðisfélag
Kópavogshrepps
Muniff fulltrúaráðsfundinn í
barnaskóla breppsins kl. 5 í dags
Áríðandi að allir fulltrúar mæti,
og mæti stundvíslega.
Sjálfsíæðismenn.
Kópavogi!
Þeir sem hafa happdrætt
iskort frá Sjálfstæðisfé-
laginu, eru heðnir að gera
skil svo fljótt sem auðið
er. —
• Gengisskráning •
(Sölugengi):
1 bandarískur dollar .. kr. 16,32
1 Kanada-dollar .......— 16.88
1 enskt pund ..........— 45,70
100 danskar krónur .. — 236,30
100 sænskar krónur .. — 315,50
100 norskar krónur .. — 228,50
100 belgiskir frankar . — 32,67
1000 franskir frankar — 46,63
100 svissn. frankar .. — 374,50
100 finnsk mörk .......— 7,09
1000 lírur.............— 26,13
100 þýzk mörk..........— 390,65
100 tékkneskar kr....— 226,67
100 gyllini ...........— 430,35
(Kaupgengi):
1000 franskir frankar kr. 46,48
100 gyllini ...........— 428,95
L00 danskar krónur .. — 235 50
L00 tékkneskar krónur — 225,72
1 bandarískur dollar .. — 18,26
100 sænskar krónur .. — 314,45
100 belgiskir frankar.. — 32,56
100 svissn. frankar .. — 373,50
L00 norskar krónur .. — 227,75
1 Kanada-dollar .......— 16,82
100 v-þýzk mörk .... — 389,35
Gullverff íslenzkrar krónu:
100 gullkrónur jafngilda 738,95
pappírskrónum.
Kópavogsbúar!
Kjósiff D-Iistann og tryggiff ykk-
ur frjálslynda uinbótastjórn!
Bæjarbókasafnið.
LESSTOFAN er opin alla virka
daga frá kl. 10—12 f. h. og frá
kl. 1—10 c. h. — Laugardaga
frá kl. 10—12 f. h. og frá kl.
1— 7 e. h. — Sunnudaga frá kl
2— 7 e. h.
ÚTLÁNADEILDIN er opin alla
virka daga frá kl. 2—10 e. h —
Laugardaga frá kl. 2—7 e. h.
Útlán fvr ir hörn innan 16 ára
er frá kl. 2—8 e. h.
Háteigssöfnuður!
Munið fundinn í Sjómannaskól-
anum að lokinni messu n. k.
sunnudag.
Leiðrétting.
í frétt frá Hvatarfundinum,
sem birtist í blaðinu í gær, hafði
slæðzt villa. Þar stóð, að frú Auð-
ur Auðuns hefði átt sæti í bæiar-
stjórn s. 1. 6 ár, en átti vitanlega
að vera s. 1. 8 ár.
X D-listinn listi Kópavogs-
búa.
Sólheimadrengurinn.
Afhent Morgunblaðinu: Áheit
20 krónur.
Fólkið á Heiði.
Afhent Morgunblaðinu: Á. Guð-
jónsdóttir 20 krónur. S. 20 kr.
Listi Sjálfstæðismanna
s Kópavogi er D-listinn.
• Útvarp •
12,50—13,35 Óskalög sjúklinga
(Ingibjörg Þorbergs). 17,30 Út-
varpssaga barna.nna: „Vetrardvöl
í sveit“ eftir Arthur Ransome; V.
(Frú Sólveig Eggerz Pétursdóttir
þýðir og flytur). 18,00 Dönsku-
kennsla; II. fl. 18,30 Ensku-
kennsla; I. fl. 19,00 Frönsku-
kennsla. 19,25 Tónleikar: Sam-
söngur (pötur). 20,30 Tónleikav
(plötur): „Vatnasvítan“ , eftir
Hándel (Hljómsveitin Philhar-
monia leikur; Herbert von Kara-
jan stjórnar). 20,50 Leikrit:
„Feigðarflugan" eftir Svein Berg-
sveinsson. Leikstj. Þorsteinn Ö.
Stephensen. 21,20 Einsöngur: Tino
Rosi syngur (plötur). 21,40 Upp-
lestur: „Gapastokkurinn“, smásaga
eftir Olav Duun, í þýðingu Árna
Hallgrímssonar (Þorsteinn Ö.
Stephensen). 22,10 Danslög (plöt-
ur). 24,00 Dagskrárlok.
Erlendar stöðvar:
Danmörk: Stuttbylgjuútvarpið
er á 49.50 metrum á tímanum
0>pvnpTVt CBINTR.OFR.FI5S. Copenhagen 78W7
// I í
17,40—21,15. — Fastir liðir: 17,45
Fréttir; 18,00 Aktuelt kvarterí
21,00 Fréttir. Á sunnudögum kl,
17,45 fylgja íþróttafréttir á eftir
almennum fréttum.
Svíþjóff: Útvarpar á helztu stutt
bylgjuböndunum. Stillið t. d. á 25
m fyrri hluta dags, en á 49 m að
klukknahringing í ráðhústurni og
kvöldi. — Fastir liðir: Kl. 11,00
kvæði dagsins; síðan koma sænskir
söngkraftar fram með létt lögj
11,30 fréttir; 16,10 barna og ung.
lingatími; 17,00 Fréttir og fréttai
auki; 20,15 Fréttir.
England: General verseas Sers
vice útvarpar á öllum helztu stutt-
bylgjuböndum. Heyrast útsending-
ar með mismunandi styrkleika hér
á landi, altt eftir því hvert útvarp3
stöðin „beinir“ sendingum sínum,
Að jafnaði mun bezt að hlusta á
25 og 31 m bylgjulengd. — Fyrri
hluta dags eru 19 m góðir, en þeg-
ar fer að kvölda, er ágætt að
skipta yfir á 41 eða 49 m. Fastir
liðir: 9,30 úr forsíðugreinum blað-
anna; 11,00 fréttir og fréttaum-
sagnir; 11,15 íþróttaþáttur; 13,00
fréttir; 14,00 klukknahringing Big
Ben og fréttaaukar; 16,00 frét.tir
og fréttaumsagnir; 17,15 frétta-
fréttir; 20,00 fréttir; 23,00 fréttir.
— Góffan daginn, frú Petrína!
Þér vilduff nú víst ekki vera svo
góffar að lána mér manninn yffar
með snjóskóflu í svo sem cins og
hálfan klukkutímaf
★
Ótrúlegt en..........'■
Grínleikarinn alkunni, W. C.
Fields, sem nú er kominn fram
yfir miðjan aldut', lifði á sínum
yngri árum, vægast sagt, „villtu
lífi“, og það var því ekkei't und-
arlegt, að hann skyldi einn góðan
veðurdag fá heimsókn af ungum
manni, sem sagðist vera W. C.
Fields yngri. —
Sá gamli sem var einmitt kom-
inn niður í hálfa ginflösku og var
orðinn dálítið ,hífaður‘, brást glað
ur við og hrópaði: — Það gleður
mig að kynnast þér, sonur sæll!
— Nú kalla ég á þjóninn minn og
bið hann að koma með glas af
vjni handa hér!
— Nei takk, sagði ungi maður-
inn. — Ég bragða aldrei áfengi.
— Hvað er þetta! hrópaði
Fields. Og hann kallaði á þjóninn
sinn og sagði: — Kastaðu þessum
svikahrappi út! Hann kentur
hingað og þykist vera sonur minn,
— en sá maður, sem neitar glasi
af góðu víni getur ekki verið son-
ur minn!!
★
Það er álitið, að leikritaskáldið
Noel Coward sé einhver .bezti sam-
ræðusnillingur, sem uppi er um
þesar mundir. Hann var eitt sinn
í samkvæmi með kvikmyndadísinni
Corinne Calvert, og var ungfrúin
í ströngum megrunarkúr. Hún
spurði rithöfundinn:
— Hvernig farið þér að því að
vera svona grannur, herra Co-
ward?
— Ég gæti þess vandlega að
borða aldrei kartöflur, svaraði
hann.
—• Jæja, einmitt, sagði kvik-
myndadísin. — Erú þær virkilega
svona hættulegar fyrir mann?
— Já, svaraði Coward. — Ef
maður borðar kartöflu, þá hefur
maður hana 3 sekúndur í munn-
inum, 3 mínútur í maganum og
3 ár á afturhlutanum!
★
Hann þekkti bílinn,
en ekki manniim.
Tveir menn í Búdapest bittust á
götu og tóku tal saman. Annar
þeirra fór að dáðst að nýjum fólks
bíl, sem stóð þar við gangstéttina.
— Já, það má nú segja, sagði
annar þeirra, — blessaðir Rúss-
arnir geta búið til fallega bíla!
— Hvað gengur að þér, maður,
sagði hinn, —- þekkirðu ekkí
bandarískar bifreiðar frá rúss-
neskum?
— Jú, vinur ntinn! — Ég
þekkti vel, að þetta var banda-
rískui' bíll; en ég þckkti þig ekki!