Morgunblaðið - 13.02.1954, Page 7

Morgunblaðið - 13.02.1954, Page 7
Laugardagur 15.lebr. 1954 M ORGUNBLAÐlh 7 ^J^i/enjyjó kin — ^JJeitniíiÁ ©Cis^íT^Ci^ö^Q^ö^C^ír^Cir^íT^Q^íT^Q^c^Q-^cP^Q^Cr Höfum ekki brugðizf nógu vel við kaiiinu í HAUST var mikið um það talað bæði í blöðum og útvarpi að auka þyrfti kartöfluneyzlu okkar íslendinga að miklum mun, þar eð uppskeran á síðastliðnu hausti varð mun meiri en undanfarin ár <og jafnvel miklu meiri en kartöfjuneyzlan hefir verið á síð- Ustu árum. VERÐUM AÐ NÝTA VERÐMÆTIN Kjör almennings hér á landi hafa mjög breytzt til batnaðar á síðustu áratugum. Má þakka það bæði endurfengnu frelsi okkar og auk þess nútíma tækni á mörgum sviðum, sem stuðlar að almenn- ingsheill. Við erum öll sammála um það, að ekki lifum við lengi hamingjusömu lífi hér í þessu landi, nema við getum varðveitt frelsi okkar og sjálfstæði. Ein máttarstoð þess er einmitt heilbrigt viðskiptalíf við aðrar þjóðir. Við þurfum að vinna að því að nýta þau verðmæti, sem hér leynast í lofti, á landi og í legi. Við erum fámenn þjóð. Þess vegna er það ennþá mikilvægara, að við stöndum saman að hverju því málefni, sem til þjóðarheilla horfir. Hver einstaklingur er hér enn stærri hlekkur í þjóðarheild- dnni en meðal stórþjóðanna, ber jneiri ábyrgð á velferð alþjóðar og hefir meiri skyldum að gegna Við þjóðfélagið. LIGGJA UNDIR SKEMMDUM Eins og áður er sagt var kartöfluuppskeran meiri í ár en nokkru sinni áður. Við höfum ver ið hvött til þess að auka kartöflu- neyzluna hér á landi til muna. Hvernig höfum við brugðizt við þessu, hver og einn? Því miður ekki nægilega vel, þrátt fyrir áeggjanir. Áreiðanlega hafa marg ir lagt eyrun við, er þeir hafa hiýtt á þessi hvatningarorð og hugsað sér að verða vel við, þetta Væri auðivtað rétt og satt mál. En hvernig hafa efndirnar orð- ið? Alls ekki nægilega góðar. Eins og nú er komið liggja afar miklar birgðir af kartöflum hjá Grænmetisverzlun ríkisins undir skemmdum. ÁBYRGÐ HÚSMÓÐURINNAR Eigum við að láta það við- gangast hér á landi, að við hlít- Um ekki þeirri köllun okkar að breyta mataræðinu lítillega eftir því, hvernig árar í landinu, vegna eigi duttlunga eða eftirlæti við sjálf okkur. Vafalaust mun ein- hver hugsa, að þetta séu stór orð um smávægilegt málefni. En svo er þó ekki. Það er oft sagt með réttu, að störf húsmóðurinnar séu mikil- væg fyrir þjóðfélagið. Um hend- ur húsmóðurinnar fer meginþorr inn af tekj um hvers heimilis. Það veltur því á því, hvernig hún ver verðmætunum, hvernig heimilinu farnast. Hvert heimili, er máttar- stólpi þjóðarheimilisins. Það má Segja það hér ekki síður en víða annars staðar, að margt smátt gerir eitt stórt. HEIMILISFÓLKIÐ VERDUR AÐ HLÝÐA En það er ekki nóg að hús-: mæðurnar standi sig vel og vilji auka kartöfluneyzlu heimilisins. Heimilisfólkið verður að hlýða og standa með benni, vinna að hinu sama málefni. Það þarf ekki að endurtaka hér neitt um gildi kartöflunnar sem fæðutegundar. — Við vit- um það sjálfsagt öll, að kartöflur eru hollur mat- ur, gefa okkur hitaeiningar, Húsmæðrakennaraskói! islands heifir á landsmenn a® auka karföfluneyzlu sína steinefni og vítamín. Þær eru Ódýr fæðutegund, innlend fram- leiðsla og stundum mætti kalla þær, ásamt fjallagrösum, okkar íslenzka korn. Þess vegna ber okkur skylda, einum og öllum, að neyta hennar í ríkum mæli. GÖNGUM MEÐ SIGUR AF IIÓLMI Það mun vera algengt hér á landi, að fólk borði um 200 gr. af kartöflum á dag. Nágranna- þjóðir okkar láta sér þó ekki nægja minna af kartöflubirgðum en 400—500 gr. á hvern mann á dag allt árið. Því skyldum við ekki geta staðið þeim jafnfætis hér, ekki sízt, þegar okkar eiginn hagur er í veði? Við erum hvort sem er sífellt að þreyta kapp við aðrar þjóðir í ýmsum greinum, sem sumar hverjar eru minna virði en þetta. Stöndum nú sam- an í þessari keppni eins og í .sund keppninni norrænu, og göngum rpeð sigur af hólmi eins og þá. GEFIZT EKKI UPP I haust birtist í dagblöðum og útvarpi hvatningarorð um aukna kartöfluneyzlu frá Húsmæðra- skóla Reykjavíkur. Húsmæðra- kennaraskóii íslands vill taka undir öll þau eggjunarorð. Við viljum minna húsmæður á alla þá kartöflurétti, sem þar voru gefnir, ef ske kynni að þeir hefðu gleymzt að pinhverju leyti eða þeim fækkað á borðum síðustu vikur. Gefizt ekki upp, þótt heim ilisfólkið hafi ef til vill ekki tek- ið þeim sem bezt í fyrstu. Hver veit nema þeir eigi eftir að verða eftirsóttir á heimilinu. Minnið á þegnskyidu vjð iand og þjóð um notkun innlendra afurða. Á ifaiíu eða íslandi \" \ Jff Kommóða — skrifborð kaffiborð Vetrarhúfurnar, sem þið sjáið að ofan eru frá Ítalíu, en þær gætn ehgu að síður átt heima hér á íslandi. Þær eru mjög einfaldar off auðveldlega tilbúnar, ef efnið er fyrir hendi, ullarefni og loðskinn í bryddingum að framan. Kostir og ókostir aukttvinnu' Á myndinni að ofan sjáið þér, hvernig nota má venjulega! kommóðu sem skrifborð — og jafnvel kaffiborð. Þetta kemur sér sérstakícga vel, þar sem lítið er um rúm. Þér takið mál af einni kommóðuskúffunni yðar, farið síðan til trésmiðs og fáið hjá honum tréþóötu, jafnstóra! skúffunni, eða dálítið stærri, ef! yður sýnist svo. Að aftanverðu má hún þó ekki vera breiðari en svo, að hún nemi rétt við innri brún skúffunnar, þannig, að hún geti gcngið inn í sjálfa kpmm- óðugrindina. Listar á hliðunum neðanverðum gera og borðið stöðugra. — Snjöll hugmynd! Kvennsnefnd S.i>< ræðir máiið í vcr EIGINKONUR og mæður hafa oft gott af því að taka að sér auka- störf utan heimilis. Þær kynnast nýju fólki á vinnustað, sjálfstraust þeirra eykst. Tahð er að konur sem vinna utan heimilis hugsi meira um klæðaburð og snyrtingu, en hinar sem heima eru og loks er á það bent, að ekki fari hjá því, að konur, sem hitta fjölda fólks utan heimilis víkki mjög sjóndeildarhring sinn. NÝÚTKOMIN SKÝRSLA | Sameinuðu þjóðanna, en þessi Þstta er að minnsta kosti skoð skýrsla hefir nýlega verið birt un þeirra, er samið hafa skýr^lu um málið i nafni aðalforstjóra Nýjasía frá París í s. 1. mánuði greiddu um eitt þúsund tízkuséríræðingar í New York atkvæði um hvaða konu bæri að telja „bezt klæddu konu heimsins“. Nöfn hinna 10 „út- völdu“ voru síðán hátíðlega til- kynnt. Númer eitt varð í þetta skiptið frú William S. Paley, sem sézt á myndinni hér að ofan. Hún er gift formanni útvarpsráðs við Coumbia-útvarpsstöðina og er ein af þremur dætrum hins fræga skurðlæknis, Harvey Cushing, sem allar eru orðlagðar fyrir glæsileik sinn og fegurð. Ilertogafrúin af Windsor, sem s. I. 15 ár hefir verið annað hvort númer eitt — eða mjög nálægt því, féll í þetta skipti niður i 10. sæti og þykir það nekkrum tíðindum sæta. Margrét Breta- prinsessa var á meðal hinna 10 „útvöldu." Fjölbreyfni í karföfíu- réffina Húsmæður! Hafið þið búið til kartöflusúpu, kartöflusalat, kartöflutertu eða kartöfluflat- brauð í síðustu viku? Ef ekki þá látið ekki svo við sitja lengi. Berið kartöflurétti á borð svo oft sem þið getið — auk þess sem þið gefið heimilisfólki ykkar kartöflur daglega soðnar, steikta- ar eða brúnaðar á venjulegan hátt. Komið því á óvart með fjöl- breytni í kartöfluréttum. Húsmæðrakennaraskólinn mun nú gefa uppskriftir af nokkrum nýjum kartöfluréttum, sem hús- mæður kynnu að vilja reyna. KARTÖFLUMJÓLKURSÚPA 350 gr. kartöflur 75 gr. gulrætur % 1. beinasoð Vi 1. mjólk 8 gr. laukur salt og pipar 25 gr. smjörliki steinselja, söxuð. Kartöflur og gulrætur eru hreinsaðar og skornar smátt. Laukurinn saxaður. Allt látið í pottinn ásamt beinasoðinu. Soðið í 10 mín. Þá er mjólkin látin út í og soðið áfram í 10—15 mín., , þar til gulræturnar eru meyrar og kartöflurnar farna að jafna súpuna. Þá er smjörbitinn látinn út i og kryddað eftir smekk. Síðast er söxuð steinseljan lát- in í súpuna. KARTÖFLUR OG FLESK í EGGJASÓSU 200 gr. reykt flesk 400 gr. kartöflur 2 egg 4 dl. mjólk. Framh. á bls. 12 Á tízkusýningu hjá Jacques Fath í París fyrir skömmu voru m. a. sýnd nokkur afbrigði nylon- sqkka. sem komu allkynlega fyr- ir og hlutu mjög njisjafm dóma. Sumir sýningargesta stóðu agn- doía, aðrir gerðu hróp að þessu skrítna fyrirbæri. Einna mesta athygli vöktu dröfnóttu sokkarn- ir, sem sjást á myndinni hér að ofan. Þeir minna einna helzt á sprengdu eða spreklóttu ullar- sokkana, sem við notuðum hér í sveitinni í gamla daga. Ejnnig sáust þarna hjá Fath sokkar með knipplingum aö of- an og aðrir í skyggðum litum, dekkstir um fótinn og upp eftir mjóaleggnum. — Þetta er ekki gert út í blá- inn, segir Fath, — skyggðu nylon- sokkarnir mínir gera fótleggi kvenþjóðarinnar undursamlega granna og fagra tilsýndar, og ekki sízt þegar stuttu pilsin koma aftur í tízku er það veigamikið atriði. Skýrslan er byggð á upplýsing- um, sem leitað var hjá 12 þjóð- um meðal ýmissa félaga, einkum. kvenfélaga. Upptökin að skýrsltt söfnuninni átti sú nefnd innan. Sameinuðu þjóðanna er fjallar um stöðu konunnar í mannfélag- inu (Commission on the Status of Women). HOLLRÁÐ OG IIEIMILISTÆK* í skýrslunni eru m. a. birt þessi hollráð til kvenna, sem vinna utan heimila sinna: — Reynið að verja sem minnstum tíma til sjálfra heimilisstarfanna. Eða með öðrum orðum, ef þér vinnið úti, þá gerið heimilisstörfin að aukastörfum. Það, sem skortir fyrir hús- mæður er vinna, eða vilja vinna utan heimilis sinna, er, að dómi höfunda skýrslunnar, betri og f jöl breyttari heimilistæki, sem spara tíma og fyrirhöfn. Einnig væri nauðsynlegt víða, að bæta verzl- unarhætti til að spara tíma og erfiði við innkaup, segir í skýrsl- unni. Ekki telur skýrslan, að auka- vinna húsmæðra henti öllum jafnt. Er t. d. bent á, að margar konur er vinna utan heimila sinna vanræki þau, þeim hætti við að eyða of löngum tíma til ferðalaga milli vinnustaðar og' heimilis. í sumum löndum sé það enn tíðkað að leggja skatta á sam anlagðar tekjur hjóna og fleiri ó- kostir eru nefndir. Kvennanefnd S. Þ. kemur sam sn til fundahalda cjagana 22. marz til 9. apríl næstkomandi. Þar verður þessi skýrsla tekin til umræðu. Sæmri mun .ei sínum ver silkiklæddur sprakki en meyja hrein og hýrlynd er hulin vuðmálsstakki. (Bjarci Thorarensen). I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.